Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 11
~»vi u* #fr »r' f. > #■ r Helgin 12. - 13. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Daði Guðbjörnsson og 4 glæstar Gullstrandar-myndir. Þeir Kristinn G. Harðarson og Heigi Þ. Friðjónsson Pólitískt raunsæi fær sitt pláss á Kjarvalsstöðum. vinna mörg verk saman: „Allt er leyfilegt í nýja mál- Verk eftir Gunnar Karlsson. verkinu“. almenningur bersýnilega gert ef marka má undirtektir þær sem sýn- ingarnar á Hringbraut 119, „Gull- ströndin andar“ og Kjarvalsstöð- um, „Ungir myndlistamenn" hafa hlotið. Það er mikið fjör og stemmning kringum þessar sýning- ar. Þar er málað af hjartans lyst, án áhyggju um fortíð eða framtíð. Það er óneitanlega merkilegt að horfa upp á slíka list frá hendi ís- lenskra málara. Hingað til hefur einbeitni og yfirvegun verið alls- ráðandi í list okkar að fáeinum undantekningum frátöldum. Sjálfsprottin tjáningarþörf hefur aldrei verið okkar sterka hlið, en kannski er þetta að breytast. Allir fá að vera með íveislunni, a.m.k. á Hringbrautinni, engum er úthýst. Fyrir bragðið verður sýningin risa- vaxin og vex sjálfu innihaldinu yfir höfuð. Margir einstaklingar kafna í fjöldanum, einkum vegna þess að sérstaða hvers og eins er ekki dreg- in fram í uppsetningu. Þar með eru margir útilokaðir óviljandi, í þess- ari risasamkeppni um athygli áhorfandans. En aðalvandinn er sá, hve illa helst í hendur fjölbreytnin við stærð sýningarinnar. Nokkrir mála af djúpri tjáþörf, en það er vitan- lega forsenda svona expressión- isma. En þar eru á ferð listamenn sem þegar hafa sýnt sig og sannað sitt á öðrum vettvangi. Allt of margir fylgja hinu nýja málverki, án þess að innri kraftur fylgi ytri ásýnd. Stílbrigði þessara lista- manna eru þröng og keimlík, enda er það háttur hugmyndasnauðra að fylkja sér um hina fáu „sönnu" eins og hirð og apa í stað þess að skapa. III. Sýningin að Hringbraut 119 var að einhverju leyti hugsuð sem andóf gegn Kjarvalsstöðum og „öldungaráðinu" með hamarinn, Grafík fær sinn skerf eins og sjá má af vcrkum Guðmundar Thorodd- sen. sem dæmdi menn úr leik. En hvers vegna beið „Gullströndin“ ekki eftir hinum útskúfuðu af Kjarvals- stöðum, til að veita þeim hæli? Slíkt hefði verið rausnarlegt. í staðinn var keppt við „Myrka mús- íkdaga" fyrstu vikuna og Kvik- myndahátíð þá næstu, allt til að vera á undan. Verra er þó að botninn var rifinn úr andófinu, þegar hinir sömu og sýndu á „Gullströndinni“, sendu inn önnur verk á Kjarvalsstaði. Þar hanga þeir við hliðina á hinum heppnu sem komust inn, meðan þeir útskúfuðu eiga í ekkert hús að venda. „Ungir myndlistamenn“, skartar fyrst og fremst ungum málurum líkt og Gullstrandarsýningin. Það er athyglisvert að hinir elstu eru um þrítugt, þeir yngstu undir tvítugu. Slíkt telst vart hár meðalaldur fyrir myndlistamenn, jafnvel þótt marg- ir sýni í fyrsta sinn. Þessi sýning er agaðri en sú á Hringbrautinni, enda valin af sérstakri dómnefnd. Þó verður ekki sagt að dómarar hafi verið strangir. Grisjunin virðist hafa ráðist af plássleysi fremur en gæðamati. Enda leikur hér loft um verkin, utan þau sem hanga á göngum, en gangarnir hafa raunar alltaf verið misheppnaðir til sýningahalds. Það kemur nokkuð á óvart, hve fjölbreytileg þessi sýning er, ef miðað er við Gullströndina sem er mun stærri. Kannski er það vegna þess að reynt er að tefla fram and- stæðum fremur en samstæðum og dregur það fram skýrari mynd af hverjum manni. Að vísu er Gull- ströndin sterkara manifest hins nýja málverks ogþar af leiðandi afgerandi stefnuyfirlýsing, sem Kjarvalsstaðasýningin er ekki. Þannig keinur heildin fram sem boðberi nýrrar listar. Á hinn bóg- inn ráða einstaklingarnir ferðinni á Kjarvalsstöðum. Hvort önnur sýningin reynist vænlegri áhrifavaldur en hin, skal ég ekki um dæma. Hitt var undar- legt að þrátt fyrir verðskulduð verðlaun fyrir eitthvert athyglis- verðasta framlagið á sýningunni að Kjarvalsstöðum, sniðgengu söfnin myndir Kjartans Ólasonar. Fyrir valinu urðu mun risminni málverk sem eru langt frá því að teljast tímamótandi. Svona stefna í vali kann vart góðri lukku að stýra. Þegar ungir menn fá verðlaun fyrir gott framlag, er tilhlýðilegt að verk þeirra prýði a.m.k. eitt safn í landinu. llrval fremstir á Mallorca Tryggðu þér gististað sem þér hentar best með því að panta far strax ÚRVAL við Austurvöll @26900 Umboösmenn um allt land URVAL Páskar 27. mars 17dagar Ódýr vorferð 12. april 3 vikur 3.maí 3 vikur 24. maí 3 vikur 31. maí 2 vikur 14. júní 3vikur 21. júní 2 vikur 5. júlí 3 vikur 12. júlí 2 vikur 26. júlí 3 vikur 2. ágúst 2 vikur 16. ágúst 3 vikur 23. ágúst 2 vikur 6. sept. 3 vikur 13. sept. 2 vikur 27. sept. 3 vikur 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.