Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12. - 13. febrúar 1983
kvikmyndir
Sovéskar kvikmyndir hjá MÍR
Um miöjanjanúarfreistaðiég
þess aö gera einskonar úttekt á
árinu 1982, kvikmyndalega
séð. Þarvaraöallegafjallaöum
framboö á kvikmyndum í
reykvískum bíóum og lítillega
minnst á aöra valkosti, svo sem
Fjalaköttinn, kvikmyndavikur
osfrv. í þessari ófullkomnu
úttekt gleymdist aö geta aðila
sem um langt árabil hefur
staðið fyrir
kvikmyndasýningum hér í
borginni, Menningartengsla
íslandsog Ráöstjórnarríkjanna
(MÍR).
MÍR hefur áratugum saman
kynnt sovéska kvikmyndalist fyrir
Reykvíkingum og reyndar staðið
fyrir sýningum víðar en í höfuð-
borginni (á Akureyri, ísafirði og
víðar), auk þess sem félagið hefur
lánað ýmsum aðilum kvikmyndir
úr safni sínu. Mér eru enn minnis-
stæðar barnasýningar félagsins í
Þingholtsstrætinu þegar ég var
krakki. Þar sá ég margar skemmti-
legar ævintýramyndir, bæði leiknar
og teiknaðar, sem sýnar voru fyrir
fullu húsi af fagnandi ungviði.
Þessar barnasýningar tilheyra því
miður fortíðinni, en MIR heldur
enn uppi kvikmyndasýningum alla
sunnudaga kl. 16 í salnum á Lind-
argötu 48.
Árið 1982 voru sýndar þar 80
lengri og styttri myndir, þar af 21
leikin mynd, 2 teiknimyndir og 57
frétta- og heimildarmyndir.
Leiknu myndirnar voru bæði gaml-
ar og nýjar, t.d. má nefna frægar
myndir frá fyrstu áratugm sové-
skrar kvikmyndagerðar: Bezineng-
ið, Október og Alexander Nevskí
eftir Eisenstein, og Tsapaév eftir
Vasilév-bræðurna. Einnig kvik-
myndir byggðar á skáldverkum
frægra höfunda (Tsékhof, Sjolok-
hof, Dostoévskí, Jack London),
svo og myndir frá síðustu árum
eftir Tarkofskí (Solaris), Mikhalk-
of (Ófullgert verk eftir sjálfspilandi
píanó), Ilja Frez, Gerasimof, Al-
exander Mitta ofl.
Samkvæmt upplýsingum frá for-
manni MÍR, Ivari H. Jónssyni,
komu 1250 manns á þessar sýning-
ar í fyrra, eða 23-24 til jafnaðar í
hvert skipti (sýningar voru 53).
í þessum mánuði minnast MÍR-
menn þess, að 40 ár eru nú liðin frá
því orrustunni um Stalingrad lauk,
og jafnlangur tími frá því umsátrið
um Leningrad var brotið á bak
aftur. Um síðustu helgi var sýnd
myndin „900 dagar sem aldrei
gleymast", þar sem rakin er saga
orrustunnar um Leningrad. Á
morgun, sunnudag, verður sýnd ný
mynd Seigla eftir Larissu Shep-
itko, en sú mynd var sýnd hér á
kvikmyndahátíð fyrir nokkrum
árum.
í febrúar verða einnig sýndar
tværeldri myndir, báðar víðfrægar:
Grenada, Grenada eftir Roman
Karmen, heimildarmynd um Spán-
arstríðið, og Venjulegur fasismi,
eftir Mikhaíl Romm, en sú mynd
fjallar um fasismann á einkar pers-
ónulegan og meinhæðinn hátt og
skírskotar til fleiri fyrirbæra en nas-
isma Hitlers og fasisma Mussolinis.
Það er sannarlega engin ástæða
til að þegja um framlag MÍR til
kvikmyndamála höfuðborgarinn-
ar. MÍR-salurinn við Lindargötu er
eini staðurinn þar sem hægt er að
sjá sovéskar kvikmyndir - fyrir
utan þessar örfáu sem sýndar eru í
sjónvarpinu og á sovéskum kvik-
myndavikum. Þarna gefst tækifæri
til að aíla sér vitneskju um sovéska
kvikmyndaframleiðslu, og það er
vitneskja sem ekki liggur á lausu
annarsstaðar þótt ýmsir þykist vita
allt um það hvað sovéskar kvik-
myndir séu leiðinlegar. Þegar bet-
ur er að gætt eru þær alls ekki allar
eins, og alls ekki allar vondar -
sumar eru m.a.s. mjög góðar. Það
liggur eiginlega í augum uppi að í
landi þar sem framleiddar eru
u.þ.b. 150 leiknar kvikmyndir af
fullri lengd á ári hverju, auk 100
sjónvarpsmynda og óteljandi ara-
grúa af heimildarmyndum af ýmsu
tagi, hljóta að vera til góðir leik-
stjórar, leikarar, kvikmyndatöku-
menn osfrv. Ekki síst ef haft er í
huga að kvikmyndir hafa verið
gerðar þar eystra síðan löngu fyrir
byltingu og að í Moskvu er elsti
kvikmyndaskóli heims - kvik-
myndaiðnaðurinn er gamall og
gróinn þar í landi.
Svo er rétt að geta þess í lokin að
kvikmyndasýningar MÍR eru
ókeypis og öllum heimill aðgangur.
Nú er Kvikmyndahátíð iiðin hjá, alltof fljótt einsog
venjulega, og maður stendur eftir dasaður og gerir ekki
annað en harma þær myndir sem maður komst ekki
með nokkru lifandi móti til að sjá. Auðvitað ætti maður
að vera jákvæðari og hugsa um hinar myndirnar, sem
maður sá. En svona er þetta nú einusinni, og ég get
ekki annað en tekið undir með þeim mörgu sem segja:
þetta eru alltof margar myndir á alltof stuttum tíma.
Kvikmynda
hátíð kvödd
Ingibjörg
HaraldsdóttirU
skrifar
í rúma viku var Regnboginn eins-
og járnbrautarstöð í stórborg. Þar
hitti maður allt fólkið sem maður
hefur ekki séð síðan á síðustu kvik-
myndahátíð. Það var líf og fjör og
áhugi og andrík skoðanaskipti í
hléum og sumir sáu kannski 3^4
myndir sama daginn. Einskonar
filmískt fjöldafyllerí. Og fékkst
þarna sönnun fyrir þeirri ágætu
kenningu, að kvikmyndasýning er
félagslegt fyrirbæri, kvikmynd nýt-
ur sín hvergi nema á stóru tjaldi í
dimmum sal þar sem ótal mann-
eskjur sitja þétt saman, blanda
saman andgufum sínum, gleðjast
saman, gráta saman.
En semsagt, spurningin sem
brennur á vörurn um þessar mundir
er ekki „hvað sástu margar?" held-
ur „hvað misstirðu af mörgum?“
Ég hlýt að viðurkenna að ég missti
af tuttugu. Þaraf einum sjö sem ég
ætlaði endilega að sjá. Því auðvitað
vekja ekki allar myndirnar sama
áhugann hjá öllum - maður hlýtur
að velja, og á því byggist náttúru-
lega fyrirbærið kvikmyndahátíð.
Það getur enginn heilvita maður
ætlast til þess að ein manneskja
komist yfir að sjá 32 myndir á rúmri
viku.
Meðal þeirra mynda sem ég sá
voru nokkrar sem hljóta einkunn-
ina afbragðsgóðar: Leiðin eftir
Yilmaz Gúney, Blóðbönd eftir
Margarethe von Trotta, Þýska-
land, náföla móðir eftir Helmu
Sanders-Brahms, og Mamma -
Lífið er núna eitir Suzanne Osten.
ída litla og Rautt ryk komust ná-
lægt þeim að gæðum.
Allar þessar myndir, og eflaust
fleiri, eiga það skilið að ná til fleiri
áhorfenda en rúmuðust í Regnbog-
anum á þessum stutta tíma. Mér
datt t.d. í hug að mynd einsog ída
litla gæti notið sín ágætlega í sjón-
varpi, og þar er á ferðinni mynd
sem höfðar til mjög margra, ntynd
um líf sjö ára telpu á hernámsárun-
um í Noregi, falleg og manneskju-
leg mynd sem deilir á einfaldan og
sterkan hátt á hræsni og skort á
umburðarlyndi og sýnir jafnframt
styrk heilbrigðrar barnssálar.
Barnamyndin sænska, Kasmus á
flakki, á áreiðanlega fremur erindi
við íslensk börn (og fullorðna
reyndar líka) en það rusl sem yfir-
leitt er sýnt á barnasýningum kvik-
myndahúsanna. Þannigmætti lengi
telja.
Meginmarkmið kvikmyndahá-
tíðar hlýtur að vera þetta: að koma
góðum myndum á framfæri við
almenning. Með tímanum á kvik-
myndahátíð að geta skapað hjá
almenningi þörf fyrir góðar kvik-
myndir. Sá sem venur sig á lestur
góðra bóka fær sig ekki fullmettan
af einum saman reyfurum, og sama
máli gegnir um kvikmyndir. Kvik-
myndahátíð á líka að smita út frá
sér - bíóstjórarnir ættu að hafa í
huga að 19.000 miðar seldust í
Regnboganum á rúmri viku, og
reyna að laða þá sem keyptu þessa
miða til sín með því að bjóða upp á
myndir í svipuðum gæðaflokkum
af og til á þeim rúmu ellefu mán-
uðum sem þeir hafa til umráða
Rasmus á fiakki á áreiðanlega fremur erindi við íslensk börn en það rusl sem yfirleitt er sýnt á barnasýning-
um kvikmyndahúsanna.
ída litla - gæti notið sín ágætlega í sjónvarpi.
samkeppnislaust að mestu. Sjón-
varpið ætti að sjá um að koma há-
tíðarmyndunum - a.nt.k. sumum
þeirra - til þess fólks sem ekki
komst í Regnbogann.
Að kvikmyndahátíð farsællega
afstaðinni þakkar maður fyrir sig
og fer strax að hlakka til þeirrar
næstu.