Þjóðviljinn - 08.10.1983, Síða 11

Þjóðviljinn - 08.10.1983, Síða 11
Helgin 8.-9. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Doktor í einokunar- versluninni Gísli Gunnarsson sagnfræð- ingurvarði 17.septembers.l. doktorsritgerð við Háskólann í Lundi í Svíþjóð og nefnist hún Einokunarverslun og efna- hagsleg stöðnun. Rannsókn á utanríkisverslun íslands 1602- 1787. Ritgerðin er komin út í bókarformi á ensku (Monopoly Trade and Economic Stagnati- on). j Dr. Gísli Gunnarsson leggur í ritgerð sinni sérstaka áherslu á að kanna samspil einokunarverslun- arinnar og úreltra íslenskra samfé- lagshátta á umræddu tímabili en rannsókn á þeim skipar stórt rúm í verkinu. Utanríkisverslun hafi ver- ið mikilvægur þáttur í íslensku samfélagi á 18. öld miðað við hugs- anlegar „þjóðartekjur". Hann kemst að þeirri niðurstöðu að ein- okunarverslunin hafi hindrað veigamiklar breytingar á íslenskri samfélagsgerð, þar á meðal fram- farir í atvinnumálum, einkum fisk- veiðum. Aðeins með auknu versl- unarfrelsi hafi efnahagslegar fram- farir verið mögulegar á íslandi. Gísli hefur jafnframt gert ítar- lega könnun á bókhaldi einokun- arkaupmanna, einkum á tímabi- linu 1743-1787, og birtir í ritgerð sinni yfirlit um gróða eða tap versl- unarinnar fyrir hvert ár. Verslunin skilaði flest árin hagnaði, en inn á milli komu tímabil umtalsverðs tapreksturs. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að tveir þættir hafi einkum ákveðið hag verslunarinn- ar: Viðskiptakjör kaupmanna er- lendis (en verðlag á íslandi var fast- ákveðið og óháð erlendum verð- lagssveiflum) og samsetning og magn íslensks útflutnings, sem breyttist kaupmönnum í óhag þeg- ar harðindi voru í landinu. Stafaði það m.a. af því að helsta hagnaðar- von kaupmanna fólst í fiskútflutn- ingi en hins vegar töpuðu þeir að jafnaði á ullarútflutningi. Dr. Gísli Gunnarsson gerir einn- ig í bók sinni rannsókn á viðskipta- tengslum einokunarkaupmannanna í Evrópu og kemst m.a. að þeirri Gísli Gunnarsson: nýbakaður doktor frá Lundi. Ljósm.: eik. niðurstöðu að Hamborgarar hafi haldið áfram þeirri hefð, sem hófst á 16. öld, að ráða mestu um sölu íslensku skreiðarinnar nær allt ein- okunartímabilið, þótt einokunin hafi upphaflega verið sett þeim til höfuðs. Raunar virðist Kaup- mannahöfn oft hafa verið illa í stakk búin að annast íslandsversl- unina, sem þó var mikilvægasti þátturinn í verslun kaupmanna borgarinnar við fjarlæg lönd fram yfir 1730. Sést þetta m.a. á athug- unum hans á skipakosti Kaupmannahafnar og Islands- verslunarinnar. Dr. Gísli Gunnarsson er fæddur í Reykjavík 1938, sonur hjónanna Gunnars Jóhannessonar og Mál- fríðar Gísladóttur. Hann lauk prófi frá Edinborgarháskóla 1961 og stundaði framhaldsskólakennslu í Reykjavík til 1972. Síðan hefur hann stundað framhaldsnám, há- skólakennslu og rannsóknarstörf og hafa komið út eftir hann í fræði- grein hans, hagsögu, ýmis rit og greinar auk doktorsritgerðar. Hann er kvæntur Sigríði Sigur- björnsdóttur og eiga þau þrjár dæt- ur. Doktorsritgerðin er til sölu í takmörkuðu upplagi í Bóksölu stú- denta og afgreiðslu Sögufélagsiris. - GFr. Kalmar eldh úsinnrétting hefur ibað sem barf Sú mikla fjölbreytni sem er að finna í útliti og skápagerðum gerir okkur kleift að laga innréttingar að hvaða rými sem er. Við ráðleggjum, mælum og teiknum yður að kostnaðarlausu. Sá sem eignast Kalmar-innréttingu, eignast vandaða vöru á vægu verði. Jogginggallar 495 kr Nærföt 49 kr. Vattblússur 590 kr. Kakibuxur 399 kr. Gallabuxur 399 kr. Vinnuskyrtur 199 kr Barnaúlpur 100 kr. Háskólabolir 249 kr. I LEIFTURSÓKNARSALNUM, SKÚLAGÖTU 26 ATH: Mikið úrval af fatnaði á Aðeins 100 kr. VINNUFATABUÐIN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.