Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12. - 13. febrúar 1983
myndlist
Hugleiöingar
um tvær
merkar
sýningar
ungs fólks
Ungir listamenn anda
á Gullströndinni og Kjarvalsstöðum
Nafnlaust verk eftir verðlaunahafann frá Kjarvalsstöðum, Kjartan
Ólason.
I.
Mönnum verðurtíðrætt um þá
merkilegu breytingu sem orðin
er á listinni og gengur undir
heitinu „nýja málverkið“. Um
daginnritaðieinn
listgagnrýnandinn við
pressuna um kreppu
hugarfarsinssem læsirsig um
stoðir heimslistarinnar og sést í
vissu afturhvarfi til gamalla
stílbrigða. Á síðasta áratug var
málaralisttalin heyratil
fortíðinni, úrelt þing fyrir
áhugalistamenn. I dag er hún
talin góð og gild, eins meðal
þeirra sem áður vísuðu henni á
bug.
Listheimurinn snýst um nýja
málverkið líkt og fundinn gullkálf.
Mörg gallerí áttu undir högg að
sækja á 8. áratugnum, vegna þess
hve oft listaverk reyndust ofvaxin
sýningarsölum og óhentug fyrir
hefðhundinn vettvang. Umhverfis-
og landslagslist, gjörningar, lík-
amslist, video- og innréttingar,
sprengdu af sér alla viðtekna
ramma. Nú keppast gallerí að nýju
við að laða til sín unga málara og
verk þeirra, sem svo auðvelt er að
höndla og höndla með.
Menn spyrja hvort hér sé um nýja
sölumennsku að ræða, hvort listin
sé aftur fallin í pytt kaupmennsk-
unnar. Því er til að svara að áður-
nefnd tilraunastarfsemi var aldrei
laus við gróðahyggju. Stórfyrirtæki
á borð við ITT og Exxon veittu
fjármunum í ýmsar tæknitilraunir
erlendra nýlistamanna, einkum
þeirra sem fengust við upplýsinga-
og fjölmiðlunarlist.
Hvort nýja málverkið endur-
speglar hugarfarskreppu tengda
efnahagsástandi Vesturlanda, verð
ég að láta mér fróðari mönnum
eftir að rökstyðja. Mér vitanlega er
erfitt að benda á órækar sannanir í
þessum efnum, því tengsl lista og
efnahags eru mjög flókin. T.d.
fæddust Velazquez, Goya og Pic-
asso í landi sem stóð á efnalegum
brauðfótum, einangrað frá menn-
ingu ríkja norðar í álfunni. Borið
saman við Spán var Bretland efna-
legt stórveldi, sem stöðugt sótti á
brattann. Pó kemst enginn enskur
málari með tærnar þar sem áður-
nefnd þrenning hafði hælana.
Svona dæmi má hundraðfalda og
afsanna þau öll bein tengsl efna-
hags og lista. Hins vegar má benda
á jafnmörg óbein tengsl og órækar
sannanir fyrir áhrifum efnahags á
listir og menningu.
Ef léreft og penslar eru
afturhvarf/afturför frá framúr-
stefnu liðins áratugar, má einnig
slá því föstu að list Michelangelos
hafi borið í sér merki hnignunar.
Fresco-tæknin var á fallanda fæti
og ný-platónskar vangaveltur
meistarans hljóta að skoðast sem
framlengdar miðaldakreddur gull-
gerðarmanns. Meðan Michelang-
elo horfði um öxl, stefndi vísinda-
leg hlutlægni Leonardos (sem
margir kalla fyrsta concept-
listamann sögunnar), hins vegar í
átt til Galileos og nútímans.
II.
Er Michelangelo þá afturhalds-
samur í list sinni? Því mundu svara
játandi, þeir sem ekki trúa því að
þróun listarinnar sé díalektísk.
Hinum má benda á að málaralistin
hefur verið drepin hundrað sinnum
frá dögum Apellesar, alveg einsog
bókmenntirnar frá dögum Hó-
mers. Reyndar er það merkilegt
þegar bókmenntir eru hafðar í
huga, að enn eru til rithöfundar
sem nota sjálfblekung, þessa fram-
lengdu gæsafjöður. Þó eru löngu
komnar á markað rafmagnsritvélar
með leiðréttingarlykli, svo handrit-
ið lítur hreint og fágað út sem væri
það prentað. Þrátt fyrir slíkar
framfarir hefur mönnum verið
veittur Nobels-prís, þótt þeir skrif-
uðu með blýantsstubb.
Svipaðs eðlis er verðlauna-
veitingin á Kjarvalsstöðum, þar
sem Kjartan Ólason, ungur mynd-
listamaður hreppti verðlaun fyrir
málverk unnið með sömu tækni og
Titian notaði fyrir 450 árum. Slíkt
er varla tákn fyrir geimöld, nema ef
vera kynni að flestir hefðu gleymt
hver fyrstur steig fæti á tunglið. En
ekkert virðist heilagt lengur, ekki
einu sinni tækniframfarirnar.
Því verður að grípa það sem gefst
„hér og nú“ og skeyta ekki um það
sem „var eða verður“. Þetta hefur
IBIZA
URVAL \
VIÐ AUSTURVÖLL SIMI 26900
umboðsmenn um allt land
31. maí
2og3vikur
21. júní
2og3vikur
12. júlí
2og3vikur
2. ágúst
2og3 vikur
23. ágúst
2og3vikur
10. maí
3vikur
27. mars
16dagar
12. april
4vikur
13. sept.
2og3vikur
5. okt.
3 vikur