Þjóðviljinn - 07.01.1984, Síða 27

Þjóðviljinn - 07.01.1984, Síða 27
Jt.fr & r . , •*' •' <’<• ” 'ÞJÓÐV1LJ11>/N - SÍÐA 27 Ottó N. Porláksson frá veiðum í nokkrar vikur: \ 15 tíma fundur í borgarstjórn: Allar tillögur minni- hlutans voru felldar Eftir 15 tíma fundarsetu af- greiddi borgarstjórn Reykjavíkur í gærmorgun fjárhagsáætlun borg- arinnar fyrir nýbyrjað ár. Var áætiunin samþykkt með 12 at- kvæðum Sjálfstæðisflokksins og voru allar breytingatillögur minni- hlutans felldar. Þó minnihlutaflokkarnir fjórir flyttu engar sameiginlegar tillögur við afgreiðslu áætlunarinnar var gagnrýni þeirra öll á einn veg: að áætlunin einkenndist af skulda- söfnun í kjölfar Grafarvogsævin- týrsins, óheyrilegri skattálagningu og stórhækkuðum þjónustugjöld- um. Margar breytingatillögur flokkanna voru keimlíkar, einkum Alþýðubandalags og Kvenna- framboðs, en allir lögðu flokkarnir til að dregið yrði úr framkvæmdum á Grafarvogssvæðinu og peningun- um varið í annað en að stækka lóðabankann þar. Hér skulu nefndar sem dæmi ó- líkar tillögur frá hverjum minni- hlutaflokki fyrir sig, en eftir helg- ina verður skýrt nánar frá fundin- um. Alþýðubandalagið lagði til að borgarstjórn legði 3 miljónir króna til endurbyggingar og varðveislu gamalla húsa í eign borgarinnar á árinu. í greinargerð er bent á að mörg hús í eigu borgarinnar hafa mikið menningar- og byggingar- sögulegt gildi og sé nauðsynlegt að miða að því að á næstu 5-8 árum verði þeim komið í viðunandi horf undir eftirliti Árbæjarsafns. Skal fjármagninu haldið aðgreindu frá venjulegu viðhaldsfé fasteigna. Kvennaframboðið lagði til að greiðslur vegna matar- og kaffi- neyslu borgarfulltrúa, borgarráðs- manna og annarra fulltrúa í nefnd- um og ráðum borgarinnar verði framvegis ekki inntar af hendi úr borgarsjóði heldur frá fulltrúum sjálfum. Ennfremur að bifreiða- styrkir borgarfulltrúa og borgar- ráðsmanna verði felldir niður. Aðrir borgarstarfsmenn greiða sinn mat sjálfir á vinnustað. Framsóknarflokkurinn lagði til að hönnun nýs skóla í Vesturbæn- um yrði lokið snemma á þessu ári, þannig að hægt verði að bjóða verkið út strax í haust. Með því móti væri hægt að hefja þar kennslu haustið 1985. Samkvæmt núverandi áætlun hefur fram- kvæmdum verið frestað til 1986, sem þýðir í raun að þar getur kennsla fyrst hafist haustið 1988. Alþýðuflokkurinn lagði til að borgarstjórn setti á stofn sérstakan lánasjóð með 40 miljón króna framlagi til þess að lána íbúðaeig- endum og húsbyggjendum sem nú eru í stórhættu með að missa íbúðir sínar. Gert er ráð fyrir í tillögunni að borgarráð setji nánari reglur um úthlutun úr sjóðnum. Allar voru þessar tillögur felld- ar, svo og fjölmargar aðrar sem fyrr segir. _ Ál. Styrkir borgarinnar naumt skammtaðir: brúnni Burðarbitar Dældirnar á stýrishúsinu til vinstri en á myndinni tii hægri sést hvar verið er að rífa loftið í því til að lagfæra skemmdir sem þar urðu. Ljósm.: -eik. bognir Mesta aflaskip Bæjarútgerðar Reykjavíkur, Ottó N. Þorláksson mun verða frá veiðum í nokkrar vikur í kjölfar skemmda sem urðu á brú skipsins á fímmtudagsmorgun, þegar brot gekk yfír það. Brynjólfur Bjarnason nýráðinn forstjóri BÚR sagði síðdegis í gær - að skemmdirnar hefðu því miður reynst jafn miklar og menn hefðu óttast; dældin á brúnni hefði ekki aðeins verið utaná plötunum eins og allir hefðu vonað, heldur hefði við nánari skoðun komið í ljós að burðarbitar höfðu svignað undan krafti brotsins. Brynjólfur sagði að enn hefði ekki gefist tóm til að meta heildar- tjónið í peningum talið, en öll tæki í brúnni lentu á kafi í sjó auk fyrr- nefndra skemmda. Það var mesta happ að stýrimaðurinn sem var í brúnni þegar ólagið gekk yfir slapp óskaddaður. Ottó N. Þorláksson er smíðaður í Stálvík 1980 og er nýjasta skip BÚR. -ÁI. Ibúasamtökin fá 6.500 krónur 3,5 milljónir í kirkjubyggingar Styrkir Reykjavíkurborgar tU fé- lagasamtaka eru naumt skammtaðir í ár. Hækka þeir flestir á bilinu 20-35% og dæmi eru um lækkun í krónutölu og hreinan niðurskurð. Átaldi Sigurjón Pét- ursson þessa ákvörðun meirihlut- ans á borgarstjórnarfundi í fyrra- kvöld og kallaði nánasarlega, en sem dæmi má nefna að íbúasam- tökin fá nú 6.500 krónur hvert fé- lag. Aiþýðubandalag og Kvenna- framboð fluttu allmargar breyt- ingatillögur við styrkjaskrána eins og hún lá fyrir en höfðu ekki crindi sem erfiði. Þó náðist sainstaða um hækkun á styrk til Reykjavíkur- mótsins í skák úr 90 þúsundum í 160 þúsund. Allar aðrar tillögur minnihlutans voru felldar. Samtök áhugafólks um áfengis- vandamálið fá 945 þúsund krónur á þessu ári, aðallega vegna gatna- gerðargjalda í Grafarvogi. Aðrir stórir styrkþegar eru skátar, sem fá 600 þúsund í bygginguna við Snorrabraút og 400 þúsund í búðifnar við Úlfljótsvatn, Samtök um kvennaathvarf og Líknarfé- lagið Risið fá 400 þúsund hver og KFUM og K fá 325 þúsund. Til kirkjubygginga veitir borgar- stjórn 3,5 miljónum, þar af 15 hundruð þúsund til byggingar Hall- grímskirkju, Torfusamtökin fá 300 þúsund vegna endurbyggingar Bernhöftstorfu, Félag einstæðra foreldra 200 þúsund, Skógrækt- arfélag Reykjavíkur 200 þúsund, Taflfélag Reykjavíkur 250 þúsund, Myndhöggvarafélagið 150 þúsund, íþróttafélag fatlaðra og Gigtarfé- lag íslands 130 þúsund hvort, waatmaKmBaammmmmmmmammmmmmmaaKmxmam Krabbameinsfélagið 200 þúsund, Geðhjálp 180, Félagssamtökin Vernd 110 þúsund, Hjálparsveit skáta 180 þúsund, og Blindrafé- lagið, Félag heyrnarlausra og Samtök endurhæfðra mænuskadd- aðra 100 þúsund hvert. Af öðrum styrkjum má nefna: Reiðskóli Fáks 26 þúsund, Bóka- safn Dagsbrúnar 7.500, Pólyfón- kórinn 65 þúsund, Kammersveit Reykjavíkur 25 þúsund, Leikbrúðuland 20 þúsund, Ferða- leikhúsið 26 þúsund, Alþýðu- leikhúsið 80 þúsund, Stúdentaleik- húsið 80 þúsund, Nýja strengja- sveitin 10 þúsund, Nýlistasafnið 60 þúsund, Olympíunefnd íslands 55 þúsund, Skáksamband íslands 25 þúsund, Slysavarnarfélag íslands, Flugbjörgunarsveitin og Golf- klúbbur Reykjavíkur 40 þúsund hvert, Mæðrastyrksnefnd 50 þús- und, Geðverndarfélag íslands 13 þúsund, Neytendafélag Reykja- víkur og nágrennis 80 þúsund, íbúasamtök Þingholta, Framfa- rafélag Seláss og Arbæjar og íbúa- samtök Vesturbæjar 6.500 kr hvert, Framfarafélag Breiðholts III 8 þúsund og Samfok, Samband foreldra og kennarafélag í grunn- skólum kr. 15 þúsund. Athygli vakti að meirihlutinn felldi tillögu AB um áframhaldandi styrk til Sögufélagsins vegna útgáfu Safns til sögu Reykjavíkur, en sam- starf hefur verið um þessa útgáfu milli borgarinnar og Sögufélagsins á annan áratug. Þá voru hækkun- artillögur AB og Kvennaframboðs til Alþýðuleikhússins og Leigjend- asamtakanna felldar, en styrkurinn til Alþýðuleikhússins var lækkaður úr 140 þúsundum á síðasta ári í 80 þúsund nú. Þá voru felldar tillögur AB og Kvennaframboðs um 660 og 600 þúsund krónur til Kvennaat- hvarfsins en þess í stað samþykktur 400 þúsund króna styrkur. Einnig hækkanir til íbúasamtaka, Sam- foks og Gallerí Langbrókar frá báðum flokkunum, og tillögur um hækkun til Félags einstæðra for- eldra, en styrkurinn til þess var lækkaður úr 240 þúsundum 1983 í 200 þúsund. Þá fluttu bæði Kvennaframboð og Alþýðubandalag tillögur um hækkun á framlagi til Bernhöfts- torfu í 400 þúsund, en Torfusam- tökin fengu nú sömu upphæð þriðja árið í röð 200 þúsund krón- ur. Af öðrum tillögum sem voru felldar má nefna hækkun til Slysa- varnarfélagsins, Flugbjörgunar- sveitar og Hjálparsveitar skáta, Sjálfsbjargar, Islensku hljóm- sveitarinnr, Kammermú kklúbbs- ins og íslensku óperunn (tillögur frá AB) og til Stúdental diússins (frá Kvennaframboði). - ÁI. 1

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.