Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.02.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12. - 13. febrúar 1983 Rætt við 'Árna Einarsson, líffrœðing, um lifnaðarhætti hvala og ákvörðun hvalveiðiráðsins Árni Einarsson Hvalir hafa frá alda öðli verið taldir með undrum íslands. Á gömlum landabréfum má sjá Island þakið spúandi eldfjöllum, snævi þöktum jöklum, og goshverum; í sjónum við landið eru blásandi stórhveli. Eldvirknin og kuldinn er enn til staðar, - hvalirnir eru hins vegar orðnir sjaldséðir nema þá í hvalstöðinni í Hvalfirði þarsem ferðarrrenn flykkjast enn að á vertíðinni. Um fátt hefur meira verið rætt og ritað undanfarið en hvalveiðar okkar og af- stöðuna til veiðistopps Alþjóðahvalveiði- ráðsins 1986. Umræðan hefur farið út um víðan völl en þrátt fyrir að sögu hvalveiða hafi verið gerð nokkur skil, hefur lítið verið sagt frá þessum friðsömu risum hafsins sem öll lætin eru út af. Til að fræðast nokkuð um hvalina almennt og reyndar líka til að spjalla um fortíð og framtíð hvalveiða á íslandi, fengum við Árna Einarsson líf- fræðing til liðs við okkur, en Árni hefur undanfarin ár verið fulltrúi Náttúrvernd- arráðs á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Og við byrjum á hinni umdeildu ákvörðun um veiðibann frá 1986-1990. Stundarhags- munum fórnað „Hvergi í heiminum hefur nokkru sinni tekist að halda uppi hvalveiðum til lengdar án þess hafi borið á ofveiði í stofnunum, og ísland er þar engin undantekning", segir Árni. „Og það er vissulega sögulegur at- burður, þegar hvalveiðar eru nú stöðvaðar í bili eftir fjögurra alda ofveiðisögu. Mark- miðið er að staldra við, - fá hvalveiðiríkin til að fórna stundarhagsmunum þannig að allir geti setið við sama borð, hvalveiðiríki jafnt sem önnur, og hvalveiðiráðið þurfi ekki lengur að láta stjórnast af hagsmunum einstaka fyrirtækja og veiðiríkja. Ég hef aldrei heyrt neinn í ráðinu halda öðru fram en að hér sé um verndun á framtíðarauð- lindum að ræða. Menn sætta sig einfaldlega ekki við að halda áfram veiðum meðan ekki liggja neinar raunverulegar upplýsingar fyrir um hvalastofnana." - Hefur þú trú á því að við munum geta hafið hvalveiðar að nýju eftir 1990 eða jafn- vel fyrr? „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu, en eina færa leiðin er að stórauka rannsóknir á hvalastofnunum og beina þeim inn á nýjar brautir. Það eru gerðar mun meiri kröfur til hvalarannsókna heldur en fiskirannsókna og þar kemur til saga hvalveiða um aldir og ár, sem er ekkert til að stæra sig af.“ - Þú talar um að beina rannsóknum inn á nýjar brautir? „Já, - við hefðbundnar hvalarannsóknir, sem reyndar mætti kalla hvalvciðirann- sóknir, fást of takmarkaðar upplýsingar, þar sem eingöngu eru skoðuð þau dýr sem veiðast. Það hefur verið reynt að fá mæli-| kvarða á sóknarþungann og með krufning- um á veiddum dýrum hefur verið lagður mælikvarði á viðkomuhraða dýranna. Slík- ar rannsóknir gefa mikilsverðar upplýsingar en eru samt sem áður langt frá því að vera fullnægjandi. „Við vitum ekki... “ Sem dæmi má nefna að við vitum ekki hvar hvalirnir halda sig á veturna, - við vitum ekki hvert samband okkar veiðistofna er við aðra veiðistofna í Atl- antshafi, - við vitum ekki hver útbreiðsla stofnanna er meðan hvalirnir dveljast á haf- svæðunum í kringum landið og við höfum ekki nægilega skýra mynd af raunverulegri stofnstærð. Þessar upplýsingar fást ekki með hefðbundnum veiðirannsóknum og meginröksemdin gegn áframhaldandi veiðum hefur einmitt verið sú að ekki sé verjandi að veiða úr stofnum sem við vitum jafn lítið um. Ég bind miklar vonir við merkingar á hvölum með senditækjum. Til- raunir með slíkt eru á byrjunarstigi. Merk- ingar af þessu tagi myndu gera okkur kleift að fylgjast með ferðum dýranna í smáatr- iðum.“ - Nú teljast hvalir “sameiginleg arfleifð mannkyns", en í deilunum á dögunum var bent á að þetta væru íslcnskir hvalir, íslensk auðlind sem við ættum sjálf að stjórna veiðum á innan íslenskrar lögsögu. Á hverju byggir þessi túlkun; „sameiginleg arfleifð mannkyns“? „Staðreyndin er sú að hvalirnir, og þá á ég við stórhvelin, eru úthafsdýr sem stunda árstíðabundnar ferðir um höfin. Röksemd- arfærslan byggir á sömu sjónarmiðum og hafréttarsáttmálinn, - að úthöfin séu sam- eiginlegur arfur mannkyns. Þar sem strand- veiðar hafa verið stundaðar eins og t.d. hér á landi, er samt sem áður um að ræða dýr og stofna sem fara um lögsögu margra annarra ríkja. Sem dæmi má nefna hnúfubakinn. Hnúfubakar héðan hafa trúlega vetrarstöð- ur í Karabíska hafinu og ferðast reglubund- ið á milli. í umræðum um ákvörðun hval- veiðiráðsins hefur oft verið gert lítið úr af- stöðu eyríkjanna í Karabíska hafinu, en í raun og veru er hér um að ræða ríki sem eiga mikilla hagsmuna að gæta. Hnúfubak- urinn er hjá þeim á veturna og fæðir kálfa sína þar en ferðast hingað á sumrin." - En þó okkur tækist að sýna fram á að óhætt sé að veiða áfram úr hvalastofnum hér við land þannig að hvalveiðiráðið teldi enga hættu á ofveiði, - heldurðu að svo- kallaðir umhverfisverndarhópar og hvala- friðunarsinnar sætti sig við þá niðurstöðu? Manni virðist oft sem þeir líti á hvali eins og „heilagar kýr“, - þeir leggja ríka áherslu á að þetta séu skyni gædd spendýr sem mað- urinn eigi að leyfa að lifa í friði? „Hreyfingin gegn hvalveiðum er af tvenn- um toga. Annars vegar eru ríkjandi hrein dýraverndunarsjónarmið, þar sem menn segja: það er ljótt að drepa hvali! Ég hef ekki verið talsmaður þessara sjónarmiða en skil á hverju þau byggja. Þessi sjónarmið hafa haft mikið að segja gagnvart almenn- ingi, - menn eru farnir að skynja hvalina sem annað en sláturdýr, menn vita meira um þá, sjá góðar myndir um líf þeirra og hegðan í sjónvarpi o.s.frv. Hinn helmingurinn af þessari hreyfingu er sprottinn af þeirri umhverfisverndarum- Lýbikumenn í hafsnauö suður af íslandi verjast illhvelum. Carta marina eftir Olaus Magnus 1539. ................................ ræðu sem var ráðandi á 7. og 8. áratugnum. Sá hópur lítur á hvalveiðar sem dæmigerv- ing þeirrar vistkreppu sem við erum að sigla í og ég held að þessar vistkreppuhugmyndir hafi haft veruleg áhrif m.a. á ríkisstjórnir sem gengið hafa í hvalveiðiráðið gagngert til að hafa áhrif á stjórn hvalveiðanna. Það er oft erfitt að greina á milli þessara sjón- armiða, - en þó dýraverndunarsjónarmiðin geti ráðið miklu, þá held ég samt að þau verði aldrei ráðandi, enda er um að ræða tímabundið stopp, ekki allsherjar friðlýs- ingu.“ Stefnubreyting - Það var mikið rætt um hlut Bandaríkj- anna, bæði almenningssamtaka og ríkis- stjórnar í þessu máli. Því hefur verið fleygt að Bandaríkjunum veiti ekki af „andlitslyft- ingu“ í umhverfismálum almennt og hval- veiðarnar séu heppilegar til þess brúks þar sem þeir eigi engra hagsmuna að gæta á því sviði? „Mér hefur þótt of mikil áhersla lögð á afstöðu Bandaríkjanna í þessum efnum. Það hefur t.d. alveg gleymst að danskir Í'ingmenn skrifuðu einnig bréf og skoruðu á slendinga að mótmæla ekki banninu. Annars hef ég í raun aldrei skilið af hverju Bandaríkin beita sér svo mjög í þessu máli. Ég hallast þó að því að þessa hörku þeirra megi rekja til dugnaðar ör- fárra manna sem hafa beitt sér af alefli gegn hvalveiðum. En andlitslyftingu þurftu þeir svo sannarlega einnig. Bandaríkin áttu stóran þátt í að ofveiða búrhvalinn í N- Atlantshafi á sínum tíma og voru næstum búnir að útrýma sandlægjunni við strendur Kaliforníu. Þeir stóðu sig illa í hvalveiði- ráðinu árum saman og létu eins og flestir aðrir eiginhagsmunapólitíkina ráða meðan þeir stunduðu hvalveiðar. Hér var því um athyglisverða og tímabæra stefnubreytingu að ræða.“ - Hafa ekki afskipti hval veiðiráðsins lengst af fremur stjórnast af efnahagslegum rök- um en vistfræðilegum? „Það var í upphafi ekki um neina mark- vissa stjórnun að ræða, - fremur það að hvalveiðiþjóðirnar voru að skipta með sér afla. Hvalveiðiráðið fór ekki að stjórna veiðunum af viti fyrr en um 1970 en það var stofnað 1946. Þó var hnúfubakurinn friðaður 1955, steypireyðurin 1960 og andarnefjan 1972 vegna ótta um að þessar tegundir væru að deyja út. Á síðari árum hefur starf ráðsins fremur beinst að stjórn- un og þá þróun má fyrst og fremst þakka því að mörg ríki hættu hvalveiðum, ýmist vegna ofveiði eða breyttrar pólitíkur. Þau breyttu um stefnu í ráðinu eins og t.d. Ástralir auk þess sem fjölmörg ný ríki hafa bæst í ráðið.“ Premur tegundum útrýmt - Ef við snúum okkur nú að hvölunum sjálfum, - þetta er afskaplega fjölbreytt ætt? „Það munu vera 78 hvalategundir til í heiminum. Bróðurparturinn eða 2/3 eru smáhveli, hnísu- og höfrungategundir. Nú á tímum þekkjast 15 tegundir hvala hér við land, 5 skíðishvalir: steypireyður, lang- reyður, sandreyður, hrefna og hnúfubakur og 10 tannhvalir: búrhvalur, andarnefja, háhyrningar, grindhvalur, mjaldur, náhval- ur, hnísa, svínhvalur, hnýðingur og höfr- ungur. Þremur hvalategundum hefur verið út- rýmt hér við land. Það eru skíðishvalirnir sandlægja, sléttbakur og norðhvalur. Þær skíðishvalategundir sem koma hingað enn eru hrefna, hnúfubakur, langreyður, steypireyður og sandreyður og áður fyrr trúlega líka sléttbakur, og sandlægja. Það er athyglisvert að allar þessar tegundir nema hrefnan hafa komist í útrýmingar- hættu á þessari öld, ekki þó vegna þess að stofnarnir hafi verið orðnir svo litlir, heldur vegna stjórnlausra veiða. Á síðustu stundu tókst að bjarga hnúfubaki og steypireyði og þar sem ísland er eina ríkið sem hefur veitt langreyði og sandreyði verða þær tegundir ekkert veiddar 1986-1990 þótt Norðmenn og Japanir hafi mótmælt banninu. Þegar búið er að ofveiða stofn er hann mjög lengi að ná sér. Líftíminn er svipaður og mannsævin, um 70 ár hjá stórhvelunum, kynþroska verða dýrin 8-10 ára og kýrnar bera einum kálfi annað hvert ár, jafnvel enn sjaldnar. Viðkoman er því mjög hæg og mjög ofveiddir stofnar eru áratugi, jafnvel aldir að ná sér. Veiði á sléttbak var t.d. lögð af hér upp úr aldamótunum síðustu, - en stofninn hefur ekki sýnt nein batamerki ennþá.“ - Hvernig er útbreiðslunni háttað? „Smáhvelin eru með talsvert takmarkaða ú'tbreiðslu, þ.e. eru oft bundin við ákveðin Helgin 12. - 13. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Hin tegundin sem hefur takmarkaða út- breiðslu er sandlægjan sem eingöngu er þekkt í Kyrrahafinu. Engu mátti muna að Bandaríkjamenn útrýmdu henni með aðstoð Japana en því tókst að afstýra og nú er talið að til séu um 10 þúsund dýr af þessari tegund. Sandlægjan var áður fyrr í Atlantshafinu einnig en í Riti Jóns Guðmundssonar lærða „Um íslands að- skiljanlegar náttúrur“ er að finna greinar- góða lýsingu á henni. Jón hafði það fram yfir aðra sem rituðu um hvali til forna, að hann hafði sjálfur séð þá því að hann var í slagtogi með Böskum sem stunduðu hér norðhvalaveiðar. Jón kallar hvaiinn sand- lægju en það nafn kemur einnig fyrir í þul- um Snorra-Eddu. Síberíueskimóar hafa undanþágu til að veiða sandlægjuna til heimabrúks líkt og Alaskaeskimóarnir norðhvalinn, en í tyrra komst upp ao kuss- ar eru að svíkja lit í þessum efnum, því að sandlægjan er veitt í loðdýrafóður. Sumar aðrar tegundir stóru hvalanna eru sjaldgæfar t.d. eru til smáleifar af sléttbakn- um við Ástralíu, S-Afríku og Nýfundna- land en sléttbakurinn var áður mjög al- gengur í öllum heimshöfum." - Nú eru þessir hvalir hér aðeins á sumrin? „Já, - þeir koma hingað sunnan að en halda sig einhvers staðar norðan við mið- baug á veturna, en menn vita ekki nákvæm- lega hvar. Norðhvalurinn, sem er íshafsteg- und hefur hins vegar komið hingað á vet- urna áður fyrr. í Konungs-Skuggsjá segir að þegar hann sé veiddur og innyfli hans opnuð, finnist ekkert óklárt í maga hans því hans magi sé hreinn og tómur, enda lifi hann aðeins á regni og myrkri! Þetta var nú álitið eins og hver önnur bábilja en staðreyndin er sú að norðhvalurinn, eins og flestir aðrir skíðishvalir, étur ekkert á vetrarstöðvunum, þannig að þessi lýsing á tómum maga hans gæti verið hárrétt. Hvalirnir koma upp að landinu á vorin í mars, apríl og maí, aðallega til þess að éta. Skíðishvalirnir sigta átuna úr sjónum og reyðarhvalirnir eru með gífurlegar húðfell- ingar á kokinu sem belgjast út þegar þeir éta. Skíðishvalir éta ljósátu svo framarlega sem þeir hafa hana. Yfirleitt safnast þeir saman á bestu átumiðunum en þar sem minna er af ljósátu kemur fram nokkur sér- hæfing í ætisvali. Þó er ekki vitað til þess að steypireyður éti annað en ljósátu. Lang- reyðurin fer gjarnan yfir í loðnu, þó hún geri það yfirleitt ekki hér við land. Sand- reyðurin er líka í ljósátu, en hún hefur fín- gerðara kögur á skíðunum og virðist geta lifað á rauðátu sem er mun smærri en ljós- átan. Reyðarhvalirnir velta sér á hægri hlið er þeir koma í átuflekkina, taka mikinn gúl- sopa þannig að kokið þenst út og sjórinn pressast síðan út á milli skíðanna. Sléttbakurinn og norðhvalurinn hafast við á svæðum þar sem átan er dreifðari. Þeir lóna um í yfirborðinu með ginið upp á gátt og sigta allt í gegnum skíðin jafnóðum. Hnúfubakurinn beitir aftur aðferð sem ekki er vitað til um að aðrir noti. Hann kafar lóðrétt niður og syndir hægt upp í spíral um leið og hann blæs frá sér. Loftbólurnar draga átuna með sér upp á yfirborðið og þar skóflar hvalurinn henni í sig þegar hann kemur upp.“ - Nú hefur því verið haldið fram að ef hvalirnir væru ekki veiddir, ætu þeir upp allan fisk á miðunum? „Stóru hvalirnir éta ekki fiskinn beint og lifa ekki á fiski nema að mjög litlu leyti. Það er helst hrefnan sem er í fiski við strendurn- ar en við ísbrúnina er hún í ljósátu eins og aðrir skíðishvalir. Hrefnan er alæta á fisk, étur sandsíli, loðnu og síld og tegundir sem eru í torfum. Það er alls ekki sjálfsagður hlutur að sú ljósáta sem hvalir éta kæmi öðrum nytjadýrum að gagni. Þvert á móti leikur grunur á að í Suðurhöfum megi rekja mikla aukningu sjófugla til fækkunar hvala, og bent hefur verið á að þegar norðhvalnum var útrýmt hér við land fjölgaði fýlnum. Þarna gæti verið samband á milli, en um það vita menn hreinlega ekki neitt að gagni. Allir útreikningar af þessu tagi eru því út í 'hött.“ - Við höfum ekkert minnst á búrhvalinn, sem var friðaður í fyrra? „Búrhvalurinn lifir yfirleitt á smokkfiski en gerir þó þá undantekningu hér við land að hann lifir hér svolítið á fiski. Heima- stöðvar hans eru fyrst og fremst í grennd við Kanaríeyjar og Grænhöfðaeyjar. Búrhval- urinn er fjölkvænisdýr með mjög flókið fé- lagskerfi. Snemma vors fara þeir í nokkuð stórum hjörðum norður á bóginn. Kýrnar, kvennabúrshafar, kálfar og ung ókyn- þroska dýr stansa alllangt suður af íslandi en einstaka fullorðnir tarfar halda áfram alla leið norður til íslands. Það eru þeir sem við höfum veitt undanfarin ár. Búrhvalurinn hefur mjög sérkennilega siði. Hann kafar lóðrétt og kemur upp á sama stað aftur. Hann kafar á fleiri hundr- uð metra dýpi og þess eru dæmi að hann hafi flækst í sæsímastrengjum á kílómeters dýpi. Hann er um 15 mínútur á leiðinni niður og 15 mínútur upp. Venjulega er hann 50 mínútur í kafi og lengsti tími sem þekktur er er 80 mínútur. Hann kemur upp móður og másandi hvílist í u.þ.b. 10 mínút- ur og blæs 50-60 sinnum. Búrhvalurinn er með sérstakan útbúnað tengdan djúpköfun, en það er geymir í hausnum, fullur af fljótandi lýsi. Andar- nefjan hefur svipaðan útbúnað en hún kaf- ar líka mjög djúpt. Þetta er heilmikið líffæri sem rúmar allt að 4 tonnum af lýsi og búr- hvalurinn hefur ummyndað aðra nösina í feiknarmikla blöðru sem umlykur geyminn. Mun það vera einhver merki- legast nös í dýraríkinu! Menn vita í rauninni ekkert um hvernig þetta líffæri vinnur, en sennilegasta kenningin er sú að hann noti nösina til þess að kæla lýsið. Við það storknar lýsið hægt og hægt og eðlisþyngd dýrsins breytist svo það á auðveldara með að kafa. Meðalveiði síðustu þriggja áratuga er 83 dýr á ári hér við land en meðalaldur veiddra dýra hefur farið talsvert lækkandi undan- farin ár. Það á svo að heita að búrhvalurinn hafi verið friðaður 1982 en Japanir mót- mæltu banninu og munu því trúlega halda veiðunum áfram. íslendingar gerðust hins vegar aðilar að samkomulaginu um friðun hans eftir að hafa setið hjá við atkvæða- greiðslu hvalveiðiráðsins, enda töldu þeir sig fá hærri langreyðarkvóta í staðinn.“ - Nú er hrefnan sögð mikilvæg fyrir nokkra staði á landinu. Hvernig er ástand þess stofns? „f raun og veru vitum við fátt að gagni. Hrefnunni í N-Atlantshafi er skipt f 3 veiðistofna en lítið er vitað um samgang milli þeirra. Grænlandsstofninn er veiddur til heimabrúks, - það eiga að heita frum- stæðar veiðar en þeir bera sig nákvæmlega eins að og við. íslendingar hafa undanfarið mátt veiða 200 dýr úr stofninum norðan íslands og Norðmenn 120, en það er N- Austur stofninn sem er Iangmest veitt úr og Norðmenn sitja einir að. Kvótinn þar er um 1700 dýr og þeir gera út um 90 hrefnubáta. Rökin gegn hrefnuveiðunum eru þau sem áður eru nefnd að ekki sé verjandi að veiða úr stofni sem við vitum jafn lítið um og raun ber vitni og eina leiðin er að auka rannsókn- ir ef við ætlum að hefja veiðarnar að nýju7‘ höf, en stóru hvalirnar eru alheimsborgarar og finnast í öllum heimshöfum. eru þó undan tvær irs vegar sem einnig hefurverið kallaður Græn' lands-sléttbakur, og hins vegar sandlægjan. Norðhvalurinn er bundinn við íshafið og var áður fyrr beggja vegna heimskautsins, norðan við Island og við Alaska. Honum varútrýmt hérvið land á 17., 18. og 19. öld ,og er nú sennilega útdauður í Atlantshafi. Til eru litlar leifar Alaskamegin og þetta er eina tegundin sem er í bráðri útrýmingar- hættu. Alaskaeskimóar hafa leyfi til að veiða úr þessum stofni ennþá, en vonandi verður það stöðvað sent fyrst. Jón lœrði og sandlœgjan Sandlægjan, sem Jón lærói lýsti. Einnig henni hefur veriðútrýmt úr Atlantshafi en Kyrrahafsstofninum tókst a& bjarga á sí&ustu stundu. Sandlægjan la&arnú aðtúrista vi& strendur Kaliforniu og í Mexícóflóa. Stey pirey&urin, — stærsta dýr jarðar fyrr og sídar, ver&ur 25-27 metra löng. Kálfurínn er 7 metra langur vi& fæ&íngu og eráspenaí kringum 7 mánu&i. Steypirey&urin var fri&uð 1960 og vir&ist fara hægt f jölgandi. Nor&hvalurinn, íshafstegund sem útrýmt vari Atlantshafinuá síðustu öld, og lesa má um í Konungs- Skuggsjá. Við Alaska erutil nokkur hundruð dýr að því er talið er og þetta er sú eina tegund stórhvela sem er i brá&ri útrýmingarhættu. Sandrey&urin getur orðift allt a& áttræð. Sum árin sést hún ekki hór vi& land og vei&ln hefur verið breytileg, 0-240 dýr á ári, me&altalíð er 65dýráári. íslendingar eru eina þjó&in sem hefur veitt sandrey&i a& undanfömu. Hnúfubakurinn var fri&a&ur 1955. Hann myndar fjölbreytileg hljóðog syngur langtímum saman umfengitímann. Hann hefur líka sína eigin a&ferð vi& a& reka Ijósátuna upp á yfirbor&i&.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.