Þjóðviljinn - 14.05.1983, Qupperneq 28

Þjóðviljinn - 14.05.1983, Qupperneq 28
MÖÐM/im Helgin 14.-15. maí 1983 Aöalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl 9 - 12 er hægtaö ná í afgreiðslu blaösins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 13 kr. í strætó! 30% hækkun í stað 20% Hækkunin umfram heimild Á fundi borgarráðs í gær sám- þykktu fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins að hækka fargjöld SVR um 30% fyrir fullorðna og um 20% fyrir börn. Jafnframt var ákveðið að hefja á ný sölu afsláttarfarmiða, en þeir voru teknir úr umferð í jan- úar sl. þegar lögbann var sett við 50% hækkun sem Sjálfstæðisflokk- urinn hafði þá ákveðið einhliða. Almennt fargjald fullorðinna hækkar úr 10 krónum í 13 krónur og barnafargjaldið úr 2,50 í 3 krón- ur. Stórt farmiðaspjald með 18 miðum kostar 200 krónur og lítið spjald með 8 miðum 100 krónur. Barnaspjöldin með 20 miðum kosta 50 krónur, 18 miðar fyrir aldraða og öryrkja kosta 100 krónur. Fulltrúar minnihlutans í borgar- ráði sátu hjá við þessa afgreiðslu. -ÁI Ég fagna því að afsláttarfargjöld eru nú til sölu á ný, en get hins vegar ekki fallist á, þegar hcimiluð er 20% hækkun á fargjöldum, þá I hækki almenn fargjöld úr 10 krón- um í 13 eða um 30%, segir í bókun Sigurjóns Péturssonar borgarráðs- manns Alþýðubandalagsins frá í gær. Þar sem mótatkvæði nú myndi tefja framkvæmd málsins, þannig að hætta er á að þessi hækkun yrði ekki reiknuð inn í hækkun kaup- gjaldsvísitölu 1. júní sl. mun ég sitja hjá við afgreiðsluna, segir ennfremur í bókuninni. Guðrún Jónsdóttir fulltrúi Kvennafram- boðs bókaði einnig sína afstöðu á svipuðum nótum. I bókun Davíðs Oddssonar segir hins vegar að ákvörðun borgarráðs sé aðeins um 20% í heild þar sem sala afsláttarfarmiða er tekin upp að nýju. Jafnaðargjald sé hið sama og í Kópavogi og hækkunin sú sama og verðlagsráð hafi óum- beðið heimilað borginni. Til almannaheflla i fjorutiu ar Á 40 ára afmælinu sendum við öllum viðskiptavinum okkar árnaðaróskir. Jafnframt leyfum við okkurað vona að félagið hafi náð því markmiði sínu að auka ön/ggi þeirra, og milda þau áföll sem sumir hafa orðið fyrir. Við vitum að vöxtur og viðgangur tryggingafélags er m.a. háður góðri afspurn - viðhorfum og umsögnum þeirra sem hafa oröið fyrir tjóni og sækja síðan bætur í hendur tryggingarélags síns. Starfsemiokkarhefuraukistjafntog þéttáundanförnum40árum. Núerustarfsmenninrnir55 og sjálfstæðar skrifstofurá Akureyri, Akranesi, Selfóssi og í Hafnafirði. Aðalskrifstofan er í hinum nýju og rúmgóðu húsakynnum í Síðumúla 39. Umboðsmenn eru um allt land. Starfsemi okkar spannar öll svið trygginga - smá og stór. Á seinni árum höfum við annast stærri verkefni en nokkru sinni fyrr - tryggingar fyrir íslenska verktaka í orku- og stóriðjuframkvæmdum. Um leið og við þökkum viðskiptin á liðnum árum viljum við nota tækifærið til að minna enn á nauðsyn fyrirhyggju ... ... þaö tryggir enginn eftír á.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.