Þjóðviljinn - 09.07.1983, Page 21
? ' f r 'j 'J i> /y 'f ■. /.? ‘
Helgin 9-10. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21
bridge
Metaðsókn í
Enn eykst þátttakan í Sumar-
bridge, því sl. fimmtudag mættu 67
pör til leiks. Það er mesta þátttakan
á þessu sumri hingað til. Spilað var
í 5 riðlum og urðu úrslit þessi:
A) stig
Unnar Guðmundss. -
JónGuðmundss. 262
Þóra Ólafsd. -
GrímaJónsd. 249
Anna-Una 247
Steinunn Snorrad. -
ÞorgerðurÞórarinsd. 240
B)
Arnar Ingólfsson -
MagnúsEymundss. 187
Halldór Magnússon -
Eiríkur Bjarnason
Valgerður Kristjónsd. -
Hrafnhildur Skúlad.
Dröfn Guðmundsd. -
Einar Sigurðss.
C)
Kristján Blöndal -
Valgarð Blöndal
Jón Steinar Gunnlaugss. -
Guðjón Sigurðsson
Jón Björnsson -
Ingólfur Lillendal
Bernharður Guðmundss. -
Tryggvi Gíslason
D)
Jón Andrésson -
Haukur Hannesson
Umsjón
Ólafur
Lárusson
E)
Ragnar Óskarsson -
Hannes Gunnarss. 126
Hrólfur Hjaltason -
JónasP. Erlingss. 125
Magnús Aspelund -
Steingrímur Jónasson 120
Meðalskor í A var 210, í B, C og
D 156 og 108 í E. Og efstu menn að
loknum 6 kvöldum í Sumarbridge
eru:
175 Jón Páll Sigurjónss. -
SigfúsÖ. Árnason
174 Ragnar Magnússon -
Svavar Björnsson
Hallgrímur Hallgrímss. -
197 SigmundurStefánss.
183 Hrólfur Hjaltason Stlg 10
Jónas P. Erlingsson 10
182 Guðmundur Pétursson 9
Sigtryggur Sigurðsson 8,5
167 Esther Jakobsdóttir 8
Gylfi Baldursson 8
Sigurður B. Þorsteinss. 8
FriðrikGuðmundss. 7
Hreinn Hreinsson 7
Spilað verður að venju nk.
fimmtudag í Domus, og eru allir
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Spilamennska hefst í síðasta lagi kl.
19.30.
Bikarkeppnin
Þættinum er kunnugt um úrslit í
einum leik í 16 liða úrslitum Bikar-
keppni 1983.
Sveit Karls Sigurhjartarson
Reykjavík, sigraði sveit Vilhjálms
Þ. Pálssonar Selfossi afar naum-
lega. Sveit Vilhjálms leiddi allan
leikinn, þartil undir lokin að sveit
Karls tryggði sér farseðilinn í 8 liða
úrslit.
Nokkur minningarorð
Marta Kristmundsdóttir
Þann 9. júní s.l. lést Marta Krist-
mundsdóttir kona Guðmundar
Vigfússonar fyrrum borgarfull-
trúa, sem lést 12. janúar s.l. Það
urðu því aðeins 5 mánuðir á milli
þeirra hjóna.
Nokkur minningarorð um
Mörtu Kristmundsdóttur eru, af
minni hálfu, nokkuð seint á ferð-
inni. Til þess liggja þær ástæður, að
jarðarför Mörtu fór fram í kyrrþey
að hennar ósk og einnig var um að
kenna fjarveru minni.
Ég kynntist Mörtu Kristmunds-
dóttur vegna hins nána samstarfs
okkar Guðmundar Vigfússonar.
Ég fann fljótt að Marta var skarp-
greind kona enda átti hún ætt til
slíkra að rekja.
Ég minnist þar sérstaklega
bróður Mörtu, sem með mér var í
skóla á Akureyri, Ólafs Krist-
mundssonar. Hann var glæsilegur
námsmaður, fjölhæfur og sérstak-
lega aðlaðandi maður.
Marta var ekki aðeins hin góða
eiginkona stjórnmálamannsins
Guðmundur Vigfússonar, sem
fylgdi honum í hans stjórnmálabar-
áttu. Marta hafði sínar fast-
mótuðu skoðanir. Hún tók sína af-
stöðu til manna og málefna og lét
engan segja sér fyrir verkum, þegar
um var að ræða, að meta það sem
sagt var, eða gert. Samstarf þeirra
Mörtu og Guðmundar var þó, eftir
því sem ég bezt vissi, með miklum
ágætum, enda bæði þannig skapi
farin og greind, að gagnkvæm til-
litssemi var sjálfsögð. Störf Mörtu
Fædd 3. des. 1917 —
Dáin 9. júní 1983
mótuðust skiíjanlega af því, að hún
þurfti að vinna og stjórna á sínu
heimili og af því að hún var kona
stjórnmálamanns, sem sífellt stóð í
flokksstörfum, vará fundum, skrif-
aði í blöð eða mætti sem fulltrúi á
opinberum vettvangi.
Ég kom oft á heimili þeirra
Mörtu og Guðmundar, og átti með
þeim ánægjulegar viðræðustundir,
sem jafnan urðu mér til uppörvun-
ar, skilningsauka á ýmsu því sem
þá var við að glíma.
Góð og traust vinátta varð þann-
ig til á milli mín og minnar konu og
þeirra Mörtu og Guðmundar. Þeg-
ar vinur minn Guðmundur Vig-
fússon féll frá í janúarmánuði s.l.
kom mér fráfall hans mjög á óvart.
Ég hélt að hann væri sæmilega
hraustur og ætti enn talsvert langt
starf fyrir höndum. Fráfall Mörtu
kom mér ekki eins á óvart. Hún
hafði verið alvarlega veik all-lengi
og ég vissi vel að af henni dró.
Nú eru þau Marta og Guðmund-
ur bæði fallin frá. Með þeim hefir
flokkur okkar sósíalista misst tvo
trausta og góða félaga, - félaga sem
um langt árabil unnu af ósérplægni
fyrir Sósíalistaflokkinn og fyrir
Álþýðubandalagið og fyrir ís-
lenzka verkalýðshreyfingu.
Nafn Guðmundar er í þeim efn-
um kunnugt flestum íslenzkum só-
síalistum af skiljanlegum ástæðum.
En nafn Mörtu má ekki gleymast,
þó að hún væri ekki á sama hátt á
hinu opinbera sviði.
Hún átti sinn stóra hlut í verkum
Guðmundar. Hún var stoð hans og
stytta, hún var sú sem með honum
vann og gerði honum kleift að ná
þeim árangri, sem hann er viður-
kenndur fyrir.
Ég er þess fullviss að þeir eru
margir gömlu félagarnir og sam-
herjar þeirra Mörtu og Guðmund-
ar, sem taka undir orð mín, um
sérstakar þakkir til Mörtu fyrir
hennar þýðingarmikla starf í þágu
okkar sameiginlegu hugsjóna.
Lúðvík Jósepsson.
Uppsláttarrit fyrir almenning
íslensk flóra,
með litmyndum
Bókaútgáfan Iðunn hefur gefið
út Islenska Flóru með litmyndum.
Höfundur bókarinnar er Ágúst H.
Bjarnason grasafræðingur, en
Eggert Pétursson myndlistarm-
aður hefur gert litmyndir af meg-
inþorra íslenskra plantna og marg-
ar svart-hvítar skýringarmyndir.
Þetta eru einhverjar vönduðustu
plöntumyndir, sem sést hafa, og all-
ar gerðar eftir vöidum, þurrkuðum
eintökum úr íslenskum söfnum, en
með þvl að handgera myndirnar
koma öll einkenni plantnanna
greinilegast fram. Bókin er 352
blaðsíður í Skírnisbroti, bundin í
þægilegt band, með mörgum
skrám, yfirlitsköflum og skýringu
hugtaka, en meginefni hennar er þó
fróðleikur um einstakar plöntur og
alveg ný aðferð til að þekkja þær.
Höfundur gerir í formála og sér-
stökum skýringarkafla grein fyrir
hinni nýju aðferð til að þekkja
plönturnar: „Reynslan sýndi, að
fræðilegir greiningalyklar til þess
að ákvarða plöntur til tegunda
voru of viðamiklir til þess að allur
þorri fólks gæfi sér tíma til að læra á
þá og nota. Hér er horfið að því
ráði að birta einfaldaða lykla, sem
byggjast á mun auðþekictari ein-
kennum en áður ásamt teiknuðum
litmyndum af algengustu tegund-
unum... Tegundum er skipað í röð
eftir lit og fjölda blómblaða eða
öðrum augljósum einkennum.
Með aðstoð leiðbeiningalykla og
litmyndanna ætti flestum að
reynast auðvelt að nafngreina meg-
inþorra íslenskra villiplantna.“
Einhverjir skemmtilegustu
hlutar bókarinnar eru safn höfund-
ar um fornar og nýjar plöntunytjar.
Sem dæmi má nefna það sem um
jarðarber segir, að berin þóttu góð
við slæmum maga, matarólyst,
brjóstveiki, liðaverkjum og
ÁGÚSrrHBJARNASON
ISLENSK
FLORA
steinum í nýrum og blöðru. Tennur
verða hvítar og fallegar, sé jarðar-
berjasafi látinn verka á þær í 5-10
mínútur og þær síðan þvegnar úr
volgu vatni, sem lítið eitt af matar-
sóda er leyst í. - Sérstakur kafli er í
bókinni, sem nefnist Grasnytjar,
og er þar leiðbeint um noktun
plantna, til dæmis hvernig gert er
seyði, grautar, dropar, te, saftir,
smyrsl, grasaöl og fleira.
Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði
Islenska flóru með litmyndum, en
Prentsmyndastofan hf. litgreindi
myndirnar.
Hvað vissi
Kári Sölmundarson
um bnmavamir,
sem
Skarphéðinn Njálsson
vissi ekki?
Brunamalastofnun ríkisins
auglysir eftir upplýsingum
um allskonar búnað til brunavarna.
Kári slapp úr Njálsbrennu en Skarphéðinn brann inni
ásamt flestum frændum sínum. Það er alls óvíst
hvort vitneskja um brunavamir
nútímans hefði komið þeim á Bergþórshvoli að
nokkmm notum á söguöld. Hins vegar er fullvíst
að á 20. öldinni er nauðsynlegt að
allir eigi greiðan aðgang að slíkum upplýsingum.
Bmnamálastofnun ríkisins þarf
á degi hveijum að svara fyrirspumum þess efnis, hvar
unnt sé að fá ýmsan búnað, tæki og vömr til
brunavama. Stofnunin vill gjaman
geta gefið hlutlægar upplýsingar hvenu sinni.
Þess vegna biðjum við áslenaka framlelðendur og
umboðimenn erlendra aðila
að senda bmnamálastofnuninni sem allra fyrst
greinagóðar upplýsingar um hvað þeir kunna
að hafa á boðstolum.
Eftirtalin atriði eru einkum ataugaverð:
- Sjálfvirk viðvömnarkerfi.
— Sjálfvirk slökkvitæki.
— Heimilisreykskynjarar og eldvamar-
teppi.
— Handslökkvitæki.
— Bmnaslöngur á keflum.
— Eldvamarhurðir.
— Neyðarlýsingarkerfi.
— Útgönguljós og eldvamarmerkingar.
— Eldþolin byggingarefni og
klæðningar.
— Eldþolin húsgögn, gluggatjöld og
gólfteppi.
- Eldþolnar málningar og lökk.
— Bmnalokur í loftræstikerfi.
— Bmnaþéttingar fýrir rafkapla og
pípur.
— Björgunarbúnaður fýrir efri hæðir
húsa.
— Hurðarbúnaður fyrir dyr í rýmingar-
leiðum húsa.
— Bmnahanar fyrir vatnsveitur bæjar-
félaga.
— Slökkvibílar, slökkvidælur, slöngur
og annar búnaður fýrir slökkvilið.
— Hlífðarfatnaður íyrir slökkviliðs-
menn.
- Reykköfunartæki og tilheyrandi
búnaður fyrir slökkvliðsmenn.
- Talstöðvar og ýmiss annar sérbún-
aður og tæki fyrir slökkvilið.
BRUNAMÁLASTOFNUN
RÍKISINS
LAUGAVEGI 120 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 25350