Þjóðviljinn - 07.01.1984, Qupperneq 11
Helgin 7.-8. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Einar Vilhjálmsson
Útróðrar
Færeyinga
við ísland
Nokkru fyrir síðustu aldamót og
fram á þessa öld stunduðu margir
Færeyingar útróðra héðan á opn-
um bátum. í byrjun voru þetta ára-
bátar með seglbúnaði en síðar
komu trillur til sögunnar.
Þessir útróðrar Færeyinganna
hófust á Seyðisfirði um miðjan átt-
unda tug nítjándu aldar en með
hverju ári fjölgaði í þessum útvegi
þeirra og um aldamótin eru þeir
orðnir fjölmennir og dreifðir um
alla Austfirði, frá Fáskrúðsfirði til
Langaness.
Það er athyglisvert að á þeim
árum sem íslendingar eru að yfir-
gefa landið í stórum hópum vegna
bjargarskorts, hefst hér blómleg
útgerð Færeyinga.
Vertíð færeysku útróðrarmann-
anna stóð frá því seint í maí og fram
í september.
Þeir komu með vorskipunum,
ýmist gufuskipunum eða færeysku
skútunum sem fiskuðu hér við
land. Á haustin drógu þeir báta
sína á land tyrfðu þá gjarnan eða
gengu frá þeim tryggilega á annan
hátt. Sumir tóku báta sína með sér
heim.
Lendingar og verbúðir leigðu
Færeyingar af landeigendum og
öðrum eigendum verðstöðva.
Leigan fyrir aðstöðuna var tíundi
partur af afla.
Sumir bændur höfðu verulegar
tekjur af þessum viðskiptum. Á
Brimnesi við Seyðisfjörð voru
eftirtaldar verbúðir og lendingar:
Þorsteinsskálahöfn, Brimberg,
Borg, Borgarhóll og Hrólfur.
Einnig var útræði frá Skálanesi
sunnan fjarðar. Oft var bátafjöld-
inn í Brimnesbyggð á bilinu frá tut-
tugu til fjörutíu, bæði íslenskir og
færeyskir. Útróðramenn völdu
lendingar utarlega í fjörðum sem
næst fiskimiðunum. Helstu út-
róðrastaðir Færeyinga voru á Fá-
skrúðsfirði, Vattarnesi, Hafnar-
nesi,Vöðlávík, Skálanesi, Brimn-
esi, Borgarfirði, Vopnafirði,
Bakkfirði og Skálum á Langanesi.
Nú stendur yfir á vegum
Ljósmyndasafnsins sýning á
gömlum Ijósmyndum á Seyðis-
firði og er hún unnin fyrir til-
stuðlan menntamálaráðuneytis-
ins. Sýningin er tvískipt. Annars
vegar er um að rœða þróunar-
sögu Ijósmyndunar í máli og á
myndum og hins vegar sýningu
á gömlum Ijósmyndum frá
Seyðisfirði. Pað er Einar Vil-
hjálmsson, sem skrifar þessa
grein hér á síðunni, sem manna
mest hefur unnið að því að safna
saman gömlum Ijósmyndum frá
Seyðisfirði og víðar.
Á Bakkfirði var bátafjöldi Færey-
inga á árunum 1919-1922 um og
yfir 30 talsins.
Hinn 6. júní 1890 birtir „Föring-
atíðindi" þessa frétt af útróðri við
ísland:
„Til íslands eru í ár farnir fleiri
útróðramenn en venjulega. Sumir
fóru til Vesturlandsins sem ekki
hefur skeð áður. Póstskipin, ful-
briggarinn „Enighed“ og gufu-
skipið „Uiler“ sem Wathne leigir,
flytja fólk og báta frá Færeyjum til
íslands. Skipið „Föringur“, sem
hefur fengið aukna yfirbyggingu í
Svíþjóð, fer á næstu dögum til ís-
lands með fólk, báta og farm.
Nokkrar konur eru farnar héðan
til íslands að vinna í saltfiski. Áætl-
að er að sá fjöldi fólks, sem fer til
íslands frá Færeyjum, verði nálægt
þúsund“. Þann 7. júlí sama ár má
lesa í sama blaði tilvitnun í blaðið
„ísafold", að íslendingar óttist
ágang Færeyinganna. íslendingar
reyndu að verjast þessari innrás en
árangurslaust og grunnmiðin, sem
voru á þessum tíma eini fangstaður
heilla landshluta, voru ofsetin af
Færeyingum.
(Heimildir: Til Iands eftir Sámal Jó-
hansen.
Sveitir og jarðir í Múlaþingi eftir Ar-
mann Halldórsson.
Litið til baka eftir Matthías Þórðarson.)
Lendingin á Skálum á Langanesi. Myndin er tekin um 1920.
Verslunin Alda á Skálum á Langanesi en Stefán Th. Jónsson á Scyðisfirði
átti hana. Ef einhver kannast við piltana tvo væri vel þegið að upplýsingar
um þá yrðu sendar á Þjóðviljann.
Verbúðir í Brimnesbyggð við Seyðisfjörð. Myndin er tekin fyrir aldamót, áður en vélbátar komu til
sögunnar. Lengst til vinstri sést sjóhús Páls Árnasonar að Hrólfi en lengra til hægri, fyrir miðri mynd, er
Borgarhóll. Báturinn fremst á myndinni er með færeysku lagi.
Á Þórarinsstaðaeyrum við Seyðisfjörð var smásjávarþorp en það fór í eyði upp úr seinni heimsstyrjöldinni.
Fjöllin eru Flanni, Bægsli og Hánefsstaðafjall en dalurinn á milli heitir Salteyrardalur.
Skálar á Langanesi. Útróðrastaður framundir 1945. Þaðan reru m.a. Færeyingar.