Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 7
Helgin !2.' i- 'O. ‘febrúáiJ Í983 ÞJÖÐVÍLjÍNN - SÍÐÁ’ 7 * hclaarsyrpa Thor Enn frá kvikmyndahátíð Fitzcarraldo var sýnd of seint á hátíðinni til þess að ég gæti fjallað um hana í Helgar- syrpunni síðast. Annars hefði ég sett hana í sérflokk ásamt tyrknesku myndinni Yol sem er að vísu gerólík. Sú kvikmynd átti skilið miklu meiri athylgi en hún hlaut hér, og kannski víðar. Að vísu var sá hængur á að enginn skýringartexti greiddi mönnum að skilja þýzkt tal myndarinnar. Eflaust hefði mátt bæta úr skák með því að afhenda sýningargestum fjölritað efniságrip til við- bótar við snotra kynningu Lárusar Ýmis Óskarssonar í hátíðarskánni. Lárus segir fróðlega frá ýmsu sem ekki sakar að vita um gerð kvikmyndarinnar, aðstæður og ástæð- Vilhjálmsson skrifar Fitzcarraldo: Svona mynd er kannski gerð einu sinni. Bara einu sinni. Og þó ur og kringumstæður sem minnir á ummæli Kjarvals að það er ýmisskonar og allskonar í handarhöldunum á ómögulegheitunum. Kannski hafa menn einblínt of mikið á það í stað þess að horfa á myndina og njóta myndlegs yndis sem þar bauðst. Ýmsir hafa afgreitt myndina með því að tala um ofur- dramb eða stórmennskuæði höfundar að sigla skipi á trjám yfir fjall. Svona mynd er kannski gerð einu sinni, einmalig eins og Laxness segir franska skáldið Proust vera, í Skáldatíma. Bara einu sinni. Og þó. Kvikmyndahöfundurinn frægi sem dó í hárri elli í fyrra, King Vidor, einn af jöfrum Hollywood sem reyndi að brjóta af sér viðjar glysbólsins, hann gerði kvik- mynd um þetta efni árið 1940, og flutti líka skip yfir fjall. Ekki var það lítið tilstand heldur og margir gáttaðir þá þótt fokið hafi yfir það síðan. Þeir færðust nú mikið í fang sumir þessi gömlu, og má þá líta til frum- herja eins og Griffith sem var með heila heri í bardögum, jötunn á frumskeiði þöglu myndanna sem fann upp myndbygginguna, montage og allir fremstu menn lærðu af honum, ég nefni bara Eisenstein. Og ekki var Erich von Stroheim smátækur heldur. Fyrir mér var mest virði að sjá Fitzcarr- aldo og Yol. Meðan kvikmyndahátíðin stóð kom oft í hugann viðtal sem ég sá nýlega við rúss- neska kvikmyndaskáldið Tarkovskí vegna nýrrar myndar sem hann hefur verið að gera á Ítalíu, Nostalgía. Hann hefur unnið að henni með Tonino Guerra sem hefur unnið löngum með Antonioni sem hand- ritshöfundur. Ég er nýkominn frá Fen- eyjum, segir Tarkovskí: Þar sem ég var í hátíðardómnefndinni, og ég get vottað al- gera úrkynjun samtímakvikmynda. Hann talar um að nú sé kominn tími til að segja meðalmennskunni stríð á hendur, grám- anum og svipleysinu, og gera þá kröfu að skapandi könnun verði skylda í kvik- myndum. Síðan víkur hann að því hvernig eigi að ná til fjöldanS: Kvikmyndalistin krefst ofur- spennu, sem verður varla almennt skiljan- leg. Auðvitað hef ég ekkert á móti því að menn skilji mig, en ég get ekki eins og*" Spielberg til dæmis gert kvikmynd fyrir hinn almenna áhorfanda, ég blygðaðist mín ef ég uppgötvaði að ég gæti það. Ef þig langar til að ná til hins almenna áhorfanda verður þú að búa til kvikmyndir eins og Star Wars og Superman sem eiga ekkert skylt við list. Það þýðir ekki að ég líti á á- horfendur sem fábj ána en ég legg mig vissu- lega ekki í líma til að þóknast þeim, segir þessi kvikmyndasnillingur frá Sovét- ríkjunum. Seinna í þessu viðtali telur Tarkovski upp þá kvikmyndahöfunda sem standi næst sínu geði. Hann skiptir kvikmyndahöfundum í þá sem keppi að eftirlíkingu raunveru- leikans, og hina sem reyni að skapa sinn eigin heim. í seinni flokknum, segir Tark- ovskí: eru skáld kvikmyndarinnar, Bres- son, Dovzénkó, Mizoguchi, Bergman, Bunuel og Kurosawa, mikilvægustu nöfn kvikmyndanna. Það er erfitt að dreifa verk- um þessara kvikmyndahöfunda, þau endurspegla innri hræringar þeirra, og slíkt gengur alltaf í berhögg við almennan smekk. Það táknar ekki að kvikmyndahöf- undana langi ekki til að áhorfendur þeirra skilji þá. Heldur miklu fremur að þeir sjálf- ir reyni að höndla og skilja innri hræringar áhorfandans. Margt býr í myrkrinu Skuggaleg öfl sem löngu voru kveðin nið- ur eru að reyna að skríða upp úr dys sinni í dulargervi. Það er ekki seinna vænna að Og er þess skemmst að minnast þegar átti að taka ritvélina af Einari Braga skáldi á síðastliðnu hausti; og við Ási í Bæ sátum með Einari Braga lengi dags í vinnustofu hans og biðum með reidda branda andans eftir fulltrúa fógetans... vara við viðsjálli skoðanakönnun sem stendur yfir undir meinleysislegum merkj- um. Eyðublöðum snjóar inn á heimili og menn beðnir um að greiða atkvæði um það á því blaði hvort þeir vilji hafa öll atkvæði á landinu jafngild. í lokin er laumað inn áskorun um að stjórnvöldum verði lög- boðið ákveðið hámark í skattlagningu þeirra hæstlaunuðu, að því er virðist. Undir þessa fyrirspurn rita tíu menn og sumir alls ekki slæmir. Svo kemur á daginn að í þessu liði leynast þrír úr þeim flokki sem hefur gert frammi fyrir dómstólum það sem mér sýnist vera hættulegasta atlaga gegn mál- frelsi á þeim vettvangi sem ég man eftir hér á landi. Það er næstum þriðjungur af hópn- um, og bersýnilega full ástæða til að gjalda varhug við, ekki sízt þegar boðið er upp á tölvuskráningu eins og fyrri daginn. Er ekki nokkur ástæða til að athuga hver þessi tölva muni vera sem dylst að tjaldabaki? Þessar afturgöngur eru að reyna að lymskast hér og þar, jafnvel á almannafæri. Og meira að segja Skíðasamband íslands er ekki óhult. Það hefur komið fram í blöðum að Norræn fjölskyldukeppni á skíðum hafi farið úr skorðum og kalla sumir glundroða. Ýmsir hafi hætt við þátttöku vegna þess að þeim misbauð að Morgunblaðið fengi for- réttindaaðstöðu til auglýsinga í sambandi við mót þetta. Menn undrast það að það sé ekki hægt að renna sér á skíðum án illinda; hingað til hafa menn ekki þurft að óttast úlfa á fjöllum eins og sumstaðar annars staðar í heiminum heldur getað notið náttúrufegurðar og hollustu, ekki man ég betur en að skáldið Böðvar Guðmundsson væri dæmdur fyrir að harma í ljóði eyðingu skóga sem áður prýddu landið og vöktu unað ljóðelskum sálum, heldur væri öldin önnur og vá fyrir dyrunt; landið hreggviði vaxið. Það ætti að vera auðvelt fyrir hinn saklausa skíðamann að varast státlega skóga, ellegar myndarleg tré, jafnvel hríslu og hríslu. En hvernig á að sveigja hjá sviga- lævi sem fléttar refjar sínar í lausamjöllinni í hvörfum sem illt er að varast þar sem leiðin kann að liggja. Hver skyldi leynast í gæru- feldi framkvæmdastjóra Skíðasambands ís- lands, nema Hreggviður nokkur Jónsson sem var launaður starfsmaður þess hóps sem kenndi sig við Varið Land? Fram á þennan dag hafa lögmenn í eftir- leit verið að seilast eftir eigum þeirra sem neyttu málfrelsis sem stjórnarskráin lofar og sögðu hug sinn í einu mesta örlagamáli þjóðarinnar, þegar mönnum þótti brýnast að tala án tæpitungu, og segja hug sinn undanbragðalaust, oft af heitu geði. Og er þess skemmst að minnast þegar átti að taka ritvélina af Einari Braga skáldi á síðastliðnu hausti; og við Ási í Bæ sátum með Einari Braga lengi dags í vinnustofu hans, og biðum með reidda branda andans eftir fulltrúa fógetans sem hafði boðað komu sína á tíma sem hann ákvað sjálfur til að fremja téðan verknað, sem okkur hefði þótt ljótur væri austantjalds: að taka ritvél af skáldi, og kalla réttvísi. Kindur í kofanum jarma Stundum er talað um íslenzka listfrægð erlendis kunnuglegum orðum og kemur á daginn að við eigum fólk sem baðar sig í frægðarljóma fjarri jöklum okkar og brim- pískuðum ströndum. Hlýtur þá ekki að vakna stolt í brjósti okkar þegar við upp- götvum að hið ólíklegasta fólk heldur merki Islands hátt á loft og sveiflar sér eftir viðhafnarteppunum dragmælt og fasprútt svo að hljóðfæraleikarar sem bíða eftir rás- merkinu með lúðra sína á lofti fara ósjálf- rátt að blása í þá við tilþrifin. Einkum er þetta ánægjulegt þegar hér er urn að ræða fólk sem sízt hefur verið grunað hér heima um slíkt yfirburðaatgervi á úrvalsfundum listamanna út í heimi, heldur er svo hógvært heima fyrir að flestir aðrir koma í hugann fyrr, ef samráð ætti að hafa um valið á fulltrúa íslenzkrar bókmennta- sköpunar, svo við færum okkur nær því dæmi sem hér vekur kátínuna. Á ferð minni á síðastliðnu hausti sat ég fund hjá alþjóðasamtökum Pen-klúbba. Meðal þingfulltrúa var kanadískur rit- höfundur, og bar á góma International Fe- stival of Authors sem árlega er haldið í Toronto borg. Alþjóðleg rithöfundahátíð. Þessi hátíð var haldin 19.-24. október og lásu fjórir höfundar upp úr verkum sínum á hverju kvöldi. Þar voru valdir saman höf- undar frægir af verkum sínum, og má nefna Voznesensky frá Sovétríkjunum, eitt ágætasta skáld þaðan; Toni Morrison sem er talin fremsti blökkuhöfundur Banda- ríkjanna núna-, Ian McEwan, einhver allra athyglisverðasti skáldsagnahöfundur Eng- lands af ungu kynslóðinni og John Irving hefur jafnað við William Golding höfund Flugnahöfðingjans að áhrifsmætti og skáld- legri ógn; Mary McCarthy frá Banda- ríkjunum sem varla þarf að kynna; Mordec- ai Richler einhver snjallasti kanadíski samtímahöfundurinn sem ég hef lengi haft pata af; Vrettakos frá Grikklandi sem tví- vegis hefur hlotið helztu ljóðaverðlaun Grikklands og margháttaða aðra viður- kenningu. Og frá Norðurlöndum var valið ekki slakt því þar voru Uffe Harder fágað skáld og stórmerkur bókmenntakynnir og þýðandi sem mig minnir að hafi orðið fyrst- ur til að vekja athygli á Beckett á Norður- löndum og sérfróður um latneskar bók- menntir, Bo Carpelan frá Finnlandi sem hefur hlotið Norðurlandaverðlaun fyrir ljóð sín, vinur okkar Knut Ödegaard skáld frá Noregi en ljóðabók hans Vindur yfir ■ Romsdal er nýkomin út í Kanada á ensku; frá Svíþjóð var einn hinna athyglisverðustu skáldsagnahöfunda sent nú starfa þar og íslendingar þekkja vel af sögu hans Barna- eyjunnii Jersild; útvarpssaga hér og kvik- mynd eftir henni var sýnd á Listahátíð. Og fleiri höfundar, allir kunnir í löndum sínum og víðar og sumir margverðlaunaðir. Og svo kemur að því að íslenzk hjörtu fara að slá hraðar þegar myndskreytt plagg frá hátíðinni er lesið. Þá kemur upp úr kaf- inu að fulltrúi íslands er talinn næst á eftir Andrei Voznesensky hinum sovéska skáld- skaparstórmeistara. Og segir svo orðrétt: With a population of less than a quarter million, Icelandprofitably supports 54 book publishers, and is unquestionably the most literate nation on earth. From this rich back- ground comes a magnificent outpouring of excellent writers, one of the very best being the President of the Writers’ Union of Ice- land, Njörður Njardvik, an author of po- etry, plays, and juvenile titles. Og þetta má þýða á þessa lund: Þó ís- lendingar séu innan við fjórðung miljónar, þrífast þar 54 bókaútgefendur með hagnaði og þetta er óyggjandi læsasta þjóð í heimi. Ur þessum frjósama jarðvegi sprettur undravert framstreymi af frábærum höf- undum, og einn hinn allra bezti er forseti Rithöfundasambands íslands, Njörður Njarðvík, höfundur ljóða, leikrita og barnabóka. Er ekki seinna vænna en að Háskóli ís- lands hylli þennan hógværa huldumann í sínum röðum sem læðist til útlanda til að gerá garðinn frægan á ódáinsvöllum heims- bókmennta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.