Þjóðviljinn - 08.10.1983, Síða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. október 1983
mhg ræöir við Þórarin Ásmundsson, bónda á Vífilsstöðum
í Hróarstungu um búskap, sveitarstjórnarmál, landspólitík o.J7.
Ekki þykir mér ótrúlegt að
Þórarinnminná
Vífilsstöðum í Hróarstungu
teljiöruggtaðég séannað
hvort steindauður eða
óráðsíumaður hinn mesti.
Fyrri ályktunin væri röng en
sú síðari sjálfsagt ekki fjarri
lagi. Ailt hefur sínar ástæður.
Og ástæðan fyrir því að mér
f innst beinlínis eðlilegt að
Þórarinn hugsi á þessa leið
er sú, að í sumar-eða var
það kannski í vor- kom ég
sem snöggvast við á
Víf ilsstöðum og falaðist eftir
blaðasamtali við Þórarin. En
sá hluti heimsbyggðarinnar,
sem les Þjóðviljann, hefur
ekki séð það viðtal enn, hvað
þá aðrir. Svo það er ekki
nema von að Þórarinn sé
farinn að hugsa mér það
óþvegið.
Já, það skeði nefnilega þegar ég
var að flækjast austur á Héraði þrjá
eða fjóra daga í sumar (eða vor),
að þeim Vigfúsi Eiríkssyni og
Magnúsi Magnússyni í Egilsstað-
akauptúni kom saman um að nú
skyldu þeir fara með mig út í Hró-
arstungu. Kannski var megintil-
gangurinn sá að sýna mér sveitina
þar sem Vigfús bjó sjálfur lengi og
svo hún Anna móðursystir mín á
Kirkjubæ og séra Sigurjón maður
hennar. Og ekki var nú lakara að
hitta í leiðinni eitthvað af góðu
fólki, sem auðvitáð er á hverjum
bæ þarna í Hróarstungunni, eins og
raunar gengur og gerist til sveita.
Vigfús réði ferðinni og hann áleit
„Greindarvísitalan
Þórarinn á Vífilsstöðum og kona hans, Bjarney G. Jónsdóttir. - Mynd: mm.
að við hefðum allir gott af því að
tala við Þórarin Ásmundsson,
bónda á Vífilsstöðum.
Fæddur sama áriö
og Halldór E.
Og allt í einu erum við komnii
heim á hlað á Vífilsstöðum. Fyrir
dyrum úti stendur Þórarinn bóndi.
vörpulegur maður með ljóst skegg,
fjörfiskur í augum.
- Komið þið í bæinn upp á kaffi
og kleinur, segir hann.
Og eftir að hafa hvolft í mig úi
þremur kaffibollum og hesthúsað
kleinur í samræmi við það fer ég að
falast eftir viðtali við húsbóndann.
- Og andskota kornið, segii
hann, - það er ekkert að frétta
núna héðan úr Hróarstungunni.
- Ertu Tungumaður að ætt og
uppruna?
- Já, ég verð víst að teljast það.
Ég fluttist hingað með foreldrum
mínum, Ásmundi Þórarinssyni og
Solveigu Sveinsdóttúr 1923 og
komum við frá Kleppjárnsstöðum
hérísveit. Þarbjuggu þaufrá 1910-
1923 og þar fæddist ég 7. janúai
1915, sama árið og Halldór E., en
það hefur víst bara hann einn al
þessum árgangi orðið fjármálaráð-
herra. Og það er víst nóg.
Ég var svo hér hjá foreldrum
mínum þar til ég tók við búinu.
- Hvernig jörð eru Vífilsstaðir?
- Þetta er sæmileg jörð og allstór
og það er enginn vandi að búa
hérna ef hægt er að búa á annað
borð. Vífilsstaðir voru í öndverðu
með stærri jörðum í Hróarstungu.
En þegar skipt var út úr jörðinni
hjáleigunum Heykollsstöðum og
Dagverðargerði og síðar Vífilsnesi
þá þrengdi auðvitað að heimajörð-
inni. Töluvert af landinu ererfitt til
ræktunar svo sem flóarnir á
er
svo
há”
heiðinni, sem eru flatir og vot-
lendir. Niðri við Fljótið er 200
hesta engjaland, Vífilsstaðanes,
þurrt að mestu þegar fljótið heldur
sér í skefjum en fer undir vatn.í
flóðum og er talið liggja of lágt til
þess að hægt sé að rækta það.
Hlýtt til
Vestfiröinga
- Árið 1940 fékk ég svo konuna
og þá magnaðist ég-um allan helm-
ing. Hún heitir Bjarney Jónsdóttir
og er úr fjærsta fjórðungnum, af
Vestfjörðum. Hún kom hingað
upphaflega sem kaupakona og það
var góð kaupakona. Síðan hefur
mér alltaf verið hlýtt til
Vestfirðinga og nú erum við búin
að vera gift í 42 ár.
- Og hafið eignast börn og buru?
- Jú, við höfum tvöfaldað okkur,
eigum fjóra stráka.
- Ogerueinhverjirþeirraviðbú-
skapinn?
- Einn þeirra er bóndi, já, Ás-
mundur, býr hér á næsta bæ, Þórarinn og félagi Vigfús. Það fór vel á með þeim bæði í póiitíkinni og
Heykollsstöðum, en allir eru þeir fræðslunefndinni. Mynd: mm.
búsettir hér eystra. Tveir þeirra eru
hérna á Fellabæ, þorpinu vestan
Lagarfljótsbrúarinnar, Jón verk*
stjóri og Eyþór bifreiðastjóri og
svo Veigur rafvirki í Egilsstaða-
kauptúni, vinnur hjá Rarik.
- Veigur, það er sjaldgæft nafn
og ég hef raunar aldrei heyrt það
fyrr sem mannsnafn.
- Já, ég verð líklega að sækja um
einkaleyfi á því, ég er hræddur um
að farið sé að stela því frá mér.
Sonabörnin eru orðin 12 og ætti
það að vera nokkur trygging fyrir
því að þessi ágæti ættleggur deyi
ekki út, fái fólk að lifa hér á jörð-
inni á annað borð.
En þó að þetta sé á margan hátt
góð jörð og við höfum komist
þokkalega af þá hef ég aldrei verið
neinn stórbóndi og nú er ég að
mestu hættur þessu hokri.
Með ráöskonu
og öllu tilheyrandi
Við víkjum talinu að félags- og
framfaramálum í sveitinni og þar
sem ég hef nokkuð ákveðinn grun
um að Þórarinn sé mikill félags-
hyggjumaður þá spyr ég um af-
skipti hans af þeim. Þórarinn gerir
ekki mikið úr því og ég finn að
honum þykir flest orðaverðara en
eigin störf.
- Jú, ég lenti í hreppsnefndinni
um tíma og svo var ég nokkuð lengi
í skólanefnd með honum Fúsa,
(Vigfús Eiríksson, fararstjóri í
þessari Hróarstunguför). Sam-
vinna okkar var mjög góð og við
brösuðum ýmislegt saman í skóla-
málunum. Það var hér náttúrlega
lengst af farkennsla, eins og gekk
og gerðist í sveitum. En svo fór
jörðin Stóribakki í eyði 1958 og
Landnámið keypti jörðina. Þá datt
okkur í hug að taka íbúðarhúsnæð-
ið þar á leigu til kennslunnar.
Þarna varð heimavist, einskonar
skólaheimili með ráðskonu og öllu
tilheyrandi. Kennslutíminn lengd-
ist þó ekki því krökkunum var skipt
og var hvor hópur í skólanum á-
kveðinn tíma en heima á milli. Ég tel
að þetta hafi gefist vel og að við
félagi Vigfús þurfum síst að sjá eftir
því að hafa beitt okkur fyrir þessari
breytingu.
Alltaf horft til
sólaruppkomunnar
- „Félagi Vigfús", segirðu, og þá
finnst mér nú einhvernveginn að
við séum farnir að nálgast hin pólit-
ísku landamæri. Hefurðu haft
mikil afskipti af pólitík, Þórarinn?
- Ekki get ég nú kannski sagt það
og fer þó eftir því hvað við er átt.
En ég varð snemma pólitískur og
hef alltaf horft í austur, í átt til sól-
aruppkomunnar. Ef menn verða
einu sinni róttækir, og hugur fylgir
máli, þá verða menn það ætíð upp
frá því. En við, þessir róttæklingar
hér, höfðum nú líka ágæta kyndara
þar sem voru þeir Siggi í Heiðar-
seli, - þú hefur nú spjallað við
hann, - og Eiríkur Stefánsson. Þeir
drógu ekki af sér við að blása í
glæðurnar. Hróarstungan var líka
kölluð „rauða sveitin'1 og var besta
sveitin hér austanlands. Eiðaþing-
háin kom næst. Við berum auðvit-
að ábyrgð á byltingunni í Rússlandi
og öllu því, sem síðan hefur gerst í
Sovétríkjunum. Mikil ósköp. Og
ég hef aldrei verið óánægður með
að vera kallaður kommúnisti, síður
en svo.
- Það hefur nú stundum veriðtal-
að um „svarta sauði" og hefur nú
ekki beinlínis þótt virðingarheiti en
voru ekki rauðir sauðir í ennþá
minni metum hér um slóðir?
- Ja, það bar nú undra lítið á því
að horn væri haft í síðu okkar fyrir
pólitískar skoðanir. Auðvitað var
talið nauðsynlegt að líta svona eftir
okkur. En við vorum hreint ekki
óvinsælir, þessir félagar, held ég,
taldir frekar meinlausir öðrum en
þá sjálfum okkur.
- Hver er skýring þín á því hvað
sósíalisminn á miklu fylgi að fagna
á Austurlandi?