Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 9
Helgin 12. - 13. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Veljið sjálf sprengidagssaltkjötið úr saltkjöts bökkunum okkar. Opiö til hádegis laugardag. Vöruinarkaðurinnhf. Armula 1A. Sími 86111. notað og nýtt Eldhúsborð og stólar úr furu Mjög gott verð Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Er nýtt bakaraí í Garðabœ Við bjóðum nýjar kökur og brauð daglega. Mjólkurvörur, kajrfi og ís. Seljum til verslana ýtnsargerðir afbrauðum- leitið upplýsinga. Sérbökuð brauð — bökuð áþýska vt'su. Kransakökur, afmceliskökur. Sérbökum fyrir veislurnar. Verið velkomin lðnbúð 2, sími 46033. Bandalag jafnaðarmanna klofnar: Örvhentir fara í sérframboð ;Saltkjöt"7 I sprengi- 1 I daginn I Ath Það styttist bollu- daginn. „Það hefur lengi verið mikil óánægja í okkar hóp og eftir 1 áramótin gengum við í Bandalag jafnaðarmanna gegn því að fá efsta sætið á lista þeirra í Reykjavík, en nú hefur Vilmundur sagt að það sæti sé upptekið svo að við hugleiðum nú mjög að fara í sérframboð", sagði Órvar Hálfdanarson talsmaður nýstofnaðs Bandalags örvhent ra (skammstafað BÖ) í samtali við blaðiðígær. Örvar sagði að Vilmundur hefði gefið góð fyrirheit um áramótin og m.a. lofað að bera fram frumvarp til að koma fram málefnum örv- hentra, en ekkert bólaði á því enn og því væru m.a. örvhentir í fram- boðshugleiðingum nú. Ekki væri þó ætlunin að segja sig úr Banda- lagi jafnaðarmanna heldur merkja listann sama listabókstafnum t.d. VV eða eitthvað þvíumlíkt. - En hver eru þá helstu stefnu- mál Bandalags örvhentra? - Þau eru í stuttu máli þau að tekið verði tillit til sérþarfa örv- hentra t.d. höldur á bollum hann- aðar vinstra megin, dagblöð og bækur gefin út í sérútgáfum sem hægt væri að lesa frá hægri til vinstri en ekki öfugt eins og nú er og síðast en ekki síst að örvhentir og þar af leiðandi örvfættir og örv- eygðir fengju að aka vinstra megin á götunum. Raunar eru baráttu - málin svo ótalmörg að ekki er hægt að telja þau upp í stuttri blaða- grein, en við munum bráðum gefa út stefnuskrá svo að almenningi gefist kostur á að kynna sér mál- flutning okkar. Örvar Hálfdanarson, talsmaður nýstofnaðs Bandalags örvhcntra, skálar fyrir sérframboðinu á Hótel Loftleiðum í gær. - Eigið þið von á að fá mikið fylgi? - Það á eftir að koma ljós, en með tilliti til þess hve margir örv- hentir menn hafa náð langt þrátt fyrir það að allt þjóðfélagið er sniðið fyrir þarfir rétthentra, hlýtur fólk að skilja að með því að styðja baráttumál okkar munu leysast leyndir kraftar úr læðingi sent verða öllu mannkyni til góðs. Á þessu sviði geta íslendingar gefið gott fordæmi. - Og hverjir eru svo þessir örv- hentu menn sem hafa náð svo langt? - Ég get t.d. nefnt dæmi að báðir höfuðsnillingarnir Leonardo da Vinci og Michelangelo voru örv- hentir, menn sem hafa haft áhrif allt til dagsins í dag - þó að þeir væru örvhentir. Hverju hefðu þeir ekki áorkað ef þeir hefðu fengið að njóta sín til fullnustu? Nú, ég get nefnt marga fleiri svo sem Charlie Chaplin, Gerald Ford, Rex Harri- son, Danny Kaye og Paul McCartney. - Eruð þið ekkert hræddir um að.Kvennaframboðið muni taka frá okkur fylgi? - Ég vil taka það fram að full- komið jafnrétti mun ríkja í röðum Bandalags örvhentra, enda eru jafn margar konur örvhentar og karlmenn. Þessi spurning er því al- veg út í hött. - Hvað viltu segja að lokum? - Kjósið nýjan flokk, ferskan flokk og ný sjónarmið í vor! Kjósið BÖ!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.