Þjóðviljinn - 06.08.1983, Side 6

Þjóðviljinn - 06.08.1983, Side 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Helgin 6.-7. ágúst 1983 Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Augiýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúövik Geirsson, Magnús H. Gislason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurösson Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guöión Sveinbiörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Siguröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdottir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent Prentun: Blaöaprent h.f. r itst jór nargr ci n úr aimanakínu Friðarvilji. • í dag er gengið frá Keflavík til höfuðstaðarins í nafni friðar. Eins og oft áður þegar gengið hefur verið til að andmæla herstöðvum, stríðsrekstri eða vígbúnaðar- kapphlaupi hefur stærsta blað landsins, Morgunblaðið, sett upp hundshaus. Og í gær sá blaðið þann kost vænst- an að prenta upp leiðara úr dótturblaði sínu á Akur- eyri: þar var allt á sínum gamla stað - hvatamenn friðargöngu eru þar „nytsamir sakleysingjar“ sem í barnaskap sínum hjálpa Rússum og kunna ekki fótum sínum forráð. Eða þá menn sem hafa fengiö í sinn hlut „of stóran skammt af þjóðarstolti“ eins og það er svo smekklega orðaö. • Það er verðugt andsvar viö slíkum glósum, að mikill fjöldi kennara og fóstra, verklýðsfrömuða og rithöf- unda hefur, eins og sjá hefur mátt af tiikynningum og auglýsingum, hvatt til stuðnings við Friöargöngu og Veðráttan liefur löngum verið vinsælt umræðuefni manna á meðal hérlendis. Á árum áöur meðan aðdrættir til sjávar og sveita voru háðir mildi veðurguö- anna var það sannkallað þjóðar- sport að spá í veðrið. og í þá tíð var engin sveit með sveitum nema þar fyndust nokkrir veðurglöggir spekingar. Á okkar dögum er afkoma þjóðarinnar ekki beinlínis háð veðri og vind- um en engu að síður ber þetta vinsæla umræðuefni iöulega á góma þar sem tveir eða fleiri hitt- ast á förnum vegi. Mjög hefur reynt á langlund- argeð manna á suð-vesturhorni landsins í veðramálum í sumar og gengu „bændur og búalið" svo langt að efna til mótmælaaðgerða fyrir framan Veðurstofuna á dög- UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Pjóöviljans. Framkvæmdastióri: Guörún Guömundsdóttir. | Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólalsson. þátttöku í henni. • Þegar fyrst var farið í Kellavíkurgöngu fyrir tuttugu og þrem árum komst Magnús Kjartansson svo að orði á útifundi að göngu lokinni: „Svo lengi geta menn búið við óþrif að þeir verði samdauna þeim og hætti að veita þeim athygli. Ef menn ganga lengi undir fargi verður byrðin hluti af þeim, þeir kreppast og bogna og finnst það eðiilegt og óhjákvæmilegt að geta ekki gengið upp- réttir. Einmitt þannig er nú verið að reyna að leika okkur Islendinga. Það er verið að gera okkur samdauna hernáminu, venja okkur svo við farg erlendrar hersetu að við göngum ekki l'ramar upprétt í landj okkar... Við verðum aö þoka vananum og afskiptaleysinu til hliðar og hefja sókn fyrir því að íslenska þjóðin búi ein og frjáls í landi sínu, fyrir hlutleysi, vopnleysi og friöhelgi íslands". • Orð Magnúsar og annarra manna ágætra frá þeim tíma um sjálfskaparvíti sinnuleysis og afskiptaleysis að þvf er varðar stöðu íslendinga í vígbúnum heimi og friðarmál yfir höfuð hafa því miður reynst alltof sönn. Sú tregða öll helur reynst málstað íslenskra friðarsinna - sem hafa vitaskuld mismunandi skoðanir á ýmsum málum - háskalegri en málflutningur þeirra sem taka hiklaust afstöðu með herstöðvum hérlendis og vilja auk þess margir hverjir auka umsvif á þeim plássum og taka fé fyrir. En það er líka gott til þess að vita, að mjög verulegur hluti þjóðarinnar hefur verið virkur í and- stöðu sinni við þá stefnu sem nær sínum rökrétta enda- punkti í aronskunni svonefndu. Þeir menn hafa hvað eftir annað skipulagt krafta sína og „gengið aftur“ eins og andstæðingar þeirra hafa stundum verið að glósa um. • í friðarbaráttu þeirri sem fram fer víða um lönd eru menn að sjálfsögðu fyrst spurðir að því hvert sé framlag þeirra til mála í eigin landi. En friðargangan núna teng- ist með óvenju sterkum hætti alþjóðlegri hreyfingu gegn kjarnorkuvopnum sem brýnir raust sína frammi fyrir herstjórum ríkjablakkanna, sem beita öllum áróð- ursvélum til að freista manna til að játast undir nauðhy- ggju vígbúnaðarins. í von um jákvæða samsvörun hins þjóðlega og hins alþjóðlega þáttar þessarar baráttu hvetur Þjóðviljinn lesendur sína til að leggja Friðarg- öngu 1983 allt það lið sem þeir geta nú á dapurlegum afmælisdegi sprengjunnar í Hirosjíma. -ÁB. Karnival unum. Var það skammgóður vermir en nú hefur allt færst í fyrra horf; kultla, gráma og rign- ingu. Margir lifðú lengi í þeirri von að frídagur verslunarmanna bæri með sér sumarið á blikandi vængjum, en verslunarmanna- helgin kont og verslunarmanna- helgin fór, ogekki kom sumarið. Þykir víst mörgum vera fokið í flest skjól hvað sumarið varðar og.hafa gripið til þeirra ráða að næla sér í sumarauka í útlöndum, alla vegana er upppantaö í sólar- landaferðir út mánuðinn. Veður- ástandið virðist einnig vera farið að valda örvingíun meðal veður- fræðinga og lætur einn lands- kunnur maður hafa það eftir sér í blaði í vikunni, að líklegast séu mannafórnir eina leiðin til að niilda óblíða veðurguöi, en tölvu- spádóma þar á bæ ber alla að sama brunni livað varðar veður- útlitið á næstunni. Það verður rigning og meiri rigning. Ekki eru allir sem hafa ráð á þvf að bregða sér út fyrir land- steinana, þó illa viðri; til þess hef- ur sitjandi ríkisstjórn séð með kjaraskerðingum sínum og at- lögu að samningarétti launafólks í landinu. Þversögn þar á bæ er svoniðurfelling 10% álagningará ferðamannagjaldeyri. fjöður í hatt fjármálaráðherra, en kemur einungis þeim að notum sem efnaðri eru og ráð hafa á að ferð- ast. Ætli þeir kaupi ekki líka frysta ávexti sykraða? Þeir sem heima sitja verða að reyna að skapa sinn sumarauka sjálfir og brugðið hefur fyrir já- kvæðum hlutum í þá áttina á höf- uðborgarsvæðinu í sumar. Þar skal fyrst nefna leikhópinn Svart og sykurlaust sem létti brúnina á mörgum borgarbúanum 17. júní með hressilegri uppákomu sinni. og skrautlegum karnivalbúning- um. Þá má ekki gleyma Stúdent- aleikhúsinu. sem hefur sýnt fyrir troðfullu húsi í allt sumar, og gert mörgum rigningarsumarið miklu Árni Þórðurif Jónsson m -Wf ----------—-----*' & skrifar Jf bærilegra en ella hefði orðiö. Þar með er allt upp talið. Bíóhúsin hafa haldið uppteknum hætti, þetta sumarið sem það síðasta, og verið sjálfum sér til skammar með því að sýna fimmta flokks myndir og þar fyrir neðan. Ekki er kyn þó vídeópúkinn fitni á bitanum. Önnur félagsleg sam- neysla hefur verið í lágmarki og lítið eða ekkert borið á tilraunum í þá áttina að koma á laggirnar einhverju því sem veitt gæti sköp- unargleðinni útrás, og allur al- menningur gæti verið með í, án teljandi tilkostnaðar. Eg ætla að leyfa mér að koma á framfæri hugmynd að frekari sumarauka, að vísu er hún ekki ekki ný af nálinni, frændur vorir og vinir á Norðurlöndum. Danir og Norðmenn, hafa gert hana að veruleika með mjög góðum ár- angri - sumarkarnival! Danir hafa mesta reynslu í þessháttar hátfðahaldi, hafa haldið hvíta- sunnukarnival sl. tvö ár og í vor hleyptu norskir slíkri hátíð af stokkunum með góðum árangri, þó í grenjandi rigningu væru. Auðvitað getur svona samkoma engu breytt héðan í frá á þessu sumri, enda það svo að segja fyrir bí, en hægt væri að hefjast handa í skammdeginu í haust við að undirbúa og skipuleggja hátíð fyrir næsta sumar. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið og ef mark er takandi á orðum veðurfróðra manna heldur áfram að kólna hér á norðurhveli jarðar á næstu ára- tugum. Heppilegasti tími fyrir sumarkarnival gæti verið í kring- um Jónsmessuna, þá ætti snjóa að hafa leyst, og ef vikið er á ný að fórnatali veðurfræðingsins, þá virðist reynsla Dana og Norð- manna af þessum sambaskröllum vera góð, alla vegana hefur verið einmuna veðurblíða í þessum löndum undanfarin tvö sumur. Er því vart frekari hvatningar þörf! Karnivalið á rætur sínar að rekja til tímabila í mannkynssög- unni sem einkennast af kreppu og valdaröskun. Það var uppreisn alþýðunnar gegn trúaroki kirkj- unnar á miðöldum. Karnivalið var sá neisti sem tendraði upp- reisnarbálið - leiddi til byltingar á öllum hefðbundnum valdahlut- föllum og afmáði stéttaskiptingu. Karnivalið var sigurhátíð bylting- arinnar - jafnframt því að vera hámessa óþvingaðrar lífsgleði og útrásar. Á karnivali voru engin skil á milli þátttakenda og áhorf- enda - þá breyttust götur og torg í eitt stórt leiksvið iðandi af lífi. Og karnival í Reykjavík gæti, ef vilji er fyrir hendi, gefið spegil- mynd af ástandi þjóðmála á ís- landi. Og í öðrum löndum. Af vopnavitfirringarkapphlaupi stórveldanna. Af kúgun minni- hlutahópa og alvarlegu ástandi í atvinnu- og húsnæðismálum. Það er spurning um vilja þátttakenda. Karnivalið á að vera uppreisn gegn rótgrónum hefðunt í þjóðfé- laginu. Látum fjötra hins daglega lífs lönd og leið og „lifum frjálst vort hugar þor", því dæmi frá Danmörku sýna að það er hægt að nota karnival í pólitískri bar- áttu; sumir mótmæltu heimsvald- astefnu, en aðrir börðust gegn gróðahyggju, sem tröllríður hin- um vestræna heimi í dag. Ég ætla að enda þennan pistil nreð því að vitna í norska rithöf- undinn Kjartan Flögstad. sem hlotið hefur bókntenntaverðlaun Norðurlandaráðs, en hann svar- aði, þegar hann var spurður hvort það þjónaði einhverjum tilgangi að innleiða karnival á Norður- löndum: „Já. Á Norðurlöndum höfum við meira þjóðfélagslegt frelsi en hæfileikar okkar geta nýtt. Við höfurn þörf fyrir „karni- valshyggjuna" til að upplifa frels- ishugntyndir okkar."

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.