Þjóðviljinn - 08.10.1983, Page 30

Þjóðviljinn - 08.10.1983, Page 30
30 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. október 1983 Grafarvogshneykslið í nýjum búningi borgarstjóra: „Birgðasöfnun lóða!” er ástæðan fyrir fjárhagsvandanum „Það er rétt að greiðslustaða borgarinnar hefur valdið áhyggjum en hún er erfið um þessar mundir vegna þess sem mætti kalla birgðasöfnun Ióða“, sagði Davíð Oddsson borg- arstjóri í fyrrakvöld þegar 300 miljóna fjárvöntun Reykja- víkurborgar var til umræðu á fundi borgarstjórnar. „Þegar þessar birgðir „realiserast“ í peningum sléttast þessi halli út og það verður væntanlega á fyrstu mánuðum næsta árs“, sagði borgarstjóri. Opinn fundur Alþýðubandalagsins á Húsavík Lýðræðið og lífskjörin Alþýðubandalagið efnir til opins og almenns fundar á Húsavík sunn- udaginn 9. október kl. 3 á Hótel Húsavík. Fundarefni er lýðræðið, llfskjörin og baráttan gegn ríkis- stjórninni. Frummælendur á fundinum eru alþingismennirnir Helgi Seljan, Steingrímur Sigfússon og Ólafur' Ragnar Grímsson stjórnmálafræð- ingur. Að loknum framsögum gefst fundarmönnum færi á að taka til máls og leggja fram fyrirspurnir til Steingríms, Helga og Ólafs Ragn- ars. Á borgarstjórnarfundinum var upplýst að yfirdráttur á hlaupa- ! reikningi nr. 56 í Landsbankanum I gæti orðið allt að 250 miljónir j króna um áramótin. Tekið hefur verið 84 miljón króna erlent vöru- kaupalán auk 30 miljóna króna í öðrum skammtímalánum. Rekstr- argjöld borgarinnar munu fara 3- 4% fram úr áætlun sem jafngildir um 60 miljónum króna en fram- kvæmdafé stenst nokkurn veginn áætlun vegna niðurskurðar. Fjár- hagsstaða borgarinnar er því jafnvel enn verri en dregið var upp í Þjóðviljanum nú í vikunni. Borgarstjóri sagði þó að vandinn væri ekki svo alvarlegur sem virtist. „Ástæðan er birgðasöfnun lóða,“ sagði hann. „Öll stjórn borgarinn- ar er í góðu lagi. Fjárhagsstaða hennar er góð og betri en annarra sveitarfélaga. Hér er bersýnilega um skammtímavandamál að ræða sem eðlilegt er að viðskiptabanki borgarinnar mæti og viðræður hafa staðið um það.“ Sigurjón Pétursson benti á að óskynsamleg birgðasöfnun, hvort heldur væri í lóðum eða öðru, mætti ekki reikna að fullu upp til fjár.“ Ef þær 155 miljónir sem van- greidd gatnagerðargjöld nema, eru dregnar frá þessum tölum,“ sagði Sigurjón, „stendur eftir fjárhags- vandi sem nemur tveimur þriðju hlutum af öllu framkvæmdafé borgarinnar á þessu ári. Þetta eru alvarlegar tölur ef réttar eru.“ 12% af tekjum Sigurjón Pétursson benti einnig á að yfirdráttur á hlaupareikningi hefði 1. október s.l. numið 12% af tekjuáætlun borgarinnar, en til samanburðar nam hann 8.8% 1. ágúst árið 1978, 5.7% árið 1979 og 1.5% árið 1980. „Við tókum við mjög erfiðri fjárhagsstöðu árið 1978“, sagði Sigurjón „og það tók okkur fram til ársins 1980 að greiða úr henni. Þessar upplýsingar eru síðan þá, en ég hef gert ráðstafanir til að fá þessa töflu framlengda til áranna, 1981,1982 og 1983 þannig að betri samanburður fáist.“ Kristján Benediktsson sagðist vona að Landsbankinn hlypi undir bagga með borginni, enda væri svigrúm til niðurskurðar ekkert og frekari lántökur hæpnar. „Ég neita því þó ekki að það kemur mér undarlega fyrir sjónir ef Lands- bankinn treystir sér til að taka á sig þessar byrðar nú“, sagði hann. „Fyrir 2 árum vorum við sem þá stjórnuðum borginni kallaðir yfir í Landsbankann. Þá stefndi yfir- drátturinn í 27 eða 28 miljónir. Viðtökurnar voru ekki blíðar því okkur var tilkynnt að Landsbank- inn hefði ekki efni á að fjármagna Reykjavíkurborg með þessum hætti. Þeir gátu þó andað léttar því um áramótin var skuldin komin niður í 16 miljónir. Það kann að vera að sú breyting hafi nú orðið hjá Landsbankanum að hann treýsti sér til að bjarga Reykjavík- urborg um 300 miljónir nú um ára- rnótin." _ÁI Kennarar styöja Áslaugu: Áskoranir streyma til ráðherra Kennarar I fjölmörgum grunnskólum borgarinnar tóku í gær undir áskoranir á menntamálaráðhcrra um að skipa Ásiaugu Brynjólfsdóttur nú þegar í embætti fræðslu- stjóra í Reykjavík. Voru haldnir fundir í mörgum skólum í gær og bárust Þjóð- viljanum fregnir um áskoran- ir frá kennarafélögum Brciða- gerðisskóla, Olduselsskóla, Breiðholtsskóla, Hlíðaskóla, Árbæjarskóla, Fossvogsskóla, Laugarnesskóla, Skóla ísaks Jónssonar, Laugalækjar- skóla, Seljaskóla og síðast en ekki síst Álftamýrarskóla og Hólabrekkuskóla. - ÁI Opinn fundur Alþýðubandalagsins á Akureyri Lýðræðið og Iífskjörin Alþýðubandalagið efnir til opins og almenns fundar á Akureyri sunnudaginn 9. októbern.k. Fund- urinn verður haldinn á Hótel KEA og hefst kl. 20.30 á sunnudags- kvöldið kemur. Fundarefnið er lýðræðið, lífskjörin og baráttan gegn ríkisstjórninni. Frummælendur á fundinum eru Steingrímur Sigfússon alþingis- maður og Ólafur Ragnar Grímsson stjórnmálafræðingur. Fundarstjóri er Sigríður Stefáns- dóttir. Að loknum framsögum gefst fundarmönnum færi á að taka til máls og léggja fram fyrirspurnir til Steingríms og Ólafs Ragnars. Hver hefur gerst sekur um vanrœkslu? iGrjót úr glerhúsi | segir Þorbjörn Broddason ! „Ef einhver hefur gerst sekur um'vanrækslu í starfi þá er það i Ragnar Júlíusson, skólastjórinn hefur keyrt áfram og auglýst j kennslu 5 ára barna í Álftamýrarskóla án þess að hafa til þess i heimild frá sínum eigin ráðherra, nema þá í tveggja manna tali.“ Þetta sagði Þorbjörn Brodda- son, fulltrúi í fræðsluráði í gær en árásir skólastjórans á borgar- stjórnarfundi s.l. fimmtudag á Áslaugu Brynjólfsdótturfræðslu- stjóra, hafa vakið mikla athygli. „Ragnar er væntanlega búinn að reka á eftir þessu í ráðuneytinu,“ sagði Þorbjörn, „og mér er kunn- ugt um að það hefur Áslaug margoft gert. Henni hefur hins vegar ekki tekist að fá svar og það er fráleitt að nota vettvang eins og borgarstjórnarfund til að saka hana um vanrækslu í starfi vegna þessa máls.“ Það var Gerður Steinþórsdótt- ir, sem spurði á borgarstjórnar- fundinum hvort leyfið fyrir 5 ára deildinni væri komið. Brást Ragnar hart við gagnrýni hennar á slælegan undirbúning og fljót- færni varðandi deildina og réðst að fræðslustjóra, sem auðvitað var ekki á fundinum. Veifaði hann máli sínu til stuðnings tveimur bréfum frá fræðslustjóra til menntamálaráðuneytisins, öðru varðandi flutning á deild fyrir blinda, hina um stofnun 5 ára deildarinnar. Fyrra bréfinu lýkur á orðunum: „Óskað er staðfestingar ráðuneytisins", en í hinu er samþykkt meirihluta fræðsluráðs rakin en í henni segir: „Óskað er heimildar ráðu- neytisins til þessarar tilraunar." Þótti Ragnari sem hér væri mikill eðlismunur á og greinilegt að fræðslustjóri vildi framgang síðari málsins sem minnstan. Borgarfulltrúar minnihlutans, Adda Bára Sigfúsdóttir, Gerður Steinþórsdóttir, Guðrún Ágústs- dóttir og Guðrún Jónsdóttir, brugðu við hart og skoruðu á forseta borgarstjórnar, borgar- stjóra eða þá borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins „sem ein- hverja sómatilfinningu hafa“ að biðja afsökunar á þessum um- mælum. Enginn hreyfði þó legg né lið í þeim herbúðum og sagði Markús Örn Antonsson og hann sæi ekki betur en í bréfunum væri kannski komin skýring á þeim drætti sem orðið hefði á staðfest- ingu 5 ára deildarinnar. Það væri ekki undarlegt að ráðuneytis- menn túlkuðu bréf fræðslustjóra sem svo að hún væri andvíg deildinni eða vildi að minnsta kosti ekki taka afstöðu í málinu! -ÁI kassettur Gœði og verð sem koma á óvart! Sjúkraliðaskóli íslands Umsóknareyðublöð um skólavist í janúar 1984 liggja frammi á skrifstofu skólans að Suðurlandsbraut 6, 4. hæð frá kl. 10-12 til loka umsóknarfrests 25. nóvember nk. Skólastjóri. Stjórn Eftirlaunasjóðs Sláturfélags Suðurlands hefur ákveðiö að verða við tilmælum stjórnvalda um, að lífeyrissjóðir heimili lántakendum að fresta hluta af árgreiðslum verðtryggðra lána frá sjóðunum. Eftirlaunasjóður S.S. mun heimila þeim lántakendum, sem um það sækja og uppfylla sett skilyrði, að fresta allt að 25% af heildarárgreiðslu, sem í gjalddaga fellur 1. nóvember n.k. Lánstíminn lengist þá sem nemur einu tímabili, og sá hluti, sem frestað er, greiðist í lok þess tímabils. Umsóknarfrestur um ofangreinda frestun er til 25. október 1983. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sjóðsins. Eftirlaunasjóður Sláturfélags Suðurlands Frakkastíg 1, Reykjavík. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Elís Bjarnasonar Kristrún Guðnadóttir Ólína Elísdóttir Guðmundur Elis Magnússon Elisabet Birna Elísdóttir Jóhann Sigurðsson Svanur Elísson Anna Margrét Jóhannsdóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Jóhönnu Bjarnadóttur frá Ásgarði. Salbjörg Magnúsdóttir Ethelen Magnússon Jóhanna K. Magnúsdóttir Ingvar Hallgrímsson barnabörn og barnabarnabörn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.