Þjóðviljinn - 14.05.1983, Side 17

Þjóðviljinn - 14.05.1983, Side 17
Helgin 14.-15. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Minning Jóna Þórdís Guðmundsdóttir Fœdd 9.5. 1897 — Dáin 28. 4. 1983 Ég er stödd á leiksýningu í Iðnó með vinkonu minni, henni Dísu ömmu. Við skemmtum okkur kon- unglega, hlæjum dátt og lítum hvor á aðra í myrkum salnum, svona eins og til að athuga hvort við verðum ekki báðar fyrir sömu á- hrifurn af leiknunt. Ég smitast af áhuga og innlifun ömrnu eins og jafnan þegar ég fer með henni í leikhús eða bíó. í hléinu höfum við margt að spjalla Varðandi gang leiksýningarinnar og leik einstakra leikenda meðan við skoðum fólkið og fáurn okkur hressingu. Amma er svo örlát, hún segir mér að fá mér það sem mig langar í af sælgæti og gosi. Hún er uppábúin í kjól, saumuðum af henni sjálfri, og éger einnig í fötum sem hún hefur sniðið og saumað eftir að hafa skoðað eins flík með mér inni í Karnabæ. Ég er byrjuð að mála mig, en amma notar hvorki púður né vara- lit, aðeins vellyktandi. En hún er falleg og ég er stolt yfir að vera í för með henni, nýt kvöldsins eins og svo rnargra annarra fyrr og síðar. Ég er unglingsstelpa og Dísa amma hátt á sjötugsaldri - en ntér finnst eins og við séum jafnöldrur þegar við stöndum þarna í hléinu, pískr- andi og flissandi. Einhverju öðru sinni kem ég í heimsókn til ömmu í þvottahúsið heima, þar sem hún er önnum kaf- in. Það er þvottadagur og hún þvær fyrir mömmu föt af allri fjölskyld- unni. Hún hefur skrýðst gúmmístígvélum, slopp og slæðu, sem bundin er fram á ennið. Ég veit að mér er velkomið að vera hjá henni og hjálpa til eftir því sem ég get. Ég er á barnaskólaaldri og finnst ég aum í samanburði við öm- mu, sem kann til verka og hefur krafta í kögglum. Hún hífir bleytis- þvott úr stórum trébala á priki yfir í þvottapottinn og mislitan þvott úr öðrum bala yfir í hálfsjálfvirku vé- lina. Samkvæmt venju gefur hún sér tíma til að spjalla við mig og glettnin skín úr góðlegu andliti hennar. Svo förum við inn til mömmu í kaffi. Amma sest á koll og margkrossleggur fæturna, dýfir mola í svart kaffið og sýgur- hún er hin mesta kaffikerling. Ég hermi eftir henni og þykir kaffi gott. Við sitjum þarna góða stund, allar í besta skapi - þvottadagur er góður dagur. Margar mínar fyrstu bernsku- minningar eru um Dísu ömrnu. Sérstaklega vel man ég röddina hennar þýðu, þegar hún sat hjá mér á kvöldin og sagði sögur, söng vögguljóð og fór með þulur. Það var gott að sofna útfrá því að hlusta á hana, sem ekkert var að flýta sér, alltaf hafði tíma og virtist kunna ógrynnin öll af vísum og öðru sem gaman var að. Á morgnana þegar amrna kom heint til okkar, þá daga sem hún var ekki að vinna úti í bæ, hafði hún oft meðferðis brúnan bréfpoka fullan af vínberjum, kaffibrauð, liti, blöð eða bækur. Eitthvað sem gladdi okkur. Væri ég veik eða einhver okkar systr- anna, settist amrna á rúmstokkinn með prjónana sína og rabbaði um heima og geima eða spilaði á spil. Hún hafði sjálf mjög gaman af að spila svo það var skemmtilegt að fara í Svarta Pétur, Ólsen Ölsen eða Lönguvitleysu við hana. Dísa amma var ntinn fyrsti kenn- ari. I-fún kenndi mér snemma að lesa og námið var leikur undir hennar handleiðslu því hún var svo þolinmóð og nærfærin. Á svip- uðunt tíma kenndi hún mér að prjóna. Ég var hinn mesti klaufi við þá iðju en amma hvatti mig óspart. þar til ég var búin að konta saman smábút, rauðurn að lit, sem hún lagaöi til og geröi að dúkkupaka sem ég var þó nokkuö hreykin af. Svona var amrna, hún hvatti ntig jafnan - hlúði aö hverri tilraun sern ég eöa systur mínar gerðum til ýnt- issa verka. Mig skorti sjaldan sjálfstraust í návist hennar. Gott var líka að leita til hennar í nauðum sínum. Hún mátti alltaf vera að því að hugga, hlusta og stappa í mig stálinu. Ég veit að hún var ekki blíð á manninn við þann eða þá sem hvesstu sig við dótturdætur hennar. Dísa amma var fædd á Brekku í Dýrafirði, dóttir Jónínu Jónsdóttur og Guðmundar Kristjáns Jens- sonar. Þau langamnta og langafi voru bændur og eignuðust samtals 10 börn. Antma vandist því að öll- um líkindum snemrna vinnu og skólaganga hennar hefur tæplega verið lögn. Hún var samt vel læs og skrifandi og auk þess sjálfmenntuð í ýmsum greinunt eins og t.d. saumaskap. Amrna ólst upp í Dýrafirði, en fór unt tvítugt til Reykjavíkur og hóf störf þar sem vinnukona. Lengst vann hún hjá Jóhannesi Jóhannessyni bæjarfóg- eta. Svo kynntist amrna Þórði Erl- endssyni heitnum, móðurafa mín- um. Þau giftust þó ekki. Antma var einstæð móðir og það hefur varla verið auðvelt um 1930, en amma var mikil kona, mikil manneskja. Hún var lítt efnum bú- in, innibúandi á heimili annarra alla sína tíð en hún átti samt mikla ríkidóma. Dísa antma var frekar lágvaxin, sterklega byggð með hátt enni, og góðlátleg oft glettnisleg blá augu, mikilfenglegt nef, sem kallað var Brekkunef. Hún var orðin gráhærð þegar ég man fyrst eftir henni, hafði fallegt silfurgrátt hár, frekar stuttklippt, greitt aftur, svolítið liðað. Andlitið var svipfallegt og rúnum rist. Hendur öntmu báru merki um mikla vinnu. Hún var forkur til allrar vinnu og hlífði sér aldrei. Henni varð sjaldan eða aldrei misdægurt. Framkoma ömmu var blátt áfrant og laus við tilgerð. Hún var afar trygg vinutn sínunt og hjálpsöm. Dísa amrna fékk ekki að njóta elliáranna sent skyldi. Hún varð fyrir hörntulegu slysi 1969 og náði aldrei fullri heilsu að nýju. Hún dvaldi á heimili mömmu og pabba í mörg ár á eftir og hélt áfram að veita af sér, eftir því sem hún gat og fékk fyrsta langömmubarnið henn- ar, Snædís Erla, að njóta ástúðar og unthyggju hennar. Síðustu sjö árin sent Dísa amma lifði bjó hún á hjúkrunarheintili fyrir aldraða í Hátúni. Ég veit að þar var lilúð að henni af mikilli nærgætni. Dísa amma varð 85 ára gömul. Hún var lögð til hinstu hvíidar á 86. afmælisdaginn sinn, þann 9. maí s.l.. Dísa amma er horfin héðan - hún skilur eftir sig skarð, seni ekki verðurfyllt. En ntinningin unt hana lifir. Á ícvöldin raula ég fyrir dótt- urdótturson hennar vísurnar, sem hún svæfði mig með forðum. Megi hún amma okkar nú sofa rótt. Disa. A UTBOÐ Tilboö óskast í eftirtalda verkþætti í íþrótta- hús viö Skálaheiði í Kópavogi. Útboð I. Tréverk, þ.e. huröir, innréttingar á klæöningu á veggi. Útboð II. Málun. Útboösgögn eru afhent á tæknideild Kópa- vogs, Fannborg 2, gegn 500 kr. skilatrygg- ingu frá og meö 17. maí n.k. Tilboöum skal skila á sama stað fyrir kl. 11 þriðjudaginn 24. maí n.k. og verða þau opnuö að viöstöddum bjóöendum. Bæjarverkfræðingur ;;; |r Tilsölu Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar sem verða til sýnis í porti Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar að Skúlatúni 1, mánu- daginn 16. og þriðjudaginn 17. þ.m., 1. MAZDA Pallbíll 2. SIMCA 1100 sendibíll 3. SIMCA 1100 pallbfll 4. SIMCA 1100 pallbíll 5. VW 1200 fólksbíll 6. VW 1200 fólksbíll 7. VW 1200 fólksbíll 8. M.A.N. 15-216 vörubifreið árg. árg. árg. árg. árg. árg. 1976 1979 1979 1977 1975 1976 árg. 1976 með HIAB krana árg. 1972 Jafnframt verða þar seldar gegn staðgreiðslu notaðar garðsláttuvélar. Tilboö í bifreiðarnar verða opnuð á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, þriðjudaginn 17. maí kl. 15.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Kostaboð á kafbátaslóðir Tilboðsverð á Stokkhólmsferðum Stokkhólmur er heimsborg. Það fer ekki á milli mála. Stokkhólmur hefur svo margt að bjóða þeim sem heimsækja hana, aö borginni er oft á tiðum líkt við stóru heimsborgirnar í Asiu og Ameríku! Leikhús, ópera, bátsferðir, veitingahús, næturklúbb- ar, jazzklúbbar, söfn, sýningar, matstaðir og kynnisferðir gera Stokkhólmsdvölina ó.gleymanlega. Stokkhólmsbúar eru alúð- legt fólk þegar þú kynnist þeim, og gististaðirnir og hótelin eru við allra hæfi. Eitt af því þægilegasta við Stokkhólm er sérstök ferðamannahandbók, sem er full af upplýsingum og leiðbeiningum fyrir feröafólk. I bókinni eru einnig sérstök afsláttarkort, sem annað hvort veita þér ókeypis aðgang að söfnum, skemmti- stöðum og sýningum - eða umtalsverðan afslátt á veitingastöðum, bátsferðum og skemmtiferðum. Þessi bók er til sölu hjá Upplýsingaþjónustu Stokkhólmsborgar, sem jafnframt veitir ferðamönnum allar nauðsynlegar upplýsingar og aðstoð. Stokkhólmur er lykillinn að skemmtilegu sumarleyfi i Svíþjóð og jafnvel í Finnlandi. rrm FLUGLEIDIR Gott tólk hjá traustu télagi S 5T0KKI1. Fluglelðlr bjóða nú sérstaka „sumarleyf- ispakka" til Sviþjóðar, sem varla er hægt að.kalla annað en kjarapakka. f boðlnu felst flug tll og frá Stokkhólml og bílaleigubíll í 3 vlkur frá aðelns 11.875.00 krónum. Tll viðbótar geta Flugleiðlr selt þér elntak af „Nordisk Hotel Pass'' sem gildir sem sérstakt grelðslukort fyrlr glstingu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.