Þjóðviljinn - 09.07.1983, Page 22

Þjóðviljinn - 09.07.1983, Page 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 9-10. júlí 1983 um helgina Ein Ijósmynda Jóns Hermannssonar frá Sléttuhreppi. Myndir úr Sléttuhreppi Jón Hermannsson er nú með sýningu á 27 stækkuðum ljósmyndum sem hann hefur tekið í Sléttuhreppi. Stendur sýning Jóns í nokkra daga enn. 12 af myndunum eru svart-hvítar og voru teknar á Hesteyri og nágrenni í júní árið 1957. 15 myndir eru stækkaðar í lit og teknar árin 1980 og 1981 víða á Hornströndum. - Jón vinnur myndir sínar sjálfur, bæði í svart-hvítu og lit. Félagsstofnun stúdenta Listatrimm í kvöld Enn er listatrimmað af kappi hjá Stúdentaleikhúsinu í Félagsstofnun stúdenta. Laugardaginn 9. júlí kl. 20.30 hefjast þar sýningar á Reykja- víkurblús, sem er ail-óvenjuleg dagskrá tónlistar, texta og leikatriða í hálfgerðum kabarett-stfl. Sýningin er unnin með einskonar „collage“-tækni, þar sem texti úr ýmsum áttum er settur saman í svipmynd af sólarhring í lífi Reykvík- ings. Hversdagsleg atvik sem eru sýnd í nýju ljósi. Tónlistin sem Kjartan Ólafsson og Benóný Ægisson hafa veg og vanda af, er samin sérstaklega fyrir þessa sýningu og hefur að miklu leyti orðið til á æfingum. Pétur Einarsson leikstýrir Reykjavíkurblúsnum, en flytjend- ur eru; Ari Matthíasson, Edda Arnljótsdóttir, Guðríður Ragnarsdótt- ir, Magnús Ragnarsson, Soffía Karlsdóttir og Stefán Jónsson, aukþess hafa margir aðrir lagt hönd á plóginn. Eimreiðin Pionér sem smíðuð var í Þýskalandi 1897 og notuð var til að flytja uppfyllingarefni við gerð Reykjavíkurhafnar frá 1913 - 1917 er nú varðveitt í Eimreiðarskemmu. Gönguferð um Elliðaárdal Árbæjarsafn er opið um helgina milli kl. 13.30 og 18.00. Kaffi- veitingar eru í Eimreiðarskemmu. Á sunnudag verður farið í göngu- ferð með leiðsögumanni um Elliðaárdal. Lagt verður af stað frá safn- inu kl. 14.00. Myndlistarsýning í Eden Hópferð að Klaustri Skaftfellingafélagið í Reykjavík efnir til hópferðar að Kirkjubæjarklaustri um aðra helgi, 15-17 júlí. Þátttaka tilkynnist í síma 76327 (Birna), 71983 (Vigfús) eða 86993 (Ólöf) fyrir þriðjudaginn 12. júlí. Gler í Bergvík á Kjalarnesi Áhugafólk um glergerð getur brugðið undir sig betri fætinum um helgina og heimsótt glerblást- ursverkstæði Sigrúnar og Sörens við Vesturlandsveg, rétt vestan við Kléberg. Þar er opið milli kl. 10-12 og 13.30-17 og gefst fólki kostur á að sjá þau blása gler og skapa alls kyns fallega glerhluti sem eru til sölu. Tívoli Miklatún Síðasta helgin Nú er að renna upp síðasta sýn- ingarhelgi Tívolísins á Miklatúni og því hver að verða síðastur að sjá hina heimsfrægu Bauer fjöl- skyldu auk alls annars sem þar er að sjá. Hefur Kaupstefnan hf. á- kveðið að fella alveg niður aðgangseyri að svæðinu og er op- iðþarfrákl. 13.00-23.00 ídagog á morgun. Ferðasjóður íbúa Hátúni 12 Kaffisala í dag laugardaginn 9. júlí verð- ur haldið upp á 10 ára afmæli Sjálfsbjargarhússins, m.a. með kaffisölu. Allur ágóði af kaffisölunni rennur til ferðasjóðs íbúa Hátúni 12. Sjóðurinn var stofnaður í maí 1979 af Sjálfsbjörg, félagi fatl- aðra á ísafirði. Markmið sjóðsins er að gefa íbúum Hátúns 12 kost á að fara í ferðlög sem þeim hefði ekki gefist kostur á að fara í ann- ars. Tekjur sjóðsins eru gjafir og áheit. Tekið er á móti framlögum á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Flugtívolí Flugbjörgunarsveitin og Vél- flugfélagið halda „Flugtívolí“ í dag laugardaginn 9. júlí á Reykja- víkurflugvelli. Bandarískir fallhlífastökk- meistarar, sem staddir eru hér á landi til að þjálfa félaga sveitar- innar, munu sína listir sfnar. Framið verður listflug og flestarj flugvélar flugflota íslendinga verða gestum til sýnis. Flugmódelsmiðir munu sína flugvélar af ýmsum gerðum og stærðum. Þá mun Svifflugfélagið, ásamt mótorsvifdrekamönnum sína ýmsar listir. - Svæðið verður opnað klukkan 13.00. Geysisgos Geysisnefnd hefur ákveðið að setj a sápu í Geysi laugardaginn 9. júlí kl. 15:00 og má þá gera ráð íý rir gosi nokkru síð- ar, ef verðurskilyrði verða hag- stæð. Þrír finnskir listmálarar halda um þessar mundir sýningu í Listamannaskálanum í Eden, Hveragerði. Sýningin er opin daglega fram til 17. júlí. Það eru Elína Sandström, Pála Sychold og Juhani Taivaljárvi sem standa fyrir þessari sýningu. Elína Sandström hefur málað yfir þrjá áratugi. Hún stundaði nám við Atheneum, listaháskóla Finnlands. Þá hefur hún einnig unnið lengi með keramík. ís- lenskt landslag er uppáhaldið hennar og það sést einnig greini- lega á sýningunni. Smámyndir hennar eru vinsælar. Á þessari sýningu hefur hún 25 myndir. Pála Sychold er góð vinkona Elínu. Hún byrjaði einnig snemma á listabrautinni. Hún hafði eigið gallerí í sex ár í Viar- eggio á Italíu, en býr núna aftur í Finnlandi. Hún hefur mikinn áhuga á fuglum og sýnir 15 fugla- myndir í Eden. Juhani Taivaljárvi hefur ásamt mágkonu sinni, Elínu, oft sýnt verk sín á íslandi. Myndir eftir hann eru mjög fíngerðar og ná- kvæmar. Hann hefur 7 olíumál- verk á þessari sýningu. Nýlega hefur sýning á sjófugl- um við Isiand verið opnuð í and- dyri Norræna hússins. Má þar sjá fjölmarga uppstoppaða sjófugla ásamt eggjum þeirra, svo og ým- iss konar myndefni. Fyrir velvilja Náttúrugripa- safns og Náttúrufræðistofnunar íslands var auðið að koma þessari myndlist Listmunahúsiö: Lífskúnstnerinn frá Möðrudal, Stefán V. Jónsson sýnir verk frá litríkum 70 ára myndlistarferli sínum en Stefán var 75 ára á dögunum. Sýningin er opin virka daga frá 10-18 og sunnudagafrá 14-18. Lokað á mánudögum. Henni lýkur 10. júlí. Safnahúsið Sauðárkróki: Yfirlitssýning á þætti Islands I Norrænu Menningarkynningunni í Bandaríkjunum Scandinavia Today sem er á faraldsfæti um landið verður opnuð í dag í Safna- húsinu á Sauðárkroki og stendur fram yfir næstu helgi. Naíst fer hún til (sa- fjarðar. Gallerí Langbrók: 10 nýjar Langbrækur hafa opnað sýn- ingu á verkum sínum i Gallerii þeirra Langbrókarsystra á Bernhöftstorfunni. Sýningin stendur til 10. júli. Kjarvalsstaðir: Kjarval á Þingvöllum heitir sýning sem nú er i Austursal. Þar getur að líta 44 oliumálverk og vatnslitamyndir eftir meistarann, allar frá Þingvöllum mál- aðar á árunum 1929-1962. Listmáiarafélagið sýnir í Vestursal og í vesturforsal eru nýútskrifaðir nemar úr Myndlistarskólanum með grafíksýningu. Þá sýnir Richard Valtingojer grafík- myndir og steinpressuna góðu. Sýning- unum lýkur 10. júlí n.k. Norræna húsið: Listaverk eftir þá Aka Höogh og Ivar Si- lis, grafíkmyndir og Ijósmyndir. Sýningin kemur hingað frá Færeyjum. Llstasafn Einars Jónssonar: Safnið er opið daglega nema mánudaga frá kl. 13.30-16. Hótel Sykkishólmur: Nú stendur yfir sýning Helga Þorgils Friðjónssonar og Kristins Guðbrands Harðarsonar. Nýlistasafnið: Björn Roth, Daði Guðbjörnsson og Eggert Einarsson með sýningu sem stendur til 17. júlí. Bókasafnið á Isafirði Ljósmyndasýning sem ber heitið „Mynd- ir úr Sléttuhreppi" og eru þær eftir Jón Hermannsson Isafirði. Svart-hvltar og í lit. Galleri Lækjartorg: Smáljóð heitir sýning sem Jóhann G. Jóhannsson gengst fyrir. Regnboginn C-salur: Kvikmyndafélagið K.A.O.S. frumsýnir í dag myndina Morgundagurinn kl. 14.00. Þessi hlaut gullverðlaun á kvikmynda- hátíð áhugamanna í ár. Þessi mynd mun verða ein af íslensku myndunum á nor- rænu kvikmyndahátíðinni sem haldin verður í Reykjavik 21.-24. júlí. tónlist Borgarbió Akureyri: Páll Jóhannesson tenórsöngvari syngur í dag, laugardag, í Borgarbíói á Akureyri. Hefjast tónleikarnir kl. 17.00 og er undir- leikari Jónas Ingimundarson. Þar með lýkur tónleikaför Páls um Norðurland. sýningu upp, en Ævar Petersen, fuglafræðingur, og Manuel Arj- ona, hamskeri, hafa haft allan veg og vanda af uppsetningu hennar. Sýningin Sjófuglar við ísland stendur til 14. ágúst og er opin á þeim tímum sem Norræna húsið í heild er opið. ferðalög Ferðafélag íslands: Sumarleyfisferðir: 1. Hornstrandir I. Tjaldbækistöð í Horn- vík 15.-23. júli. Fararstjóri: Lovísa Christ- iansen. 2. Hornstrandir II. Tjaldbækistöð í Aðalvík 15.-23. júlí. 3. Hornstrandir III. Aðalvík-Lónafjörð- ur-Hornvík 15.-23. júlí. Skemmtileg bak- pokaferð. 4. Laugar-Þórsmörk. Létt bakpoka- ferð, 15.-20. júlí. Fararstjóri: Gunnar Gunnarsson. 5. Landmannalaugar-Strútslaug-Eld- gjá. Ævintýraleg bakpokaferð 20.-24. júlí. Upplýsingar og farseðlar á skrifstofunni Lækjargötu 6a, sími 14606 (símsvari). Náttúruverndarfélag Suðvesturlands Náttúruverndarfélag Suðvesturlands gengst fyrir vikulegum skoðunarferðum um nágrenni Reykjavíkur í sumar. Ferð- irnar kallar Náttúruverndarfélagið „Nátt- úrugripasafn undir beru lofti“. Tilgangur- inn með ferðunum er að reyna að vekja athygli á stöðum Náttúrugripasafns Is- lands í dag, sögu og framtíðarhorfum. Náttúruverndarfélagið hefur fengið til liðs við sig ýmsa af fremstu fræði- mönnum landsins á náttúrufræðisviði. Nokkrir þeirra fara sem leiðsögumenn I ofangreindar ferðir náttúrurverndarfél- agsins. Ferðirnar verða á hverjum laugardegi í sumar þegar veður leyfir og verður farið í þetta sinn um Suðurnes og fiskeldi skoð- að í Straumsvík, Ósbotnar og húsatóftir. Leiðsögumaður verður Eyjólfur Friðgeirsson fiskifræðingur. Lagt verður af stað frá Norræna húsinu kl. 13.30. Útivist: 15.-20. júli (6 dagar): Landmannalaugar-Þórsmörk. Göngu- ferð milli sæluhúsa. Fá sæti laus. 15.-24. júlí (10 dagar): Norðausturland- Austfirðir. Gist í húsum. Ökuferð/ gönguferð. 15.-24. júlí (9 dagar): Snæfell-Lóns- öræfi. Gönguferð með viðleguútbúnað. 15. -22. júlí (8 dagar): Lónsöræfi. Tjaldað við lllakamb. Dagsgöngur frá tjaldstað. 16. -24. júlí (9 dagar): Hornvík-Horn- strandir. Gist í Hornvík í tjöldum. 16.-24. júlí (9 dagar): Reykja- fjörður-Hornvík. Gönguferð með viðleguútbúnað. 16.-24. júlí (9 dagar): Hoffellsdalur-Lónsöræfi-Víðidalur-Geit- hellnadalur. Gönguferð með viðleguút- búnað. Ath.: Aukaferð Landmannalaugar- Þórsmörk (6 dagar). 29. júlí-3. ágúst. Pantið tímanlega I sumarleyfisferðirnar. Allar upplýsingar á skrifstofunni, Öldu- götu 3. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Náttúruverndarfélag Suðvesturlands gengst fyrir vikulegum skoðunarferðum um nágrenni Reykjavíkur í sumar. Ferð- irnar kallar Náttúruverndarfélagið „Nátt- úrugripasafn undir beru lofti". Tilgangur- inn með ferðunum er að reyna að vekja athygli á stöðum Náttúrugripasafns Is- lands í dag, sögu og framtíðarhorfum. Náttúruverndarfélagið hefur fengið til liðs við sig ýmsa af fremstu fræði- mönnum landsins á náttúrufræðisviði. Nokkrir þeirra fara sem leiðsögumenn í ofangreindar ferðir náttúruverndarfé- lagsins. Ferðirnar verða á hverjum laugardegi í sumar þegar veður leyfir og er fyrsta ferðin áætluð 2. júlí. Lagt verður upp frá Norræna húsinu, en forráða- menn Náttúrugripasafnsins hafa einmitt mikinn áhuga á að fyrirhuguðu Náttúrug- ripasafni verði fundinn staður á háskóla- lóðinni, ekki fjarri Norræna húsinu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.