Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9-10. júli 1983 Dagur Þorleifsson: Maronítar og upphaf lýðveldisins Líbanon í fréttum frá löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs er að jafn- aði mest fjallað um deilur Isra- els og Palestínumanna, en margir aðilar aðrir i þeim löndum eiga hlut að því tafli, sem þar er stöðugt háð um völd og ítök. Einn þessara aðila, sem mjög hefur kveðið að undanfarin ár, er trúflokkur Maroníta í Líbanon. í borgara- styrjöldinni þar í landi, sem ligg- ur niðri í bráðina að minnsta kosti, hafa Maronítar barist fyrir því að hindra að innlendir og erlendir (Palestínumenn og Sýrlendingar) Múhameðstrúar- menn næðu Ijónsparti vald- anna, sem hefur verið í hönd- um Maroníta síðan á þriðja ára- tugi aldarinnar, er lýðveldið Líb- anon var stofnað. Segja má að rætur þessarar viðureignar liggi að vissu marki allt aftur til sjöundu aldar, er Arabar flæddu yfir Austurlönd nær. Næstu aldirnar varð Sýrland, sem fleiri lönd þar um slóðir, arabískt að máli og að mestu múhameðskt að trú. Allmargir landsmanna héldu þó stöðugt tryggð við kristinn sið, sem stóð þar djúpum rótum, enda var Sýrland líklega fyrsta landið, þar sem kristnin náði verulegu fjöldafylgi. Forn sambönd við Vestur-Evrópu Kristnir menn voru að vísu að vissu marki umbornir í löndum ís- lams, en meðhöndlaðir sem annars flokks þegnar, sættu oft þyngri sköttum en aðrir, voru valdalitlir, og mátti stundum lítið út af bera, til þess að til ofsókna kæmi á hendur þeim. Þeir stóðu sem sagt yfirleitt skör lægra í mannfélagsstiganum en múhameðskir sambýlingar þeirra. Nú eru Maronítar yfirleitt betur stæðir efnahagslega en mú- hameðskir landar þeirra og voru í krafti þess meðal annars valda- mestir trúflokka í Líbanon, en allt fram á nítjándu öld var þessu öfugt farið. Miðað við þá ævi, sem kristnir menn áttu í ríkjum Múhameðinga, má ætla að þeir hafi oft rennt von- araugum yfir sjóinn til hinnar kristnu Evrópu og að minnsta kosti sumir hverjir tekið krossförum fagnandi, þegar þeir komu. Og það virðist hafa verið í sambandi við krossferðirnar, sem Maronítar (um upphaf þeirra sem sérstaks trú- flokks er ýmislegt í þoku) gengu páfanum á hönd á tólftu öld. Hafa þeir síðan verið kaþólikkar, að nafninu til að minnsta kosti, en halda miklu af sínum austrænu helgisiðum. Þessi tengsli við Páfa- garð leiddu til þess, að Maronítar urðu er fram liðu stundir öllu áhug- asamari um sambönd við Vestur- Evrópu en aðrar austrænar kir- kjur, sem ekki höfðu viðurkennt páfann sem yfirmann sinn. Sambönd Maroníta við vestrið tóku þó fyrst að eflast að marki á sextándu öld, og olli evrópska stór- pólitíkin mestu um það. Frakka- konungar þóttust standa höllum fæti gagnvart þýska keisaradæminu og Spáni og gerðu því einskonar bandalag við Tyrki, sem lagt höfðu undir sig Balkanskaga og Ungverj- aland og krepptu mjög suðaustan að keisaradæminu. Þetta bandalag notuðu Frakkar sér til þess að koma sér upp ýmiskonar sambönd- um í ríki Tyrkjasoldáns, einkum á sviði verslunar, en einnig trúar; leið ekki á löngu áður en þeir voru famir að reyna að afla sjálfum sér viðurkenningar sem sérstökum verndurum kaþólikka, og jafnvel allra kristinna manna, í Tyrkja- veldi. Var í þessu efni um að ræða visst samráð á milli Frakka og kaþ- ólsku kirkjunnar, sem þegar á síð- ari hluta fimmtándu aldar hafði sent trúboða af reglu Fransiskana til kristinna manna í Sýrlandi. Þessi sambönd leiddu meðal annars til þess, að kirkja Maroníta sendi unga og efnilega menn í læri til Vesturlanda og komust sumir þeirra, vegna sérþekkingar á austrænum tungumálum, til met- orða við frönsk og ítölsk lærdóms- setur. Þetta hafði í för með sér að Maronítar, sem allar götur frá krossferðatímanum höfðu öllum öðrum Vestur-Asíumönnum fram- ar, kristnum sem ókristnum, haft áhuga á samböndum við Vestur- Evrópu, tengdust þeim heimshluta æ traustari böndum. Aukin umsvif Frakka Nítjánda öldin var tímabil mik- illa framfara og þenslu í efnahags- og atvinnumálum í Vestur- Evrópu, og það leiddi til þess að Vestur-Evrópumenn létu í stór- auknum mæli kveða að sér í öðrum heimshlutum, ekki síst þar sem þeir höfðu þegar náð einhverskon- ar fótfestu. Þetta á meðal annars við um Frakka og ítök þau, sem þeir höfðu náð í Tyrkjaveldi í skjóli bandalags við soldán. Fram að þessu höfðu samskipti Maroníta við vestrið einkum verið á trúmála- sviðinu, en flest setið við það sama í efnahags- og félagsmálum hjá þeim. Þeir voru frá gamalli tíð fyrst og fremst bændur á einskonar léns- aldarstigi, sem lutu sumpart eigin höfðingjum og kirkju, en í heild sinni var samfélag þeirra gefið undir múhameðska embættismenn og lénshöfðingja, ekki síst af trú- flokki Drúsa; framyfir miðja nítj- ándu öld voru margir Maronítar leiguliðar og vinnumenn hjá drús- ískum stórjarðeigendum. En þar sem Maronítar höfðu frá fornu fari haft meiri kynni af vestrænum við- horfum en flestir ef ekki allir aðrir íbúar Tyrkjaveldis, áttu þeir auðveldara en aðrir með að að- lagast hinum nýju aðstæðum og urðu nú mikilvægir milliliðir í stór- auknum umsvifum Frakka austur þar. Fram að þessu höfðu viðskipti Frakka í Sýrlandi einkum verið við múhameðska kaupmenn í Sídon og Aleppó, en nú tóku Maronítar í stórum stíl að snúa sér að verslun og fjármáium og urðu skjótt aðalmennirnir þar um slóðir í hraðvaxandi viðskiptum við Frakkland. Helsti verslunarstaður þeirra varð Beirút, sem fyrst með því komst í tölu meiriháttar borga fyrir Miðjarðarhafsbotni. Ýmsir aðrir kristnir trúflokkar þar um slóðir, einkum þeir sem að dæmi Maroníta höfðu sameinast ka- þólsku kirkjunni, nutu á svipaðan hátt og Maronítar góðs af við- skiptasamböndunum við Frakk- land. Kristnu minni- hlutarnir eflast Tykjaveldi var þá fyrir löngu komið á fallanda fót vegna stöðnunar og spillingar, auk þess sem Rússar sóttu hart að því að norðan. Tyrkjasoldán reyndi nú að bjarga málunum með því að stofna til ýmissa umbóta í stjórnsýslu og öðru að evrópskri fyrirmynd. Þær umbótatilraunir ásamt með auknum umsvifum Frakka leiddu til vissra breytinga í þjóðmálum, takmarkaðra að vísu, en sem í augum margra aðila innan hins þrautíhaldssama, löngu staðnaða múhameðska samfélgas voru nán- ast byltingarkenndar. Kristnu minnihlutarnir, sem til þessa höfðu alveg ákveðið verið lægra settir en Múhameðstrúarmenn, voru nú teknir að eflast samfara auknum viðskiptum við Frakkland og auknum frönskum áhrifum, auk þess sem vænta mátti að þeir vegna þekkingar sinnar á evrópskum siðum ættu auðvelt með að að- lagast þeim breytingum, sem búast mátti við að fylgja myndu umbóta- tilraunum soldánsstjórnarinnar, og færast enn í aukana af þeim sökum. Þetta leiddi til þess að þeir, sem mestra hagsmuna áttu að gæta í gamla kerfinu og vildu því sem minnstar breytingar, þóttust nú sjá fram á missi áhrifa og virðingar og að einhverju leyti að minnsta kosti í hendur kristnu hópunum. Er svo að heyra að mörgum Múhameðs- trúarmönnum hafi sárnað alveg sérstaklega sú tilhugsun, að nú færi í hönd sú tíð, að kristnir menn yrðu viðurkenndir sem jafngóðir þegnar þeim „sanntrúuðu." Ólgan út af þessu varð mest í Sýrlandi, enda voru frönsku áhrifin þar mest. Á það einkum við um Damaskus, þar sem margt krist- inna manna bjó, og Líbanon, þar sem hraðvaxandi umsvif Maroníta í kaupskap og fjármálum ollu veru- legum breytingum á samfélaginu. Má í því sambandi í fyrsta lagi nefna viss átök innan samfélags Maroníta sjálfra; hin nýja stétt kaupsýslu- og fjármálamanna í Beirút og víðar varð fljótt nógu sterk til að bjóða byrginn bænda- höfðingjunum, sem til þessa höfðu ráðið miklu í skjóli einskonar léns- fyrirkomulags. Þetta varð til þess að maronískir bændur öðluðust kjark til þess að taka upp óhlýðni nokkra við lénshöfðingja og stór- jarðeigendur, bæði af eigin trú- flokki og drúsíska. Ættarhöfðingj- ar Drúsa undu við hið versta; fram að þessu höfðu Drúsar verið hærra settir en Maronítar, en nú var ekki annað sýnna en Maronítar væru að vaxa þeim yfir höfuð. Ofsóknir - fjöldamorð Margt er á huldu um trú Drúsa, en siðir þeirra eru svo sérstakir að þeir hafa af sumum ekki verið tald- ir til Múhameðstrúarmanna. En að líkindum eru þeir tengdir Sjíagrein íslams, öðrum þætti þeirrar greinar þó en ríkir í Iran. Að einhverju leyti rekja þeir uppruna sinn til Fatimída, furstaættar sem á miðöldum ríkti um skeið yfir Norður-Afríku og teygði sig inn í Vestur-Asíu. Fatimídar voru Sjíar og töldu sig eina réttborna leiðtoga íslams, tóku í samræmi við það ka- lífanafnbót. Einn af kalífum þeirra, Hakím að nafni, var mikill hatursmaður kristinna manna og að sumra sögn brjálaður. Drúsar hafa einmitt Hakím þennan í sér- stökum hávegum. Kann því að vera að hatur þeirra á kristnum mönnum sé að einhverju leyti trú- arleg hefð, fyrir utan orsakir af fé- lagslegum og efnahagslegum toga. í maí 1860 hófu Drúsar í Suður- Líbanon ofsóknir á hendur maron- ískum sambýlingum sínum og héldu þeim áfram út júní. Voru þetta skipulagðar aðgerðir að fyrir- lagi drúsískra léns- og ættar- höfðingja. Fleiri hundruð Maron- íta og annarra kristinna manna voru myrt, ef ekki fleiri, og margt bæja og þorpa rænt og brennt. Dökka svæðið á ströndinni fyrir norðan Beirút hefur iengi verið byggt maronítum. Kamal Jumblatt, einn af höfðing- jum Drúsa - myrtur. Stjórnvöld Tyrkja, sem óttuðust reiði Evrópuveldanna, sendu her til hjálpar þeim kristnu, en herinn var í ólestri eins og flest annað hjá Tyrkjum um þær mundir, kjör her- manna slæm og aginn þaðan af lé- legri. Leystust hersveitirnar að mestu upp á leiðinni og sumir hermannanna gengu í lið með Drúsum og drógu ekki af sér við ránin og hryðjuverkin. Þetta var þó ekki mikið hjá því, sem skeði í Damaskus, þegar atburðir þessir fréttust þangað. Múhameðstrúar- menn þar, fullir öfundar og ótta vegna vaxandi velgengni kristinna samborgara sinna, hófu þá á hend- ur þeim ofsóknir, sem yfirgengu margfaldlega það sem gerðist í Líb- anon, enda voru kristnir menn í fjalllendinu þar hvergi nærri eins varnarlausir og trúbræður þeirra í sýrlensku höfuðborginni. Mörg þúsund kristinna manna voru þá myrt í Damaskus, ef til vill fimm þúsund, sumir segja tíu þúsund. Stóðu hrannmorð þessi yfir í fimm daga. Franskur herleiðangur Þetta vakti reiði og hneykslun í Evrópu, þegar fréttirnar náðu þangað, en þótt undarlegt kunni að virðast varð hneykslunin öllu meiri vegna hryðjuverkanna í Líbanon en í Damaskus. Þetta kann sum- part að hafa stafað af gamalgrón- um samböndum Maroníta við Vesturlönd, en evrópska stórpólit- íkin átti hér einnig hlut að máli. Napóleon þriðji, Frakklands- keisari, hafði komið sér út úr húsi bæði hjá páfanum og trúuðum kaþ- ólikkum heima fyrir með því að styðja konungsríkið Sardiníu, sem þá var önnum kafið við að sameina Ítalíuí eitt ríki og hafði meðal ann- ars náð undir sig hluta Páfáríkisins, og nú sá keisari sér leik á borði að mýkja hug páfa til sín með því að gerast bjargvættur kaþólskra Mar- oníta. Áuðvitað vonaðist henn til þess að geta eflt ítök Frakka. fyrir Miðjarðarhafsbotni í leiðiríni. Frakkar sendu því herleiðangur til Líbanon, en þegar hann kom á Fórnariömb úr næstsíðustu borgarastyrjöld - kristnir eða íslamskir. Og svo kom erlend íhlutun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.