Þjóðviljinn - 08.10.1983, Síða 13

Þjóðviljinn - 08.10.1983, Síða 13
Helgin 8.-9. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Fyrsta sýningin í Ljósmyndaskálanum eru aldamótamyndir frá Reykjavík, flcstar teknar af Magnúsi Ólafssyni. Nýr sýningarstaður við Óðinstorg: Ljósmyndaskálinn Að Týsgötu 8 hefur nú göngu sína Ljósmyndaskálinn, sölugallerí með ljósmyndir. Tilgangur með stofnun og rekstri Ljósmynda- skálans er að kynna gamlar og nýj- ar Ijósmyndir, sem hafa listrænt og menningarlegt gildi. Viðhorfin gagnvart ljósmynd- inni hafa breyst mjög hin síðari ár og gera menn sér þess æ betri grein að ljósmyndin er orðinn gildur þáttur í menningu okkar, fyrir- ferðarmikill í öllu hversdagslífi sem upplýsinga- og fræðslumiðill, en jafnframt nýtur Ijósmyndin nú orð- ið viðurkenningar sem fullburða og sjálfstæð listgrein. Til vitnis um þetta er mjög aukið umfang söfn- unar, skráningar og sýninga á ljós- myndum. Ljósmyndaskálinn væntirgóðrar samvinnu við alla þá aðila sem hagsmuna eiga að gæta varðandi ljósmyndir hér á landi, bæði fræði- menn sem fjalla um hinn sagn- fræðilega og menningarlega þátt, en ekki síður ljósmyndarana sjálfa sem í dagsins önn eru að skapa sögu með vinnu sinni. Fyrsta sýning Ljósmyndaskálans er einmitt til vitnis um það, þar sem ljósmyndavélin hefur skráð sögu, þ.e. fæðingu Reykjavíkurhafnar á árunum upp úr aldamótum. Deigla þessarar framkvæmdar, sem á sinnar tíðar mælikvarða var jafn risavaxin og virkjanaframkvæmdir okkar tíma, birtist okkur á þessum ljósmyndum, sem langtum flestar eru úr safni Magnúsar heitins Ól- afssonar. Ljósmyndaskálinn er opinn dag- lega, milli 2 og 6 virka daga, en milli 10 og 2 á laugardögum. Fyrsta bindið i nýju ritsafni komið út: Islenskir annálar Anders Hansen skráði íslenskir annálar heitir ritsafn sem Bókaklúbbur Arnar og Örlygs hefur nú hrint úr vör og er fyrsta bindið komið út. í því er tckið fyrir tímabilið 1400-1449 en í ritsafninu verða atburðir íslandssögunnar raktir lið fyrir lið frá ári til árs. Ritstjóri þessa safns er Anders Hansen blaðamaður og sagnfræði- nemi en Haukur Halidórsson myndskreytir. í meginmáli bókarinnar er eink- um stuðst við forna annála, og er efni þeirra steypt saman, þannig að þeir mynda eina heild. Einnig er leitað fanga í íslensku fornbréfa- safni, í Árbókum Espólíns, íslensk- um þjóðsögum og víðar. Við hvert ár er birt eitt fornbréf, þ.e. bréf sem skrifað hefur verið við- komandi ár, og fjalla þau um hin fjölbreytilegustu efni; jarðakaup, erfðaskrár, kaupmála og margt fleira. Þá eru í bókinni stuttar ritgerðir, þar sem varpað er ljósi á ýmislegt það sem annálar segja frá. Meðal ritgerðanna er t.d. útskýring á valdsviði hirðstjóra, sagt frá sigl- ingum milli landa á 15. öld og sagt frá hvernig umhorfs hefur verið heima á biskupsstólunum, svo fátt eitt sé talið. Á fyrri hluta 15. aldar, sem fyrsta bindið segir frá, gerðust merkir atburðir. Par má nefna Svartadauða, siglingar Englend- inga til landsins, síðasta sambandið við Grænland o.fl. Fimmtánda öldin er öld glæstra höfðingja svo sem Árna Ólafssonar hirðstjóra og biskups, Björns Jórsalafara og Lofts ríka Guttormssonar. Á annað hundrað mynda eftir Fiauk Fialldórsson prýða bókina og fer myndlistarmaðurinn eftir eigin hugboði um útlit fólks og sviðsetn- ingu bókarinnar en reynt er að fara sem næst sanni hvað varðar klæðn- að, húsakost o.fl. Bókin er 209 bls. -GFr VIÐBÓTARLÁIM FRÁ HÚSNÆÐISSTOFNUN Reglur um úthlutun viöbótarldna skv. dkvöróun ríkisstjómarínnar 1. Umsækjendur, sem fengu eða fá frumlán (1. hluta) til nýbygginga og lán til kaupa á eldra húsnæði á árunum 1982 og 1983 úr Byggingarsjóði ríkisins, er gefínn kostur á viðbótarláni allt að 50% af upphaflegu láni þeirra. 2. Viðbótarlánin koma til greiðslu á árinu 1983 og nema allt að 50% af þeim lánshlutum, sem veittir voru á árunum 1982 og 1983. LánshJutar, sem koma til greiðslu á árinu 1984 verða með 50% hækkun, skv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar. 3. Ef framkvæmdaaðili (t.d. byggingarsamvinnufélag) hefur fengið framkvæmdalán til byggingar íbúða, þá eiga kaupendur þeirra rétt á viðbótarláni, að því tilskildu að íbúðirnar hafi verið gerðar fokheldar frá og með 1. október 1981. Ef uppgjör við framkvæmdaaðila fer fram frá og með 1. janúar 1984 þarf ekki að sækja um viðbótarlán, sbr. 2. tölulið. 4. Ef um eigendaskipti er að ræða á núverandi eigandi rétt á viðbótarláni, leggi hann fram þinglýstan kaupsamning eða veðbókarvottorð. 5. Viðbótarlán verða afgreidd frá veðdeild Landsbanka íslands með kjörum, sem giida um nýbyggingarlán (F-lán) og lán til kaupa á eldra húsnæði (G-Ián). Varðandi veð skal þó heimilt að taka síðari veðrétti en 1. og 2. veðrétt, að því tilskildu, að áhvílandi uppfærð lán, að viðbættu viðbótarláni húsnæðismálastjórnar, nemi ekki hærri fjárhæð en 65% af brunabótamati íbúðarinnar. Sækja verður um viðbótarlán á eyðublaði, sem Húsnæðis- stofnun ríkisins leggur til. 7. Gmsóknir um viðbótarlán skulu berast Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 1. desember 1983. Afgreiðsla lánanna hefst svo fljótt sem unnt er, þótt frestur til að skila umsóknum standi til 1. desember nk. c§o Húsnæðisstofnun ríkisins Gœði og verö sem koma á óvart!

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.