Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 03.12.1983, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. desember 1983 um helgina Jólabasar á fjórum stöðum. Fregnir hafa borist af jólabas- örum á fjórum stöðum nú um helgina. Félag einstæðra foreldra Sunnudaginn 4. desember efn- ir Félag einstæðra foreldra til jól- amarkaðar í Skeljahelli, Skelja- nesi 6 og verður opnað klukkan 13 e.h. Þar er á boðstólum fjöl- breytt úrval gripa til jólagjafa, skreytinga af ýmsu tagi og næsta nýstárlegar margar, búta-púðar og teppi, tuskubrúður, ullarflíkur af öllum stærðum og gerðum og er þá fátt eitt talið. Nóttina fyrir markaðinn efnir jólamarkaðsnefndin til „vinnu- vöku“ í Skeljahelli. Verða þá bakaðar smákökur í hrönnum og lokið við ýmislegt sem hálfgert er enn. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í vinnuvökunni og hafa ekki tilkynnt sig enn, hafi samband við Stellu í síma 11822. Þá er þeim sem eru að vinna muni á markað- inn bent á að koma þeim á skrif- stofuna hið fyrsta eða út í Skelja- helli aðfaranótt sunnudagsins. Skagfírska söngsveitin Skagfirska söngsveitin heldur kökubasar laugardaginn 3. des. kl. 14 að Drangey Síðumúla 35 til ágóða fyrir starfsemi sína. Fjöl- breytt kökuúrval, úrvals laufa- brauð og fleira. Kvenfélagið Hringurinn Hafnarfírði. Hringurinn í Hafnarfirði held- ur basar sunnudaginn 4. des. og hefst hann kl. 15 í Sjálfstæðishús- inu við Strandgötu. Verða þar á boðstólum margir góðir munir til jólanna. Sýnishorn af munum verður í glugga Magnúsar Guð- laugssonar v/Strandgötu. Einnig verða þar á boðstólum okkar vin- sælu laufabrauð, sem eru bökuð 4 dögum fyrir basarinn. Karlakór Reykjavíkur Gáttaþefur verður staddur í fé- lagsheimili Karlakórs Reykjavík- ur að Freyjugötu 14, sunnudag- inn 4. desember klukkan 2. Þar verður kvenfélagið einnig með sinn árlega basar. Þó verður hann með breyttu fyrirkomulagi þetta árið. Á neðri hæðinni verður nær eingöngu jólaföndur og allavega skreyttar körfur og plattar, en á efri hæðinni fer fram bakstur á rjúkandi vöflum sem verða fram- reiddar ásamt kaffi og kleinum, nóg verður til af rjóma og heima- tilbúinni sultu ofan á vöflurnar. Til að fullkomna jólastemmn- inguna verða spilaðar jóla- plötur. Félagskonur hafa lagt sig fram um að skreyta salina og gera allt sem jólalegast. A ð ventudagskrá Stúdentaleikhússins Atli Heimir og Neruda Á vegum Stúdentaleikhússins verður flutt aðventudagskrá með ljóðalestri og tónlistarflutningi sunnudaginn 4. des. Dagskráin hefst á nýju tónverki eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Pablo Neruda, Dona nobis pacem (friðarbæn). Síðan verða flutt verk eftir frönsku tónskáldin C. Debussy og E. Satie og kafli úr „kvartett um endalok tímans" eftir O. Messiaen, en kvartettinn var saminn í fangabúðum nasista á stríðsárunum og frumfluttur í áheyrn um 5 þúsund fanga. Yfir- skrift kvartettsins er úr Jóhannes- ar guðspjalli X kap. Nú stendur yfir í húsgagna- verslunini Bláskógum við Ár- múla sölusýning á verkum eftir Björgu Hauks, úr steindu gleri. Hér er um fyrstu einkasýningu Bjargar að ræða. Hún hefur unn- ið við þessa listgrein í mörg ár og eru verk hennar víða. Glerlist er Pablo Neruda Lokaþáttur dagskrárinnar á sunnudagskvöldið er lestur úr helgikvæðinu Lilju eftir Eystein Ásgrímsson munk, frá 14. öld. Þeir sem fram koma eru Gunn- ar Eyjólfsson leikari, Guðni Franzson klarinettleikari, Mar- grét Þóra Gunnarsdóttir píanó- leikari og söngkonurnar Ásdís Gísladóttir, Elín Sigmarsdóttir og íris Erlingsdóttir. Dagskráin verður flutt í Fé- lagsstofnun stúdenta við Hring- braut og hefst kl. 20.30. tiltölulega ný listgrein hér á landi og á auknum vinsældum að fagna. Sýningin verður opin til 10. desember á venjulegum verslun- artíma og frá kl. 2-5 á sunnu- dögum. Við unga fólkið Leiklistar- kvöld á Kjarvals- stöðum Æskulýðsráð Reykjavíkur heldur áfram að kynna starf sitt og á morgun sunnudag verður leiklistarkvöld að Kjarvalsstöð- um. Þar munu leikhópar úr skólum og félagsmiðstöðvum sýna verk sem þau hafa æft sér- staklega fyrir þessa sýningu. Meðal efnis verður unglinga- leikritið Anna Lísa eftir Helga Má Barðason, Á rúmsjó eftir S.. Mrozck, upplestur úr félags- miðstöðinni Árseli, auk leik- verka úr skólum. Sýningarnar hefjast kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Tónleikar Gunnars Kvaran Nk. sunnudag kl. 17.00 mun Hjálparstofnun kirkjunnar gang- ast fyrir tónleikum í Selfoss- kirkju. Þar mun Gunnar Kvaran sellóleikari flytja nokkur verk eftir Bach og fleiri tónskáld með undirleik Glúms Gylfasonar, organista Selfosskirkju, Samtök um sögukennslu stofnuð í dag Fundur til undirbúnings stofn- unar samtaka kennara og annars áhugafólks um sögukennslu verður haldinn í dag, laugardag- inn 3. desember, í stofu 301 í Árnagarði og hefst kl. 2 e.h. Boðað er til fundarins í fram- haldi af ráðstefnu um sögu- kennslu á öllum skólastigum, sem haldin var 29. október. Allir, sem áhuga hafa á málefninu, eru velkomnir á fundinn. Verk eftir Björgu Hauks. Glerlist í Bláskógum leiklist íslenska óperan 2. sýning á Miðlinum og Símanum verð- ur á morgun sunnudag kl. 20.00. La Tra- viata verður synd í 11. sinn ( kvöld kl. 20.00. Þá mun ameriska óperusöngkon- an Jean Benett syngja hér í slðasta sinn hlutverk Violettu. Þjóðleikhúsið Skvaldur eftir Michael Frayn verður sýnt 125. skipti á laugardagskvöld, sýn- ing sem hlotið hefur frábæra dóma og hefur skemmt áhorfendum i allt haust. Næst slðasta sýning fyrir jól. Lfna langsokkur eftir Astrid Lindgren verður á fjölunum á sunnudag kl. 15.00. Sýningar á þessu vinsæla fjölskylduleik- riti eru nú orðnar 60 talsins og áhorfend- ur vel yfir 30.000. Sýningum á þessu verki fer nú að fækka, en þetta er næst siðasta sýningin á Lfnu fyrir jól. Návfgl eftir Jón Laxdal verður sýnt á sunnudagskvöld og er það 8. sýning verksins. Næst síðasta sýning fyrir jól. Lokaæfing eftir Svövu Jakobsdóttur verður sýnd á Litla sviðinu á sunnudags- kvöld kl. 20.30, en þar eru sýningar orðnar yfir 20 talsins og verið uppselt á þær flestar. Leikfélag Reykjavfkur I kvöld er Hart f bak eftir Jökul á fjölunum I Iðnó en I Austurbæjarbfó er næst sfð- asta sýning fyrir jól á gamanleiknum Forætahelmsókninnl, sem fyllt hefur bfóið undanfarnar helgar við mikinn fögnuð áhorfenda. Á sunnudagskvöldið er enn ein sýning á leikritinu Úr Iffi ánamaðkanna vegna fjölda áskorenda en þar er fjallað um ævintýraskáldið H. C. Andersen og leikkonuna Jóhönnu Heiberg. Þau Þor- stelnn Gunnarsson og Guðrún Ás- mundsdóttir leika þessar frægu per- sónur. Leikstjóri er Haukur J. Gunnars- son. Alþýðulelkhúslð Leikrit Werners Fassbinders, Kaffitár og frelsi er sýnt f Þýska bókasafnfnu við Tryggvagötu 26 f dag, laugardag kl. 16 og kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Sérstætt og umdeild innlegg f kvenfrelsisbarátt- una. Gerðuberg Allra sfðustu sýningar á Bláu stúlkunni verða f Gerðubergi á sunnudag kl. 17 - 18. myndlist Gerðuberg Katrln H. Ágústsdóttir hefur opnað sýn- ingu á vatnslita- og batíkmyndum. Mið- efnið aðallega sótt f miðbæ Reykjavfkur, með fylgja landslags- og Þingvalla- stemmningar. Áttunda einkasýning listakonunnar. I dag, laugardag, er opnuð á sama stað sýning á Ijósmyndum eftir Kristján Inga Einarsson. Eru þær úr bókinni Kátt (koti [ Gerðubergi. Sýningarnar eru opnar mánudaga - fimmtudaga kl. 16 - 22 og föstudaga - sunnudaga kl. 14 - 18. Aðgangur ókeypis. Gallerf Vesturgötu 17. Sautján listamálarar úr Listmálarafé- laginu sýna um 70 myndir. Opið á virkum dögum 9-17. Llstmunahúsið Slðasta sýningarhelgi hjá Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Keflavfk Rfkey Ingimundardóttir opnar myndverk- asýningu að Vesturbraut 17-191 Keflavfk f dag. Sýninain verður opin til 18. desember kl. 16 - 22. A sýningunni eru um 80 myndir, málverk og skúlptúrar. Llstasafn ASl. Listamaður frá Kóreu, Jiho Do, opnar myndlistarsýningu í dag, laugardag. Hann er fæddur f Kóreu árið 1950, stundaði þar myndlistarnám og hefur tekið þátt f fjölda sýninga, en síðan 1980 hefur hann stundað nám í málaralist f Stuttgart í Þýskalandi. Opið til 18. des. kl. 14—19 virka daga en 14-22 um helgar (nema mánudaga). Norræna húslð Poul Eje, danskur listmálari, sýnir vatns- litamyndir og teikningar f anddyri Nor- ræna hússins dagana 2.-15. desember. Hann nam við Listaakaemíuna f Kaup- mannahöfn, hefur sýnt heima og er- lendis, t.d. f Bandarlkjunum og Póllandi. Hann hefur skreytt ýmsar opinberar byggingar bæði með málverkum og glermósafk. Starfar við danskan hand- fðaskóla og kennir nú á námskeiði við Handlða- og myndlistarskólans f Reykjavfk. Um helgina lýkur í Norræna húsinu sýn- ingunni „100 sessur- 100 ár“. Sýningin er hingað komið á vegum Norrænu list- amiðstöðvarinnar og Finnska heimilis- iðnaðarfélagsins. Gallerf Langbrók Yfirstendurárleg jólasýning. Til sölu list- munir ýmiskonar, glermyndir, vefnaður, keramfk, vatnslitamyndir, tauþrykk, leð- urvörur. Opið virkadaga 12 -18 og 12- 22 á laugardögum. Gallerf Lækjartorg Slðasta helgi Ijósmyndasýningar Gunn- ars Gunnarssonar. Mannlýsingar og kyrrlífsmyndir. Nýlistasafnið Slðasta helgi sýningar finnska lista- mannsins J. O. Mallanders. tónlist Selfoas Gunnar Kvaran sellóleikari flytur nokkur verk eftir Bach og fleiri tónskáld með undirleik Glúms Gylfasonar, organista Selfosskirkju. Tónleikarnir eru f Selfos- skirkju kl. 17 og eru haldnir á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Krlstsklrkja Mótettukór Hallgrímskirkju efnlr til að- ventutónleikar sunnudaginn 4. desemb- er. Þeir eru haldnir kl. 17 1 Kristskirkju. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Á efnisskránni er m.a. kantata eftir Bach, „Scwingt freudig euch empor" og ýmis Aðventulög. Einsöng með kórnum syngja þau Sigrfður Gröndal, Elfsabet Waage, Garðar Cortes og Halldór Vil- hjálmsson. Þetta eru aðrirtónlelkar kórs- ins sem stofnaður var I vor og starfar f tengslum við Listvinafélags Hallgrfms- kirkju. Norðurland Martin Berkofsky og Anna Málfrfður Sig- urðardóttir halda þrenna tónleika á Noröurlandi helgina 3. og 4. desember. Laugardaginn 3. des. kl. 16.00 verða tónleikar f Skjólbrekku, á vegum Tón- listarskóla Mývatnssveitar, og rennur ágóði af þeim tónleikum til hljóðfæra- kaupa fyrir skólann. Sunnudaginn 4. des. verða tónleikar f Hafralækjarskóla að (dölum á vegum tónlistardeildar skólans og hefjast þeir kl. 15.00. Þriðju tónleikarnir verða sfðan f félags- heimilinu á Húsavfk, einnig sunnudag- inn 4. des. kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Schubert og Brahms, bæði einleiksverk og verk fyrir fjórar hendur. ýmislegt Kjartan Flögstad orski rithöfundurinn Kjartan Flögstad, sem árið 1978 fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Dai- en Portland, verður hér á landi dagana 2. til 5. desember nk. á vegum hinnar nýstofnuðu Norrænu höfundamiðstöv- ar, Norræna hússinsog Rithöfundasam- bands Islands. Af þvf tllefni verður efnt til kynningar á verkum hans I Norræna húsinu f dag, laugardaginn 3. desember klukkan 14.30 og þar mun Kjartan Flögstad m.a. lesa úr nýútkominni skáldsögu slnni, U3, sem vakið hefur gffurlega athygli f Nor- egi á þessu hausti. Sovéskar kvikmyndir Þrjár kunnar sovéskar kvikmyndlr, tvær nýlegar og ein gömul, verða sýndar I MlR-salnum, Lindargötu 48, þrjá næstu sunnudaga I desembermánuði. Sunnudaglnn 4. des. kl. 16 verður sýnd kvikmyndin „Stjúpmóðlr Samanls- hvlll“, mynd frá Grúzia-film, gerð 1976. I kvikmynd þessari segir frá Behina Samanishvili, ekkjumanni sem ákveður I ellinni að kvæntast aftur. Fjölskyldu hans Ifst ekkert á þessa hugmynd og allra sfst syni hans Platon, sem er hræddur um að nýr erfingi kunni að koma til sögunnar, ef af giftingu verður. Aðrar myndir, sem sýndar verða I MÍR- salnum f desember eru: „Taras Shevtsenko" (frá 1951) sýnd sunnu- daginn 11. des. og „Hvít sól eyðlmerk- urlnnar" (frá sfðasta áratug) sýnd sunn- udaginn 18. des, kl. 16. Aðgangur að kvikmyndasýningunum ( MlR-salnum, Llndargötu 48, er öllum heimlll og ókeypis. Kvlkmyndaklúbburlnn Norðurljós sýnir sænsku kvikmyndina Bomsalva - Sprengjuregn [ Norræna húsinu nk. laugardag 3. des. kl. 17.15. Leikstjóri Lars Molin og aðalhlutverk leika: Lars Hjelt, Annika Lundgren, Folke Aspelund o.fl. Myndin er gerð 1977 og lýsir sænskri námu og umhverfi hennar. Tilraunasprenging mistekst, og hefur það f för með sér geysimiklar af- leiðingar fyrir hiutaðeigendur. - Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára - Aðventusamkomur Sunnudagskvöldið kl. 20 er aðventu- samkoma f Kópavogskirkju. Karlakór Reykjavfkur syngur, Ingimar Erlendur Sigurðsson les úr nýrri Ijóðabók, „Ljóð á Lútersári". Ræðumaður kvöldsins er Arni Björnsson þjóðháttafræðingur sem flytur „Lóttfróðlegt erindi um aðvent- una". Ritningarlestur og fjöldasöngur. Kírkjudagur Seljasóknar Aðventusamkoma f Ölduselskólanum kl. 20.30 sunnudagskvöld. Ræðumaður kvöldsins er prófessor Þórir Kr. Þórðar- son. Kirkjukórinn syngur, Kristinn Sig- mundsson syngur einsöng með undir- leik Jónasar Ingimundarsonar. Björgvin Magnússon flytur hugleiðingu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.