Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12. - 13. febrúar 1983 sunnudagspistill Nokkrar athugasemdir um sögu- kennslu og þjóðernishyggju f Sögu, tímariti Sögufélagsins. birtist í fyrra grein eftir dr. Gunnai Karlsson og heitir Markmið sögu- kennslu. Þar gerir Gunnar grein fyrir því, hvernig saga hefur verið kennd, einkum hér á landi, til hvers hafi verið ætlast af henni og spyr að því, hvaða markmið sé hægt að ætla kennslu í sögu í náinni framtíð. Þetta er mjög fróðleg samantekt og um margt nytsamleg. Höfundur hennar leggur áherslu á það, að sögukennsla hafi verið nátengd hugmyndum um borgaralegt þjóð- ríki, með sögukennslu hafi verið reynt að efla þjóðerniskennd þegn- anna - ekki síst með því að benda þeim sem oftast á átök milli „okk- ar“ og „þeirra“ - það er að segja utanaðkomandi afla, erlendra ríkja osfrv. - Einnig má nefna áherslu í sögukennslu á sameigin- lega baráttu þjóðarinnar við erfið náttúrukjör og þar frameftir göt- um. Sagan hefur verið höfð, bæði hér og annarsstaðar ekki barasta tii að miðla ákveðnum lágmarksupp - lýsingum um fyrri tíma, heldur - og ekki síst, til að efla þjóðar- áttu sé sómi sýndur, nú síðast vilja konur að þeirra hlutur sé endur- skoðaður. Þannig lengist sagan og breikkar, segir Gunnar, en gjarna með þeim hætti, að reynt er að veita sem flestum nokkra úrlausn - en einatt með þeim árangri, því miður, að tæpt er á of mörgu, án þess að fjallað verði um nokkurn hlut að gagni. Og útkoman verður einatt miklu leiðinlegri en í göll- uðum þjóðernissinnuðum og per- sónubundnum kennslubókum fyrri áratuga. Gunnar segir frá viðleitni til að snúa á þennan vanda - og telur vænlegast í framtíðinni að hafa fyrst og fremst í huga mis- skiptingu auðs í sögukennslu - hvort sem hún snýr að íslandi eða heimi öllum, átök stétta og hags- munahópa. Margbreyti- leiki Nokkrar vangaveltur mætti setja á blað í framhaldi af þessu. Það er vitanlega ekki nema eðli- Iegt, að nokkur vindur fari úr Til hvers er sagan? einingu, stuðla að réttiætingu sjálfs- forræðis og pjóðríkis. „Vekjandii( kennsla Gunnar rekur það með ýmsum dæmum úr kennslubókum í ís- landssögu, sem notaðar hafa verið í skólum, hvernig þessi þjóðernis- stefna blandast saman bæði við fordóma í garð annarra þjóða, vissa einstaklingsdýrkun og við- leitni til að gera sem minnst úr stéttbundnum átökum innan sam- félagsins. En þó hann nú telji allt þetta ámælisvert er ekki laust við, að hann minnist hinnar þjóðernis- sinnuðu sögukennslu með nokkr- um söknuði. Á blómaskeiði hinna þjóðernislegu viðhorfa í sögu-' kennslu vissu menn að minnsta kosti til hvers þeir voru að þessu gaufi. Þeir voru að ala unglinga upp til ákveðinnar afstöðu. Gunn- ar gefur stundum þessari kennslu tiltölulega jákvæða einkunn: hún er „vekjandi"! þjóðernissinnaðri söguskoðun þegar sjálfstæðismál þjóðar fá þá lausn að til verður nýtt þjóöríki. Það er líka rétt, að þjóðernissinnuð sögukennsla getur blátt áfram ver- ið skaðleg í þeim skilningi að hún ali á fordómum og hatri á öðrum þjóðum, - og vitanlega hafa fyrir- bæri eins og nasisminn komið óorði á allt sem þjóðernisstefna heitir. Það er reyndar hægur vandi að koma óorði á hvað sem er í þessum efnum - kristna söguskoðun, marxíska og þar fram eftir götum. Og það ætti varla að vera óvinn- andi vegur, að leyfa sér þjóðernis- sinnuð viðhorf án þess að þurfa að detta í pytti þjóðrembu og for- dóma. (Væntanlega ætla þeir sem vilja kenna sögu stéttaátaka í ríkis- skólakerfi að fjalla um þá hluti án þess að þeir verði teknir í karphús- ið fyrir „stéttahatur" - eða hvað?). Við lifum í heimi sem þarf á viður- kenningu á margbreytileika að halda - og þar með virðingu fyrir sérleika (m.a. þjóðerni) og sam- hjálp í senn. Hagsmunir stétta Gunnar telur, eins og eðlilegt er, að það fari að halla undan fæti hjá þjóðernissinnuðu sögukennslunni þegar stéttarlegir hagsmunir fari að ráða meiru um vitund og hugðar- efni en áður: „veikleiki þessarar sögukennsluhefðar er hins vegar sá að hún stenst ekki nema nokkurn veginn allir séu nokkurnveginn sammála um þjóðfélagsmál", segir hann. Og það uppgötva menn mjög rækilega þegar fullveldi er fengið og mikil umskipti verða á pólitísku iífi samfélagsins. Upp frá því byrjar ný kröfugerð til sögu- kennslu - hagsögusinnar vilja skera niður einstaklingsdýrkunina, verklýðssinnar vilja að þeirra bar- Lífseig fyrirbœri Áður en við afskrifum þjóðern- isleg viðhorf í sögukennslu - þá er rétt að minna á það, að við iifum í heimi, sem er fullur af þjóðernis- hyggju og þar sem sagan er óspart notuð sem réttlæting og vopn þegar spurt er um hlutskipti þjóða. Við lifum á tíma sem hefur hvað eftir annað sýnt mikinn styrk þjóðernis- vitundar - þvert ofan í spásagnir um að sá þáttur mannlegrar af- stöðu væri á hröðu undanhaldi fyrir öðrum viðhorfum - t.d. stéttar- legum. Þetta er vitanlega ekki sagt til þess að draga úr gildi þess, að menn skilji hagsögu, átök stétta, kúgaða og kúgara, nýlenduveldin og þriðja heiminn. Heldur til að minna á, að í þeirri átakaflækju sem hver maður reynir að greiða úr sem vill skilja samtímann (og þar með fortíðina) er það hlutskipti eða sú samstaða sem kennd er við þjóð furðu lífseig fyrirbæri. Nokkur dœmi Um leið og byltingarríkið So- vétríkin komst í verulegan háska á Árni Bergmann skrifar fjórða áratugnum var marxísk söguskoðun sett á þröngan bás og rykið dustað af görpum Rússlands- sögu, eins þótt harðráðir keisarar væru. Barátta smáþjóða í sama landi fyrir framhaldlífi sínu sér- stöku birtist ekki síst í vörn fyrir þjóðarsöguna (um leið og alríkið reynir að umskrifa hana í þá átt, að það hafi alltaf verið gott og farsælt að lúta rússneskri stjórn - líka fyrir byltingu). Sovétríkin og Kína hafa í ágreiningi sínum óspart beitt glím- ubrögðum þjóðernishyggjunnar, hvað sem opinberum marxisma líður. Hvort skyldi hafa ráðið meiru um fylgi við Hó Chi Minh og félaga hans í Víetnam - lenínismi þeirra, eða skírskotun til þjóðernis Og sögu? Hvað væri írland - með góðu og illu - í dag, annað en ensk dreifbýlishéruð ef ekki hefði verið sagan? Hve mikinn þátt í eflingu sjálfstrausts þjóða og í hruni ný- lenduveldis í Afríku átti viðleitni menntamanna nýlenduþjóðanna og velunnara þeirra til að draga fram í sem skærasta birtu Afríku- sögu fyrir daga þrælahalds? Vörn smáþjóða Það mætti halda lengi áfram að nefna dæmi um margvísleg áhrif þeirrar sögulegrar vitneskju sem í umferð er með þjóðum og hvernig hún er notuð. Mörg dæmin eru nei- kvæð - því er ekki að neita. En hitt sýnist líklegt, að þjóðernisstefna sé eitt af þeim varnarvopnum sem smáþjóð getur illa án verið í heimi hundrað tilbrigða við þjóðernis- stefnu. Þeim mun fremur sem slík þjóðernisstefna verður aldrei - ekki heldur í neikvæðum hliðum sínum - eins skaðleg og þjóðernis- stefna stórvelda. Hún er blátt áfram eitt af því sem getur gefið mönnum nokkra viðmiðun og viðnámsþrek í heimi gífurlega sterkra áhrifa,menningarlegra og efnahagslegra - áhrifa sem eru því miður ekki „alþjóðleg“ nema í út- breiðslu - heldur tengd lífsmynstri og viðhorfum þeirra sem sterkastir eru- og í okkar heimshluta eru þau þá helst bandarísk. Þegar menn standa andspænis þeim geysistóra valtara er eins gott að þeir hafi ekki glutrað niður sjálfsmynd sinni og muni og úr hverju hún er saman sett. Og vel á minnst: nú er vald- dreifing að verða vígorð tímans. Og hvernig ætla menn að fylgja því eftir nema til komi - meðal annars - sú sjálfsvirðing smáþjóða, sem byggir á þjóðernisstefnu? Saga frá Asíu Það er reyndar mjög merkilegt hve víða menn geta rekist á dæmi um þann skilning, að lifandi tengsli við eigin sögu séu jafngildi spurn- ingarinnar um að vera eða vera ekki. Ekki alls fyrir löngu kom út í Sovétríkjunum skáldsaga eftir Tsjingís Ætmatof, ágætan rithöf- und af þjóð Kirgísa, sem er tyrk- nesk þjóð í Mið-Asíu. Þar er rifjuð upp gömul saga af markútum. En markútar voru þrælar erlendrar herraþjóðar, sem voru þannig til orðnir, að ungir Kirgísar sem höfðu barist gegn innrásarliðinu, voru teknir höndum og settir í gap- astokk, krúnurakaðir og dreginn úlfaldamagi yfir höfuð þeirra. Ef þeir lifðu af vikudvöl undir steikjandi sól með þessum umbún- aði og herfilegum kvölum urðu þeir markútar - viljalausir þrælar, sem mundu hvorki föður né móður og höfðu engar taugar framar til sfns fólks en gerðu hvað sem þeim var boðið. í sögu Ætmatofs segir svo frá því, að gamall Kirgísi er að jarða vin sinn og ætlar með hann í fornan grafreit - en kemst ekki alla leið, vegna þess að grafreiturinn hefur lent innan girðingar nýrrar sové- skrar geimskotastöðvar. Sonur hins látna, ungur menntamaður úr höfuðstaðnum, er andvígur öllum þeim hefðbundnu og sagnhelguðu siðum, sem vinur föður hans vill hafa á því að koma föður hans í gröfina. Hann vill hespa þetta af og hverfa sem fyrst til' „alþjóðlegs“ (þ.e.a.s. meira eða minna rúss- nesks) umhverfis höfuðborgar sinnar, þar sem tæknin ríkir - en á hana trúir sonurinn öðru fremur og hlakkar til að hún leysi allan vanda. Þar kemur, að Edigei, Kirgísan- um gamla, leiðist þetta hjal, hann hvessir augun á gestinn og segir: Þú ert ekki sonur föður þíns. Þú ert markúti... áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.