Þjóðviljinn - 09.07.1983, Síða 20

Þjóðviljinn - 09.07.1983, Síða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9-10. júlí 1983 Dramatísk Ijósmynd. Lasse HallfráSvíþjóð fellur örmagna yfir marklínuna á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956. Honum tekst varla að standa á fætur þó að gullmedalían sé hans. Hann hefur þyngsli fyrir brjóstinu. 25 árum seinna er Lasse að hlaupa heima í Taby. Þá skyndi- lega fellur hann örmagna til jarð- ar og fær sams konar tilfinningu í brjóstið eins og í Melbourne forðum. Honum er ekið í skyndi á spítala og læknarnir úrskurða að hann hafi fengið hjartaáfall. Hjartasérfræðingurinn Nina Rehnquist á Danderyds- sjúkrahúsinu þar sem Lasse Hall er í endurhæfingu, stúderar nú ljósmyndir af Ólympíumethafan- um þar sem hann liggur endi- langur með lokuð augun eftir sig- urinn 1956. Hún telur að það geti verið samband á milli geysilegrar á- reynslu og hj artaáfalla. Við slíkar aðstæður getur hjartavöðvinn skémmst. Skv. kenningu hennar geta orðið smávægilegar breytingar í vöðvanum þegar menn nota ítrustu krafta til að sigra í keppni sem geti svo orsak- að hjartaáfall löngu síðar. Þess má geta að Nína er sjálf gömul íþróttadrottning. Hún var í sænska landsliðinu í golfi og er jákvæð gagnvart íþróttum. Lasse Hall er nú kennari í Ta- by, 56 ára gamall, en var á sjötta áratugnum ein skærasta íþrótta- stjarna Svía. Grein hans var nú- tímafimmtarþraut sem þá var nær einokuð af hermönnum en hann sjálfur var venjulegur borgari. Hann varð ólympíumeista:i í þessari grein bæði í Helsinki 1952 og Melbourne 1956. Auk þess varð hann sex sinnum heimsmeistari og þrisvar sinnum Svíþjóðarmeistari. Sjálfur segir Lasse að hjarta- feill hans hafi í fyrstu verið nokk- ur gáta fyrir læknana því hann reykir ekki, er ekki feitur og hef- ur haldið sér í góðri líkamsþjálf- un. Læknarnir sögðu að þeir hefðu fengið rangan mann upp í hendurnar. Á þeim aldarfjórðungi sem leíð milli Ólympíusigursins og hjartaáfallsins fann hann ekki Ólympíustjarna fœr hjartaáfall: Ofreynsla getur skaðað hjartað Hjartasérfræðingurinn Nina Rehnquist og Lasse Hall skoða mynd af þeim síðarnefnda sem var tekin eftir að hann hafði sigrað í nútímafímmtarþraut á ólympíuleikunum í Melbourne 1956. Nina segir að samband geti verið milli ofreynslu í íþróttakeppni og hjartaáfalls 25 árum síðar. fyrir hjartanu. Hann minnist dagsins þegar gullið var hans. Lokagreinin í fimmtarþrautinni var hindrunarhlaup og hún réði úrslitum. Til þess að sigra í keppninni yrði hann að hlaupa hraðar en hann hafði áður gert til þess að sprettharðir andstæðing- ar hans næðu honum ekki að stig- um. „Ég tók á öllu sem ég átti og ' meira til“, segir hann. „Þegar markið nálgaðist sortnaði mér fyrir augum og ég reikaði eins og drukkinn maður síðustu metr- ana. Þegar ég loks stóð á fætur eftir hlaupið studdi einn félagi minn mig til búningsklefans og þar lét ég fallast niður á bekk. Ég fann sterkan verk í brjóstinu og gat eiginlega hvorki setið né stað- ið. Sársaukinn leið svo frá ogþeg- ar kom að verðlaunaafhending- unni var verkurinn og áreynslan gleymt. Það var ógleymanleg stund.“ Allar rannsóknir benda til að rétt hreyfing sé manninum holl en íþróttir geta líka haft skaðvæn- leg áhrif. Læknar beina nú í auknum mæli athyglinni að slíku. í Sviss fer t.d. fram rannsókn á hjólreiðaköppum sem keppa í Ölpunum. Talið er að ofreynsla geti skaðað hjarta þeirra. Hinn frægi hlaupakappi Ron Clarke frá Ástralíu, sem var best- ur á langvegalengdum á sínum tíma, fékk hjartaáfall í fyrra, 46 ára gamall. Ékki er talið ólíklegt að hann hafi ofreynt sig í 10 kílómetra hlaupi á Ölympíu- leikunum í hinu þunna lofti í Mexíkó 1968 og það hafi komið fram á hjartanu í fyrra. Lasse Hall er dálítið hræddur við að skokka eftir að hann fékk áfallið, ekki síst af því að nýlega dó 36 ára gamall maður sem var að hlaupa rétt á undan honum á skokkslóð. Menn sem fá slík áföll geta samt náð sér að fullu fái þeir strax hjálp og Lasse telur mikil- vægt að menn kunni eitthvað til verka við slíka hjálp. Nina Rehnquist er þeirrar skoðunar að margir samvirkandi þættir orsaki hjartaáfall og er mikil streita einn af þeim. Hún telur að það hafi líka haft sitt að segja hjá Lasse Hall. Það fylgir því mikið álag að vera þekktur íþróttakóngur og það getur hafa haft sitt að segja. (GFr - lauslega þýtt úr DN, sunnudagskrossgátan Nr. 379 / J T~ W~ (p 7 ~s~~ á> /D 71~ JZ /3 /7 Jro /3 V 9 2 /y / d J7 18 1*1 1~ 10 /9 zo Z‘Ð T~ )9 3 z2 23 / ) (? /3 /3 /s 9 27 /o <7 W 2(p á> 27 Z/ V £ & 9 f y' y 1 É V z /0 & ' y V £ 22 /3 y 3 /4 /Z £~ /2 5" Z1 /9 1É (? 23 sr Z) V 5- 2/ 5~ /0 2V- /if <9 w £- (ú 3" k Z8 /9 JO /0 23 )? /4 w~ 23 17 17 4 20 2<i /o 4 l /9 V / /4 2) 5 27 // 9 (s> 2? / 19 J7- 3 /3 £ ze 2/3 /4 2/ V /3 3 9 7 23 /0 23 (p Jí /0 19 27 5■ 30 W~ / o (e> /4 v 21 /r /o /9 * V ' V ur V /6 /0 S 3! /0 S2 13 // /9 17 12 /8 /4l ZZ AÁBDDEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá karlmanns- nafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 379“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 22 12 )7 / 7 /8 19 27 27 Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað áog öfugt. Verðlaunin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 375 hlaut Anna P. Guðmunds- dóttir, Álagranda 14, Rvík. Þau eru Laxdælasaga. Lausnarorðið var Meyjarsæti. Verðlaunin að þessu sinni eru Þyrnar Þorsteins Erlingssonar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.