Þjóðviljinn - 08.10.1983, Síða 21

Þjóðviljinn - 08.10.1983, Síða 21
Helgin 8.-9. október 1983 WÓÐVILJINN - SÍÐA 21 Hrafn Sveinbjarnarson á Hallormsstað sjötugur - Þær eru nú ýmsar og yrði of langt mál að fara að rekja þær. En meginskýringin er einfaldlega sú hvað greindarvísitalan er þar há. Spurðu bara hann Stefán Jónsson, fyrrverandi alþingismann. Hvað hefur ekki komið í ljós við forset- akjörin? Hvergi áttu þau Kristján heitinn Eldjárn og Vigdís hlutfalls- lega meira fylgi að fagna en hér austanlands. Ætli það segi ekki sína sögu? Svipur hjá sjón - Eru Tungumenn eins róttækir og áður? - Já, sumir eru það, en þetta er orðið dálítið öðruvísi. Línur í pólit- íkinni eru óskýrari en áður. En Tungumenn yfirleitt gera skarpan greinarmun á íhaldssömum sjónar- miðum og róttækum. Þessvegna kusu þeir, því nær allir, Alþýðu- bandalagið í kosningunum 1978. Því olli, öðru fremur, samstjórn þeirra Geirs og Ólafs. Og nú er aftur sest að völdum samskonar stjórn og þó raunar sýnu verri. Ólafur er að vísu utandyra og unir því varla alltof vel. En Steingrímur tyllti sjálfum sér á toppinn og trón- ar nú yfir þeirri verstu stjórn, sem hér hefur setið síðan við fengum innlenda ráðherra. Furðulegt hvað menn geta orðið miklir verrfeðr- ungar. En hvað um það, Framsókn og íhald hafa fengið sína stjórn, sem sýnist eiga það markmið æðst að færa okkur áratugi aftur í tímann og verði þeim að góðu. - Ertu ánægður með Alþýðu- bandalagið? - Bæði já og nei. Ég verð að játa það að mér finnst suma forystu- menn Alþýðubandalagsins skorta róttækni. Hún mætti vera meiri. En hafi Alþýðubandalagið breyst þá á það ekki síður við um suma aðra flokka. Og þá á ég alveg sér- staklega við Framsóknarflokkinn. Hann er ekki orðinn nema svipur hjá sjón. Framsóknarmenn voru það róttækir í gamla daga að þeir gætu vel verið Alþýðubandalags- menn nú án þess að skipta um skoðun á nokkru máli. En hægri mennskan hefur færst þar í aukana með ári hverju. í sumum greinum er Framsókn orðin íhaldssamari en sjálft íhaldið, en viðsjálli að því leyti, að hún hefur svo ríka til- hneigingu til þess að leika tveim' j skjöldum. Engum, sem þekkir stjórnmálaferil Ólafs Jóhannes- sonar, getur dulist, að hann er beingaddaður íhaldsmaður. Steingrímur tók við flokksfor- mennskunni af honum, myndar stjórn með íhaldinu, gerir sjálfan sig að forsætisráðherra, rekur alla fyrrverandi samflokksráðherra sína og gengur nú að því með slíku ofurkappi að framkvæma léiftur- 1 sóknarstefnu íhaldsins að því er j sjálfu farið að blöskra. Og þetta er . maðurinn, sem ekki alls fyfir löngu | leiddi flokk sinn til kosninga undir j kjörorðinu Allt er betra en íhaldið, j að vísu stolnu frá Tryggva heitnum j Þórhallssyni. Þetta heitir að snúa faðirvorinu upp á fjandann. - Svo þér finnst Steingrímur ekki ýkja stefnufastur? - Stefnufastur, hann Steingrím- ur, hver var stefna hans í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens? Hver kem- ur auga á hana? Ef Steingrímur hefur einhverja stefnu þá er hún sú að vera ráðherra. Heyrðu, við skulum hætta að tala um Steingrím, mér finnst hann óskemmtilegt umræðuefni. A tkvæðagreiðsla með fótunum Það var oft gaman að takast á við íhaldsmennina hér í gamla daga. Þeir voru yfirleitt andvígir framfar- amálum sem okkur fundust vera, og voru það af hjartans sannfæringu. Siggi minn frá Heiðarseli sagði þér víst eitthvað frá því. Ég minnst þess t.d. að eitt sinn er gengið var til atkvæða á fundi um mál, sem okkur rauðlið- unum fannst tvímælalaust horfa til heilla, að þá rétti einn þeirra upp báðar hendurnar til þess að reyna að fella máliö. Hann hefði rétt upp báða fæturna líka, ef hann hefði haft nokkra vón um að þeir yrðu taldir með. Þegar ég hitti Hrafn Sveinbjarn- arson síðast uppi á Fljótsdalsheiði í lok ágústmánaðar í sumar kom mér ekki í hug sjötugur maður. Við röbbuðum saman í hópi þess sam- henta liðs, sem vinnur að undir- búningi vegna Fljótsdalsvirkjunar og hafa flestir dvalið þar mörg sumur og stundum fram í vetrar- byrjun á heiðinni. Góður máls- verður og kaffið hjá Einari frá Mýnesi og ráðskonunni á Grenis- öldu yljaði mönnum við samræð- urnar, en úti sleit úr fyrstu slyddu- élin, sem minntu á haustið í nánd. Á leiðinni niður í Fljótsdal varð mér einmitt hugsað til þess, hversu hressir menn voru í bragði á Gren- isöldu og hvað Hrafn virtist kunna vel við sig í þessum hópi, þar sem flestir voru langtum yngri en hann að árum. Þar kemur hins vegar fram einn þátturinn í skaphöfn Hrafns sem er fallinn til að laða að ungt fólk, gáskinn og gamansemin sem brýst fram þegar minnst varir undan dulu og svolítið hrjúfu yfir- bragði og hugmyndaflug sem vekur forvitni viðmælandans. Hrafn Sveinbjarnarson kom ungur í Hallormsstað skömmu áður en ég fæddist og starfaði á skólabúinu við Húsmæðraskólann hjá Benedikt Blöndal og Sigrúnu P. Blöndal föðursystur minni á meðan þau lifðu og eftir þeirra dag. Eftir að Benedikt féll frá í ársbyrj- un 1939 bar Hrafn alla ábyrgð á búrekstrinum og var hægri hönd Sigrúnar á því sviði. Stofnun skóla- búsins um 1930 var landnám, þar sem ræktun og peningshús voru brautryðjendaverk, sem Benedikt mótaði og báru merki kunnáttu- mannsins. Nýtískulegra kúabú var varla að finna á Austurlandi á fjórða tug aldarinnar, með stáss- legu fjósi og eggsléttum túnum. Þetta stakk mjög í stúf við gamla tímann, sem ég ólst upp við heima áHalIormsstað, þarsem nýjungum var tekið með miklum fyrirvara. Við þessar aðstæður starfaði Hrafn sem ráðsmaður og bóndi á stóru búi með kvennaskara mikinn innanstokks. Vinnumenn hafði hann marga, en þeir voru fyrr en varði „gengnir út“ í faðmi ein- hverrar námsmeyjarinnar og hófu sitt eigið landnám reynslunni ríkari hjá Hrafni. Það var ekki að furða þótt nokk- ur ljómi stafaði af þessum búrekstri og ég er viss um að þessar aðstæður áttu sinn þátt í að móta með Hrafni þann stórhug og víðsýni, sem hefur fylgt honum í orði og æði til þessa dags. Samskipti milli gamla búsins á Hallormsstað og skólabúsins voru talsverð og við guttarnir niðri í bæ oftast þiggjendur í þeim við- skiptum. Ég minnist þess hve gott var að leita til Hrafns á þeim árum og hann lét okkur strákana aldrei gjalda þess þótt nokkur spenna væri í samskiptum við föður okkar skógarvörðinn, sem ekki var alltaf reiðubúinn að líta á ráðsmanninn unga sem jafningja. Hrafn var talsmaður nýrrar kyn- slóðar, sem einn góðan veðurdag tók völdin í Vallahreppi í sveitar- stjórnarkosningum 1946, ýtti öldn- um sveitarhöfðingjum til hliðar, og þessi nýi en óformlegi meirihluti kaus Hrafn sem oddvita í stað Sveins Jónssonar á Egilsstöðum. Því trúnaðarstarfi gegndi hann til ársins 1974 og ávann sér vinsældir og virðingu innan og utan sveitar. Oddvitastarfið varð honum skóli ekki síður en bústörfin fyrrum og nú fengu menn að kynnast funda- og ræðumanninum Hrafni, sem hleypti lífi í fundi með skorinorð- um málflutningi, fleygum setning- um og kviðlingum sem lifðu eftir að skraf annarra var gleymt og grafið. Hrafni er vel lagið að fá fólk til að hlusta og hann kann þá list að koma mönnum á óvart og andstæð- ingum í opna skjöldu. Hvarvetna þar sem ég hef heyrt til hans er hann fundvís á kjarna máls, og þeg- ar því er að skipta er hann trúr talsmaður þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Hrafn er ein- dreginn vinstrisinni og fer hvergi dult með það. Hann hefur lengst af talið sig eiga samleið með Fram- sóknarflokknum, en jafnframt stutt þá sem reynt hafa að toga Fram- sókn til vinstri og viljað halda forystu hennar við það efni sem þorri fylgismanna telur hana kjörna til. í augum forystunnar hefur Hrafn lengst af verrð mikill skelfir og óþekktarormur, eins konar „enfant terrible", en jafn- framt veitt ýmsum óbreyttum liðs- manni friðþægingu og von um að maddaman snúi frá villu sinni. Hrafn hefur þannig verið hróp- andi, sem eftir hefur verið tekið um land allt, en mér er til efs að hann telji ómaksins vert að kalla út í þann sorta, sem nú grúfir yfir á þeim bæ. Eftir að búrekstur var lagður niður við Húsmæðraskólann á Hallormsstað upp úr 1960 stundaði Hrafn vörubílaakstur sem aðalstarf um árabil og var í fory stu fyrir stétt- arfélagi vörubifreiðastjóra á Hér- aði. Sem slíkur sótti hann þing Al- þýðusambands íslands og lagðist þar sem annars staðar eindregið á sveifina til vinstri. Kaflaskipti urðu í lífi Hrafns en hann kvæntist Þórnýju Friðriks- dóttur forstöðukonu haustið 1947. Þau reistu sér hús á Hjalla skammt innan við Staðará. Þeir sem þekktu Þórnýju geta gert sér í hugarlund hver gæfa fylgdi því hjónabandi, en Þórný féll frá fyrir aldur fram. Dóttir þeirra Sigrún kennir nú við Menntaskólann á Egilsstöðum og er augasteinn föður síns. Hrafn stundaði búfræðinám á Hvanneyri 1937-38 en að öðru leyti hefur hann numið í skóla lífs- ins. Þar hefur hann dregið margt að sér til stuðnings, m.a. einstætt bókasafn. Hann er vel menntaður alþýðumaður og með hjartalag, sem gott væri að vita af á hverju bóli. Um leið og ég óska Hrafni til hamingju á þessum hjalla í lífinu, þakka ég honum samstarf og leið- sögn fyrr og síðar. Hjörleifur Guttormsson Nú gefst einstakt tækifæri til að eignast nýjan RENAULT á ótrúlega hagstæðu verði Missið ekki af þessu einstaka tækifæri. Tryggðu þér bíl strax. Seljum nýja og notaða bíla laugardaga kl. 1-5 KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANÐSBRAUT 20, SÍMI 86633 REAIAULT

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.