Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 5
Helgin 12. - 13. febrúar 1983 [ ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Alusuisse fær bakreikning:_____ Skattgreiðshir hækkaðar um 127 miljónir króna! Fjármálaráðuneytið hefur úrskurðað 127 miljón króna skattahækkun hjá ISAL, dótturfyrirtæki Alusuisse hér vegna dulins hagnaðar af rekstri auðhringsins hér á landi á árunum 1976-1980 og hefur fyrirtækið verið skuld- fært fyrir þeirri upphæð. Skattainneign auðhringsins hjá ríkissjóði er því ekki lengur fyrir hendi en þess í stað á ríkissjóður inni hjá dótturfyrirtækinu 35 miljón- ir íslenskra króna auk vaxta frá ársbyrjun 1981. Það var sl. fimmtudag sem fjár- málaráðuneytið tilkynnti dóttur- fyrirtæki Alusuisse hér á landi, að framleiðslugjald félagsins fyrir árin 1977, 1978 og 1979 hefði verið endurákvarðað á grundvelli skýrslna frá breska endurskoðun- arfyrirtækinu Coopers og Lybrand og gjaldið hækkað um 2.824.645 bandaríkjadali. Áður var búið að endurákvarða framleiðslugjaldið fyrir árin 1976 og 1980. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra afhendir blaðamönnum tilkynninguna Um að skattar á dótturfyrirtæki Alusuisse hér hafi verið hækkaðir um 127 miljónir króna. Talið frá vinstri: Halldór J. Kristjánsson deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu, Hjörleifur Guttormsson, Ragnar Arnalds, Hösk- uldur Jónsson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og Árni Kolbeinsson deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu. Einnig voru á fundinum Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoðandi og Sveinn Arason deildarstjóri í Ríkis endurskoðun. Ljósm. -eik. 683 miljónum skotið undan Endurreikningur framleiðslu- gjaldsins fyrir umrædd ár er eins og áður sagði gerður á grundvelli niðurstöðu sérstakrar endurskoð- unar hins virta endurskoðunarfyr- irtækis Coopers og Lybrand á verð- lagningu súráls og rafskauta til ísal Ár Súrál Rafskaut AIls þús/USD þús/USD þús/USD 1975 5.838 1.343 7.171 1976 3.162 962 4.124 1977 679 2.192 2.871 1978 2.532 3.038 5.570 1979 2.279 2.463 4.742 1980 2.160 3.119 5.279 1981 965 717 1.682 Samtals þús/USD 17.605 13.834 31.439 Vantalinn hagnaður Alusuisse: Sömu upphæðir og raforkuverðið! Nokkrar umræður urðu undir liðnum „þingsköp“ á fundi neðri deildar alþingis í gær þarsem þing- menn úr Sjálfstæðis- og Alþýðu- flokki kvörtuðu undan því, að ekki væri leyfð umræða utan dagskrár um ákvörðun um skattamál ísal. Alexander Stefánsson forseti deildarinnar (í fjarveru Sverris Hermannssonar), sagði að iðnaðarráðherra hefði ekki lýst sig reiðubúinn til að taka þátt í um- ræðu utan dagskrár á þessu stigi málsins og með jafn litlum fyrir- vara. Iljörleifur Guttormsson iðnað- arráðherra sagðist hafa fyrst fengið beiðni um slíka umræðu um þrjú- leytið í gær. Auk þessa skamma fyrirvara hefði fundur deildarinnar verið boðaður um bráðabirgðalög- in. Lýsti Hjörleifur sig reiðubúinn að taka þátt í utandagskrárumræðu um þetta mál við lok þessarar um- ræðu eða hvenær sem væri síðar. f viðtali við blm. eftir umræðuna sagði Hjörleifur Guttormsson að hann hefði m.a. tekið tillit til óska stjórnarliða um að hefja ekki um- ræðu inn í miðri umræðu um bráða- birgðalögin og tefja þannig fram- gang þeirra. Sjálfstæðismennirnir Birgir Isl. Gunnarsson, Olafur G. Einarsson og fleiri skoruðu á forseta að breyta afstöðu sinni. Sagði Ólafur t.d. að Sverrir Hermannsson hefði orðið við beiðni þingflokks Fram- sóknarflokksins fyrir nokkrum dögum um fundahöld. Nú vildi Al- exander Stefánsson ekki verða við sams konar beiðni frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins. _ árin 1976-79 og endurskoðunar sömu aðila á ársreikningum félags- ins 1980. Niðurstöður breska end- urskoðunarfyrirtækisins um yfir- verð á aðföngum til ísal 1975-81 voru eins og fram kemur í með- fylgjandi töflu. (Upphæðir í þús- undum Bandaríkjadollara): Við endurskoðun reikninga dótturfyrirtækis Alusuisse, komust bresku endurskoðendurnir suntsé að þeirri niðurstöðu að verð á súr- áli og rafskautum til verksmiðjunn- ar í Straumsvík hafi verið sagt 31.4 miljónum Bandaríkjadölum hærra á tímabilinu 1975-81 en það í raun átti að vera samkvæmt samning- um. Hér er um tæplega 600 miljón- ir króna á gengi í dag að ræða. Til viðbótar voru svo ársreikningar ísal vegna áranna 1980 og 1981 leiðréttir vegna afskrifta um 4.4 miljónir dollara eða um 8^ miljónir íslenskar krónur til viðbótar. Þess- ar reikningskúnstir höfðu það í för með sér að hagnaður ísal sam- kvæmt framlögðum reikningum þessi ár var talinn 683 miljónum króna minni en vera átti. Þar með lækkuðu skattgreiðslur fyrirtækis- ins til íslenska ríkisins. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Álit Álviðræðunefndar f þeim endurreikningum sem fjármálaráðuneytið hefur núna gert á framleiðslugjaldi, þ.e. sköttum íslenska álfélagsins í Straumsvík var einnig stuðst við álit Álviðræðunefndar sem var sett fram í bréfi til iðnaðarráðherra, 21. nóvember 1982 en þar segir m.a.: „Það er skoðun Álviðræðunefnd- ar að niðurstöður Coopers & Lyb- rand séu haldbærasta matið á verð- lagningu Alusuisse á þessum mikil- vægu hráefnum til ísal með hlið- sjón af ákvæðum í grein 27.03 í aðalsamningi um „viðskipti óháðra aðila“ og ákvæði í grein 2.03(c) í aðstoðarsamningi um rekstur, er kveður á um að Alusuisse skuli aðstoða ísal við að útvega þau á „bestu fáanlegu kjörum“.” Fyrir liggur lögfræðileg álitsgerð þeirra Benedikts Sigurjónssonar fyrrverandi hæstaréttardómara og1 Ragnars Aðalsteinssonar hæsta- réttarlögmanns frá 13. október sl. um álagningu framleiðslugjalds á íslenska álfélagið hf. Þeir félagar komast að þessum meginniður- stöðurn: Annars vegar að ein af al- mennum grundvallarreglum skatt- aréttar sé að endurákvarða megi skatt á skattaðila, ef í ljós komi að honum hafi ekki verið gert að greiða skatt af öllum tekjum sínum eða eignum og skipti þá ekki máli hvort um refsiverða háttsemi sé að ræða eða ekki. Hins vegar sé réttur stjórnvalda til að endurákvarða skatt háður þeim takmörkunum í fslenskum skattalögum, að endurákvörðun geti aðeins náð til skatts vegna tekna og eigna síðustu sex ára á undan því ári sem endurákvörðun- in fer fram. Eðlilegt sé því talið aðl þessi regla eigi við um framleiðslu-, gjald ísal og megi endurákvarða! framleiðslugjald vegna ársins 1976 og síöari ára. -v. KVIKMYNDA- BLAÐIÐ ER KOMIÐ ÚT Febrúar/mars hefti kvikmyndablaðsins er komið á blaðsölustaði MEÐAL EFNIS: Spennumyndir. Fjallað um nýja íslenska kvikmynd „Húsið/ trúnaðarmál“ sem frumsýnd verður í mars. Myndir á leiðinni í kvikmyndahúsin. Síðustu fregnir úr kvikmyndaheiminum og fleira og fleira. Verð kr. 60.-. þar sem 683 miljónum hafði verið skotið undan skatti á árunum 1975-1981

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.