Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 26
26 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. desember 1983 ALÞYÐUBANDALAGID Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágrennis Garðar Sigurðsson alþingismaður verður staddur að Kirkjuvegi 7 á Selfossi laugardaginn 3. desember frá kl. 14. Félagar, lítiö inn, heitt kaffi á könnunni. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Akureyri Opið hús verður í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18 í dag laug- ardag kl. 15.00. Steingrímur J. Sigfússon alþingis- maður kemur á fundinn. Kaffiveitingar. Sagt frá 6. landsfundi Alþýðubandalagsins og fleiru. Mætið öll vel og stundvíslega. - Stjórnin. Steingrímur Höfn í Hornafirði: Fundur um sjávarútvegsmál Alþýðubandalagið Austur- Skaftafellssýslu gengst fyrir al- mennum fundi um sjávarútvegs- mál í Sindrabæ á Höfn, laugar- daginn 3. desember kl. 16.15. Framsögumenn verða Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur og Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður. Hjörleifur. Ólafur Karvel. Umræðuhópur fjallar um málin og tekur við fyrirspurnum fundar- manna. Auk framsögumanna verða í honum Ari Jónsson formaður atvinnumálanefndar Hafnahrepps, Borgþór Pétursson fram- kvæmdastjóri Stemmu, Hermann Hansson kaupfélagsstjóri KASK, svo og fulltrúi frá útgerðarmönnum. Fundarstjórar verða Björn G. Sveinsson og Þorbjörg Arnórsdóttir. Fundurinn er öllum opinn. Alþýðubandalag A-Skaftafellssýslu. AB á Akureyri - bæjarmálaráð Áríðandi fundur verður haldinn í bæjarmálaráði mánudaginn 5. desember kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Meðal annars rætt um togarasmíði fyrir UA og forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 1984. Mikilvægt að sem flestir mæti. Miðstjórnarmenn AB Munið fyrsta fund nýkjörinnar miðstjórnar Alþýðubandalagsins á laugardaginn kemur á Hverfisgötu 105. Svavar Gestsson Kópavogur-nærsveitir Skemmtikvöld Nú sláum við á léttari strengi í Kópavogi. Sunnudagksvöldið 4. desember býður ABK til skemmtidagskrár í Þinghói Kópavogi. Þar mæta með fróðleik og skemmtun: I Sigurður Fflartarson Mexicofari Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur ‘Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoði. Alli Bergdal leikari og að sjálfsögðu allt vinstra fólk. Létt vín, öl og kertaljós. Húsið opnar kl. 20. Allir velkomnir ABK. Mikið hefur verið skrifað um slæma vist skipverjanna á islenska skipinu Þyrli í Noregi. Ömurleg vist áhafnarmeðlima Þyrils Matföng á þrotum fjórir skipverjar heim á mánudag; skipstjóri og vélstjóri áfram ytra Kyrrsetning íslenska olíuskipsins Þyrils í norska bænum Kristian- sund hefur verið mjög í fréttum í Noregi og m.a. birst viðtöl og ýtar- legar lýsingar á ömurlegum aðbún- aði skipverja. Eru matföng senn á þrotum og sumt hefur alveg vantað í nokkra daga, svo sem sykur, nyólk og brauð. Þá mun sjúkra- kassi skipsins tómur og olía til að keyra Ijósavél senn á þrotum. Hef- ur þessi illi aðbúnaður haft slæm áhrif á skipverja, að vonum. Fimm þeirra dveljast nú í Kaupmanna- höfn en skipstjóri og fyrsti véistjóri verða áfram í Kristiansund eitthvað fram í næstu viku. Tveir skipverja eru komnir til landsins á kostnað norskra yfirvalda. „Jú, það kemur vel til greina að við hlaupum undir bagga með skip- verjunum sem eru í Danmörku og ég reikna með að þeir komi heim á kostnað sjómannasamtakanna hér“, sagði Guðmundur Hallvarðs- son formaður Sjómannafélags Reykjavíkur sem hefur verið í sam- bandi við skipverja Þyrils. Norsk blöð hafa greint ýtarlega frá rúmlega þriggja vikna kyrrsetn- ingu Þyrils ytra og segir þar að ís- lenska fyrirtækið Olíuskip sé gjald- þrota og hafi það ekki getað greitt hafnargjöld, samtals að upphæð 60.000 norskar krónur, í nokkrum hafnarborgum. Ekki náðist í eiganda skipsins, Sigurð Markús- son í gær. Við látum fylgja úrklippur úr norska blaðinu Tidens Krav, sem einna mest hefur skrifað um Þyr- ilsmálið í Noregi. v. Áskorun til kaupmanna og for- eldra frá félagsmálastofnunum Stöðvið sölu sniffefna til unglinga og bama „Að undanförnu hefur borið mikið á því að börn og ungmenni neyti ýmissa vímuefna, svo sem sjóveikitaflna, brennsluspritts og alls konar lífrænna leysiefna. Að gefnu tilefni vilja-félagsmálastofn- anir í Hafnarfirði og Garðabæ beina þeim tilmælum til lyfsala og kaupmanna á öllu höfuðborgar- svæðinu og vfðar að stöðva sölu á fyrrnefndum efnum til ung- menna“, segir m.a. í tilkynningu sem áðurnefndar félagsmálstofn- anir hafa sent til fjölmiðla. Einnig vilja þessar stofnanir benda foreldrum á að sjá til þess að upirædd efni séu ekki þar sem börn og unglingar ná til þeirra á heimil- unum. The Day after í sjónvarpinu Lðdega bið á því „Því miður verður líklegí bið á því að íslenskir sjón varpsáhorfendur eigi þes< kost að sjá bandarísku mynd- ina The Day after, því að i skeytum frá ABC sjónvarps- stöðinni vestra kom í ljós að ætlunin er að reyna að selja myndina fyrst í kvikmyndahús á Evrópumarkaðnum,“ sagði Elínborg Stefánsdóttir hjá ís- lenska sjónvarpinu í gær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.