Þjóðviljinn - 08.10.1983, Síða 6
6 SÍÐA'- ÞJÓEmiiJINf^ tíéigín 'á:. —9/'*íkíf6ber'l(983's'-,'<
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastióri: Guörún Guömundsdóttir-
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafssen
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríöur H Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaöamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gislason,
Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson.
íþróttafrettaritari: Viöir Sigurösson.
Utlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson.''
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. 1
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar
Auglýsingar: Ásláug Jóhannésdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bilstjóri: Ólöf Siguröardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson,
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdottir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síöumúla 6, Reykjavik, simi 81333.
Umbrot og setning: Prent
Prentun: Blaöaprent h.f.
p itst Jor nargrci n
u
Birgðasöfnun
lóða í „Nígeríu
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur búið sér til
sitt skreiðarvandamál og sína Nígeríu. Á borgar-
stjórnarfundi í fyrradg viðurkenndi Davíð Oddsson
borgarstjóri að fréttir Pjóðviljans um hrikalega fjár-
hagsstöðu borgarinnar væru réttar. Hann kvað rétt að
greiðslustaða borgarinnar væri erfið, en hér væri um
skammtímavandamál „vegna birgðasöfnunar lóða“ að'
ræða. „Birgðasöfnun lóða“ þýðir á mannamáli að borg-
arsjóður þarf að bera kostnað af undirbúningi lóða í
Grafarvogi sem ekki hafa gengið út og reynast óseljan-
leg vara í bráð. Grafarvogurinn verður „Nígería“ vegna
þess að hann var frá upphafi óheppilegur til lóðasölu,
skipulag ekki miðað við þarfir væntanlegra íbúa, og svo
kauprán í landi til þess að bæta gráu ofan á svart. Og
eins og landsstjórnin nú stendur í samningum við Seðla-
bankann í Nígeríu leitar Sjálfstæðisflokkurinn ásjár
Seðlabanka íslands til þess að bjarga greiðsluvand-
ræðum vegna „birgðasöfnunar lóða“.
Útávið lætur borgarstjórinn í Reykjavík mannalega.
Samt stefnir í það að fjárvöntun borgarinnar nemi
meira en öllu framkvæmdafé borgarinnar á þessu ári
sem er 340 milljónir króna. Hlaupareikningur númer
56 í Landsbankanum er þegar orðinn aðalviðskipta-
banka borgarinnar mikill höfuðverkur. Yfirdráttur
borgarinnar á númer 56 er um þessar mundir 12% af
tekjum borgarsjóðs. „Birgðasöfnun lóða“ svarar ekki
til nema 155 milljóna af þeirri skuld sem borgin stefnir í
um áramótin og þá má ætla að eftir standi 200 milljónir
króna, sem fallið hafa til af öðrum ástæðum. Kristján
Benediktsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins
benti á það í borgarstjórn að fyrir 2 árum hefði Lands-
bankinn ekki treyst sér til þess að fleyta áfram 28
milljónum króna fyrir borgina, og það væri sannarlega
breyting til batnaðar ef hann gæti bjargað Reykjavíkur-
borg um 300 milljónir við næstu áramót.
„Nígería“ Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er á hans
eigin ábyrgð. Hann var varaður við en lét ekki segjast.
„Birgðasöfnun lóða“ getur reynst borgarbúum dýr, því
að eins og Sigurjón Pétursson sagði í borgarstjórn þá er
það þekkt að ef birgðasöfnun er utan skynsamlegra
marka þá er hæpið að reikna hana upp að fullu. Reikn-
ingnum fyrir kostnað vegna „birgðahalds á lóðum“
verður framvísað til borgarbúa í einhverri mynd, þegar
bankakerfið getur ekki lengur haldið Sjálfstæðis-
flokknum í Reykjavík á floti í skuldasúpu sinni.
iVi /í* - ekh.
Gœðammin
Jóhann J.E. Kúld, sem um árabil hefur ritað um
fiskimál í Pjóðviljann hefur birt rökstudda gagnrýni á
fræðslukvikmynd sjávarútvegsráðuneytisins, sem sýnd
var í sjónvarpinu fyrir viku. í ljós kemur að „sérfræð-
inga“ greinir á um aðgerðir við blóðgun og slægingu
fiskjar um borð í skipunum. Það er úr vöndu að ráða
fyrir sjómenn, þegar þeir sem kenna eiga vinnubrögð er
stuðlað gætu að betra hráefni, greinir á um leiðir. Ekki
verður annað séð en að sú aðferð sem kennd var í
kvikmyndinni sé óhæf við aðstæður um borð í skipum
þó að hún kunni að ganga upp á rannsóknarstofum með
sérhönnuðum búnaði.
Annars er það skoðun margra að ekki sé við sjómenn
og fiskverkunarfólk fyrst og fremst að sakast þegar rætt
er um hráefnisgæði. Það eru ráðamenn í fyrirtækjum,
stofnunum og landsstjórn sem ráða úthaldstíma skipa,
útbúnaði, verðlagningu og stjórnun, Umræðan um
gæðamálin leiðir í ljós að það er fyrst og fremst í á-
kvörðunum um þessa þætti sem finna má ástæður til
þess að hráefni verður lélegt. En ekki bætir úr skák
þegar menn eru ósammála um bestu vinnubrögð við
veiðar og vinnslu. - ekh.
Morgunþátturinn „A virkum degi’
Það mun hafa komið í ljós í
hlustendakönnun Hljóðvarpsins,
að morgunþáttur Stefáns Jóns
Hafstein í vetur er leið, var í hópi
þeirra þátta sem hvað mesta
hlustun hafði. Nú er Stefán farinn
utan til náms en morgunþáttur-
inn heldur áfram með nýjum
stjórnendum. Þau heita Stefán
Jökulsson, sem er ábyrgðarmað-
ur þáttarins, Kristín Jónsdóttir,
Kolbrún Halldórsdóttir og
Ólafur Þórðarson, sem sér um
tónlistarhlið þáttarins. Okkur lék
forvitni á að hitta hina nýju morg-
unþátta-stjórnendur og heyra í
þeim hljóðið eftir fyrstu vikuna.
Þegar okkur bar að garði voru
þau Stefán og Kristín að ljúka
símaviðtalstíma, þar sem hlust-
endum gafst kostur á að bera
fram spurningar sem síðan verð-
ur leitað svara við.
Vinnuaðstaða þeirra í þessum
símaviðtalstíma var í fundarher-
bergi útvarpsráðs og kom það
okkur nokkuð spánskt fyrir sjón-
ir.
Sjáðu til, útvarpshúsið er fyrir
löngu orðið of lítið, raunar kol-
sprungið og sú vinnuaðstaða sem
við höfum hér er lítil skonsa sem
er þarna framá gangi, en við
verðum að deila henni með Páli
Heiðari og Páli Magnússyni, sem
sjá um síðdegisþátt. Nú eru þeir
að undirbúa sinn þátt og þá verð-
um við að fara hingað inn, um
Þrír af fjórum umsjónarmanna morgunþáttarins „Á virkum degi“
vinstri Kolbrún, Stefán og Kristín. - (Ljósm.: —eik—).
frá
Vonum að
fiðringurinn
fari aldrei
aðra aðstöðu er ekki að ræða.
Við ættum eiginlega að skýra
þáttinn eftir vinnuaðstöðunni og
kalla hann „Á hrakhólum", sagði
Stefán Jökulsson.
Stefán sagði að hann væri ekki
alls óvanur útvarpinu, hann hefði
verið með þátt í fyrra, en aftur á
móti eru þær Kristín og Kolbrún
nýliðar. Kristín sagði að sér þætti
þetta allt saman mjög spennandi
og skemmtilegt og margt hefði
komið sér á óvart í byrjun, en
mest á óvart kom mér þó hversu
tæknimöguleikarnir eru miklir,
ég átti ekki von á því að þeir væru
eins miklir og raun ber vitni,
sagði Kristín. Hún sagðist auðvit-
að eiga margt ólært, sem útvarps-
maður, enda ekki nema vika liðin
síðan hún kom fyrst fram í út-
varpinu.
Merkilega róleg
- Hvernig leið þér sl. mánu-
dagsmorgun, þegar þú komst
fyrst fram í útvarpinu?
Ég var alveg merkilega róleg,
það var vissulega fiðringur í
manni og er enn, en ég hélt að ég
yrði taugaóstyrkari. Það bjargaði
miklu að við höfðum eina „gener-
alprufu" eins og það heitir á
leikhúsmáli, tókum það uppá
segulband og hlustuðum síðan á.
Þar komu ýmsir hnökrar í ljós
sem okkur hefur vonandi tekist
að lagfæra, sagði Kristín.
- Er þá allur taugatitringur
búinn?
Stefán sagði svo ekki vera, það
væri alltaf fiðringur og að von-
andi yrði hann alltaf, því annars
væri hætta á að menn slökuðu á.
Ætli við getum ekki orðað það
svo að við svitnum minna í lófun-
um núna en í byrjun, sagði hann.
- Vinnutími ykkar, er hann
langur?
Hann getur verið það, sagði
Stefán. Við mætum hér kl. 6 á
morgnana og förum þá yfir hand-
ritin, en ég tel vel unnin handrit
lykilatriði þess að þátturinn takist
vel. Nú, síðan byrjar þátturinn
kl. 7.15 og við erum að til kl. 9 en
inní þetta kemur leikfimi og frétt-
ir. Þegar útsendingu er lokið
komum við saman og spjöllum
um þáttinn og leggjum drög aö
næsta þætti. Við höfum svo tíma
frá kl. 9.30 til 12.00 til upptöku í
stúdíói, en það er alltaf eitthvað
af efninum sem er tekið upp fyrir-
fram, en annars reynum við að
hafa sem mest af svokölluðu lif-
andi efni í þættinum. Annars þori
ég að fullyrða að gerð svona þátt-
ar er mun meiri vinna en flestir
halda, sagði Stefán.
Þau Stefán og Kristín voru
þessu næst spurð að því hvernig
farið væri að því að láta efnið
passa uppá sekúndu, til að mynda
þegar fréttir hefjast kl. 8. Þau
sögðu að það væri í raun mjög
auðvelt, aðeins smá „trix“ eins og
þau komust að orði. Þetta er gert
þannig að við eigum alltaf segul-
bandsstubb uppá nákvæmlega 5
mínútur, með tónlist eða öðru
efni og hann er settur af stað þeg-
ar klukkuna vantar 5 mínútur í 8
og þá smellur allt saman. Hins-
vegar benti Stefán á, að ef frétta-
tíminn verður lengri en 5 mínút-
ur, sem vel getur komið til ef
eitthvað merkilegt er í fréttum,
þá verða þau að umreikna allt
uppá nýtt ásamt tæknimönnum,
þannig að efnið passaði þegar
þættinum lýkur kl. 9.
Óttast ekki
hugmyndaþurrð
- Er ekki hætta á því þegar fólk
er með nærri 2ja tíma daglegan
þátt í útvarpi að upp komi hug-
myndaþurrð varðandi efni þátt-
arins?
Ég óttast það ekki sagði Stef-
án. Þar kemur margt til. Við telj-
um okkur ágætlega hugmynda-
rík, síðan mun RÚVAK koma
inní þáttinn, þá erum við með
menn úti á landi, sem senda okk-
ur efni í þáttinn, raunar líka fólk
erlendis og síðast en ekki síst er
alltaf gaukað manni hugmyndum
frá hlustendum. Og það er ein-
mitt það sem við viljum. Við vilj-
um vera í sem nánustu sambandi
við hlustendur. Ég vil líka taka
það fram, að við erum ekki
fréttastofa númer tvö, heldur
erum við að reyna að gera þátt,
þar sem lögð er áhersla á hinar
mannlegu hliðar tilverunnar og
mannleg hugðarefni, sagði Stef-
án.
Að lokum voru þau spurð að
því hvort það væri ekki nokkuð
erfitt og bindandi að þurfa að
vakna kl. 5 á hverjum virkum
degi og vera komin til vinnu kl. 6?
Þau voru sammála um að svo
væri að vissu marki. Kvöldráp og
útstáelsi kemur ekki til greina hjá
þeim sem vakna þurfa kl. 5 og
eiga svo að vera upplagðir og vel
undirbúnir fyrir beina útvarps-
sendingu kl. 7.15, en þau sögðust
hafa ánægju af starfinu og það
væri mikíu meira virði en
eitthvert kvöldráp.
- S.dór.