Þjóðviljinn - 03.08.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.08.1983, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 3. ágúst 1983: ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 menn vörpuðu þessu nýja ger- eyðingarvopni sínu, kjarnorku- sprengjunni á japönsku borgina Hiroshima þann 6. ágúst. Á með- an að Japanir voru enn að kanna hvað raunverulega hafði gerst vörpuðu Bandaríkjamenn ann- arri kjarnorkusprengju á borgina Nagasaki þremur dögum eftir þá fyrstu og hótuðu að halda áfram að sprengja japanskar borgir þar til Japanir féllust á skilyrðislausa uppgjöf. Japanir gátu ekki svarað þessari hótun um gjöreyðingu lands síns nema með uppgjöf. Eftir á réttlættu Bandaríkja- menn notkun sína á kjarnorku- vopnum með því að þannig hefðu þeir ekki aðeins komið í veg fyrir að fjöldi bandarískra landgöngu- liða félli í valinn heldur hafi skil- yrðislaus uppgjöf Japana einnig bjargað fjöida Japana. Fjöldi þeirra sem lést á Hiroshima og Nagasaki var „ekki nema“ rétt rúmlega tvö hundruð þúsund þótt sú tala ætti eftir að hækka eftir því sem fleiri létust á næstu árum vegna meiðsla og geislunar sem þeir höfðu orðið fyrir. Lík- lega hefðu miklum mun fleiri Japanir látist ef þeir hefðu barist við innrásarlið Bandaríkja- manna. Þannig létu Bandaríkja- menn í það skína að notkun þeirra á kjarnorkuvopnum væri vegna manngæsku. En að sjálf- sögðu má þá spyrja hvaða „manngæska" sé fólgin í beitingu vopna þar sem aðalfórnarlömbin eru óbreyttir borgarar, friðsamt alþýðufólk, skólabörn jafnt sem gamalmenni. I hefðbundnu stríði falla þó fyrst og fremst vopnaðir hermenn þótt margir óbreyttir borgarar láti þá einnig lífið. Það er engin ástæða til að efast um að ein af orsökum þess að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarn- orkusprengjum á Hiroshima og Nagasaki hafi verið að með því komu þeir í veg fyrir frekara mannfall í eigin liði. Af framan- greindu má samt sjá að fleiri og ekki síður mikilvægar orsakir lágu að baki. Með hverri vikunni sem leið styrktist staða Sovét- manna í Asíu. Uppgjöf Japana varð hins vegar til að stöðva sókn þeirra. Sovétmenn afvopnuðu að vísu japanska herliðið í Mansjúr- íu en þaðan hurfu þeir síðan í samræmi við gerða samninga í ársbyrjun 1946 og kínverskir þjóðernissinnar tóku við stjórn svæðisins með aðstoð Bandaríkj- amanna. Á þessum tíma var fæst- um ljóst að kínverskir kommún- istar höfðu styrkst svo mjög að þeir áttu eftir að steypa stjórn þjóðernissinna. Sovétmenn náðu heldur ekki að hertaka nema nokkrar af allra nyrstu eyjum Japana (sem þeir halda enn). Ef Bandaríkjamenn og Sovétmenn hefðu gert sameiginlega innrás í Japan þá er ekki útilokað að Jap- an hefði verið skipt upp í áhrifa- svæði svipað og Pýskalandi. Síðast en ekki síst sýndu Bandaríkjamenn með kjarnork- usprengjunum að þeir hefðu hernaðarlega yfirburði yfir allar þjóðir. Ef Sovétmenn héldu sig ekki innan fyrirfram ákveðinna áhrifasvæða þá gætu Bandaríkja- menn hótað þeim með gjör- eyðingarstríði. Pað má því segja með nokkrum rétti að kalda- stríðið milli Bandaríkjamanna og Sovétmanna hafi hafist með kjarnorkusprengjunni í Hiros- hima. Hættan á kjarnorkuárás neyddi Sovétmenn til að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Frá sjónarmiði þeirra var slíkt nauð- synlegt svo lengi sem Bandaríkja- menn féllust ekki á algjört bann við kjarnorkuvopnum. Síðan hefur aukin framleiðsla á kjarn- orkuvopnum verið eitt af megin- einkennum valdatafls stórveld- anna. Hættan á skyndilegri gjör- eyðingu varð fljótlega að alvarl- egustu ógnun við framtíð mann- legrar menningar sem þekkst hef- ur í sögunni. Kjarnorkuárásirnar á Hiros- hima og Nagasaki eru ekki ein- angruð söguleg fyrirbæri heldur er stórveldapólitík nú á dögum byggð á ógnun um að endurtaka þær hvenær sem er án fyrirvara á margfalt stærra svæði. Ragnar Baldursson „Vona að nú sé komið stopp“, Peningarnir alltaf búnir um mánaðamótin“, sögðu þau Sigrún og Ólafur. segir Jón Margeirsson. Þessar gífurlegu hækkanir koma þvert ofan í gefin loforð „Kaupið er ekki mikið“, segir Pálína Guðmundsdóttir. — spjallað við fólk inni í Hagkaupum um hækkanirnar á opinberri þjóustu og skattana Rosalegar hækkanir „Mér líst alveg rosalega á all- ar þessar hækkanir. Það hækkar allt, - en þetta er mun meira en ég bjóst við,“ sagði Dagmar Guðna- dóttir, sem vinnur í Kjöti og fiski. Hún sagði að skatturinn væri ekki kominn til sín ennþá, svo hún vissi ekki hversu mikið hún þyrfti að borga. „Ég á eftir að sjá hvað ég fæ, en það verður sjálfsagt erfitt að láta endana ná saman,“ sagði hún. Ætla að kæra skattinn „Maður er löngu hættur að verða hissa á þessurn hækkunum, en auðvitað líst manni ekki vel á þær,“ sagði Sigrún Þorsteinsdótt- ir sjúkraliði. En hvernig var skatturinn? „Hann ætla ég að kæra. Ég trúi ekki að ég eigi að borga það sem ég fékk. Ég treysti því að ég muni fá lækkun. Og ég veit samt ekki hvernig ég get látið kaupið endast. Það gengur alltaf jafn illa,“ sagði Sigrún. Vona bara að nú sé komið stopp á hækkanirnar Jón Margeirsson var með Ingi- björgu litlu á öxlunum, þegar við hittum hann inni í Hag- kaupum. Og hvernig skyldi hon- um lítast á skattana sína? „Illa. Mér líst illa á þá.“ „En hækkanirnar sem nú koma á opinbera þjónustu?“ „Þetta eru fastir liðir eins og venjulega. Hækkanirnar eru samt meiri en ég bjóst við. Ég vona bara að þeir standi við það að nú sé komið stopp á þessar hækkanir í bili,“ sagði Jón. „Fordæmi þessar hækkanir“ „Það verður erfitt fyrir ýmsa að láta endana ná saman. Margir hafa litla vinnu og það er sjálfsagt miklu erfiðara hjá þeirn en hjá mér,“ sagði Guðrún Sigurðar- dóttir, sem vinnur í frystihúsinu Barða í Kópavogi. „Ég fordæmi þessar hækkanir. Þegar búið er að svipta okkur verðbótunum, þá á maður ekki von á þessu. Við fáum ekkert, en svo er hægt að láta þessi fyrirtæki fá endalausar hækkanir. Mér datt ekki í hug að þeir færu svona að, þetta er þvert á gefin loforð,“ sagði Guðrún. Alveg út í hött Tvö ungmenni voru að undir- búa sig undir ferð í Húsafell, þeg- ar við hittum þau í Hagkaupum. Þau sögðust heita Sigrún Símons- sen og Ólafur Hákonarson. Ólafur vinnur hjá „Kók“, en Sig- rún ætlar í Iðnskólann í hár- greiðslunám í haust. „Þetta er alveg út í hött. Manni gengur ekkert að láta kaupið endast. Við erum oftast nær búin með það strax um mánaðamótin, því maður safnar smáskuldum allan mánuðinn. Það er því ekki spurning um að láta kaupið endast. Það endist akkúrat ekki neitt,“ sögðu þau Sigrún og Ólafur. Allir tala um þetta „Ég hef lágar tekj ur og því ekki háa skatta. En þeir eru alveg nógu háir. Ég er kennari og kaupið er ekki mikið hjá okkur, og það er hætt við að þetta verði ennþá erfiðara þegar líður á. Þessar nýjustu hækkanir bæta það ekki. Mér finnst allir tala um þetta,“ sagði Pálína Guðmunds- dóttir kennari. þs „Ætla að kæra skattinn" segir Sigrún Þorsteinsdóttir. „Búið að svipta okkur verðbótun- um“, segir Guðrún Sigurðardótt- ir. „Skatturinn ókominn“ segir Dag- mar Guðnadóttir. Ljósm. Atli. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir helgina eftirtaldar hækkanir á þjónustu opinberra fyrirtækja: • Pósturogsími................18 % • Landsvirkjun................31 % • Rafmagnsveitur ríkisins....26.6% • Hitaveita Reykjavíkur............43.9% • Heimtaugagjald HR................20 % • Aðrar hitaveitur (meðaltal)......................17 %

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.