Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.08.1983, Blaðsíða 3
Hclgin 6.-7. ágúst 198? tJfÖÖVÍLjíNN - SÖE)Á' 3 Eyjaskinna Fyrir skömmu kom út 2. rit af Eyjaskinnu, riti Sögufélags Vest- mannaeyja. Ritið er 150 lesmáls- síður og prýtt fjölda mynda. I rit- nefnd eru Haraldur Guðnason, Ingólfur Guðjónsson, Ágúst Karls- son og Hermann Einarsson. í Eyjaskinnu er eftirfarandi efni: Grein er eftir Helga S. Sceving komin út (1914-1934) um fiskveiðar í Vest- mannaeyjum fyrir og eftir síðustu aldamót. Einnig er grein eftir Sig- fús M. Johnsen um hákarlaveiðar í Vestmannaeyjum fyrrum. Hlöðver Johnsen skrifar grein- ina: Til hárkarlaveiða frá Vest- mannaeyjum með Binna í Gröf sem skipstjóra á m.b. Má VE 275. Sigmundur Andrésson skrifar um sögu brauðgerðar í Vestmanna- eyjum. ÞáerEyjaannáll 1917-1920 eftir Aka Heinz Haraldsson og Landakirkja og vísitasían 1. júlí 1749 eftir Þorstein Víglundsson. Ennfremur eru í ritinu eftirfar- andi: Úr sögu Vestmannaeyja- hafnar í máli og myndum, Skrá yfir myndir og málverk Byggðasafns Vestmannaeyja og viðtal Árna Árnasonar við Jón í Brautarholti tekið 1953. Ritið fæst hjá Sögufélagi Vest- mannaeyja, Bókabúð Vestmanna- eyja, Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og Sögufélaginu í Reykjavík. -GFr Arangur bílbelta- notkunar í Bretlandi Bretar lögleiddu notkun bílbelta í framsætum hinn 31. jan. sl., að viðlögðum fjársektum, ef útaf er brugðið. Hver hefur árangurinn orðið? Fulltrúi RoSPA (The Royal Soc- iety for the Prevention of Acci- dents) í Birmingham sagði í viðtali við fulltrúa Umferðarráðs, að nið- urstöður athugana á bílbeltanotk- un og umferðarslysum á Bretlands- eyjum bentu til um 95% notkunar belta meðal ökumanna og farþega þeirra í framsæti. Mánuðina febrú- ar, mars og apríl í ár urðu um 25% færri dauðaslys og alvarleg slys í umferðinni þar, en sömu mánuði í fyrra, þrátt fyrir að umferð hafi aukist um 12% milli ára. Líklegt er taiið að bílbeltin hafi bjargað um 1000 mannslífum þessa þrjá mán- uði, sem lögin voru í gildi. Lögleiðing bílbeltanotkunar á Bretlandseyjum og sektarviðurlög við brotum á lögunum hefur leitt til þess að meiðsli í umferðinni þar eru nú færri en þau hafa verið undanfarinn áratug, þrátt fyrir að umferðin hafi stóraukist á sama tíma. Og nú eru Bretar með það í undirbúningi að lögleiða einnig notkun bílbelta í aftursætum. Notkun bílbelta reyndist mjög almenn a.m.k. utanbæjar, nú um verslunarmannahelgina. Væri ekki rétt að láta hana einnig ná til ann- arra daga ársins? Slysin tilkynna ekki komu sína fyrirfram. -mhg Stúdentar úr bréfaskóla? Nýlega var haldinn ársfundur Bréfaskólans. Eigendur hans eru: Samband ísl. samvinnufélaga, sem á 30 %, Menningar- og fræðslusam- band alþýðu, Bandalag starfs- manna ríkis og bæja, Farmanna- og fiskimannasamband Islands, Kvenfélagasamband Islands og Stéttarsamband bænda, sem eiga 10% hvert. Á síðasta ári innrituðust nokkru færri nemendur en undanfarin ár eða 754. Námsgreinar eru 40 og 25 kennarar annast yfirferð verkefna. Skólinn hefur á boðstólum námsefni til sjálfsnáms í tungumál- um. Er meginhluti þess frá franska fyrirtækinu Ássimil. Unnið hefur verið að ýmsum samstarfsverkefnum á vegum skólans og annarra aðila. Þar á meðal er unnið að undirbúningi þess, í samráði við menntamála- ráðuneytið, að hafist geti kennsla til stúdentsprófs, í bréfaformi. Þá hefur og verið unnið að undirbún- ingi bréfakennslu fyrir kennara heyrnleysingja og bréfanámi fyrir starfandi bókaverði. Skólastjóri er Birna Bjarnadóttir. Aðsetur og afgreiðsla skólans er að Lindargötu 9A, sími 91-2 63 44. - mhg. Sænsk-íslensk samvinna Með sérstökum samningum við Anebyhús, sem er einn stærsti framleiðandi einingahúsa á Norðurlöndum, getur Eignamarkaður- inn boðið fjórar tegundir húsa á sérstöku kynningarverði. Húsin sem hér um ræðir eru öll einlyft og eru afhent til upp- setningar miðað við múrsteinshlaðna útveggi, með steinflísum á þaki, þreföldu gleri í gluggum og öðru þvi efni sem gerir húsið til búið til innréttingar. Anebyhús hafa gert samkomulag við lánastofnun um sérstakt safnlán í því skyni að auðvelda fólki fjármögnun til A B Söfnun í 12mánuði 240 - 400 - Lán 360 - 600 - Samtals 600 - 1.000 - Scldcign 1.500 - Húsnædis- m.stj.lán* 389 - 389 - Ráðstöfunar- fé 2.489 - 1.389 - •Miöaö er viö 4ra manna fjölskyldu. húsakaupanna. Við pöntun á Anebyhúsi er stofnaður velturejkningur sem lagt er inn á i ákveðinn tíma — annað hvort ákveðin upphæð reglulega, eða ef til vill, misháar upphæðir. Að sparnaðartíma loknum á kaupandinn rétt á láni sem er 50% hærra en innistæðan. Lánið greiðist síðan á jafn- löngum tíma og söfnun hefur staðið. Á töflunni hér að neðan eru tvö dæmi sem sýna þetta nánar. í dæmi A er gert ráð fyrir að viðkomandi eigi fasteign og jafnframt að hann geti búið i henni fram til þess tíma er hann flytur. Dæmi B gerir aftur á móti ráð fyrir að viðkomandi sé að kaupa sér fasteign í fyrsta sinn. í samvinnu við JL byggingarvörur, Kalmar innréttingar og Gunnar Ásgeirsson getum við boðið kaupendum Anebyhúsa mjög hagstætt verð og greiðslukjör á byggingarvörum, innréttingum og tækjum sem þessir aðilar hafa á boðstólum. Verðið á húsunum er fast í sænskum krónum næstu 10 mánuði og er ekki vísitölubundið. Verð þau sem eru uppgefin hér að neðan; reiknuð á gengi frá 27/5, stóðu nær óbreytt í lok júlí. Þau miðast við hús tilbúin til af- greiðslu í Reykjavík og eru aðflutnings- gjöld, frakt og söluskattur innifalin. EOK 99 m2 EOK 123 - EOK 132 - EOK 138 - BÍLSKÚR 32- 855.800 kr. 1.061.300 - 1.230.850 - 1.247.700 - ‘219.150 - y4NEBXHUS Söluumboö Eignamarkaðurinn Hafnarstræti 20, 101 REYKJAVÍK Pósthólf 56 Simi 91-26933 ISTINSSON - MEGAS - ÍKARUS EF ÞÚ ATT AÐEINS EFNIA EINNIPIDTU... þó vekjum við othygli o „The Boys From ChicQgo” PLATA SEM ENGINN MÁ LÁTA FRAMHJÁ SER FARA!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.