Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 09.07.1983, Blaðsíða 17
Helgin í>-10. julí 1983 ÞJÓÐVILJlNN - SÍÐA 17 vettvang, var kyrrð komin á. Tyrkjastjóm, dauðhrædd við hugs- anlegar refsiaðgerðir af hálfu Evr- ópulandanna, hafði í ofboði sent til Sýrlands nýjan her undir stjórn dugandi foringja, sem tókst að halda aga í liðinu. í Damaskus var eitthvað um refsingar fyrir hryðju- verkin, en Drúsar sluppu hinsvegar að mestu við refsingar og líka við það að greiða kristnum mönnum skaðabætur. Þessi linkind var þó ekki Tyrkjum að kenna fyrst og fremst, heldur Bretum. Þeir höfðu eftir frægan ieiðangur Napóleons mikla tii Egyptalands komist að þeirri niðurstöðu, að far- sællegast væri að halda Tyrkjaveldi við óskertu sem einskonar varnar- garði á milli evrópsku meginlands- stórveldanna og Indlands. Vora Bretar því mjög á verði gegn því, að nokkru téðra stórvelda tækist að narta utan úr Tyrkjaveldi eða efla ítök sín þar, hovrt heldur þar væri um að ræða Rússa, Frakka eða aðra. Bretar tóku því í þessu máli svari Drúsa gegn kröfum hinna fransksinnuðu Maroníta. Varla hafa þau málalok orðið til þess að mýkja hugi Maroníta í garð Drúsa, og hryðjuverkin 1860 eru enn mjög í minnum höfð meðal kristinna manna þarlendis. Líbanon stækkaö Niðurstaða alls þessa varð sú, að Líbanon fékk verulega sjálfsstjórn undir verad Evrópuveldanna. Hér verður að geta þess, að heitið Líb- anon var þá aðeins haft um tæplega tvo þriðju hluta þess svæðis, sem nú heyrir til líbanska ríkinu, það er að segja Líbanonsfjöll og strand- lengjuna vestan þeirra. Voru Mar- onítar í miklum meirihluta á því svæði, en aðrir helstu trúflokkar þar gríska (eða austræna) réttrún- aðarkirkjan, sem Rússar studdu við bakið á, Drúsar og grísk- kaþólska kirkjan (brot úr grísku rétttrúnaðarkirkjunni, sem gengið hafði til hlýðni við páfann). En fátt var þar annarra Múhameðstrúar- manna en Drúsa. Hlutur Maroníta í stjórn sjálf- stjórnarsvæðisins varð öllu minni en svaraði til fjölda þeirra og hlutur annarra trúflokka, einkum grísk- rétttrúaðra og Drúsa, meiri að sama skapi, og munu Rússar og Bretar hafa valdið mestu um það. Líkaði Maronítum þetta stórilla. Þessi skipan mála stóð að mestu fram að fyrri heimsstyrjöld en eftir hana, þegar Bretar og Frakkar skiptu á milli sín Arabalöndum Tyrkja, kom Sýrland með Líbanon í hlut Frakka. Þeir töldu sem vænta mátti hag sínum þar best borgið með því að hlaða undir Maroníta, og 1926 var lýðveldið Líbanon stofnað innan hins franska Sýr- lands. Þetta nýja lýðveldi var ekki einungis látið ná yfír hið forna Líb- anon, heldur og Bekadalinn fyrir austan og talsverð svæði í suðri og norðri, þar á meðal borgirnar Sí- don, Týrus og Trípolis. En með þessu reyndust Frakkar hafa gert skjólstæðingum sfnum bjarnar- greiða, því að landaukar þessir voru að mestu byggðir Múham- eðingum, sem urðu þannig næstum helmingur íbúa lýðveldisins, en Maronítar aðeins þriðjungur. Valdajafnvægi raskast Svo var gengið frá málum að jafnvægi skyldi ríkja í lýðveldinu milli kristinna manna og Múham- eðstrúarmanna, en þeir fyrmefndu þó ráða ívið meiru. En lítið mátti út af bera með þetta jafnvægi, og af ýmsum ástæðum. Bæði Sýrland og Líbanon urðu sjálfstæð í heimsstyrjöidinni síðari og þar með algerlega sundurskilin stjórn- arfarslega, en ráðamenn Sýrlands sættu sig aldrei við sjálfsstæði Líb- anons, sem þeir telja að sé með réttu aðeins sýrlenskur landshluti, og líbanskir Múhameðstrúarmenn, óánægðir með að vera lægra settir en kristnir menn, gagnstætt því sem verið hafði fyrr á tíð, hölluðust meira eða minna að Sýrlandi. Kristnir menn horfðu hinsvegar'til Evrópu sem aldrei fyrr, og Maron- ítar sérstaklega hafa í ríkum mæli tileinkað sér frönsk viðhorf og menntun. Djúpstæður ótti þeirra vegna ofsókna fyrr á tíð og gremja vegna þess, að þeim hafði lengi verið neitað um þá valdahlutdeild, sem þeir töldu sig eiga heimtingu á, eiga að líkindum sinn þátt í hörku þeirra og tortryggni gagnvart Mú- hameðstrúarmönnum yfirleitt. Beirút var nú orðin ein mesta fjármála- og viðskiptamiðstöð Vestur-Asíu, sem léiddi til þess að mikill auður safnaðist í hendur yfir- stétt kristinna manna og völd að því skapi. Það ýtti undir það að átök trúarflokkanna fóru að minna á stéttaandstæður, og ýmiskonar stjórnmálahugmyndir frá Evrópu fóru að setja svip á átökin. Stétta- andstæður höfðu raunar einnig verið fyrir hendi í átökum Maron- íta og Drúsa á nítjándu öldinni, en þá voru Drúsar ívið hærra settir fé- lagslega og harðíhaldssamir, Mar- onítar hinsvegar fremur menn framfara og breytinga. Nú var þessu að nokkru snúið við; Maron- ítar höfðu skipulagt sig í stjóm- málaflokka með svip af hægri- mennsku og fasisma, en Múham- eðstrúarmenn voru á hinn bóginn famir að kalla sig vinstri-sinnaða. Leiðtogi Drúsa, sem tók þá virð- ingu að erfðum eftir föður sinn eins og hver annar lénshöfðingi, er þannig formaður flokks, sem segir sig sósíalískan og er í alþjóðasam- bandi sósíalískra og sósíaldemó- kratískra flokka. Hið viðkvæma valdajafnvægi í Líbanon raskaðist með stofnun ís- raelsríkis 1948, er fjöldi Palestínu- manna flýði til Líbanon, og þó einkum upp úr 1970, er vopnaðar sveitir þeirra höfðu verið hraktar frá Jórdaníu og í staðinn sett upp aðalbækistöðvar sínar í Suður- Líbanon. Þar með voru Múhameðstrúarmenn komnir í meirihluta í landinu, höfðu öflugt vopnað lið á bak við sig og gerðu í krafti þess kröfur um aukna valda- hlutdeild. Kristnir menn óttuðust að sama skapi meir og meir um aðstöðu sína og öryggi. Af þessu leiddi sem kunnugt er grimmúðugt borgarastríð, með miklum mann- drápum og níðingsverkum á báða bóga auk hernaðaríhlutana Sýr- lands og ísraels. Enn er ekki séð fyrir endann á því öllu. dþ. Bashir Gemayel, einn af höfðingjum maroníta og forseti skamma stund: myrtur. Varúð vegna ruslapoka Poki sem fannst á þriðju hæð Menningarstofnunar Bandaríkj- anna skaut starfsmönnum stofnun- arinnar slíkan skeik í bringu að flytja varð fyririestur Richard Burt, sem átti að vera á stofnumnni, um set. Þegar pokinn fannst var samstundis kallað á Rannsóknarl- ögreglu ríkisins og lögregluna f Reykjavík, en þar sem ekki náðist í sprengjusérfræðing fyrr en seint og um síðir var ákveðið að hætta við alla þá liði dagskrár sem Menning- arstofnun Bandaríkjanna hafði fyrirhugað vegna komu varaforset- ans, George Bush. Þegar sprengjusérfræðingur lögreglunn- ar mætti á staðinn kom í ljós að í pokanum var rusl og þótti mönnum sýnt að pokinn hefði verið skilinn eftir í ógáti. Fyrirlesturinn var færður yfir í scndiráð Banda- ríkjanna. Blaðafulltrúi Menningarstofn- unar, Friðrik Brekkan, sagði í sam- tali við Þjóðviljann í gær að vegna eðli heimsóknar varaforsetans, George Bush, hefðu starfsmenn Menningarstofnunar Bandaríkj- anna orðið að viðhafa allar hugsan- legar varúðarráðstafanir. Að sönnu hefði pokinn innihaldið einskisnýtt rusl, en þar sem á fyr- irlesturinn hefði ætlað að hlýða margt „high level“ fólk, eins og hann orðaði það, varð að færa hann úr stað. William Th. Möller hjá lögregl- unni sagðist ekkert geta sagt um það hvort um raunverulegt sprengjugabb hefði verið að ræða. Aðspurður um hvort sprengjumál- ið við bandaríska sendiráðið í vor hefði verið upplýst, sagði William, að ekkert hefði komið fram um það hver hefði staðið að þeirri spreng- ingu. - hól. Námslán Umsóknarfrestir, aðstoðartímabil og afgreiðslutími Umsókn um námslán er gerð á sérstöku umsóknareyðublaði sem sjóðurinn lætur í té. Hver umsókn getur gilt fyrir eitt aðstoðarár. þ.e. 12 mánuði, eða það sem eftir er af aðstoðarárinu þegar sótt er um. Aðstoðarárið er yfirleitt skilgreint sem tímabilið 1. júní- 31. maí. Ekki er veitt aðstoð fyrir þann tíma sem liðinn er þegar umsókn er lögð fram. Ef námið hefst t.d. 1. október verður að leggja umsóknina inn fyrir þann tíma ef mögulegt á að vera að veita lán vegna framfærslu í október. Afgreiðsla umsókna tekur 2-3 mánuði. Er þá miðað við að umsóknir sem berast í júní verða afgreiddar eigi síðar en 15. sept. og umsóknir sem berast í júlí eigi síðar en 15. okt., enda hafi námsmaður lagt fram öll tilskilin gögn. Síðasti umsóknarfrestur um lán eða ferðastyrk fyrir námsárið 1983 - 1984 er 29. febrúar 1984. Afgreiðsla lána getur því aðeins farið fram að námsmaður eða umboðsmaður hans hafi skilað fullnægjandi gögnum vegna afgreiðslu lánsins. Afgreiðsla lánsins tefst frá því sem hér segir ef fylgiskjöl berast ekki fyrir tilsettan tíma. Hverjir eiga rétt á aðstoð? NÁM Á HÁSKÓLASTIGI Háskóli (slands. Kennaraháskóli íslands. Tækniskóli (slands. Bændaskólinn á Hvanneyri. NÁM Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI Menntamálaráðherra hefur ákveðið með reglugerð að sjóðurinn skuli veita fjárhagsaðstoð íslenskum námsmönnum, sem stunda nám við eftirtaldar námsstofnanir. Fiskvinnsluskólinn, 3. og 4. ár. Fóstruskóli (slands. Hjúkrunarskóli ísiands. Iðnskólar, framhaldsdeildir, 2 og 3 ár. (þróttakennaraskóli íslands. Leiklistarskóli íslands. Myndlista- og handíðaskóli (slands. Nýi hjúkrunarskólinn. Stýrimannaskólar. Tónlistarskólar- kennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík, svo og tónlistarnemar á 7. og 8. námsstigi: skv. námsstigakerfi Tónlistarskólans í Rvík. Tækniskóli íslands, raungreinadeild og tækninám, annað en meinatækni. Vélskólar. Þroskaþjálfaskóli íslands. 20 ÁRA REGLA Sjóðnum er heimilt að veita námsaðstoð öðrum námsmönnum en þeim sem getið er í ofannefndri upptalningu enda hafi námsmenn þessir náð a.m.k. 20 ára aldri á því almanaks- ári þegar lán eru veitt og stundi sérnám. Meðal annars eru veitt lán á grundvelli 20 ára reglu til eftirfarandi til náms: Fiskvinnsluskóli, 1. og 2. ár. Iðnskólar 1. ár (Verknámsdeild). Meistaraskóli iðnaðarins Tækniskóli (slands - frumgreinadeild 1 Hótel og veitingaskóli íslands. Bændaskólar - bændadeildir. Garðyrkjuskóli (slands. Ljósmæðraskóli (slands. Lyfjatækniskóli (slands. Röntgentæknaskóli íslands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.