Þjóðviljinn - 09.07.1983, Side 28
MQÐVIUINN
Helgin 9-10. júlí 1983
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til töstudags. Utan þess tima er
hægt að ná í blaöamenn og aðra startsmenn blaðsins i þessum símum: Ritstjórn
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er
hægt að ná í afgreiðslu biaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348
og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld.
Hluti hópsins framan við Héraðsskólann. Ljósm. Leifur.
Allir hressir og kátir
Alþýðubandalagsmenn í sumarfríi heimsóttir
að Laugarvatni
Nú á sunnudag lýkur vikudvöl 80
manna hóps á vegum Alþýðu-
bandalagsins á Laugarvatni.
Þjóðviljamenn bar þar að í gær,
föstudag, í heldur leiðinlegu veðri,
en ekki bar á öðru en að menn væru
hressir og kátir, enda fjörug kvöld-
vaka framundan með heimaunnu
efni og þaráeftir dansibali þarsem
helstu mússíkantar hópsins skyldu
sýna listir sínar á tvær harmóník-
ur, píanó og saxófón. Hljómsveitar-
æfíngar stóðu yfir.
„Þetta er annað sumarið sem
þetta er gert“, sagði Baldur Ósk-
arsson“, í fyrra voru tveir hópar, og
þetta þótti takast einkar vel þá,
enda er fullskipað í alla þrjá hóp-
ana í sumar. Næsti hópur kemur
18. júlí ogþriðji í vikunni þaráeftir.
Þessi sumardvöl er þáttur í viðleitni
til að hleypa meira lífi í flokksstarf-
ið, sem einkennist auðvitað mest af
einstökum fundum sem hinir allra
áhugasömustu mæta einir á. Hér
kemur hinsvegar öll fjölskyldan í
sumarfrí á notalegan stað og menn
hittast og kynnast persónulega.
Svo er hér ýmislegt fræðsluefni á
boðstólum og skemmtun, bæði frá
hópunum sjálfum og annarskonar;
hér var Svavar Gestsson til dæmis
eitt kvöldið og átti hinar ágætustu
samræður við félagana um ástand-
ið í pólitíkinni. Við höfum verið
mjög alþjóðleg, og hlustað á erindi
um Kína og Tansaníu, en einnig
kynnt okkur sögu staðarins og
sveitarinnar með aðstoð heima-
manna, Birkis Þorkelssonar kenn-
ara og bónda og Haralds Matthías-
sonar doktors.
Við fórum líka í ferðalg um ná-
grennið með Arnóri Karlssyni,
bónda og fræðimanni á Arnarholti
heimsóttum Skálholt, Tungnaár-
réttir, Haukadal, Gullfoss og
fleira. Hluti hópsins fór í reiðtúr í
tvo tíma, en alla daga dunda menn
við sitt, fara í gufubað og sund,
ganga um, leika við börnin.
Það gerir þessa dvöl sérstaklega
ánægjulega hvað Héraðsskólinn er
notalegur staður, við höfum hann
alveg útaf fyrir okkur. Allur
viðurgerningur er ákaflega góður,
Rúnar Jökull bryti og hans fólk ber
fram kræsingar á hverjum degi. En
hér hafa líka allir verið staðráðnir í
að láta sér líða vel og kynnast hver
öðrum.“
-m
Börn og fullorðnir hlýða á norska tóna úr nikku Sigurbjörns Einarssonar.
Ekki vantaði kjölfestuna í hóp sumargesta að Laugarvatni: Gunnhildur
Daníelsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson, Ingunn Gunnlaugsdóttir,
Guðmundur Bjarnason.
Þegar ekki viðrar til útiveru leggja börnin undir sig leiksal i kjallaranum.
Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81333 81348 81663
Ekkert dægurþras
„Okkur líður prýðilega hér,
þetta er ágæt afslöppun“, sagði
Guðlaugur Ketilsson kennari á
Akranesi þegar Þjóðviljamenn
spurðu hann almæltra tíðinda í
setustofu Héraðsskólans. „Veðrið
hefði reyndar mátt vera betra“ - og
Guðlaugur rýndi í súldina utanvið
gluggann, - „en við fengum mjög
góðan dag í gær (fímmtudag), og
hann var nýttur til hins ítrasta.“
Guðlaugur sagði að þarna væri
fólk á öllum aldri, frá eins árs til
áttræðs, og úr ýmsum áttum.
„Þetta er mjög breiður hópur sem
hér blandar geði, og maður kynnist
mörgu ágætu fólki, ungu og gömlu.
Menn skemmta sér saman og
ræðast við. Pólitíkina ber auðvitað
á góma, Svavar kom hér til dæmis í
gær, og það hafa verið haldin erindi
um ýmis fróðleg efni. En við látum
dægurmálaþrasið eiga sig, enda er
samveran og kynningin það mikil-
vægasta", sagði Guðlaugur að lok-
um og sagði Þjóðviljamönnum síð-
an til vegar að gufubaðinu niðurvið
vatnið. _m
Guðlaugur Ketilsson og Ingibjörg Rafnsdóttir. Katla í fangi föður síns,
Birkir lengst til hægri.
Vísitala framfærslukostnaðar reiknuð út
' /
aukalega að kröfu ASI
14% hækkun
á 1 mánuði
Framfærslukostnaður hækkaði
um 14% amk í síðasta mánuði sam-
kvæmt aukalegum útreikningi á
vísitölu framfærslukostnaðar sem
gerður var að beiðni Alþýðusam-
bands íslands.
Kauplagsnefnd hefur reiknað
vísitöluna miðað við verðlag um
mánaðamót júní/júlí og reyndist
hún vera 340 stig miðað við
grunntöluna 100 í janúarbyrjun
1981. Maívísitala var 298 stig og er
hækkunin til mánaðamóta júní/júlí
14.1%.
Vegna sumarfría á Verðlags-
stofnun var ekki hægt að verða við
þeirri ósk ASÍ að verðupptaka til
útreiknings vísitölu ætti sér stað í
júlíbyrjun, og hófst hún þess í stað í
vikunni frá 20. júní. Var hér um að
ræða upptöku verðs á flestum
matvörum öðrum en helstu búvör-
um, á vefnaðarvöru, skófatnaði og
ýmsu öðru. Verðupplýsingum sem
Hagstofan aflar var hinsvegar safn-
að miðað við júlíbyrjun. Vísitalan
er engu að síður kennd við júlí
1983, segir í frétt frá Hagstofunni,
og er hækkun hennar frá maí til júlí
vafalaust eitthvað minni af þessum
sökum en orðið hefði, ef öll
verðupptakan hefði miðast við júlí-
byrjun, en þó varla svo verulegu
munaði.
-ekh
Gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur
Hækkar um 42%
Á fundi stjórnar veitustofnana í
gærmorgun var samþykkt crindi
frá hitaveitustjóra um 42% meðal-
hækkun gjaldskrár Hitaveitu
Reykjavíkur frá og með 1. ágúst
n.k. Fulltrúi Alþýðubandalagsins í
stjórn veitustofnana, Sigurður
Tómasson greiddi atkvæði gegn
þessari gífurlega hækkun og lét
bóka mótmæli á fundinum. Talið er
fullvíst að ráðherra staðfesti þessa
42% meðalhækkun.
Sigurður G. Tómasson fulltrúi
Alþýðubandalagsins í stjórn
veitustofnana vísar til fyrri bók-
unar í stjórninni er síðasta hækkun
gjaldskrár hitaveitunnar var á-
kveðin. Segir hann að með tilliti til
skertrar vísitölu á laun sé með öllu
útilokað að standa að umræddri
42% hækkun. Síðan segir:
„Við völdum í landinu hefur
tekið ríkisstjórn sem afnumið hef-
ur með lögum samningsrétt al-
þýðusamtakanna og bannað vísi-
tölubætur á laun. Launafólk hefur
því enga möguleika til þess að
mæta hækkunum á vöru og þjón-
ustu. Það er auk þess siðlaust að
opinber fyrirtæki, þar sem annar
ríkisstjórnarflokkanna ber
stjórnarábyrgð, skuli ganga á
undan og hækka þjónustu sína um
tífalda þá prósentutölu sem launa-
fólk á að fá í sinn hlut löngu síðar.
Fulltrúi Alþýðubandalagsins
greiðir því atkvæði gegn þessari
hækkunartillögu“.
Þess skal getið að í bréfi hita-
veitustjóra, Jóhannesar Zoéga þar
sem farið er fram á þessa 42%
hækkun er einnig gert ráð fyrir
nokkurri hækkun umfram
verðlagshækkanir 1. nóvember í
haust. Hækkun Hitaveitu Reykja-
víkur kemur fyrir borgarráð á
þriðjudag.
-v.