Þjóðviljinn - 08.10.1983, Page 9
tp; Y*dni)Eo A' - «? rúgbft V’WlCJ/VCH/i'í - * iW? 8
Helgin 8.-9.’október 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9
I
l
Fegurð, kraftur og hraði hestsins hafa alla tíð heillað Ragnar
Sextugur
„jöklari” í
Lækjargötu
er í fullu samræmi við næmleika
hugans.
Peir sem hafa séð hina ágætu
grein Gísla Sigurðssonar í lesbók
Morgunblaðsins frá 10. september
síðastliðnum verður eflaust star-
sýnt ásíðastastórvirki Ragnars sem
er hin 6 metra háa mynd hans af
Bárði Snæfellsáss sem hann hefur
seitt út úr jöklinum eftir 1000 ára
veru þar. Dæmigerð hugljómun
hjá honum.
Þarna stendur tröllið Bárður
traustum fóturn í Stapa, alveg eins
og Ragnar stendur traustum fótum
fremstur núlifandi íslenskra mynd-
höggvara, lærifaðir margra þeirra
og vinur sem aldrei segir misjafnt
orð um þá sem ekki hafa hlotið
náðargáfuna. Rammíslenskur
listamaður sem á rætur sínar djúpt í
hrauni og mosa Snæfellsness,
uppalinn með jökulinn að baki,
sjávarhamra og brim framundan.
Þarna dvaldi hann á sextugsafmæli
sínu með öðrum „Jöklurum" og
vann stórvirki. Myndir Ragnars
bera þess glöggt vitni að hann hefur
ekki látið glepjast af innfluttum
„ismurn" en hefur skapað sér sinn
eigin sterka stíl sem ég vildi kalla á
íslensku ýkjustíl. Fólkið og dýrin til
sjávar og sveita hafa orðið yrkis-
efni hans.
Ekki veit ég hvort dálæti Ragn-
ars á hestinum er frá þeirri tíð er
þeir „tvímenntu" á merinni, hann
og graðfolinn á förnum vegi, báðir
10 vetra gamlir, en víst er að fegurð
kraftur og hraði hestsins hafa alla
tíð heillað hann.
Manneskjan Ragnar Kjartans-
son er ekki síður áhugaverður en
verk hans. Það er sama hvort hann
situr með rissblokkina, vatnslita-
pensilinn eða gítarinn, syngjandi,
allt gerir hann með hlýju og inni-
leik náttúrubarnsins. Sýning Ragn-
ars í Listmunahúsinu er listvið-
burður. Það er enginn svikinn sem
gengur tröppurnar í Lækjargötu 2
og litast þar um.
Arni Jónsson.
Maður með stóran haus, stóran
búk, hendur og fætur í samræmi og
umfram allt stóra sál. Hvað er
maðurinn að gera í Lækjargötu?
Hann er að sýna list sína í „galleríi"
sem fáir vita að er til. í litlu húsi
Ragnar. Ljósm.: gel.
sem hvorki er norrænt eða nefnt
eftir meistara Kjarval. Þetta hús
stendur á mesta umferðarhorni
borgarinnar. Ef við leitum vel,
finnum við litlar dyr syðst á þessu
húsi og þar inn af stiga upp á loft.
Þarna uppi leynist ljómandi falleg-
ur sýningarsalur og þarna hefur
Ragnar Kjartansson myndhöggv-
ari sett upp einkasýningu.
Einkasýningu myndhöggvara sem
er gífurlegt átak. Ekki ætla ég mér
þá dul að skrifa um einstaka verk
Ragnars, enda verða sjálfsagt til
þess sérfræðingar. Þarna heldur
Ragnar mikla afmælisveislu í leir
og býður alla velkomna, ef ég
þekki hann rétt. Ég kalla hann
stundum leirskáld en þegar Ragnar
fer að yrkja í þetta efni sem hefur
fylgt manninum alla tíð til gagns og
gleði, þá er það enginn leirburður.
Næmleiki þessara stóru handa
Vió minnum á
vetrar-
skoóunina
I Í)SKODA 3.0 t verð m/ssk. kr. 1.086
£Z$cl> G&emee' 4.0 t kr. 1.447
4 cyl. 3.0 t kr. 1.086
6cyl. 3.5 t kr. 1.266
CHRYSLER 8cyl. 4.0 t kr. 1.447
Markús Úlfsson, móttökustjóri þjónustu-
deitdar, tekur við bókunum og veitir allar
frekari upplýsingar um vetrarskoðunina.
Meö fullkomnum rafeindamæfitækjum sem
tengd eru við vélina og rafkerfi hennar má
mæla öll gangstig af mikilli nákvæmni.
Auk þess sem „Vetrarskoðunin" ætti að
fyrirbyggja alls kyns hugsanleg óþægindi
sem óneitanlega fylgja vetrarakstri, er
ástæða til að vekja athygli bifreiða-
eigenda á þeim bensínsparnáði sem rétt
stillt vél hefur í för með sér. Vanstillt
vél getur hæglega kostað eigandann
þúsundir króna í óþarfan bensínkostnað
á tiltölulega skömmum tíma.
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600
Einar
Erlingur
Fjórða
alþjóðasambandið
45 ára
ÍSLENSKA ÓPERAN
Askriftarkort
Fylkingin efnir til almenns fundar í dag laugardaginn 8. október
kl. 15:00 á Hótel Borg í tilefni af 45 ára afmæli Fjóröa alþjóða-
sambandsins.
Fagnaöur um kvöldið. Takmarkað upplag miða.
Sósíalistar! Mætið og kynnið ykkur stefnu og baráttu eina
alþjóðasambands byltingarsinnaðra marxista í 45 ár.
Sala áskriftarkorta er hafin á eftirtaldar sýningar:
La Traviata eftir Verdi
Rakarinn í Sevilla eftir Rossini
Nóaflóðið eftir Britten
Styrktarfélagar hafa forkaupsrétt til þriðjudagsins 11. október.
Miðasala opin daglega frá kl. 15-19.
Almenn sala áskriftarkorta hefst miðvikudaginn 12. október.
Fundarstjóri:
Pétur Tyrfingsson.
Ræður og stutt ávörp flytja
Einar Ólafsson
Erlingur Hansson
Kormákur Högnason
Már Guðmundsson
Svava Guðmundsdóttir
Pétur