Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 9
Helgin 3.-4. desember 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9 Staða kvenna á vinnumarkaði Samstöðu er börf Konur hafa sýnt að þeim ^ takast ótrúlegustu hlutir þegar þœr virkja samtakamátt sinn Meðallaun karla árin 1981 og 1982 voru 52% hærri en kvenna þegar miðað er við landið allt og ailar atvinnugreinar. Árstekjur verkakarla voru 25% hærri en árstekjur verkakvenna árið 1982. Kannanir nokkurra starfs- mannafélaga og á vegum BHM sýna berlega að konur þjappast á neðri hluta launastiganna. Þetta eru upplýsingar sem komu fram í álytkun um stöðu kvenna á vinnumarkaði sem samþykkt var á Landsfundi Alþýðubandalagsins nú fyrir skömmu. Orsakir fyrir þessu eru líka raktar þar, svo sem að hefðbundið uppeldi og viðhorf hlutverkaskiptingar kynjanna leiðir til minni menntunar kvenna. Þær eru mun bundnari við heimilis- störf og barnauppeldi. Af því leiðir að þær hafa minni möguleika á því að taka störf í hærri þrepum launastigans. Alþekkt er einnig að hin hefðbundnu kvennastörf rað- ast á neðri hluta launastiganna. Þaðerum.a. þaustörfsemfelaísér ábyrgð á börnum, öldruðum, sjúk- lingum og fötluðum. Umönnun tækjabúnaðar og fjármuna er skv. því starfsmati, sem við nú búum við, hærra metin til launa, sem auðvitað er í hæsta máta sérkenni- legt. Konur vinna í mun ríkara mæli en karlar í tímamældri ákvæð- isvinnu. Fylgifiskur afkastahvetj- andi launataxta er m.a. þrúgandi andfélagslegt andrúmsloft á vinnu- stað, starfið einkennist af einhæfni, miklum vinnuhraða og mikilli bindingu. Löginfrá 1961 um launa- jöfnuð karla og kvenna hafa engan veginn skilað þeim árangri sem ætl- ast var til. Margt fleira kom frá þessari ályktun sem vonandi verð- ur birt í heild hér í blaðinu. En hvernig er svo atvinnuöryggi kvenna háttað? Allir vita um ör- yggisleysi kvenna í frystihúsum, þær verða fyrstar fyrir barðinu á atvinnuleysi og versnandi efna- hagsástandi, og aðrar kvennastétt- ir einnig. Nú er mikið talað um sparnað í þjóðfélaginu. Ýmis fyrir- tæki bæði hjá ríkinu og sveitarfé- lögunum kanna nú gaumgæfilega hvar helst megi spara. Á Borgarspítalanum í Reykjavík var fundin upp sú „snjalla" leið að spara fyrst og fremst laun til ræst- ingarkvenna í nafni hagræðingar, - þess hóps sem lægst laun hafa í þeim bratta launapíramída sem þar er. Á Akureyri voru laun til ræst- ingarkvenna líka efst á niðurskurð- arlistanum og allir muna eftir þvottahússdeilunni á Landsspítal- anum. Á Landakoti varð mikil deila um nýtt kerfi, í ræstingum, sem mætti mikilli andstöðu starfs- manna. Því var samt komið á, með þeim afleiðingum að mjög stór hópur ræstingarkvenna hefur nú hætt störfum þar. Varla hefði svona verið farið að, ef um karla- störf væri að ræða. Hagræðing í rekstri er allra góðra gj alda verð, ef hún hefur þau áhrif að koma bæði launafólki og atvinnurekendum til góða, en sú virðist ekki vera hugsunin á sjúkra- húsunum. Duldar launahækkanir kannast líka allir við, en mjög sjaldgæft er að konur verði þeirra aðnjótandi. Þar á ég við t.d. ný starfsheiti án þess að starf breytist sem hækkar fólk um nokkra launaflokka og fríðindi ýmiss konar sem eru skatt- frjáls eins og bflastyrki, frían síma o.s.frv. Það ríkir mun meiri skiln- ingur á þörf karla fyrir hærri laun en kvenna. Það þvælist enn fyrir fólki að það séu aðeins karlar sem eru fyrirvinnur en ekki konur. Hinn 24. september gekkst Sam- band Alþýðuflokkskvenna fyrir íeltja i. í 1( launamál kvenna. Ilok þeirrar ráð- stefnu ákváðu konur úr stjórnmálaflokkunum og úr verka- lýðshreyfingunni að efna til þver- pólitísks samstarfs um launamál kvenna á vinnumarkaðnum. Ákveðið var að skipa fram- kvæmdanefnd með þátttöku kvenna í launþegahreyfingunni og öðrum áhugaaðilum um launa- jafnrétti kynjanna, sem skipuleggi síðan aðgerðir, sem leiði til úrbóta og uppræti launamisréttið. Þessi framkvæmdanefnd hóf fljótlega störf og eru nú 18 konur í nefndinni. í henni eru konur úr öllum flokkum og samtökum sem eiga sæti á Alþingi og einn frá hverju eftirtalinna stéttarfélaga og samtaka: Starfsmannafélaginu Sókn, Verkakvennafélaginu Fram- sókn, Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, Iðju, Sambandi ísl. bankamanna, B.S.R.B., B.H.M., Jafnréttisráði, Kvenfélagasam- bandi íslands, Kvenréttindafélagi íslands og Bandalagi kvenna í Reykjavík. Leitast var við að tryggja að sem flestar konur ættu þar óbeinan fulltrúa, án tillits til stjórnmálaskoðana, starfa eða bú- setu. En hvað getur svona fram- kvæmdanefnd gert til að ná mark- miði sínu, því að ná fram úrbótum í launamálum kvenna? Hún getur miðlað upplýsingum og er þegar hafin gagna- og upplýsingasöfnun, þar sem verið er að ná saman á einn stað öllum upplýsingum sem til- tækar eru um launamisrétti kynj- anna. Ætlunin er að gefa út rit eða bækling með þessum fróðleik. Hún getur haldið uppi tengslum við konurnar sjálfar á vinnustöð- unum. Ákveðið hefur verið að boða til samráðsfundar með kon- um úr samninganefndum, þar sem rætt yrði m.a. um möguleika á sam- starfi þeirra í milli. Jafnframt á að fara í fundarherferð um allt land í byrjun næsta árs. Hún getur vakið athygli á núver- andi launamisrétti og verkað sem þrýstihópur á yfirvöld til að taka störf í þjóðfélaginu til endurmats og til að bæta úr launamisréttinu. Margt fleira mætti tína til, og nýjar hygmyndir koma stöðugt fram. Fyrir rúmri viku var öllum samtökum launafólks og öllum stéttarfélögum í landinu sent bréf þar sem fram kemur hvað nefndin hyggst gera nú á næstunni og óskað er eftir samstarfi. En lögð er áhersla á gott samstarf og sam- vinnu við þessa aðila. í dag, laugardag, verður haldinn stofnfundur Samtaka kvenna á vinnumarkaðnum í Félagsstofnun stúdenta (kl. 13). Að fundinum stendur hópur sem kosinn var til þess verkefnis á ráðstefnu sem haldin var í Gerðubergi hinn 22. október s.l. um kjör kvenna á vinnumarkaðnum. Meginmarkmið Samtaka kvenna á vinnumarkaðn- um á að vera að „standa sameigin- lega að baráttumálum kvenna varðandi kjör á vinnumarkaðnum og vera þar stefnumarkandi, og að vera bakhjarl þeirra kvenna sem gegna trúnaðarstörfum í launþega- samtökunum", eins og segir í bréfi frá hópunum, þar sem ráðstefnan er kynnt. Ég vona að hér leiðréttist sá mis- skilningur, sem kom fram í viðtali Þjóðviljans við Guðrúnu Ólafs- dóttur í gær, föstudag, að fram- kvæmdanefndin sé „lokaður hóp- ur“. Framkvæmdanefndin ætlar einmitt að hafa samvinnu við sem flestar konur og hennar verksvið er víðara en að safna upplýsingum, þó svo sérstök fjárveiting hafi fengist til þess verkefnis. Guðrún Ágústsdóttir: Nú verða konur að standa saman. Vonandi tekst með víðtækri samstöðu kvenna um allt land að gera verulegt átak í launamálum og kjörum kvenna. Engin ástæða er að ætla annað - konur hafa sýnt að þeim takast ótrúlegustu hlutir þeg- ar þær virkja samtakamátt sinn. Koma verður fleiri konum í virkt starf í stéttarfélögum sínum, og samtökum, breyta þarf ríkjandi viðhorfum til hlutverkaskiptingar bæði í atvinnulífi og á heimilum. Hverjir eru líklegri til að ná þar árangri en konur sjálfar? 1. desember 1983 Guðrún Ágústsdóttir. Tilboð Húseignirnar Borgartún 7/Sætún 8 óska hér með eftir tilboðum í frágang lóðar við hús Borgartúns 7 og Sætúns 8. Helstu magntölur: Malbikuðplön Steyptar stéttir Gróðurbeð Frárennslislagnir Snjóbræðsla 3550 m2 285 m2 510 m2 98 m 15601 m Útboðsgögn fást afhent hjá Fjölhönnun hf. Grensásvegi 8 Reykjavík gegn 3 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, eigi síðar en kl. 14,19. desember 1983 og verða tilboðin opnuð þar á sama tíma. Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða rafveitustjóra II með aðsetur á Selfossi. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist Rafmagnsveitum ríkisins Hvolsvelli eða til starfsmannahalds hjá Rafmagnsveit- um ríkisins Laugavegi 118 fyrir 15. desember 1983. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík íslensk bókamenning er verómæti FöÓurland vort hál/t er ha/ló LúÓvík Kristjánsson: ÍSLENSKIR S]MRHÆTTIR III Fyrri bindi þessa mikla ritverks komu .út 1980 og 1982 og eru stórvirki á sviði íslenskra fraeða. Meginkaflar þessa nýja bindis eru: SKINNKLÆÐI OG FATNAÐUR, UPPSÁTUR, UPPSÁTURSGJÖLD, X SKYLDUR OG KVAÐIR, VEÐUR- FAR OG SJÓLAG, VEÐRÁTTA í MENNINGARS)r®UR SKÁLHOLTSSTlG 7— REYKJAVlK — SlMI 13652 VERSTÖÐVUM, FISKIMIÐ, VIÐ- BÚNAÐUR VERTÍÐA OG SJÓ- FERÐA, RÓÐUR OG SIGLING, FLYÐRA, HAPPADRÆTTIR OG HLUTARBÓT, HÁKARL OG ÞRENNS KONAR VEIÐARFÆRI. í bókinni eru 361 mynd, þar af 30 prentaðar í litum. íúbolk pci«l|4n<«on |$lctiíkív öjóuarljccttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.