Þjóðviljinn - 17.03.1984, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 17.03.1984, Qupperneq 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17. - 18. mars 1984 Á Snæfellsnesi eru hinar svo- kölluðu „Gonsa-vísur“ vel þekkt- ar, en sá er þær orti, var kallaður Gonsi og var kunnur maður ve- stra á sinni tíð. Hann orti margar perlur í okkar stíl hér í „hafra- grautnum“. Við skulum líta á nokkrar vísur eftir Gonsa. Eitt sinn kom hann á bæ þar sem var uppihangandi mynd af húsbóndanum, sem hét Sæmund- ur og einnig mynd af hundum. Þá orti Gonsi: Hér er mynd af hund og hund hér er mynd af Sœmundi. Elínborg er ágætt sprund alveg laus af syndinni. Á þeim tíma sem Gonsi var uppi þurfti að setja báta og ýta fram. Um það orti hann: Gekk ég niður í fjöruna út að bátnum þarna þá, ýtti honum útá sjó en Gonsi passaði stýrið þó. Um kvenhylli sína orti Gonsi: visu: Góðbóndi í Laxárdal yrkir svona um dalinn sinn: Laxárdalur langur er og liggur að Hrútafirði. Kaffisopann sýpur ég sé hann nokkurs virði. Eins og þeir muna sem lesið hafa þennan þátt, þá yrkja fáir jafn vel í okkar stíl og Jónas Frið- mundsson, Þingeyingur. Hér koma nokkrar vísur eftir hann. Hulda er að binda blóm beint á móti vestri. Hún er eins og síld í sjó eða sá vesti. Um unga stúlku orti Jónas: Anna á Krossi andar blítt, allir vilja sveinar hana kyssa hart og títt hún svo undan kveinar. Það hefur verið kuldaleg hvít- asunna þegar Jónas orti þessa Meyjarnar á himnahœðum allar hafa Gonsa séð. Hann er ekki hérna hér heldur bara annarsstaðar þar. Bróðir Gonsa, sem Hafliði hét náði sér í unnustu. Þegar hann kom heim með unnustuna lenti hann í Kofafjöru á Hellissandi og þá stóð Gonsi á fjörukambinum og orti: Helvítið hann Hafliði hann fékk hana Sigríði. Óð uppí klof eins og andskotinn uppúr Kofafjörunni. Þessi vísa mun einnig vera eftir Gonsa: Lóa hefur loppur labbar út á tún. Pegar Lóa labbar, þá labba ég með hún. Hvítt er á hvítasunnu, hvítt það sem kemur úr loftinu. Pað er eins og andlit á nunnu sem langar ekki í neitt. Ástamálin voru ofarlega á baugi hjá Jónasi: Einn ég geng um eyðihjarn út með Skjálfandafljóti. Ég skal hlaða konu barn ef Bibba hleður á móti. Þá kemur hér ágætt bréf sem okkur var sent með góðum skýr- ingum á þessum gullvægu vísum. Frá skútuöldinni Blái liturinn frá Gleðjufirði innbyrti eitt lítið kóð. Pað var eins og ofurlítil beita, en ekki eins og andskotinn. Sagði ég við skipstjórann: Láta síga í bakkann, fá sér eina, fá sér eina rauðkúfótta þar, rauðkúfótta þar, þar, rauðkúfótta þar. Þetta má syngja við lagið „Nú er ég kominn náungann að finna“. Gleðjufjörður mun vera Patreksfjörður, en nánari skýr- ingu á því er ekki að finna í vorum vösum. Þessi er eftir Sigurmund Run- ólfsson og ort í Vestmannaeyj- um: Gekk ég inn á Eiði, unga meyju hitti þar. Anga blómin blíðu í vorblíðunni stríðu. Eftirfarandi afmæliskveðju orti Árni Pálsson (ekki prófess- or) til vinar síns: Pú hugljúfi afmœlisdrengur á vœngjum svífur um geim. Ég er á förum, Siggi, ég er að fara heim. Þessi er eftir óþekktan höfund: Gaman hef ég af að sjá, þegar œrnar koma ofan af ttú Geldinga- hjaUanum og telja þœr. Ekki er mér heldur kunnugt um höfund þessarar hugljúfu stöku: Lítið törn á kelerí tekur Brynki á kvöldin, og með morgunsárinu annað eins sig skekur. Indriði Guðmundsson var á sinni tíð þekkt skáld eystra, og hefur Sigfús Sigfússon getið hans í þjóðsögum sínum. Þetta orti Indriði um móður sína: Blessuð veri móðir mín í heimi hér, hún hefur átt við bágan hag að búa. Pegarguð vill ekki meiri miskunn á henni gera, þá fari hún upp í friðarstað, og veri hún þar. Þessar vísur orti Indriði eftir erfiðan fjárrekstur yfir fjallveg: Lágum úti á fjöllunum í dagstœða viku. Féð var að bera í höndunum, þessi litli hópurinn. En um síðir komum þar allir á einn glugga þar, enginn maður út kom þar, þó orgað og grenjað vœri þar. í sama brag var einnig þetta: Hundar þessir, hundar þessir hlupu móðir, þeir voru ekki allir góðir, eins og þeir vœru djöfulóðir, skattalóðir, skattalóðir. Um konu eina kvað Indriði: Arndís er að hlœja hátt, færist mjög í herðar, hún er eins og úfinn hrafn eða fugl á eggjum. Eftirfarandi vers söng Indriði að loknum húslestri, og er talið hann hafi ort það sjálfur, segir Sigfús: Ekki er að furða, þótt á komi snurða, því heimurinn hrekur og hrjóstrugt við tekur, syndirnar sveima, Satan er breima, og hér stendur heima. Halldór Pjetursson skrifar: Sagan á að vera okkar áttaviti Veturinn hefur verið lítt við mitt hæfi því mitt góða hjarta og glymr- andi lungu heimta gott veður. Slíkt skiptir litlu, enda hefur sól míns hugar aðeins hækkað á lofti. Þjóð- viljinn hefur meðal annars rekist á gamla menn sem vissu hvað lífið gilti. Ekki má skilja þetta svo að gamalt fólk ráði yfir speki öðrum fremur en luma á vitneskju sem lífið úthlutaði því og það lagði á minnið. Ekki eru allir tímar eins en kynslóðabil ekki það skörp að ekki fylgi ættarsvipur. Steingrímur Eggertsson á Akur- eyri ber ekki alla ævina í andlitinu, enda drukkið eitur Þjóðviljans í 47 ár. Hörkudögunum hefur hann breytt í hamingjubros. Eftir að hafa rætt við Þjóðviljamanninn, fór hann á fætur, segist ætla út og láta raka sig. Horfir samt fyrir horn og líst ekki á íhaldsblámann. Rögnvaldur Rögnvaldsson var líka tekinn tali og blossaði af húmor. Ég sá hann á Djúpavík, þar stund- aði hann galdra, bruddi rakvéla- blöð eins og blautan fisk og stóð í veðmálum um ýmsar kúnstir. Sumir sögu að hann bryddi líka vín- glös. Það mun nú bara hafa verið framtíðarsýn í sambandi við okkar elskulegu gatastjórn. Síðan hefur á mörgu gengið, var píndurinn íframsókn, annarsfengi hann hvergi handtak og hyski hans Sólin hækkaði á lofti með viðtali við Steingrím og Rögnvald. Ljósm. Atli. Halldór Pjetursson. mætti þá úr hungri drepast. Hann skrifaði sig þá inn en tók fram að aldrei kysi hann flokkinn og mun ekki hafa svikið það. Nú á hann konu, börn, barnabörn, hesta og kveður sér til gamans. Nú er Steingríms þrotin þraut. Pað gerðist við Rauða torgið. Drakk þar vodka og dreymdi ei graut. Drengnum er sjálfsagt alveg borgið. Rögnvaldur hefur nú aftur tengst Þjóðviljanum og ég flyt hon- um kveðjur. Dirkið upp fleira af svona fólki, það setur svip á flokk- inn. Menn hópast nú saman og hampa sínum málum sem skapar taktinn. Nú rífast ráðherrar inn- byrðis svo munnar ganga á misvíxl. Atriðið er að herða sóknina og berja vindinn úr vesalingum þess- um á hæstu launum. Það sést líka hik á Þorsteini Pálssyni að fylgja þeim til velferðargálgans. Gísli hét maður sem lifði á síðasta ársfjórð- ungi átjándu aldar. Viðurnefni hans var Gataspaði. Hann var flug- mælskur og hefði getað sungið 7 Zverrira út. Lék draug til að koma ábúanda út af jörðinni, fékk og laun fyrir. Ferðaðist um og flutti sögur um menn með ó að forskoti. Vegna menntunarleysis var hann samt tekinn og hýddur með gatasp- aða á hreppsþingi og hlaut af því sitt viðurnefni líkt og lávarður, en lukka hans náði ekki til framboðs á þing á þeim tíma. Hvort taka ætti upp gataspaða á ný, skal ég ekki um dæma en tillagan liggur fyrir. Ekki má gleyma afreki þeirra sem vinna hjá Álverinu. Þeir eru lífæð þess sem nú er að brjótast út. Enginn mundi hafa trúað því að þeir mundu buga Álfurstann. Mér er í minni myndin í Þjóðviljanum þar sem hann stendur með föður- landið á vörunum og þjóðarheill í handapati. Þarna átti til skarar að skríða. Hið svissneska sómafas leyndi sér ekki, þótt jarðað væri yfir með íslensku ættjarðarpúðri. Nú skyldi ekkert undan dregið. Treysti nú ekki lengur á N- né Z, heldur benti með föstu augnaráði á hvað hér væri um að tefla og kruml- an kom fram. Hvar á Landsvirkjun að taka þá peninga sem Álverið hefur lagt fram, utan alls annars sem héðan fer til ríkisins? Og hvað um atvinnu ykkar góöu menn?, hefur sjálfsagt fylgt með. Allt þetta líktist því að okkur væri hótað því að missa af atombombu, gengju ekki mennirnir að tilboði hans. Karlarnir horfðu bara beint fram og buðust til að hafa allt í lagi til lokunar. Endirinn varð sá að álfur- stinn hugsaði sig betur um, sá að lokun þýddi endalok þessa þjóðar- þrifafyrirtækis sem hélt þjóðinni á floti. Kannski tækju einhverjir orð Bjarna Ben sér í munn að hægt væri að taka fyrirtækið eignarnámi ef allt um þryti með samkomulag. Ál- versmenn gerðu kraftaverk sem nú eru fátíð hérlendis. Nú er það hlut- verk annarra að verða ekki svo litl- ir karlar eða konur að feta ekki í troðna slóð. Ég vona að konurnar sjái um það að ég þurfi ekki að éta það ofan í mig ásamt öðru fram- lagi, „að konurnar sétu betri helm- ingur mannkynsins“. Halldór Pjetursson Kópavogi

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.