Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.05.1983, Blaðsíða 5
Helgin 14.-15. maí 1983 WÓÐVILJINN - SÍÐA 5 205 daga verkfall hjá Caterpillar Nýlokið er mjög löngu og sögulegu verkfalli í Bandaríkjunum. Verka- menn hjá stærsta þungavinnuvéla- fyrirtæki heims, Caterpillar, áttu í 205 daga verkfalli. Því lauk með samningi sem túlkaður er á þann veg, að hvorugur hafi unnið, verkamenn eða fyrirtækið. Ástæða verkfallsins var sú, að Caterpillar, sem í fyrra tapaði 180 miljónum dollara, vildi mæta erfið- leikum sínum með því að lækka kaupið og afnema verðlagsbóta- kerfi það sem samið hafði verið um við verkamenn. Niðurstaðan er svo sú, að verkamenn sættu sig við að hverfa frá öHum kauphækkunar- kröfum og sætta sig við skerðingar á orlofsgreiðslum. Fyrirtækið féllst hinsvegar á að áfram séu í gildi ákvæði um launahækkanir í sam- ræmi við framfærslukostnað og séu þær reiknaðar út ársfjórðungslega. Verkfallið hefur hinsvegar sundr- að verkamönnum. Margir þeirra voru orðnir mjög illa staddir fjár- hagslega eftir svo langt verkfall „menn voru farnir að missa hús sín, Vinna hefst að nýju hjá Caterpillar. bíla, heilsu og konur“ segir einn felldur. Sá þriðjungur verkamanna þeirra. Því samþykktu þeir nýjan sem taldi samkomulagið ósigur tel- samning,endaþóttsamninganefnd ur að forysta félagsins hafi brugð- þeirra mælti með því að hann yrði ist. Trésmiðakórinn heldur tónleika í dag, laugardag, kl. 16 heldur Samkór Trésmiðafélags Reykja- víkur tónleika í Gamla Bíói. Stjórn- andi er Guðjón Böðvar Jónsson. Á söngskránni eru lög eftir ís- lensk tónskáld (Jón Laxdal, Sig- valda Kaldalóns, Árna Thor- steinsson ofl.), íslensk, frönsk, sænsk og japönsk þjóðlög, keðju- söngvar, franskir, latneskir þýskir og franskir. Kórinn hefur nýlega gefið út hljómplötu með tíu íslenskum al- þýðulögum. í fyrra fór hann til Finnlands og söng á norrænu alþýðutónlistarmóti í Pori. Ég þakka öllum, venslamönnum og vanda- lausum, einstaklingum, félögum, sambönd- um og stofnunum, er sýndu mér vináttu á 90 ára afmæli mínu 25. apríl næst liöinn, meö heimsóknum, heillaóskum, blómum og öör- um gjöfum. Alúðar þakkir. GUÐGEIR JÓNSSON, bókbindari. lækkar möturieytískostiiaöiim! réttír án Ivrirhafnar GOÐI býður 8 vikna matseðil án endurtekninga! Nú geta vinnuveitendur og matarfélög um allt land boðið GOÐA-rétti í mötuneyti sínu og sparað þannig vinnukraft og taeki í eldhúsi sem þarf aðeins að vera örfáir fermetrar að stærð. Maturinn kemur hraðfrystur á staðinn og eftir upphitun í blástursofni er rjúkandi GOÐA-rétturinn tilbúinn á borðið ásamt grænmeti, hrísgrjónum, baunum, spaghetti eða öðru því sem við á hverju sinni. Allt sem til þarf er frystigeymsla, blástursofn og GOÐA- réttirnir sem tryggja nýjan matseðil dag hvem í 8 vikur samfleytt GOÐA-mötuneytið er ekki aðeins ódýrara í rekstri en venja er til, - það býður að auki vandaðan mat og töluvert ódýrari en þar sem matreiðsla fer fram á hefðbundinn hátt. Gerum gott mötuneyti betra med_ Hafið samband við sölumann ■ i i síma 86366 m m ógleymanlegur glaesileiki líðandi stundar ogliðinna tfma Við fljúgum til Grikklands alla þriðjudaga og bjóðum eins, 2ja eða 3ja viknaferðir á einkar hagstæðu verði. Dvalist er á hinni góðkunnu Vouliagmeni-strönd, örskammtfrá höfuðborginni Aþenu, sem eins og Grikkland allt býður gestum sínum jafnt að njóta lystisemda líðandi stundar sem ógleymanlegs glæsileika fornrar menningar og liðinna tíma. Við minnum á fyrsta flokks aðbúnað í loftkældum White House íbúðunum og hinar stórskemmtilegu skoðunarferðir til Aþenu, Argolis, Delfi, Attiku-skagans og víðar. Aukadvöi í Amsterdam Og hvers vegna ekki að bæta (, aukadvöl í Amsterdam aftan við Grikklandsheimsóknina? Hótelkostnaðínn má greiða { íslenskum peningum fyrír brottför og enginn fkigfarskostnaður bastisk við. Ódýrari getur Amsterdam ferðin aldrei orðið! Pantið tímanlega Samrimu/erðk-Landsýn AUSTURSTRfETl 12 - SÍMAft ZTOT7 * 28899

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.