Þjóðviljinn - 08.10.1983, Side 22

Þjóðviljinn - 08.10.1983, Side 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. október 1983 lÍm Háskólamenntaðir - ríkisstarfsmenn Nú er lokaátakið í undirskriftasöfnuninni. Skilið útfylltum listum á skrifstofu BHM Lág- múla 7 nú um helgina. Skrifstofan verður opin kl. 10-18 á laugardag og frá kl. 10 á sunnudag. Fjölmennum á Austurvöll á mánudag kl. 15.00 þegar listarnir verða afhentir. Launamálaráð ríkisstarfsmanna innan BBM. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða HJÚKRUNARDEILDAR- STJÓRA að Svæfingardeild. Umsóknar- frestur er til 15. nóvember. Umsóknum sé skilað til hjúkrunarforstjóra, sem veitir upp- lýsingar í síma 96-2210. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Minning Árnmar Andrésson Reyðarfirði Fœddur 27.7. 1914 Dáinn 1.10. 1983 Það húmar að og haustar í huga mínum. Góður félagi og tryggur í tímans rás hefur kvatt okkur hinstu kveðj.u. Síst óraði mig fyrir því, að síðustu samfundir yrðu á hátíðis- degi verkalýðsins s.l. vor, þar sem Árnmar var sem jafnan áður hinn ótrauði talsmaður stefnu og hreyf- ingar, hertur í eldi kreppuáranna, reynslunni ríkari af óvæginni lífs- baráttu lengst af, en fyrst og síðast hugsjónamaður, sem ungur hafði kynnst kenningum sósíalismans og fylgdi þeim af rökhyggju og ríkri trúmennsku alla tíð. Sannarlega hefðu samfundir við hann átt að vera tíðari og í söknuði daganna nú er hugsað til þeirra góðu stunda, er ég hef átt á heimili ■ ■■■■■ Sparisjóðurinn í Keflavík Suðurgötu 6, sími 2800 Sparisjóðurinn Njarðvík Hólagötu 15, sími 3800 Sparisjóðurinn Garði Sunnubraul, sími 7100 Sparisjóðurinn í Keflavík hefur reynt og mun í framtíðinni leggja áherslu á að vera trúr þeim meg- insjónarmiðum allra sparisjóða að varðveita og ávaxta sparifé heimamanna og ráðstafa fjármagninu til einstaklinga og atvinnulífsins á starfssvæðinu, að vera brjóstvörn fólksins, svo það fái sjálft notið þess fjár sem það aflar, og að vera virkur þáttur í baráttu gegn þeirri miðstýringu valds og fjármagns sem varpar um of skugga á efnahagslíf þjóðarinnar. SPARISJÓÐURINN - Öflug stofnun á athafnasvæði. - - Stofnun allra Suðurnesjamanna. - Söluíbúöir fyrir aldraöa Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund að Hótel Sögu, Súlnasal, laugardaginn 8. október n.k. kl. 14.00. Fundarefni: 1. Tekin ákvörðun um byggingu söluíbúða fyrir eldri félagsmenn VR. 2. Kynntur samningur milli VR og Reykjavíkurborgar um byggingu og rekstur íbúða fyrir aldraða ásamt samkomulagi um rekstur og þjónustu fyrir aldraða félagsmenn VR. 3. Kynntar niðurstöður könnunar um hagi aldraðra félagsmanna VR. Félagsmenn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í ákvarðanatöku um þetta þýðingarmikla mál. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR. þeirra ágætu hjóna, en alltof sjald- an nú hin síðustu ár. Ég stend í ógoldinni þakkarskuld fyrir ár- veknina og áhugann eldlega alla tíð í ötulli baráttu fyrir sameiginlegan málstað. Það haustar því að í huga mér við fráfall góðs vinar. Með Árnmari er genginn einn af þessum traustu alþýðumönnum, sem skynjuðu og skildu sinn vitjun- artíma, áttu bjargfasta sannfær- ingu, sem ekkert fékk bifað. Umhugsunarlaust var sú sannfæring ekki fengin, næm og góð eðlisgrein sá til þess, hann var ævinlega la varðbergi og aðvar- andi, ef honum þótti brugðið af réttri leið og gagnrýndi ótæpilega en af sanngirni, ef aðgerðir og at- hafnir hreyfingarinnar beindust af braut. En fyrstur var hann jafnan til liðs, ef á þurfti að halda, hvort sem var á félagsvettvangi flokksins, en fáir sóttu fundi betur en hann, eða vegna framboðs til sveitarstjórnar, þar sem hann var með frá upphafi, vökull og einarður liðsmaður. Ég kynntist honum fyrst að marki í verkalýðshreyfingunni, í félaginu heima, þar sem ég hafði verið valinn til forystu og þurfti sannarlega að reiða mig á þá, sem eldri og reyndari voru. Árnmar hafði mótast af and- rúmslofti mikilla sviptinga á sviði stjórnmála og verkalýðsbaráttu á Eskifirði, þar sem faðir hans stóð löngum í fylkingarbrjósti með þeirri einörðu sveit sósíalista, sem settu mark sitt á Eskifjörð umfram aðra staði. Það var því gott að leita til hans, enda var hann lengi í trúnaðarráði félagsins og ævinlega hvetjandi til sóknar fram á við. Árnmar var glöggur maður og fróður um margt, glettinn og spaugsamur og hafði jafnan svör á hraðbergi í umræðum um hin margvíslegustu málefni. Hann var mikill verkmaður og góð- ur, meðan honum entist heilsa, einkum voru rómuð handtök hans, snör og örugg við fiskverkun, þar sem flýtir og verklagni fóru saman. Allt fram til síðustu ára átti hann kindur og búskapur var snar þáttur í lífsbjörg þeirra hjóna lengi. Ærnar hans báru vitni fjármála- mannsins varðandi alla umhirðu og afurðir voru eftir því. Síst skyldi þó þætti Sigríðar konu hans, þeirrar atorkukonu gleymt í því sambandi. Samhent og ötul unnu þau að því sem öðru. Fáein brot úr æviferli Árnmars skulu rakin hér. Hann var fæddur 27. júlí 1914 á Norðfirði. Foreldrar hans voru hjónin Guðlaug Guðnadóttir frá Vöðlum og Andrés Eyjólfsson verkamaður úr Sandvík. Árnmar átti 3 alsystkini, Eyjólf búsettan í Hafnarfirði og tvíburas- ystkinin Jóhann og Sigurborgu sem bæði eru látin. 3 börn þeirra hjóna dóu ung. Andrés faðir hans kvæntist aftur Guðnýju Stefándóttur og áttu þau 3 börn, Guðrúnu á Sauðárkróki og Jón og Elís búsetta á Eskifirði. Foreldrar Árnmars fluttu til Vaðlavíkur þegar hann var um 3ja ára, en til Eskifjarðar fluttu þau, þegar hann var um 10 ár aldur og þar var síðan æskuheimili hans. Hann fór ungur að vinna, 15 ára fór hann á vertíð og var á vetrar- vertíð á Hornafirði, í Sandgerði og Keflavík s.s. þá var títt um unga menn, en síldveiðin var svo stund- uð á sumrum. Hugur Árnmars stóð mjög til smíðanáms, en þröngur efnahagur og kröpp kjör leyfðu ekki slíkan munað. Vorið 1944 flyst hann til Reyðarfjarðar og hefur búskap í Bakkagerði og þar stóð heimili hans til æviloka. Heitkona hans þá var Sigríður Gunnarsdóttir, en þau gengu í hjónaband 27. júlí 1946. Sigríður er af þeirri alkunnu Bó- asarætt, dóttirhjónanna Margrétar Friðriksdóttur og Gunnars Bóas- sonar útvegsbónda. Sigríður ber bestu einkenni ættar sinnar, ljóm- andi eðlisgreind og fágætan dugn- að. Börn þeirra hjóna eru Andrés Friðrik á Reyðarfirði, kona hans er Ósk Svavarsdóttir og eiga þau 3 börn: Gunnar búsettur á Tálkna- firði, kona hans er Guðbjörg Frið- riksdóttir og eiga þáu 3 börn; Mar- grét Björg búsett í Reykjavík, eiginmaður hennar er Benedikt Stefánsson og eiga þau einn son; Guðlaug Sigurbjörg, búsett í Reykjavík, eiginmaður hennar er Gylfi Óskarsson og eiga þau tvö börn; Pétur, búsettur í Vestmana- eyjum, kona hans er Anna Úrban og eiga þau tvö börn; Anna Jóna, búsett á Reyðarfirði, eiginmaður hennar er Guðmundur Pétursson og eiga þau tvö börn og yngst er Guðný Fjóla, við nám í Reykjavík, en unnusti hennar er Unnar Eiríks- son. Gunnar og Guðlaug áttu bæði eitt barn áður en þau gengu í hjónaband og Andrés á einn stjúp- son. Öll eru þau systkini mesta manndómsfólk og vel látin í hví- vetna. Og nu er Árnmar horfinn af sviði og hinsta kveðjan komin. Trúr og sannur félagi, þar sem aldrei bar fölskva á. Drjúgt starf er að baki, þegar dagleið þrýtur. Fyrir samfylgdina og fágætan stuðning alla tíð eru færðar hug- heilar þakkir. Fátt er dýrmætara á lífsleiðinni en slík fylgd. En dýr- mætust er minning þeirra, sem nú syrgja eiginmann, föður, tengda- föður og afa, sem gaf þeim öllum svo mikið af auði hjarta síns. Ein- lægar samúðarkveðjur eru sendar þeim öllum. Það er hlýtt og bjart um minn- ingu Ámmars Andréssonar. Blessuð sé hans minning. Helgi Seljan MI.VMNL UISJOiMJK ISLENZKUAH AI.IAIM SIGFUS SIGURHJÁRTARSON Minningarkortin eru tilsölu á eftirlöldurn stöðum: Bókabúð Máls og menningar Skrifstofu Alþýðubandulagsins Skrifstofu Pjóðviljans Munið söfnunarátak í Sigfúsarsjóð vegna flokksmidstöðvar Alþýðubandalagsins r.-rr-'ffj , »fií*t*Í*&

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.