Þjóðviljinn - 09.07.1983, Side 27

Þjóðviljinn - 09.07.1983, Side 27
Helgin 9-1». júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27 Varist merkja- blysin Landhelgisgæslan hefur beðið ijölmiðla að vekja athygli á því að merkjablys bandaríska sjóhersins, sem hér rekur af og til á land, inni- halda eldfim efni, m.a. fosfór, og geta þau verið hættuleg. Stundum eru þau ekki útbrunnin er þau rek- ur á land og við geymslu á þurrum stað getur orðið sjálfsíkveikja. Er- lendis hafa oft orðið slys og ík- veikjur vegna slíkra merkjablysa. Verði einhver var við slík merkjab- lys eða aðra torkennilega hluti, skulu þeir ekki snertir, en gert við- vart til Landhelgisgæslunnar eða næstu lögregluvarðstofu. A ári hverju gera sprengjusér- fræðingar gæslunnar óvirk tundur- dufl og sprengjur, sem borist hafa á land. Á árinu 1982 voru gerð óvirk 5 tundurdufl og 6 sprengjur. Á seinasta ári og þessu hefur gæslan sent 2 menn erlendis á sérstök sprengju- og tundurduflanámskeið til danska sjóhersins og bandaríska DONOT a HANDLE CONTAINS PHOSPHORUS FLAMMA8L MAY CAUSE SERIOUS BURNS NOTIFY POUCE OR NIILITARY i/io" 20cm — Ef þið sjáið svona tól á fjörum, látið þá lögreglu eða Landhelgisgæsluna vita. sjóhersins. Landhelgisgæslunni er öðru hverju tilkynnt um ósprungin tundurdufl, sem á land hafa rekið og sprengjur, sem fallið hafa til jarðar úr flugvélum, þ.e. frá stríðs- árunum síðari. Slys hafa hlotist af sprengjum og tundurduflum hér á landi, og má minna á að fyrir ára- tugum síðan var austfirskur dreng- ur að fikta við hlut úr tundurdufli með þeim afleiðingum að spreng- ing varð og hann missti annan handlegginn og sjónina. - ekh. Bréf heilbrigðisráðherra um sparnað við spítalana: Höldum okkar starfi áfram segir Davíð Á. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítalanna „Ég tek ekki illa í að skoða þessi mál áfram“, sagði Davíð Á. Gunnarsson forstjóri ríkisspítalanna í gær um bréf ráðherra. „Við erum búnir á undanförnum árum búnir að vera að baksa við að koma á allri þeirri hagræðingu sem hægt er, og við teljum að á ýmsum sviðum hafi náðst góður árangur. Til dæmis urðu ýmsar breytingar til góðs þegar við fórum úr daggjaldakerfínu yfirá föst fjárlög. Það er ánægjulegt að heyra að ráðherra vill að haldið sé áfram að kanna ýmsar hagræðingar- og sparnaðarleiðir.“ Um mögulegt útboð á ýmsum verkþáttum sagði Davíð að sjálf- sagt væri að líta líka á þá hlið. Þetta væri hinsvegar flókið mál. Öryggis- kröfur á þvottahúsunum væru miklar. Matargerð fyrir sjúklinga væri mjög vandamikil og varla hægt að bjóða hana út. „En það er skynsamlegt að skoða þetta allt- samah, og það væri býsna gaman að bera saman tilboð úr einka- geiranum og tölumar hjá okkur. Eg hef haldið því fram að verð á þjónustu okkar sé ekki verra en frá einkageiranum. Við höfum líka verið að kanna Fer starfsfólk sjúkrahúsanna f bón- us? ýmis launakerfi hjá starfsfólki, en þau mál eru flókin og vand- meðfarin.“ Davíð sagði að breytingar á starfsfyrirkomulagi á spítölunum hefðu einnig verið ræddar með það fyrir augum að einfalda kerfið og gera reksturinn ódýrari. „Fyrir mánuði skrifuðum við hinum spít- ölunum í Reykjavík, Borgarspítal- anum og Landakoti, til að kanna möguleika á samvinnu við vakt- þjónustu lækna, bakvaktir þeirra. Þær er hægt að skipuleggja betur, og undirtektir hafa hingað til verið góðar.“ VerkalýSs- félagið Þór: Brot á mann- réttindum Enn berast mótmæli frá verkalýðsfélögum gegn bráða- birgðalögum ríkisstjórnar- innar um efnahagsmál. Á ný- afstöðnum fundi í Verka- lýðsfélaginu Þór var sam- þykkt svohljóðandi ályktun: ,J'undur í Verkalýðsfélaginu Þór, haldinn á Selfossi 30. júní 1983 mótmælir harðlega bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar frá 27. maí sl., þar sem frjálsir kjarasamningar eru bannaðir með lögum til janúarloka næsta ár, bannað er að semja um verð- bætur næstu tvö ár og fyrirskipað er að nýir samningar skuli gerðir eftir forskrift rikisstjórnarinnar. Þá er þar og Iögbundin kjara- skerðing þreföld á við áætlaðan samdrátt þjóðartekna sl. tvö ár. Slíkt gerræði hefur hvergi þekkst í lýðræðisríkjum Evrópu síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk. Fundurinn skorar á alla félaga verkalýðshreyfingarinnar að bregðast hart við gegn broti á sjálfsögðum mannréttindum og áskilur félaginu allan rétt til varn- ar sínum félögum í baráttu fyrir bættum kjörum og lýðrétt- - mhg. indum.“ Helgi Ágústsson forstöðumaður „varnarmáladeildar“ utanríkis- ráðuneytisins og Ingi Ingvason ráðuneytisstjóri voru á vettvangi þegar ljósmyndari Þjóðviljans átti leið fram hjá árekstri á horni Bárugötu og Stýrimannastígs í gærdag. Bifreið aðmírálsins á her- stöðinni í Keflavík og Bronco-bifreið skullu þarna sarnan á horn- inu. Bifreið aðmírálsins ber einkennistafina VL-1. Sparnaðarbréf heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Skerðing bóta ógerleg ‘segir Eggert G. Þorsteinsson forstjóri Tryggingastofnunarinnar „Á þessu stigi málsins treysti ég mér ekki til að tjá mig neitt um það hvort hægt sé að spara eitthvað í sambandi við rekstur Tryggingarstofnunar ríkisins“, sagði Eggert G. Þorsteinsson forstjóri stofnunarinnar er Þjóðviljinn leitaði álits hans á 'bréfi heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, þar sem þess er farið á leit að öll útgjöld al- mannatrygginga verði gaum- gæfð með tilliti til þess hvort þar sé hægt að dragá úr útgjöldum ríkissjóðs. Taldi Eggert að hér væri um al- menna beiðni að ræða af hálfu ríkisstjórnarinnar og var hann ekki reiðubúinn til þess að benda á neinar ákveðnar leiðir til sparn- aðar en sagði að málið yrði athugað af fyllstu alúð. Varðandi spurningu um það hvort væri hægt að tak- marka bætur taldi hann það ekki gerlegt, enda væri tekið fram í bréf- inu að ekki mætti skerða bætur eða aðstoð frá því sem nú væri. -áþj. Snót í Vestmanna- eyjum segir upp samningum „Láglauna- fólkið mergsogið“ í vikunni var haldinn all- Qölmennur félagsfundur hjá Verkakvennafélaginu Snót í Vestmannaeyjum og var þar meðal annars mættur varaf- orseti Alþýðusambands Is- lands, Björn Þórhallsson, til að ræða við félagsmenn um baráttumál verkalýðs- hreyfingarinnar. Á fundinum var kjarasamningum sagt upp og eftirfarandi ályktun sam- þykkt vcgna bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar: „Verkakvennafélagið Snót í Vestmannaeyjum fordæmir harðlega og mótmælir þeirri mannréttindasviptingu sem felst í bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar ásamt hörku- legri árás á samningsréttinn og lífsafkomu launafólks í landinu. Snót skorar því á ríkisstjórnina að taka þessar aðgerðir til rækilegrar endur- skoðunar og athuga hvort ekki séu aðrar leiðir hentugri til að rétta af þjóðarbúið en að mergsjúga láglaunaverkafólk sem þrælar sér út í undirstöðu- atvinnuvegum þjóðarinnar. Snót hvetur allt verkafólk til að snúast gegn bráðabirgða- lögunum og segir upp gildandi kjarasamninum“. - v. Helgarveðrið Helgarveðrið í Reykjavík og nág- renni lítur út fyrir að verða suðvestan kaldi og stinningskaldi, skýjað með köflum og sumstaðar getur gengið á með skúrum. Hiti verður um 8-11 stig. Suðvestanátt er ríkjandi á landinu og má því búast við bjar- tviðri fyrir norðan og austan.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.