Þjóðviljinn - 09.07.1983, Síða 26

Þjóðviljinn - 09.07.1983, Síða 26
26* SÍÐA' — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9-19.. júlí Í983 ALÞYÐUBANDALAGID Alþýðubandalagið Kópavogi Bæjarmálaráðsfundur verður haldinn föstudaginn 8. júlí kl. 17.30 í Þinghóli. Dagskrá: Tómstundastarfið. - Stjórnin. Sumarmót AB - Norðurlandskjördæmi eystra Sumarmót AB í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið í Hrísey dagana 8.-10. júlí. Gist verður í tjöldum. Fólk hafi með sér grilltól. Fastar ferðir frá Árskógsströnd föstudag og laugardag. Dagskráin í stórum dráttum: Útsýnis- ferð um eyjuna, kvöldvaka á laugardag með tónlistaleikverki (musikteater) „Aðeins eitt skref" með Kolbeini Bjarnasyni flautuleikara og Jóhönnu Þórhalls- dóttur söngkonu. Fleira verður sér til gamans gjört. Varðeldur og fjöldasöngur með mararorganundirspili. U'pplýsingar gefa Steinar í 21740, Erlingur í 25520 og Hilmir í 22264. Áætlun Hríseyjarferjunnar: Alladagafrá Hrísey kl. 9.00-13.00-17.30. Frá Árskógssandi kl. 9.30-13.30-18.00. Miðnæturferðir þriðjudaga-föstudaga-sunnudaga frá Hrísey kl. 23.30 og frá Litla Árskógssandi kl. 24.00. . - Nefndin Norðurlandi eystra. Úr Hornvík - maður á eintali við náttúruna Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum 8.-10. júlí Farið verður á Hornstrandir Hin árlega sumarferð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum verður að þessu sinni farin norður í Hornvík í Sléttuhreppi. Lagt verður af stað með Djúp- bátnum Fagranesinu frá ísafirði, föstudaginn 8. júlí klukkan 2 eftir hádegi og komið til baka á sunnudagskvöld, 10. júlí. Farið verður á Hornbjarg og í gönguferðir um nágrennið undir leiðsögn kunnugra manna. Dvalið verður í tjöldum, og þurfa menn að leggja sér til allan viðleguútbúnað og nesti. Munið að vera vel klædd. Kvöldvaka og kynning á Hornströndum. Verð fyrir fullorðna kr. 980,- hálft gjald fyrir 12 til 15 ára unglinga og frítt fyrir börn innan 12 ára aldurs. i verðinu er innifalin ferð til ísafjaröar frá öllum þorpum á Vestfjörðum og heim aftur. Öllum heimil þátttaka. Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst einhverjum eftirtalinna manna: ísafjörður: Þuríður Pétursdóttir, sími 4082, Hallur Páll sími 3920, Elín Magnfreðsdóttir, sími 3938. Bolungarvík: Kristinn H. Gunnarsson, sími 7437. Inndjúpshreppar: Elínborg Baldvinsdóttir, Múla Nauteyrarhreppi. Súðavík: Ingibjörg Björnsdóttir, sími 6957. Súgandafjörður: Þóra Þórðardóttir, sími 6167. Önundarfjörður: Jón Guðjónsson, frá Veðrará, sími 7764. Dýrafjörður: Davíð H. Kristjánsson, Þingeyri, sími 8117. Arnarfjörður: Halldór Jónsson, Bíldudal, sími 2212. Tálknafjörður: Steindór Halldórsson, sími 2586. Patreksfjörður: Bolli Ólafsson, sími 1433. Austur-Barðastrandarsýsla: Gisela Halldórsdóttir, Hríshóli, Reykhóla- sveit, sími 4745. Strandasýsla: Jóhanna Thorarensen, Gjögri, Árneshreppi, Pálmi Sig- urðsson, Klúku, Bjarnarfirði, Sigmundur Sigurðarson, Steinadal, Kollafirði, sími 3343, Hörður Ásgeirsson, Hólmavík, sími 3123. Reykjavík: Guðrún Guðvarðardóttir, símar 81333 og 20679. Sumarferðalag Alþýðu- bandalagsins á Vesturlandi Farið verður um Verslunarmannahelgina. Lagt af stað árdegis laugardag- inn 30. júlí og komið heim að kvöldi mánudagsins 1. ágúst. Farið um Húnavatnssýslur og fyrir Skaga, um Skagafjörð til Siglufjarðar. Nánar auglýst síðar. - Kjördæmisráð. Konur Suðurlandi! Munið fundinn í Tryggvaskála mánudaginn 11. júlí kl. 21.00 Sumarfrí 4. júlí-5. ágúst Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Reykjavík verður lokuð vegna sumarleyfa frá 4. júlí til 5. ágúst. Skrifstofa flokksins verður opin þennan sama tíma daglega kl. 8-16. Stjórn ABR Húsavík - Almennur stjórnmálafundur Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í félagsheimili Húsavíkur, mánudaginn 11. júlí kl. 21.00. Á fund- inn mæta Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins og Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Svavar Steingrímur Hjalti Gestsson, Selfossi: Úrfelli tefur slátt - Bændur eru svona rétt að byrja slátt hér í sýslunni en þó engan veginn almennt ennþá, sagði Hjalti Gestsson ráðunautur á Selfossi okkur í gær. - Hér hefur mikið rignt undan- farið og menn fara sér því hægt. En ef upp styttir þá ætla ég að flestir byrji svona eftir viku. Þetta er allt hálfum mánuði seinna en venju- lega. Þeir, sem nú eru að hefja slátt, hafa venjulega verið byrjaðir fyrir síðustu mánaðamót. - Hvernig er sprettan? - Hún má heita sæmileg orðin þar sem tún hafa ekki verið beitt og munar ekki öllu á henni í upp- og lágsveitum. En annars hafa kuldar tafið mjög grasvöxt. Og úrkoma hefur, upp á síðkastið, verið alltof mikil. Kveður svo rammt að, að byggakrar, þar sem jörð er vot- lend, eru að byrja að gulna. En menn lifa nú lengi í voninni um að úr rætist og enn er með öllu ótíma- bært að fullyrða nokkuð um fóður- öflun á þessu sumri, sagði Hjalti Gestsson. -mhg Eiginmaður minn, sonur okkar, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, Sigurður Guðgeirsson Háagerði 20 Reykjavík andaðist í gjörgæsludeild Landspítalans 6. júlí sl. Guðrún Einarsdóttir Guðgeir Jónsson Guðrún Sigurðardóttir Einar Már Sigurðarson Helga M. Steinsson Rúnar Geir Sigurðarson Sigurður Örn Sigurðarson Sigríður H. Bjarnadóttir barnabörn og systkini. Friöarhópur kvenna - ABR Viö höfum stofnað leshring. Fyrsta mál: Herstöðvar á íslandi og baráttangegn þeim. Fræðari: Gunnar Karlsson. Sá fundurverður mánudaginn H.júlíkl. 20.30 á Hverfisgötu 105. Allirvelkomnir. Hópurinn. Sumarferð Alþýðubandalagsins Sumarferðin verður farin um verslunarmannahelg- ina, 30. júlítil l.ágúst. Fariðumeinn fegursta og sérkennilegasta stað landsins: Gljúfrin í þjóðgarðinum við Jökulsaa Fjöllum; Hljóðakletta, Holatungurog Ás- byrgi. Að þessu sinni liggur leiðin í sumarferð Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra á einn fegursta og sérkennilegasta stað landsins: gljúfrin í þjóðgarðinum við Jökulsá á Fjöllum: Hljóðakletta, Hólmatungur og Ásbyrgi. Ferðin hefst fyrir hádegi laugardaginn 30. júlí og er miðað við sameiginlega brottför frá Varmahlíðkl. Í0. Hópferðirverða frá öllum þéttbýlisstöðum á Norðurlandi vestra og veita umboðsmenn ferðarinnar upplýsingar á hverjum stað. Farið verður um Akureyri, Mývatn og Grímsstaði, Ásbyrgi og þaðan upp með Jökulsá vestan megin. Gist verður tvær nætur í tjöldum við Hljóðakletta og efnt til fagnaðar eins og venja er með dagskrá og fjöldasöng. ■ Úr Jökulsárgljúfrum Nægur timi ætti að gefast til skoðunarferða um Gljúfrin á sunnudeginum en á mánudag verður ekið um Tjörnes og Húsavík heim á leið. Þátttakendur hafi með sér tjöld, nesti og annan viðlegubúnað. Þátttökugjald er kr. 1000 en hálft gjald fyrir þátttakendur 14 ára og yngri. Umboðsmenn ferðarinnar eru: Siglufjörður: Svava Baldvinsdóttir s. 71429 Sigurlína Þorsteinsd. s. 71406 Sauðárkrókur: Bragi Skúlason, s. 5245 Rúnar Backmann, s. 5684 og 5519 Hofsós: Gísli Kristjánsson s. 6341 Varmahlíð: Ragnar Arnalds s. 6128 Blönduós: Sturla Þórðarson s. 4356 og 4357 Vignir Einarsson s. 4310 Skagaströnd: Ingibjörg Kristinsd. s. 4790 Hvammstangi: Eyjólfur Eyjólfsson s. 1348 Elísabet Bjarnadóttir s. 1435 Þátttaka er öllum heimil. Alþýðubandalagið Noröurlandi vestra

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.