Þjóðviljinn - 07.01.1984, Page 13
Helgin 7.-8. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
en það voru þeir sem stóðu fyrir
mótmælaaðgerðunum.
Á farfuglaheimilinu var fólk af
ýmsu þjóðerni og menn notuðu
innilokunina til að kynnast. Ein-
hvern tíma seinnipartinn hef ég
sest niður og skrifað eftirfarandi:
Aþena, 17.11 1973.
I gærkveldi loguðu bálkestir á
götum í miðborginni. í dag var sól
og lögreglan labbaði um í stórum
^hópum og lamdi fólk. Núna rétt
;áðan komu skriðdrekarnir og síðan
Ihefur skothríðinni ekki linnt“.
Eftirminnileg sjón
Daginn eftir lögðum við af stað
fyrir hádegi. Forvitnin rak okkur í
átt til miðborgarinnar. Þar var fátt
um fólk á götum. Á torgum og
gatnamótum hafði verið komið
fyrir brynvögnum og hermenn
voru í flokkum umhverfis þá. Aðrir
gengu fylktu liði um göturnar. Ein-
hvern veginn vildi svo til að leið
okkar lá framhjá Verkfræðiháskól-
anum. Þar blasti við eftirminnileg
sjón. Hermenn voru á verði við
hliðið en hliðgrindin, sem var úr
járni, lá flöt inn og undir henni var
útflattur fólksbíll. Þar hafði skrið-
dreka verið ekið inn á skólalóðina.
Ég man að ég sá ungan mann
koma gangandi eftir götunni. Einn
hermaðurinn veittist að honum
með skömmum og sló til hans og
sparkaði í hann en hann forðaði sér
á hlaupum. Þessa stundina nutum
við þess líklega hve framandi við
vorum í útliti.
Skriðdreki á fullri ferð í Aþenu meðan átökin stóðu sem hæst.
Við stefndum í átt til Akrópólis
því þaðan vissum við að best mundi
sjást um miðborgina. Þegar við
nálguðumst hæðina vorum við
stöðvaðir af hermönnum. Þeir
höfðu veitt athygli skátakuta sem
einn okkar bar við belti sér. Var
hnífurinn mældur vandlega og okk-
ur tjáð að meðan herlög væru í gildi
mætti enginn bera hnífa með of
löngu blaði. Við fengum þó að
halda áfram og mig minnir að við
höfum haldið hnífnum.
Þegar við vorum alveg að kom-
ast upp á hæðina byrjaði skyndi-
lega skothríð niðri í miðborginni.
Hermönnunum á hæðinni hefur
sjálfsagt ekki þótt rétt að leyfa
ferðafólki að horfa á aðfarirnar því
allir voru reknir niður hæðina. Var
fólki sagt að ekki mundi verða opn-
að aftur þennan dag.
Við fórum aðra leið til baka.
Einhvers staðar á leiðinni mættum
við ungu fólki sem grátbað okkur
að koma á sjúkrahús og selja blóð.
Það sagði okkur að sjúkrahúsin
væru full af slösuðu fólki sem hefði
orðið fyrir misþyrmingum, og
margir hefðu verið drepnir. Mig
minnir að boðnir hafi verið 30 doll-]
arar fyrir lítrann.
Seinni hluta þessa dags notuðum
við til að heimsækja íslenska
konsúlinn í Aþenu til að leita ráða
varðandi ferðatékkana. Konsúll-
inn er kvæntur íslenskri konu og
nutum við gestrisni þeirra. Sagði
hann okkur hvert við ættum áð
snúa okkur til að fá aftur til umráða
þann gjaldeyri, sem glatast hafði,t
og leiðbeindi okkur á ýmsan hátt.
Við urðum að yfirgefa þessa ágætu
fjölskyldu um kl. 6 til að ná til far-
fuglaheimilisins fyrir kl. 7 en þá tók
útgöngubann gildi þann dag.
Næstu daga smá slaknaði á
spennunni í borginni. Utgöngu-j
bannið færðist til kl. 10 og við frétt-
um að Papotopólus hefði verið
settur í stofufangelsi. Það tók
nokkra daga að endurheimta
ferðagjaldeyrinn og við notuðum
tímann til að skoða borgina og um-
hverfi hennar og reyna að fá pláss á
flutningaskipi í hafnarborginni Pir-
eus. Leit það vel út um tíma en einn
daginn var okkur sagt að sett hefðu
verið lög sem fyrirskipuðu að
Grikkir skyldu ganga fyrir um alla
vinnu í landinu. Við vorum þarna
komnir í hálfgerða sjálfheldu þar
sem fjárhagur okkar takmarkaði
mjög valkosti. Okkur tókst þó með
brögðum að komast sem sjálfboða-
liðar til ísrael þar sem við dvöldum
næstu 5 eða 6 mánuði en það er nú
önnur saga.
Sveinbjörn Jónsson
Súgandafirði
Þii getiir
fengió
eitthvaó af
omim
króna
frá olckur
ánæsta ári
Hvemig? Já það er ekki nema von þú spyrjir
— jú með því að eiga miða hjá okkur. Heildampphæð vinninga er tæpar
56 milljónir króna og hún fer til þeirra sem eiga miða. — En jafnvel þó þú eigir
miða er ekki víst að þú fáir vinning — þá kemur til heppninnar.
Með smá heppni og hundraðkalli á mánuði getur þú hlotíð vinning.
Við drögum þann 10. janúar.
Happdrætti SÍBS 'fiP'