Þjóðviljinn - 14.05.1983, Síða 22

Þjóðviljinn - 14.05.1983, Síða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 14.-15. maí 1983 um helgina Litli leikklúbburinn á ísafirði sýnir um þcssar mundir Fjölskylduna eftir Claes Andersson í þýðingu Heimis Pálssonar. Er leikritið 39. verkefni klúbbsins. Þjóðleikhúsið 29. maí Gallerí Langbrók myndlist Gallerí Langbrók Jóhanna Póröardóttir sýnir 15 lágmynd- ir. Jóhanna nam heima og erlendis. Þetta er hennar fyrsta einkasýning. Opið 14-18. Sýningin stendur til 22. maí. Listasafn íslands Ljósmyndir til sýnis eftir Bandaríkja- manninn David Finn, sem hann hefur tekið af höggmyndum. Þá er um leið höggmyndasýning með verkum eftir Einar Jónsson, Ásmund Sveinsson og Sigurjón Ólafsson. Þjóðminjasafnið Sýning á málverkum úr eigu safnsins. Sjá nánar annars staðar á síðunni. Listmunahúsið Alfreð Flóki sýnir 40 teikningar. Unnar með tússi, svartkrít og rauökrít. Opið um helgina frá 14-18. Norræna húsið Nú stendur yfir sýning á verkúm sænska myndlistarmannsins Svens Hage- manns. 20 olíumálverk og 14 teikningar til sýnis. Opið 14-19, til 15. maí. Skruggubúð Þorsteinn Hannesson sýnir málverk og vatnslitamyndir. Opið um helgina frá 15- 21. Sýningunni lýkur 15. maí. Barnaskólinn Stokkseyri I dag opna þeir Elfar Þórðarson og Vignir - Jónsson sýningu. Um er að ræða tvær einkasýningar og eina samsýningu. Sýningin verður opin alla daga kl. 14-22 og lýkur sunnudaginn 29. mai. Myndlistarskólinn á Akureyri Sýning á verkum nemenda opnar í dag, 14. mai, að Glerárgötu 34. Verk eftir nemendur úr öllum deildum skólans. Sýningin er aðeins opin nú um helgina frá kl. 14-22, báða dagana. Gallerí Lækjartorg Gunnar Dúi sýnir málverk. Opið frá kl. 14-18 14-23. maí, nema fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-22. Gunnar hefur haldið 6 sýningar á (slandi og nokkrar erlendis. A sýningunni eru aðeins ný olíumálverk. Kjarvalsstaðir Páll Reynisson sýnir Ijósmyndir, Guð- mundur K. Ásbjörnsson sýnir málverk og vatnslitamyndirog Sveinn Björnsson sýnir málverk. Sýningar eru opnar til 23. maí. ýmislegt MÍR-salurinn Kvikmyndasýning verður í MÍR-salnum, Lindargötu 48 á morgun, sunnudaginn 15. mai. Sýnd verðurkvikmyndin „Þegar haustar" undir stjórn Edmonds Keosa- jans. Sýningin hefst kl. 16 og er að- gangur ókeypis. Fuglaskoðunarferð Utivist gengst fyrir fuglaskoðunarferð á morgun, 15. mai. Haldið verður í Krisu- víkurbjarg. Árni Waag er leiðangurs- stjóri. Gott er að hafa með sér sjónauka og smávegis nesti. Hlý skólaföt eru aö sjálfsögðu nauðsynleg. Lagt af stað frá bensínsölu Umferðarmiðstöðvar kl. 13.00. Hreinsun i Breiðholti I dag gengst Framfarafélag Breiðholts III fyrir hinum árlega hreinsunardegi í hverfinu. Ruslapokar verða afhentir við Menningarmiðstöðina Gerðuberg, Hóla- brekkuskóla og Fellahelli frá kl. 10 um morguninn. leiklist Leikfélag Reykjavíkur Hiö nýja leikrit Þórunnar Sigurðardóttur, Guðrún, veröur sýnt á sunnudagskvöld og er þegar uppselt,- l kvöld verður Skilnaður eftir Kjartan Ragnarsson sýndur og fer sýningum nú óðum að fækka. Vegna mikillar aðsóknar verður enn ein aukasýning á Hassinu hennar mömmu í Austurbæjarbíói í kvöld. Brúðubíllinn Á mánudag fer hann af staö og er þetta sjöunda sumarið sem hann ekur um göt- ur og torg borgarinnar. Ekiö er á milli gæsluvallanna en hver sýning tekur um hálfa klukkustund. Óperan Síðasta sýning á Míkadó er í kvöld, laugardaginn 14. maí. Garðar Cortes hefur nú aftur tekið við stjórn hljóm- sveitarinnar, en Jón Stefánsson stjórn- aöi henni um tima. Vonandi verður eng- inn svikinn af aö sjá óperuna í kvöld, en það eru allra síðustu forvöð. Þjóðleikhúsið Miðasala á uppákomu hins heimsfræga Victors Borge hefst í dag, laugardaginn 14. maí, en sýning hans verður í Þjóðleikhúsinu sunnudagskvöldið 29. maí. Vissara er að tryggja sér miöa timanlega þvi hann mun líklega aðeins skemmta þetta eina kvöld að þessu sínni. Lína langsokkur veröur sýnd í kvöld og gilda þá miðar sem dagsettir voru á sýningu 7. maí, en hún féll niður. 5. sýningin á Cavalleria Rusticana og Fröken Júlíu verður á morgun, 15. maí. Grasmaðkureríkvöld 14. maíogSúkk- ulaði handa Silju á þriðjudag. Litli Leikklúbburinn Litli Leikklúbburinn á ísafirði sýnir um þessr mundir vorstykki sitt, Fjölskyldan, eftir Claes Anderson í þýðingu Heimis Pálssonar. tónlist Gamla bíó Samkór Trésmiðafélags Reykjavikur heldur tónleika í Gamla bíói í dag kl. 16. Á efnisskránni eru lög af ýmsu tagi. Kór- inn hefur nýlega sent frá sér tíu laga hljómplötu en þar eru flutt íslensk al- þýðulög. Borg í Grímsnesi Hljómsveitin Kaktus heldur dansleik að Borg i Grímsnesi í kvöld, laugardaginn 14. maí. Hljómsveitin var endurvakin nú með hækkandi sól og er markmið hljóm- sveitarinnar að halda uppi stanslausu stuði á sveitaböllum i sumar! Þjóðleikhúskjallarinn Vísnakvöld verður nk. mánudag og mun sænska vísnasöngkonan Thérése Juel m.a. koma þar fram. Hún er þekkt í sínu heimalandi en lítið hérlendis. Hún mun halda tónleika víðar um land næstu daga. Yfir stendur í vesturforsal Kjarvalsstaða ljósmyndasýning Páls Reynissonar. Á sýningunni eru bæði litljósmyndir, svarthvítar myndir og graf ískar Iitmyndir. Páll Reynisson lærði Ijósmyndun í Gautaborg og vinnur nú hjá sjónvarpinu. (Ijósm. eik) Thérése Juel, sænska vísnasöng- konan sem dvelst hér á landi um þessar mundir. Vísnavinir athugið Vísnakvöld á mánudag Sænska vísnasöngkonan Thér- ése Juel er nú í heimsókn á ís- landi í boði Vísnavina. Hún er vel þekkt í heimalandi sínu, en lítið hér á landi. Mun hún halda kon- serta og koma fram á vísna- kvöldum. Mánudaginn 16. maí verður Vísnakvöld í Þjóðleikhúskjallar- anum og mun Thérése koma þar fram. Ráðgert er að halda kons- ert með henni á Akranesi þriðju- daginn 17. maí en fimmtudaginn 19. maí halda Vísnavinir stór- konsert á Borginni þar sem Vísna- vinir bjóða upp á það besta, sem til er hér á landi varðandi þessa tónlistarstefnu. Koma þar fjölmargir listamenn fram og verður Thérése Juel meðal þeirra. Síðasti konsert Thérése verður í Norræna Húsinu þriðju- daginn 24. maí. Myndlistarskólinn á Akureyri Nemenda- sýning Laugardaginn 14. maíkl. 14.00 verður opnuð sýning á verkum nemenda Myndlistaskólans á Akureyri í salarkynnum skólans að Glerárgötu 34, þriðju og fjórðu hæð. Á sýningunni verða verk nemenda úr öllum deildum skólans. Þetta er stærsta og viða- mesta sýning skólans til þessa og verða sýnd nokkur hundruð verk nemenda skólans sem eru á aldr- inum fjögurra til sjötíu og níu ára. Sýningin verður opin kl. 14.00 - 22.00 báða dagana. Skólastjóri er Helgi Vilberg. Victor Borge í heimsókn Danski háðfuglinn Victor Borge ætlar að skemmta landanum 29. maí n.k. í Þjóðleikhúsinu! Eins og fram hefur komið í fréttum kemur Victor Borge hingað til lands von bráðar og skemmtir landanum 29. maí í Þjóðleikhúsinu. Hann er fæddur í Kaupmanna- höfn fyrir 74 árum og byrjaði að læra á píanó aðeins 3ja ára gam- all. Átta ára kom hann fyrst fram sem einleikari og var hylltur sem snillingur. Síðan tók húmorinn öll völd og þótt hann sé viður- kenndur sem afar fær píanóleikari er hann líklega þekktastur fyrir að leika fremur á alls oddi en á píanóið. Miðasala á tónleika Borges hefst í dag, laugardag kl. 13.15. Jóhanna sýnir Sýningar á Stokkseyri Laugardaginn 14. maí opna þeir Elfar Þórðarson og Vignir Jónsson sýningu í Barnaskólan- um Stokkseyri. Hér er um að ræða tvær einkasýningar og eina samsýningu. Elfar verður í suðurálmu og sýnir þar olíu-, vatnslita- og acril- myndir sem eru flestar frá Stokks- eyri, Eyrarbakka og næsta ná- grenni. Þetta er 8. einkasýning Elf- ars en að auki hefur hann tekið þátt í mörgum samsýningum. Vignir verður í norðurálmu og sýnir þar hnýtingaverk sem eru með nokkuð öðru sniði en fólk á að venjast. Þetta er önnur einka- sýning Vignis og hefur hann einn- ig tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum. Á göngum sýna þeir saman myndverk unnin með biandaðri tækni. Á samsýningunni bregða þeir félagar út af þeim stíl sem þeir hafa oftast unnið í og sleppa að nokkru leyti fram af sér beisl- inu. Elfar Þórðarson og Vignir Jónsson við nokkur verka sinna. Myndin er tekin í Stokkseyrarfjöru. Þess má einnig geta að sýning- arskráin verður dúkrista, þrykkt með gamalli taurullu. Verður hvert eintak áritað og tölusett. Sýningin verður opin alla daga kl. 14-22 og lýkur sunnudaginn 29. maí. Lokapróf Úlla Carolusson, sænsk stúlka sem búið hefur hér á landi frá 1980 mun halda lokaprófstón- leika sína í dag laugardag að Kjarvalsstöðum og hefjast þeír kl. 20.30. Hún lýkur píanónámi sínu við skólann með þessum tón- leikum, en fyrstu skref sín á tón- listarbrautinni steig hún í heima- bæ sínum í Svíþjóð Uddevalla. Við Tönskóla Sigursveins hefur kennari hennar verið Brynja Guttormsdóttir. Úlla mun flytja verk eftir Bach, Chopin, Schubert og Rautavaara. Aðgangur að þess- um tónleikum er öllum ókeypis. Þessir tónleikar eru síðustu tónleikar Tónskóla Sigursveins á Úlla Carolusson. þessu starfsári. Skólanum verður slitið í sal Hagaskóla næstkom- andi þriðjudag. / dag kl. 10 Hreinsun í Breiðholti Jóhanna Þórðardóttir sýnir um þessar mundir 15 verk, allt lág- myndir, í Gallerí Langbrók. Efniviðurinn er tré, en að auki er blý mikið notað auk nokkurra náttúruefna. Jóhanna hefur gert verk fyrir Rafmagnsveitur Reykjavíkur, sem sett verður upp í sumar og verður það 2.6 rnetrar á hæð. Sýningu Jóhönnu í Gallerí Langbrók lýkur 22. maí ogeropið virka daga kl. 12- 18 en Jóhanna Þórðardóttir við verk sín í Gallerí Langbrók. Ljósm. Atli. 14 - 18 um helgar. Aðgangur er ókeypis. í dag, 14. maí gengst Fram- farafélag Breiðholts III fýrir hinum árlega hreinsunardegi í hverfinu,' en það spannar Fell, Hóla og Berg. Allir íbúar hverfisins eru hvatt- ir til að taka til hendinni í þessari vorhreingerning, því mikið af alls kyns rusli er nú komið í ljós eftir veturinn. Undanfarin ár hefur þessi ár- lega vorhreingerning tekist mjög vel. Krakkarnir voru duglegir við að snyrta hverfið sitt í Breiðholtinu í fyrra og verða það örugglega líka núna. íbúum hverfisins verða athent- ir ruslapokar í Menningar- miðstöðinni við Gerðuberg, Hóla- brekkuskóla og Fellahelíi frá kl. 10 um morguninn á laugar- daginn.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.