Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 2
Af eyrnafnyk Mér hefur alveg frá því aö ég var krakki þótt skítalykt afskaplega óaðlaöandi og er vafalgust ekki einn um það. Þó er það nú svo, að varla er til sá fnykur, að hann eigi sér ekki sinn sérstaka stað, þar sem hann virðist geta verið bærilegur, eða allt að því Ijúfur í nefi, en breytist svo í viðbjóðslega ólykt, þegar hann er kominn úr sínu rétta umhverfi. Hvað er meiri nefgát (sbr. mungát) en sterk mykju- lykt í fjósi, eða eins og skáldið sagði: Veit duftsins son nokkurn dýrlegri fnyk en daun af mykju í Búkollu sölum. En þetta var nú útúrdúr. Hér var meiningin að fjalla með skipulegum hætti um skítalykt. Sannleikurinn er nefnilega sá, að þegar fjósalykt er komin úr sínu rétta umhverfi - úr fjósinu og „inní bæ“. eins og híbýli manna eru kölluð til sveita, - þá ber svo til að Ijúfur ilmur breytist í leiðan fnyk. Til forna, eða réttara sagt til skamms tíma, var það algengt að sveitamenn höfðu stássstofur sínar og svefnherbergi á efri hæðinni en fjósið á hinni neðri og notuðu ylinn úr fjóshaugnum og af beljunum til að hita upp baðstofuna. Þetta kom að vísu í veg fyrir að heimilisfólkið krókn- aði, en þeir sem voru dálítið „fint fölende", eins og það var kallað fyrr á öldum, áttu stundum erfitt með að venjast lyktinni. Það gat tekið þá vikur eða jafnvel mánuði að verða „samdauna“ eins og það var kallað. Sumir vöndust mykju og keytulyktinni í baðstofun- um aldrei. Að þeim setti hugarangur og þunglyndi. Þeir urðu „fýldir“, eins og það var kallað og af þessu hugarástandi er dregið orðtak, sem raunar er óspart notað í máli ungs fólks í dag: „Hann er kominn í algera skítalykt". Þeir sem urðu samdauna voru hólpnir. Þeir hættu að finna lyktina. Hún varð eðlilegur þáttur af vöku þeirra og draumi. Nú er óþefjanarvandi islensku þjóðarinnar löngu leystur, fnykurinn af keytu og skarni herjar ekki lengur á híbýli manna. Allir eru að sjálfsögðu í sjöunda himni yfir því. En þá ber svo við, að skuggi annarar ógæfu er að færast yfir líf fólksins í landinu. Þetta er svonefnd „eyrnaskítalykt". Eyrnaskítalyktin er stundum kölluð tónlist, en er í raun og veru síbylja af einhljóða, tilbreytingarlausum og þulbaldalegum hávaða, sem glymur viðstöðulaust úr hátölurum yfir saklaust fólk, í tíma og ótíma og næstum hvar sem komið er. Þessi viðbjóður er kallað- ur dægurtónlist og er soðinn niður á segulbandspólur til að dæla svo inní eyrun á viðskiptavinum í vöru- mörkuðum, á veitingahúsum, vinnustöðum, sjoppum, búðum, sundstöðum og guð má vita hvar ekki. Hvergi er afdrep. Alls staðar herjar eyrnaskítalyktin á eyrun. Þeir sem verða samdauna þessum ægilega eyrnafnyk eru hólþnir. Þeir hætta að heyra síbyljuna og missa um leið hæfileikann til að njóta þeirrar guðsgjafar, sem eitt sinn var kölluð tónlist. Ég vona að góðir menn og vel meinandi sjái til þess að niðursoðinni „dægurtónlist" verði dælt það lengi og í því magni yfir landslýð að allir verði samdauna sem allra fyrst. Fólk hætti að heyra hávaðann og þetta „eyrnagaman" fari að verða snar þáttur í lífi þjóðarinn- ar, samofinn svefni, vöku og tilverunni sjálfri. Þá verða allir svo undur glaðir og sælir. Vond lykt, sem ekki finnst kæfir engan.og skarkali, sem ekki heyrist ærir engan. Og svo óska ég Ríkisútvarpinu til hamingju með hið metnaðarfulla framtak „rás tvö“ og vona að tiltækið veiti sem flestum „útrás“. skákeinvígin Maður í vanda í heimsborginni London „Þetta er bara eins og í Sovétríkjunum“ Fimm skákum er nú lokið í áskorendaeinvígunum í London, og litlar breytingar hafa orðið á frá upphafi. Kortsnoj og Smyslov halda vinningsforskoti. Samanburð- urvið sambærilegaatburði á síðustu árum virðist hagstæð- ur hvaðýmsarerjurog hneykslismál varðar. Hér hef- ur ekki verið barist um hvort áhorfendur eigi að vera ein- hverjum metrum lengrafrá sviðinu, stólar keppenda hafa ekki verið skrúfaðir sundur og saman til nánari greiningar, engar dauðar flugur hafa fundist í Ijósahjálminum yfir sviðinu, skákmennirnir hafa lagt það í vana sinn að mæta tímanlega til leiks, en ekki allt frá sjö mínútum, uþp í klukku- stund of steint eins og dæmi ■eru til um. Hérhefurekki verið deilt um dulsálfræðinga, jó- gúrt eða dulspekinga neðan frá Indlandi. Ékki hefurþurft að loka almenningssund- laugum, til að meistararnir geti skroppið í sund, og ekki hefur þurft að hringja í utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, til að draga ónefnda persónu fram úr híði sínu, heldur hefur hér allt verið með kyrrum kjörum. Kortsnoj, sem tekist hefur jafnvel að fá prúðmenni eins og Boris Spassky til að steyta hnefa, hefur setið á strák sínum, greini- ,JHér mæta menn tímanlega á keppnisstað“: Kasparov gengur í kepp- nissalinn. Ljósmynd: Hói. lega staðráðinn í að" afsanna umKortsnojslyktaðifyrreðasíð- kenningu þess sama Spasskys, ar með hneyksli. Ekki er þó öll sem hann sagði að öllum einvígj- nótt úti. Reyktur lax eða nautasteik Ólgar þá hvergi undir niðri? Una menn glaðir við sitt? Blaða- maður frá enska blaðinu The Standard komst einn fárra úr pressumannahópi í tæri við Garrí Kasparov. Blaðamaðurinn ber nafn borgar, sem skákunnendum á íslandi getur vart með öllu verið ókunnugt; Max Hastings heitir hanri. Hann gat sér m.a. gott orð sem blaðamaður blaðsins í Falk- landseyjastríðinu. Svo vitnað sé í grein hans um Kasparov; Bakú-maðurinn, 20 ára gam- all, dökkhærður og dökkbrýnn, nemandi í erlendum tungum, sat við gluggann á hóteli sínu, og virti fyrir sér Tower-brúna, þegar ég hitti hann. Honum hafði verið færður reyktur lax, þvert ofan í vilja sinn. „Get ég ekki fengið nautasteik í staðinn", sagði hann við þjón. Hálftími leið, og ekkert bólaði á steikinni. Þjóninn kom og sagði að allt tæki þetta sinn tíma. Það væri sunnudagur, yfirkokkurinn orðinnn skapstyggur og þjónust- ufólkið þreytt o.s.frv. „Þetta er bara eins og í Sovét- ríkjunum", sagði Kasparov og hristi höfuðið. Orðinn mikilvirkur höfundur Drengur þessi hefur, þrátt fyrir aðeins tuttugu ár, gefið út nokkr- ar bækur, sem seljast í mörg- hundruð þúsund eintökum í So- vétríkjunum. Á Bretlandseyjum, og víðar í Evrópu, er hreinlega gleypt við bókum hans. Hlýtur hann ekki að fá einhverja verald- lega umbun fyrir erfiði sitt? Fjandakornið, eitthvað hlýtur það að vera. Myndsegulbands- tæki? Gullúr? Málverk? Bíll? Á svip drengsins má ráða að ég tæpi á hégómamálum. „Það er svo mikið vesen að eiga bfl í Sovétríkjunum, það er næst- um því full vinna að snúast í kring um slík tæki.“ Hann er hinsvegar vel klæddur í smekklegum fötum, en arm-. bandsúrið sem hann ber er ósköp venjulegt. Helgi ÆíflSk Ólafsson skrifar 'r frá áTr, London „Þú hlýtur að fara í dýrar skemmtiferðir", spyr ég hann. „Skemmtiferðir? Hvenær ætti ég að hafa tíma til slíks?“ er svar- ið Frægð heimafyrir Kasparov hefur teflt frá því hann var sex ára gamall, heldur Hastings áfram. Hann teflir nú á Englandi í fyrsta sinn, en skákfer- ill hans hefur spannað skákmót beggja vegna járntjaldsins. í heimaborg hans Bakú er ástandið þannig að hann getur vart gengið um götur ótruflaður, allir þekkja hann. „Skák er vinsælasta grein lista og íþrótta í Sovétríkjunum“, staðhæfir hann stoltur. Skák- menn eru betur settir en frægustu tónlistar- og knattspyrnumenn. Hann kveðst hafa verið stað- ráðinn að verða skámaður strax á unga aldri. Ekki á hann sér kær- ustu, enn sem komið er, hann horfir sárasjaldan á sjónvarp og fer aldrei í kvikmyndahús. Til- breytingarlaust líf, gæti einhver haldið, en Kasparov er ánægður. Þetta er greindarpiltur, og vísar því algerlega á bug, sem margir halda fram, að allir miklir skákmeistarar, eins og Bobby Fischer, dragi sig inn í skelina. Kortsnoj frumlegur „Kortsnoj er hættulegur and- stæðingur, frumlegur og sækist eftir flóknum stöðum. Sérkenni hans koma best fram í einvígum“, segir hann. Á blaðamannafundi degi áður en einvígið skyldi hefjast, lét Kortsnoj svo um mælt að eftir fjögur til fimm ár komi þar að Kasparov taki stökkið yfir í vestr- ið. „Slíkt fyrirfinnst ekki í mínum áætlunum“, segir Kasparov bros- andi. hól/eik

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.