Þjóðviljinn - 17.03.1984, Page 3

Þjóðviljinn - 17.03.1984, Page 3
Helgin 17. - 18. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Þá var unnið dag og nótt Paö er orðið tiltölulega lítið sem maður smíðar, þetta er langmest verslun, sagði Sig- tryggur Helgason gullsmiður á Akureyri er við heimsóttum hann á dögunum, en hann hef- ur starfað við gullsmíðar á Siglufirði og Akureyri um langan aldur. Hann verður 71 árs í haust. — Hvaðan ertu Sigtryggur? - Eg er sama sem Akureyring- ur, fæddur hér inn í Firði á Króks- stöðum í Kaupangssveit. Foreldrar mínir voru Halldóra Sölvadóttir og Helgi Helgason sem þar bjuggu til dauðadags. - Hvað olli þvíað þú fórst í gulls- míðanám? - Það var eiginlega af tilviljun, í gegnum kunningsskap. Ég byrjaði að, læra hér á Akureyri árið 1926og vantaði þá viku upp á að verða 14 ára. Þá voru engin aldurstakmörk fyrir því að fara í slíkt nám. - Og hvernig voru svo kjörin á námstímanum? - Það var ekkert kaup fyrstu tvö árin, síðan 25 krónur á mánuði næstu tvö árin og síðasta hálfa árið var kaupið 50 krónur á mánuði. Maður var svo í iðnskólanum á kvöldin eftir að vinnutíma lauk. Þetta var ekki svo erfitt þá. - Hver var meistari þinn? - Það var Aðalbjörn Pétursson sem var mjög flínkur gullsmiður. Ég lauk náminu 1930 og var þá á lausu hér á Akureyri og lítið að gera. Aðalbjörn fluttist til Siglu- fjarðar og það var úr að ég fór þangað einnig árið 1932 og starfaði með honum þar. Aðalbjörn fór svo til Reykjavíkur og vorum við As- grímur Albertsson og Eyjólfur Arnason þá með gullsmíðaverk- stæði áfram.Hingað til Akureyrar kom ég 1942 og eftir fá ár kom Eyjólfur til mín og rákum við verk- stæðið saman um árabil. Pétur Breiðfjörð Eysteinsson lærði hjá okkur og við Pétur höfum rekið verkstæðið saman eftir að Eyjólfur fór suður. - Var eitthvað að gera í gull- smíði á Siglufírði á kreppuárun- um? - Það var heldur lélegt nema 2-3 mánuð á sumrin þegar síldarver - tíðin stóð sem hæst.Þá var nóg að gera. Við tókum þá líka að okkur að brýna síldarklippur og búa til merki fyrir síldarsöltunarstöðvarn- ar. Það var unnið dag og nótt á sumrin en á veturna var ekki neitt. Það sem var smíðað fyrir jólin var lánað fram á sumar og menn lifðu á víxlum. En þetta bjargaðist ein- hvern veginn. Þarna varlíka ákaf- lega skemmtilegt félagslíf og menn höfðu nægan tíma fyrir það allan veturinn. - Var ekki harka í pólitíkinni? - Jú, það var miklu meira rifist en nokkurn tíma núna. - Komst þú eitthvað nálægt átökum sem urðu? - Ég var áhorfandi að Detti- fossslagnum og það var heilmikill bardagi og æsingar og réttarhöld í kjölfarið. Aðalbjörn, meistarinn minn. tók þátt í slagnuni og meiddist eitthvað. - Var ekki Aðalbjörn í bæjar- stjórn? - Hann var það og ákaflega stórorður, mælskur og harður og einnig Þóroddur Guðmundsson. Sá sem var foringi á móti þeim var Þormóður Evjólfsson framsóknar- maður og þaö var ákaflega mikið rifist og steyttir hnefar. Bæjarbúar fjölmenntu á bæjarstjórnarfundina og skemmtu sér vel. - En hvað finnst þér um bæjar- braginn á Akurcyri núna miðað við það sem áður var? - Þegar ég man fyrst eftir bjuggu hér ekki nema rúmlega 2(100 manns og allir þekktust. Þetta var smábæjarbragur en nú eru íbú- arnir orðnir 13-14 þúsund og brag- ur allur annar. Hér áður fyrr voru líka alls konar karakterar sem skáru sig úr en þeir eru alltaf að týna tölunni og þeir sem koma í staðinn hverfa í fjöldann. - Geturðu nefnt mér einhverja? - Þetta voru menn sem voru eitthvað skrýtnir og það bar mikið á þeim í fámenninu og eins fjöldinn allur af fyrirmönnum sem voru áberandi. Jón Sveinsson bæjar- stjóri var t.d. ákaflega mikill kar- akterogkom mikið við sögu. Hann var ágætis maður. - Hefur gullsmíðin breyst á þessum árum? - Já, þetta er orðin langmest verslun og tiltölulega lítið sem maður smíðar. Það eru helst verð- launapeningar og verðlaunagripir Sigtryggur: Næstum hættur að smíða víravirki og skartgripi. Ljósm. Atli. sem við seljum um allt land. Það er töjuverð vinna við að grafa á þá. Annars eru þetta innfluttar vörur mest. Á árunum eftir stríð var mikið að gera því að þá fékkst ekk- ert innflutt og þá vorum við mest við að smíða víravirki og skart- gripi. Á stríðsárunum var líka sér- staklega mikið að gera. Amertkan- arnir keyptu allt sem þeir gátu af víravirki. Það var óskaplega vin- sælt hjá þeim. Við vorum oft að . vinna til 2 og 3 á nóttunni og það var rétt að maður komst í jólamat- inn á jólunum - og þá alveg út- keyrður. - Eruð þið hættir að smíða skartgripi? - Það er mjög lítið um þaö og helst útlendingar sem kaupa. - Hvað með víravirkið? - Sú var tíðin að maður smíðaði ekkert annað, en nú grípur maður í þetta einstöku sinnum og liggur kannski með hlutina árum saman. - En fólk heldur þó ál'ram að kaupa trúlofunarhringa? - Ekki fjórði partur af því sem var fyrir nokkrum árum þrátt fyrir fólksfjölgun. Þaö líða heilu mán- Spjallað við Sigtrygg Helgason gullsmið á Akureyri uðirnir án þess að pantaðir séu trú- lofunarhringar. Fólk er hætt að nota þá og þar að auki eru trúlofun- arhringar nú mest innfluttir, pant- aðir frá Danmörku. Þetta eru skrautlegir hringar sem við höfum ekki tæki til að vinna. - En hvernig gengur þá verslun- in? - Flún er furöu góö. Við veröum lítið varir við kreppuna enn sem komið er. - Hafíð þið lærlinga? - Við höfum ekki tekið lærlinga þó að alltaf sé verið að spyrja eftir því. Gullsmiðir ganga atvinnu- lausir í Reykjavík og margir þeirra eru komnir í annað. - Ilvað nieð skraut á íslenska búninginn? - Við smíðurn ekki á einn bún- ing á ári. Þaö kom mikill fjörkippur í það afmælisárið 1974 en svo datt það alveg niður á ný. Þetta er líka orðið svo dýrt og þaö sem til er gengur í erfðir. - Að lokum, Sigtryggur. Hvað fínnst þér um pólitíkina núna? - Ég veit það ekki, þetta er allt í óvissu eins og er og fer amk. ekki batnandi. Það eru skúrkarnir sem trana sér fram en betri mennirnir eru svo hlédrægir að þeir komast ekki að, eru ekki nægilega frekir. Það eru verri mennirnir sem kom- ast á toppinn. -GFr KAUPTU FIAT UNO, HANNER Framhjóladrifinn akstursgœöingur Ótrúlega rúmgóöur Á mjög góöu veröi Meö 6 ára ryövamarábyrgö HVERGI BETRIKJOR OPID VIRKA DAGA 9—19 LAUGARDAG 10—17 t vÍlhjálmsson hf. IfI/ lAlT I Sm/ðjuvegi 4. Kópavogi. Símar 77200 - 77202

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.