Þjóðviljinn - 07.01.1984, Síða 4

Þjóðviljinn - 07.01.1984, Síða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgúi 7.-8. janúar 1984 Slœmar konur kvelja okkur, góðar konurþreyta okkur. Það er nú eini munurinn áþeim. Oscar Wilde „ Vertu goðra vona skjól“ Guðmundur skólaskáld Guömundur Guðmundsson skóla- skáld var í miklum metum á fyrri hluta aldarinnar og er það að mörgu leyti enn. Þar sem ísland er um þessar mundir í miklum vetrarham er rétt að koma með nokkrar vorvísur eftir Guð- mund: Blessað vertu’ og velkomið, vorið yndisbjarta! Nú er mér sem finni ég frið °g fjör í mínu hjarta. Komþú sælt með sólarljós, sumarylinn hlýja; kom þú heilt með hverja rós, hjartans gleði nýja! Gylltu voga, lýstu lönd, Ijómaðu á brúnum fjalla, leggðu gull í hverja hönd, huggaðu og gleddu alla! Vertu góðra vona skjól, vaggaðu hverju barni, láttu þína Ijúfu sól Ijóma að hverjum arni! Blessað vertu og velkomið, vorið yndisbjarta, þú, sem alltaffró og frið fyllir sérhvert hjarta! Og að lokum lítil staka eftir Guð- mund skólaskáld Yfir grund er orpið snjó, álftir á sundi kvaka, meðan blunda bljúg í ró blómin undir klaka. Við erum vekj ar aklukkan í viðtali í útvarpinu eftir snjóflóðið úr Kubbanum á Isafirði sl. miðvikudag hrósaði fréttaritari útvarpsins á staðn- um mjög samstarfi heimamanna við Hafliða Helga Jónsson veðurf ræðing á Veðurstofunni. Hafliði hefurmeð snjóflóðarannsóknir og snjóflóðaspár að gera. Við gengum á fund hans til að forvitnast um þetta starf hans. - Hefur þú sérmenntað þig í snjóflóðum, Hafliði? - Nei, ég kom heim frá námi í Bandaríkj- unum árið 1979 og var þá settur í þetta þó að ég hefði aðeins verið í almennu veðurfræði- námi. - En einhverjar formúlur hljóta að gilda í sambandi við snjóflóð? - Það er ekki unnt að segja að hægt sé að styðjast við neinar patentlausnir. Við höf- um þó söguna til að styðjast við og búum betur en margar aðrar þjóðir í þeim efnum. Það var maður norður á Akureyri, Ólafur Jónsson, sem tók að skrá snjóflóð allt aftur tii ársins 1171 og las bókstaflega allt sem • hægt var að lesa sér til um þau og árangur- inn var bókaflokkurinn Skriðuföll og snjóflóð sem er hinn merkasti. Síðar kom Sigurjón Rist til samstarfs við Ólaf og vann snjóflóðaannál með honum fyrir árin 1958- 1972 og Sigurjón skrifaði svo einn snjó- flóðaannál 1972-1975. Síðan hefur Veður- stofan séð um að skrá snjóflóð og haft t.d. mikið samráð við Vegagerðina í þeim efn- um og eins hefur Veðurstofan lagt fyrir ein- staka veðurathugunarmenn að fylgjast með. - En samband hlýtur þó að vera milli ákveðins veðurfars og snjóflóðahættu? - En samband hlýtur þó að vera milli ákveðins veðurfars og snjóflóðahættu? - Já, við reynum hér að finna tengslin milli veðurs og snjóflóða. Það er nokkuð ljóst hvaða veðurfyrirbæri valda snjóflóð- um á ákveðnum svæðum en við hér í Reykjavík getum hins vegar ekki metið hættuna t.d. í ákveðnu gili. Heimamenn þurfa að gera snjómælingar og fylgjast með veðrinu þegar fyrrnefnd veðurskilyrði eru fyrir hendi. - Hafið þið ákveðna menn til að fylgjast með snjóflóðum úti á landi? - Þeir eru aðeins komnir á fjórum stöð- um. Fyrst var skipaður maður í Neskaup- stað eftir snjóflóðin þar og síðan hafa bæst við menn á Siglufirði og svo á Patreksfirði og ísafirði eftir flóðin á Patreksfirði í fyrra. - Var búið að gera einhverjar varúðar- ráðstafanir þegar snjóflóðið féll úr Kubb- anum á ísafirði á miðvikudag? - Strax um morguninn hafði sýslumaður hringt í mig og sagði að almannavarnar- nefnd væri á varðbergi og vildi ráðfæra sig við mig hvar væri helst hætta á þessum slóð- Hafliði: Lítið fjármagn fæst til vamaraðgerða. — Ljósm.: eik Viðtal við Hafliða Helga Jónsson veðurfrœðing sem annast snjóflóðavarnir á Veðurstofunni um. Það var suðaustan og austanátt á Vest- fjörðum og þá eru það einkum tvær hlíðar á fsafirði sem liggja þannig við þessari átt að hætta er á ferðum. Það eru einkum hlíðar sem snúa undan vindi sem safna á sig snjó og í miklum vindi skefur óskaplega hratt í þær ef lausamjöll er á jörðu. Venjulega er það samt NA-átt sem er hættulegust og ef hún hefði verið ríkjandi á miðvikudag hefði verið allsherjarsnjóflóðahætta um alla Vestfirði. - Þetta var kallað flekahlaup. Hvað er það? - Við skiptum flóðum einkum í tvo flokka, annars vegar flekahlaup og hins vegarlausasnjóflóð. f fyrri flóðunum losnar , stór fleki úr hlfð, fer af stað og ryður öllum á undan sér og valda þau yfirleitt meiri skaða en hin. Þau síðarnefndu byrja í einum punkti og breiða úr sér. Þau líta út eins og öfugt vaff í hlíðunum. - Hvers konar frumkvæði hefur þú þegar hætta er á ferðum? - Þegar mér er farið að lítast illa á hlutina hef ég samband við Almannavarnir ríkisins og þær hafa svo samband við nefndir á ein- stökum stöðum sem sjá til þess að gerðar séu staðbundnar athuganir. Þetta starf hér á Veðurstofunni er því eins og vekjara- klukka á menn. Menn hafa oft verið ansi sofandi fyrir þessari hættu en eru nú orðnir meira á varðbergi. - En verða menn ekki að hafa ákveðna kunnáttu til að meta hættuna á einstökum stöðum? - Jú, bæði almannavarnir og björgunar- sveitir hafa farið um landið og þjálfað menn eitthvað upp og stefnir það í rétta átt. Það þyrftu þó að vera sérstakir athugunarmenn á ýmsum smærri stöðuna. Það er þó aldrei hægt með aðvörunum hægt að tryggja mannvirki og jafnvel ekki mannslíf því að þetta byggist alltaf á mati hverju sinni. Það þarf að byggja upp varnarmannvirki þar sem hætta er á ferðum en lítið er gert af því. í fyrra féll snjóflóð á Bíldudal og tók stykki úr varnargarði sem byggður hafði verið og hefur það vafalaust dregið mjög úr krafti flóðsins. Það fór þó alveg niður undir byggð og tók með sér tvö fjárhús. - Er ekki víða byggt á hættustöðum? - Jú, það er mjög víða byggt í farvegum snjóflóða. Það er mikið verk að rannsaka farvegi sem þekktir eru og einnig líklega farvegi því að alltaf eru að falla flóð á stöð- um sem ekki var vitað um áður. Skipulag ríkisins er farið að merkja þá staði sem ekki má byggja á og í lögum stendur að ekki megi byggja þar sem vitað er að snjóflóð hafi valdið tjóni. En svo byggja menn alveg á mörkum fyrri snjóflóða og nýtt flóð getur náttúrulega eins fallið þar. ( -GFr Svona leit Austur- stræti út að vetrar- lagi fyrir árið 1915. Á miðri götu má sjá hestsleða. Anddyri íslandsbanka er enn Aust urstr ætismegin. Að myndin er tekin fyrir 1915 má m.a. markaafþvíað vinstra megin má sjá í gaflinn á stórhýsi , Th. Thorsteinsson sem brann í bruna- nummikla það ár.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.