Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA t-. ÞJÓÐVILJINN-c HelginJ2.-I3. febrúan 1983 DlOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guörún Guömundsdóttir. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. 'Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurtjjðmsdóttir Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Afgrelösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaöamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmunds- son, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjömsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar Áugiýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óiadóttir Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. r itst jornargrei n úr aimanakí Hinir gleymdu. •Bandaríska vikuritið Newsweek birti á dögunum samantekt um samviskufanga eða pólitíska fanga. Þar eru ýmsar tölur nefndar, og blaðið viðurkennir, sem og aðrir sem reyna að safna slíkum tölum, að þær séu ekki nándar nærri nógu nákvæmar - vegna þess hve víða er erfitt að safna upplýsingum. En tölurnar eru meira en dapurlega: um það bil helmingur 157 aðildarríkja Sam- einuðu þjóðanna hefur læst inni samviskufanga af ýms- um tegundum. Kannski eru þeir einna flestir um þessar mundir í íran, eða 60 þúsundir, og einnig þar sæta þeir einna verstri meðferð. Sessunautar okkar í Nató, Tyrk- ir, eru skrifaðir fyrir 15 þúsund föngum, en Sovétmenn fyrir 10 þúsundum. Með því að Sovétmenn eru sex sinnum fleiri en Tyrkir mætti ætla að þeir kæmust ekki alltof illa út úr samanburðinum við granna sinn - hvor- ugur mun þó sérlega lukkulegur yfir að vera dreginn út í slíkan samanburð. En það ríki sem líklega hefur tiltölu- lega flesta pólitíska fanga á samviskunni er Uruguay - þar eru þrjár miljónir íbúa og um 1000 fangar að sögn (og hafa verið enn fleiri). • Vikublaðið sem til var vitnað kallar samviskufang- ana „hina gleymdu“. Eað er að sumu leyti rétt: stjórn- völd hafa takmarkaðan áhuga á því að reyna að koma þessu fólki til aðstoðar, og sé það gert, er það oftast - því miður - partur af vissum pólitískum leik. Sovét- menn viðurkenna ekki að samviskufangar séu til hjá þeim, en hafa hátt um fanga í Chile eða Suður-Afríku. Bandaríkjamenn hafa svo allmikinn áhuga á föngum kommúnistastjórna, en sjá einatt í gegnum fingur við aðra. (Eru þó undantekningar frá því, sem betur fer). • Eins og menn vita eru til alþjóðleg samtök, Amnesty International, sem reyna eftir bestu getu og heiðarleika að sneiða hjá þeirri hlutdrægni sem stjórnvöld í ein- staka ríkjum, pólitískir flokkar og fleiri aðilar að jafn- aði sýna í afstöðu til samviskufanga. Þessi samtök vinna merkilegt starf bæði að því að safna gögnum, upplýsa almenning og skipuleggja bréfaskriftir og aðrar orðsendingar til þeirra sem fara með lögregluvald í hinum ýmsu ríkjum. Hér er um að ræða mikið þolin- mæðisverk þúsunda sjálfboðaliða, og það er sjaldan launað með einhverjum glæsilegum eða stórfelldum árangri - fer hér sem oft áður að kvarnir réttlætisins mala hægt. En vegna þess að Amnesty er heiðarlegasta tilraunin sem gerð hefur verið til að vinna bug á tak- mörkunum pólitískrar samúðar, og vegna þess að starf samtakanna ber í raun og veru ávöxt, þá er ástæða til að minna á þau jafnt og þétt - og þá núna á undirskrifta- söfnun sem samtökin efna til undir áskorun til allra ráðamanna heims um frelsi til handa samviskuföngum. • í Morgunblaðinu í gær var viðtal við einn þeirra sem gagnrýnt hafa Amnesty - Ginsburg, áður sovéskan andófsmann. Hann segir að bréfaskriftir og greina- skrif á vegum Amnesty séu ekki annað en „vinsamlegar viðræður við mannætur“. Það hafa líka heyrst raddir sem segja, að mannréttindabarátta Amnesty sé lúxus- iðja, sem tiltölulega efnað fólk í auðugustu ríkjum heims geti leyft sér, en að hún breyti litlu og jafnvel tefji fyrir þeim sem vilja breyta heiminum. Formaður Amn- esty, Chilemaðurinn Pepe Zalaquet, svaraði fyrir nokkru athugasemdum af þessu tagi í viðtali við norska tímaritið Kontrast. Hann sagði: • Menn sem halda þessu fram, hvort sem þeir eru frá Vesturlöndum eða þriðja heiminum, hafa venjulega ekki orðið fyrir kúgun og pyntingum sjálfir. Hinsvegar höfum við sjaldan fengið kvörtun frá þeim, sem sjálfir hafa sætt slíkri meðferð. -áb. En var hér um langstökk með stöng að ræða? Hvar var stöngin? Hún er hvergi nefnd til sögu, og ekki gat hann notað öxina fyrir stöng, þótt þær hafi verið stórar í þá dagá. Nei, auðvitað var hérna um hreint og klárt langstökk að ræða. Heilir 7,08 metrar í fullum herklæðum og lét sig lítið muna. um að höggva mann og annan þegar niður kom hinu megin fljótsins. Er þetta ekki eitthvað málum 1 blandið? Eins og áður sagði get- ’ um við ekki rengt orð Skarp- ; héðins, en hvað með þessar áln- ir? Jú mikið rétt, gömul íslensk alin var ekki 60 cm, heldur 48,5 cm. Þá styttist eitthvað stökkið hans Skarphéðins, eða úr 7,08 í 5,70. Stangarstökk upp á 7,08 m er eftir ýtarlegar rannsóknir orð- ið að langstökki uppá 5,70. En Skarphéðinn, þótt mikill kappi hafi verið, átti ekki víking- ametið í langstökki; það var ann- ar þekktur kappi, sjálfur Bósi, sem að eigin sögn stökk heilar 15 álnir eða 7.20 mlrá sjávarkambi um borð í siglandi fley. En það er Þegar Skarphéðinn stökk 7,08 í stangarstökki Ég rakstáfjári skemmtilega bókádögunum. Hún heitir „ Vikingernas vilda lekar“ og ereftirsænska sagnfræöinginn Bertil Wahlqvist, en hann kennir viö lýöháskóla sænska íþróttasambandsins. Þegar Skarphéðinn stökk 7,08 í stangarstökki er fyrirsögn á fyrsta kafla bókarinnar, sem fjallar í léttum tón um íþróttaafrek forn- kappa víkingatímans, og leitar um leið skýringa á ýmsum stór- kostlegum íþróttaafrekum eins og áðurnefndu stangarstökki Skarphéðins Njálssonar á Berg- þórshvoli. Upphaf máls er, að í Njálu segir frá glæsilegu stökki Skarp- héðins yfir Markarfljót. Hann var þá ásamt Kára Sólmundar- syni og bræðrum sínum þremur á eftir Þráni og fylgismönnum hans,. sem sloppið höfðu undan þeim á ísspöng yfir fljótið. Skarp- héðinn verður fyrir því óhappi, að skóþvengur hans slitnaði, en bræður hans og Kári halda eftir- förinni áfram og leita upp með fljótinu að færi yfir. Þegar Skarp- héðinn hafði bundið skóþveng- inn sá hann að engan tíma mátti .missa, og því væri eina ráðið að stökkva yfir fljótið þar sem hann var staddur, sem og hann gerði. í 24. bindi hins merka fræðirits Nordisk Kultur er sú skýring gef- in að Skarphéðinn hafi farið stangarstökk þessar 12 álnir yfir jökulfljótið. Þegar til þess er tekið að ein alin er nákvæmlega 0,593802 m, þá er ljóst að hér hefur ekki verið um neitt smástökk að ræða eða heila 7,08 m. Þess verður að sjálf- Lúðvík Geirsson skrifar sögðu að geta, að Nordisk Kultur getur þess að stangarstökk forn- aldar var nokkurs konar lang- stökk með stöng, en ekki eins og við þekkjum það úr íþróttum í dag. Og áfram kryfur Wahlqvist ráðgátuna um stangarstökk Skarphéðins. Þetta stangarstökk sem reyndar var langstökk með stöng átti sér stað um vetur. Þar af leiðandi var Skarphéðinn klædd- ur þykkum vetrarklæðum, auk þess sem hann bar lítinn skjöld og öxina góðu Rimmugýgi. Skarp- héðinn sagði síðar sjáífur svo frá, að stökkið hefði verið 12 álna langt, og auðvitað verðum við að trúa þeim orðum hans. nú önnur saga sem ekki verður rakin hér. Hins vegar hefðu lesendur sjálfsagt gaman af eftirfarandi yfirliti yfir besta árangur forn- kappa á víkingaöld, sem Wahl- qvist hefur reiknað út samkvæmt bestu kunnáttu eftir heimildum fornsagna: Hástökk: 1) Gunnar Hámundarson 1.85 m í fullum herklæðum 2) Hörður Grímkelsson 1.85 m með hjálp atgeirs. 3) Sigurður Borgfirðingur 1.70 m án atrennu. 4) Ketilbjörn Gillison 1.70 m. Langstökk: 1) Bósi 7.20 m. 2) Skarphéðinn 5.70 m. 3) Egill Skallagr. Stökk yfir dý svo breitt að enginn lék það eftir. Þolhlaup: 1) Helgi Selseista 300-350 km. 2) Þrándur Stígandi 120 km. 3) Álfur hinn litli 30 km. 4) íri 18 km. 5) Grettir og Gísli Súrsson 12 km. 6) Gestur Þórhallsson 10 km. Þolsund: 1) Björn Hjtdælakappi 30 km. 2) Grettir Ásmundsson 30 km. 3) Gísli Súrsson 20 km. 4) Sigmundur Brestisson 12 km. Og látum við þar með lokið frásögnum af dáðum og íþrótta- afrekum fornra kappa. -lg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.