Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 13
Hclgin 3.-4. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 leihhús Selfoss-Jörundur Árni Bergmann skrifar Leikfélag Selfoss. Þið munið hann Jörund eftir Jónas Árnason. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Leikmynd: Ólafur Th. Ólafsson. Eftir því sem maður sér fleiri Jörunda eflist sú sannfæring að þessi pólitíski ærslaleikur með prýðilegum söngtextum sé sér- staklega vel við hæfi í þeirri leikstarfsemi sem er rekin af góð- um áhuga út um allt land. Stund- um er mér nær að halda, að Jör- undur Jónasar hafi tekið þann sess sem áður skipaði Skugga- Sveinn. í formála sem Rögnvaldur Finnbogason skrifar í leikskrá fyrir Selfyssinga er vitnað til um- mæla höfundar í þá veru að í þessu verki „séu stórveldi að tak- ast á um smáþjóð og land hennar, en þetta sé gömul saga og ný og speglist í þessu verki allir tímar engu síður en samtíðin ein“. Og í sögu Stúdíósusar hins slóttuga er látin uppi sú von, að íslendingar hafi rænu á því, að tefla óboðnum gestum hverjum gegn öðrum og skáka þeim svo út af landinu - eins og þegar andalæknirinn á Akureyri hleypti krabbameininu í berklana sællar minningar og hurfu báðir sjúkdómarnir úr skjólstæðingi hans. Jörundarsýningin undir stjórn Viðars Eggertssonar á Selfossi er skemmtileg og fjörleg. Ólafur Th Ólafsson hefur búið henni hreinlega og einfalda umgerð og smekklega. Söngflokkurinn fór ágætlega með hljóðfæri og svo hina mildari ljóðrænu tóna í söngvunum, en sitthvað vantaði í röggsemi þegar efnt var til fjölda- söngs. Yfirreið Jörundar um landið komst hvergi nærri nógu vel til skila - aftur á móti var lát- bragðsleikurinn í kvennafari Hundadagakóngs mjög skemmti- lega af hendi leystur. Rúnar Lund fór með hlutverk Stúdíósusar og gerði margt vel, en kannski hefur það verið mis- ráðið hjá þeim leikstjóranum að leggja hlutverkið upp'svo nálægt Katli skræk (Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem fram kemur einhver óvissa um túlkunarmáta á þessari persónu). Axel Magnússon er mjög reffilegur og öruggur Charlie Brown. Sigur- geir Hilmar Friðþjófsson fór svo með aðalhlutverkið, sjálfan Jörund og mundi enginn segja annað en þar færi vel þjálfaður gamanleikari og mjög úrræða- góður. Leikstjórn Viðars Eggertssonar hefur það sér til ágætis, að kraftar áhugamanna- flokks nýtast vel og verða ekki neinir áberandi veikir hlekkir á þeirri keðju sem vafin er um áhorfendur, sem fylltu Selfossbíó nú á þriðjudagskvöldinu. íslensk bókamenning er verómæti Franz Kafka Réttaitiöldin Ein frægasta skáldsaga heimsbókmenntanna í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar gefin út í tilefni af aldarafmæli höfundar. Fá skáldrit hafa haft eins mikil áhrif á skáldsagnagerð Vesturlanda og RÉTTARHÖLDIN. Verk þetta geymir ótæmandi sannleika um líf nútímamannsins og samfélag okkar daga. SKÁLHOLTSSTlG 7— REYKJAVlK — SlMI 13652 S> Banki pr Bústaða: Gtensásog fössvqgs- hvem Réttarholtsútibú Iðnaðarbankans á mótum Sogavegarog Réttarholtsvegar. Aukin þjónusta við íbúa nærliggjandi hverfa og þá sem leið eiga hjá. í Réttarholtsútibúinu fara fram öll almenn bankaviðskipti. Við leggjum sérstaka áherslu á persónulega þjónustu og ráðgjöf; - t.d. um þau mismunandi inn- og útlánsform sem henta hverju sinni. Verið velkomin á nýja staðinn og reynið þjónustuna. Iðnaðarbanidnn Réttarhottsútibú, Réttarholtsvegi 3, sími 85799

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.