Þjóðviljinn - 06.08.1983, Qupperneq 22
22 SÍÐA. — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6.-7- ágúst 1983
um helgina
Á Kjarvalsstöðum
Nú á mánudagskvöldiö klukk-
an 20.30 mun hin rómaða
Strengjasveit Tónlistarskólans í
Reyk javík halda tónleika á K jar-
valsstööum. Stjórnandinn er
Mark Reedman og er sveitin
ásamt honum senn á förum til
Aberdeen í Skotlandi þar sem
henni hefur verið boðið að taka
þátt í alþjóðlegri tónlistarhátíð
ungmenna.
Menntamálaráðuneytið,
Reykjavíkurborg og ýntis fyrir-
tæki og einstaklingar haf;i stutt
sveitina til fararinnar og flytur
hún þeim öllurn þakkir.
A tönleikunum á Kjarvalsstöð-
um á mánudagskvöldiö verða
leikin verk eftir Púrcell, Bach,
Grieg, 1 lindemith og Respighi og
verða þær Auöur FFafsteinsdóttir
fiðluleikari og Svava Bernharðs-
dóttir lágfiðluleikari einleikarar.
I’essir tónleikar Strengja-
sveitarinnar verða þeir síðustu
sem hún heldur í núverandi mynd
því meirihluti meðlima er á för-
um til náms í útlöndum næsta
haust.
Aðgöngumiðar eru seldir við
innganginn.
Hallsteinn Sigurðsson
Sýnir á
Kjarvalsstöðum
Á morgun opnar Hallsteinn
Sigurðsson sýningu að Kjarvals-
stöðum á skúlptúrum og eru
verkin átta að tölu, unnin í járn
og ál.
Hallsteinn nam viö Myndlista-
og handíðaskólann 1963-'66 og í
London frá 196-'72. Hann hefur
haldið einkasýningar hér á landi
1971. '72, '75. '80, '81 og '83 og að
auki tekiö þátt í fjölda samsýn-
inga bæði heiina og erlendis.
tíijómsveit frá
Bandaríkjun um
Sumarhátíð stendur nú fyrir
dyrum hjá þroskaheftum og vel-
unnurum þeirra og verður hún að
þessu sinni haldin veitingahúsinu
Broadway í Reykjavík, miðviku-
daginn 10. ágúst. Þar verður
margt til gamans gert og m.a.
koma fram gestir frá Bandaríkj-
ununi, kórinn The River City
Good Time Band.
Kór þennan mynda 12 söngv-
arar c'g hljóðfæraleikarar frá
borginni Sacramento í Kalíforníu
og var hann stofnaður árið 1976.
Hópur þessi er sérstæður að því
leyti. að félagarnir eru allir
þroskaheftir. Hjónin Jan Carole
Brewer komu honum á laggirnar
upphaflega sem lið í prógrammi
Sacramentoborgar fyrir þroska-
hefta. Þau hjón eru bæði tónlist-
armenn og sérkennarar og mikið
áhugafólk um lið tónlistar í al-
mennri menntun.
The River City Good Time
Band hafa komið fram víða í
Bandaríkjunum bæði á hljóm-
leikum og í útvarpi og sjónvarpi
og hvarvetna hlotið lof mikið
fyrir frammistöðuna. Þau munu
koma fram aðeins í þetta eina
skipti hér á landi, en þau eru á
heimleið úr hljómleikaferð um
Norðurlöndin. Þau eru lifandi
dænti um það hversu langt er
hægt að ná í endurhæfingu þrosk-
aheftra og hvernig hjálpa má
þessum einstaklingum til að öðl-
ast meiri lífsfyllingu.
Á sumarhátíðinni mun
hljómsveitin/kórinn vera með
skemmtiþætti ásamt því að leika
fyrir dansi undir. lokin. Þá koma
fram fjölmargir innlendir
skemmtikraftar og áreiðanlega
verður mikið fjör.
Listmunahúsið:
Nína
Gauta-
dóttir
sýnir
leðurverk
í dag, laugardag, klukkan
14.00 opnar sýning í Listmuna-
húsinu við Lækjargötu, á verkum
Nínu Gautadóttur og eru þau
unnin í leður á striga.
Nína Gautadóttir nam í París
árin 1971-1976 en þá lauk hún
burtfararprófi í málaralist og
næstu árin stundaði hún fram-
haldsnám í höggmyndalist og list-
vefnaði.
Nína hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga en aðeins einu sinni
áður sýnt hér á landi: það var árið
1980 og voru á þeirri sýningu ein-
göngu veflistarverk.
Síðustu tvö árin hefur hún búið
í Níger og þar hefur hún unnið
þau verk sem verða til sýnis í List-
munahúsinu.
Sýningin er sölusýning og
verður opin virka daga frá kl.
10.00 - 18.00, laugardaga og
sunnudaga frá kl. 14.00 - 18.00.
Á mánudögum er lokað. Sýning-
unni lýkur 21. ágúst.
- gat
í Skálholti
Á öðrum surnartónleikum í
Skálholti, sem verða laugardaginn
6. ágúst og sunnudaginn 7. ágúst
kl. 15.00 síðdegis, verða fluttar
þrjár sónötur fyrir barokkfiðlu og
Þessi geitungadrottning fannst í
Reykjavík 1978, hins vegar er lítil
von fyrir skordýraskoðunarmenn
að tinna geitunga núna í þessum
kuidum.
Skoðunarferð
NVSV ídag
Skordýr
skoðuð
Náttúruverndarfélag Suðvest-
urlands efnir á morgun til sinnar
fimmtu skoðunarferðar um
Reykjavík og nágrenni.
Ferðin hefst klukkan 13.30 við
Norræna húsið, þaðan verður
farið í Náttúrufræðistofnun Ls-
lands og þar skoðuð smásýning á
skordýrum sent sett hefur verið
upp í tilefni ferðarinnar. Að því
búnu verður haldið út í náttúruna
þarsem Erling Ólafsson dýrafræð-
•ingur sýnirþátttakendumýmis
skordýr; farið verður í Öskjuhlíð
og hugað að gildrum og svipast
um eftir smádýrunt, og ef veður
leyfir verður hugsánlega farið í
Heiðmörk.Áhugasamir skordýra-
rýnendur skyldu hafa með sér
dósir og flísatengur.
Fargjald verður 150 krónur og
frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna.
- gat
myndlist
Þann 4. ágúst var opnuð í sýn-
ingarsal Bókhlöðunnar á Akra-
nesi sýningsem menntamálaráðu-
neytið og Menningarstofnun
Bandaríkjanna á íslandi standa
sameiginlega að.
Þetta er sýning á framlagi ís-
lendinga á Scandinavia Today
sýninguna sem haldin var á sínunt
tíma í Bandaríkjunum.
Sýningin verður opin í tvær
vikur á meðan bókhlaðan sjálf er
opia
Nýverið opnaði grænlenska
listakonan Kistat Lund sýningu á
myndum sínum í anddyri Nor-
ræna hússins.
Kistat Lund hefur bæði haldið
einkasýningar og tekið þátt í sam-
sýningum í heimalandi sínu og
víðar. Hún sækir viðfangsefni sín
til grænlenskrar náttúru og þjóð-
sagna. í tengslum við sýninguna
verða grænlenskar bækur af ýmsu
tagi til sýnis á bókasafni Norræna
hússins. Sýningin er opin á venju-
legum opnunartímum hússins.
- gat
tónlist
í dag. laugardag, klukkan
17.00 sfendur Islandsdeild „Ung
Nordisk Musik“ samtakanna
fyrir tónleikum í Norræna hús-
inu. Árleg tónlistarhátíð samtak-
anna verður haldin í Osló í lok
ágúst og nú er tækifærið að kynn-
ast framlagi íslands á þá hátíð.
Að sögn aðstandenda tón-
leikanna verða þrjú verk valin til
flutnings í Osló.Þeir sögðu einn-
ig að mikið væri um að vera hjá
ungum tónskáldum nú um mund-
ir og ný kynslóð tónskálda væri
að koma fram á sjónarsviðið.
Ekki töldu þeir að ein stefna væri
öðrum fremur ríkjandi; nútíma-
tónlist væri afar ólík innbyrðis og
erfitt að fella hana undir einn
hatt.
Á tónleikunum í Norræna hús-
inu í dag verða frumflutt verk
eftir Kjartan Ólafsson, sem
semur við kafla úr Píslarsögu
Jóns Magnússonar; Hauk Tóm-
asson, sem semur kvartett fyrir
píanó, selló, fiðlu og klarinett;
Mist Þorkelsdóttur sem kallar
verk sit Nótflót og Atla Ingólfs-
son sem nefnir sitt verk Nót. Að
auki verða flutt verk eftir Hilmar
Þórðarson, Guðna Ágústsson,
Lárus H. Grímsson.
- gat
Hanne Juul vísnasöngkona
heldur tónleika á mánudagskvöld
í Norræna húsinu klukkan 20.30.
Hún syngur norrænar vísur og
leikur undir á gítar. Hún starfar
nú í Svíþjóð en hefur ferðast unt
öll Norðurlönd og haldið tón-
leika. Hanne bjó á íslandi í 9 ár
og átti m.a. hlut að stofnun
„Vísnavina" en nú er hins vegar
nokkuð um liðið síðan hún söng
hér síðast.
Miðarnir á tónleikana eru seld-
ir í bókasafni Norræna hússins í
dag og á morgún og ennfremur
við innganginn.
- gat
ýmislegt
Árbæjarsafn verður opið
laugardag og sunnudag frá klukk-
an 13.30- 18.00. Klukkan 16.00 á
sunnudag mun Kolbeinn Bjarna-
son flautuleikari spila fyrir gesti.
Kaffiveitingar verða báða dag-
ana í Eimreiðarskemntu.
Aðgangseyrir er 40 kr. fyrir full-
orðna og 20 kr. fyrir unglinga á
aldrinum 12-16 ára.
Laugardag
og sunnudag:
Sumar-
tónleikar
sembal eftir J.S. Bach. Mun það Flytjendur eru Michael Shelton,
fátítt hérlendis að heyra þessi verk fiðluleikari, og Helga Ingólfsdótt-
flutt í upprunalegri mynd. jr, semballeikari.