Þjóðviljinn - 17.03.1984, Síða 15
14 SIÐA - ÞJOÐVILJINN■ Helgin 17. - 18. mars 1984
Helgin 17. - 18. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
„Ríkisútvarpið skal stuðla að al-
mennri menningarþróun þjóðarinn-
ar og efla íslenska tungu“, segir í
útvarpslögunum frá 1971. Nýlega
vakti Árni Björnsson máis á menn-
ingarstefnu ríkisútvarpsins á út-
varpsráðsfundi og spurði hvort
þessi klausa hefði nokkurn tíma
verið túlkuð og var haldinn sérstak-
ur fundur til að ræða málið. í yfir-
skrift gerðar frá þessum fundi
stendur „Hugsjónafundur“. Við
leituðum til Árna til að spyrja hvað
hefði vakað fyrir honum með því að
hefja þessa umræðu.
- Þessi setning í útvarpslögunum er
ákaflega óljós og stendur engum nær en
útvarpsráði að túlka hana en það hefur mér
vitanlega aldrei verið gert. Menningar-
stefnan var svo rædd á fundinum en engar
ákvarðanir teknar. Sjálfur tel ég að íslensk
menning í ríkisútvarpinu verði einkum efld
á tveimur forsendum, í fyrsta lagi með því
að gefa mönnum sem flest og best tækifæri
til að koma verkum sínum á framfæri og þar
með fyrir dóm almennings og í öðru lagi
með því að forðast menningarlega einang-
run en kynnast sem best andlegum og verk-
legum afurðum frá sem flestum þjóðum.
- Finnst þér skorta á að þetta sé til stað-
ar?
- Já, að mörgu leyti. í fyrra var t.d. gerð
horfendakönnun, sem að vísu var ófull-
komin vegna þess m.a. að hvorki unglingar
né ellilífeyrisþegar fengu að taka þátt í
henni, en hún bendir til að fólk vilji í sjón-
varpi fyrst og fremst innlent efni svo sem
skemmtiþætti, fréttaefni, barnaefni og
leikrit. En sjónvarpið hefur alls ekki getað
eflt íslenska dagskrárgerð eins og vera ætti,
m.a. vegna þess hve afnotagjöldin eru lág.
Þrátt fyrir hina mikiu þjónustu sem útvarp-
ið veitir landsmönnum er t.d. áskrifaverð
dagblaðanna mun hærra.
Menningarleg
einangrun
- En hvað áttu við með menningarlegri
einangrun?
- Þar á ég við að af hinu erlenda efni
sjónvarpsins eru nær tveir þriðju hlutar
breskir og bandarískir. Þetta hlutfall er ó-
æskilega hátt, ekki af því að breskt og
bandarískt efni sé eitthvað lakara en annað
efni, heldur af því að þetta ýtir undir vissa
menningarlega einangrun sem dregur úr
víðsýni þjóðarinnar. Þegar ríkisútvarpið
tók fyrst til starfa um 1930 var það mjög
hentugur tími frá þjóðernislegu sjónarmiði.
Við bjuggum við nýfengið fullveldi, en átt-
um þó eftir í sjónmáli síðasta áfangann í
sjálfstæðisbaráttunni. Þúsund ára Alþingis-
hátíðin jók enn á þennan þjóðholla anda.
Þá voru íslendingar ekki orðnir smitaðir af
neinu erlendu útvarpsefni fyrirfram þegar
Ríkisútvarpið hóf starfsemi sína og var því
hægt að byrja frá grunni. Og íslendingar
mótuðu þennan miðil á mjög sjálfstæðan
hátt. Hljóðvarpið hefur frá upphafi verið
þjóðinni mikill skóli, bæði á sviði inn-
lendrar og fjölþjóðlegrar menningar. Sem
dæmi má nefna hina aðdáunarverðu
þrautseigju við að kynna þjóðinni sígilda
tónlist fyrstu áratugina þrátt fyrir sífelldar
bölbænir hins svokallaða háværa meiri-
hluta. Sjónvarpið tók til starfa við miklu
efiðari aðstæður að þessu leyti.
- Hvernig þá?
- í fyrsta lagi var ekkert stórt takmark
framundan í sjálfstæðisviðleitni sem sam-
eiginlegt væri öllum þorra þjóðarinnar og
skilgreining á þjóðfrelsisbaráttu var m.a.s.
fyrir löngu orðin flokkspólitískt bitbein. í
öðru lagi hafði þá um árabil verið starfrækt
hér útlend sjónvarpsstöð sem náði til
þéttbýlasta hluta landsins og hafði því
mótað hjá fjölda hinna fyrstu sjónvarpsnot-
enda tiltekna skoðun á því hvernig sjón-
varpsdagskrá „ætti“ að vera. Takmörkun
sendinga frá Keflavíkursjónvarpinu varð
mikið átakamál. Viljandi eða ósjálfrátt
virðist því hafa verið leitast við að gera
umskiptin frá bandarísku sjónvarpi og
nokkurra ára tvíbýli yfir í íslenskt sjónvarp
sem átakaminnst á þann veg að breytingin
yrði ekki mjög átakanleg. Það er vafalítið
ein ástæða þess hversu hiutfallslega mikið
breskt og bandarískt efni er í íslenska sjón-
varpinu. Þetta háa hlutfall á sér að vísu
aðrar praktískar orsakir. Bretar og Banda-
ríkjamenn hafa verið á undan öðrum í
dreifingarpólitík. Lengst af hefur verið
langauðveldast, fljótlegast og ódýrast að
Menningarstefna verði mótuð
Viðtal við Árna Björnsson útvarpsráðs-
mann um menningarstefnu Ríkisút-
varpsins, málfarsráðunaut og frjálsan
útvarpsrekstur
semja við fyrirtæki þeirra um kaup á sjón-
varpsefni. En þetta er nú að breytast.
Útvarpsráö á að
hafa sjálfstæða stefnu
- Heldurðu ekki að það verði við ramm-
an reip að draga að breyta þessum hlutföll-
um?
- Það er búið að móta ákveðinn smekk
og síðan gerist það þegar farið er út fyrir
þennan smekk þá rísa alltaf upp einhverjir
nafnleysingjar í lesendadálkum blaðanna
eða þá að þeir hrella útvarpsráðsmenn með
hringingum. Ég tel hæpið að taka mark á
þessum óljósa þrýstihópi. Útvarpsráð á að
hafa sína sjálfstæðu stefnu og standa við
hana.
- En telur þú að það sé raunverulegur
vilji fyrir breytingum í útvarpsráði?
- Mér finnst að vísu útvarpsráðsmenn
hafa góðan vilja, en vera mjög varfærnir í
að breyta og bera t.d. fyrir sig að „fólk“ vilji
helst ekki annað en breskt og bandarískt
efni. Það minnir mig mest á rök sovéskra
yfirvalda þegar þau eru að prédika sósíalre-
alisma í myndlist og segja þá að „fólk“ vilji
ekki annað. Hér gildir Iíka tregðulögmálið
og samlíking Flosa Ólafssonar við kýrnar í
Strandasýslu sem vegna slæmrar heyskap-
artíðar höfðu orðið að lifa á súrheyi í heilan
kýraldur. Þær myndu sjálfsagt flestar fúlsa
við þurrheyi, ef fram færi skoðanakönnun
meðal þeirra.
- Á þá útvarpsráð að hafa vit fyrir fólki?
- Ég viðurkenni það fúslega að ég er
mikill forræðismaður og lít svo á að útvarp-
ið eigi ekki síður að vera uppeldisstofnun en
afþreyingarstofnun. Þetta er svipað sem
gerist í skólum. Nemendur eiga ekki að
ráða öllu sem kennt er. Þeir sem hafa litrík-
ari kynni af alþjóðlegu sjónvarpsefni en
þorri almennings eiga að miðla öðrum af
þeirri reynslu.
Málfarsráðunautur
- Mig langar til að víkja að öðru máli. Þú
áttir hlut að því að leggja til í útvarpsráði að
ráðinn yrði málfarsráðunautur við útvarp-
ið. Hvað geturðu sagt mér um þessa tillögu?
- Já, það var skipuð nefnd af útvarps-
ráði, og í henni áttu sæti Eiður Guðnason,
Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri og ég.
Fyrsta tillaga hennar var að skipaður yrði
málfarsráðunautur við Ríkisútvarpið í eitt
ár til reynslu. Það var svo samþykkt í ráðinu
að beina þeim tilmælum til útvarpsstjóra að
þetta yrði gert í eitt ár til reynslu. Sjálft
útvarpsráð getur ekki ákveðið slíka ráðn-
ingu, því að það hefur ekki með fjárveiting-
ar að gera.
- Og hvað á þessi málfarsráðunautur að
gera?
- Hugmynd okkar er sú að þeir sem ráða
sig til samfelldrar dagskrárgerðar, t.d. í
heilan vetur, verði látnir ganga undir hæfn-
ispróf í munnlegri og skriflegri meðferð
móðurmálsins. Þetta próf væri einfaldlega
Árni: Af hinu erlenda efni sjónvarpsins eru nær tveir þriðju hlutar breskir og bandarískir. Þetta hlutfail er óæskilega hátt. Ljósm. Atli.
fólgið í því að semja texta og lesa hann -
annað ekki. Ég tel að ekkert skólapróf dugi
hér, ekki einu sinni lokapróf í íslenskum
fræðum frá Háskóla íslands. Það segir ekk-
ert til um það hvort menn geti tjáð sig í
útvarpi. Nú ef maður stenst ekki slíkt hæfn-
ispróf í fyrstu, en virðist efnilegur að öðru
leyti, þá sé honum gefinn kostur á þjálfun í
meðferð íslensku. Hér á alls ekki að vera
um einstrengingslega málhreinsunarstefnu
að ræða, heldur þvert á móti sveigjanleika í
meðferð móðurmálsins. Það má líka
gjarnan koma fram að margt af þessu fólki
sem sér t.d. um poppþætti í útvarpinu hefur
yfir að ráða talsverðri leikni í móðurmál-
inu, bara ef það kærir sig um, og það er
óþarfi fyrir þetta fólk að nota flatneskju-
legan stíl. Allir starfsmenn ættu að geta
leitað til þessa ráðunautuar og hann gæti
líka tekið við ábendingum frá hlustendum.
- Er þessari tillögu beint gegn málfari
sem heyrist á Rás 2?
- Nei, henni er ekki beint gegn neinum.
Hins vegar er hún næstum því fyrsta beina
átakið til þess að útvarpið framfylgi þessari
grein í útvarpslögunum um að efla íslenska
tungu. Þetta var óþarfi þegar útvarpið var
að byrja, því að þá réðust nær eingöngu
góðir íslenskumenn til starfa hjá því, en
núna er krafist svo margs annars. Það er
ekki endilega víst að menn sem eru færir
tæknilega séð séu fæddir með gott tungiu
tak. Ég álít einmitt að stjórnendur þátta
sem börn og unglingar hlusta mest á geti
verið einhverjir áhrifamestu móðurmáls-
kennarar þjóðarinnar.
Aldrei komið auga
á rökin
- Að lokum Árni. Hvernig líst þér á til-
lögur um frjálsan útvarpsrekstur?
- Sá þingflokkur, sem kaus mig í út-
varpsráð, og eins forveri minn í starfi höfðu
fallist á þessa breytingu með vissum skilyrð-
um. Persónulega er ég íhaldssamari. Ég hef
aldrei komið auga á rök fyrir þessari nauð-
syn að afnema einkarétt Ríkisútvarpsins og
veit ekki hvaða ófrelsi það er sem menn
þykjast eiga við að búa. Mér sýnist líka vera
viss þverstæða í áliti útvarpslaganefndar -
hún segist vera andvíg viðskiptaútvarpi en
opnar samt fyrir möguleika á því og þá held
ég að verði ekki við neitt ráðið.
- Þú ert þá hræddur við þessar breyting-
ar?
- Ég held að þær verði ekki til góðs og tel
að viðskiptaútvarp leiti alltaf að lægsta sam-
nefnaranum. Ef þessar nýju stöðvar eiga að
lifa á auglýsingum óttast ég að þær muni
lækka „standardinn" m.a. með því að draga
auglýsingatekjur frá Ríkisútvarpinu og það
tap verði ekki bætt með öðrum hætti þrátt
fyrir góðar yfirlýsingar af hálfu útvarpslag-
anefndar. Nóg hefur þó fjársvelti Ríkisút-
varpsins verið hingað til.
(Viðtalið er að nokkru leyti byggt á memorand-
um Árna handa útvarpsráði).
-GFr
Haustiö 1981 skipaöi Ingvar Gíslason,
þáverandi menntamálaráðherra,
nefnd til aö endurskoða útvarpslög, og
ári síöar skilaði hún áliti. Ragnhildur
Helgadóttir, núverandi
menntamálaráðherra, hefur nú lagt
fram frumvarp til nýrra útvarpslaga
sem byggir á áliti þessarar nefndar.
Þar er meöal annars gert ráö fyrir því
að sveitarfélögum og félögum, sem til
þess eru stofnuð, veröi veitt heimild til
útvarpsrekstrar á afmörkuðum svæð-
um og einokun Ríkisútvarpsins þar
með aflétt. Þorbjörn Broddason dósent
í félagsvísindadeild við Háskóla ís-
lands hefur látið þetta mál til sín taka,
m.a. með umsögn um álit útvarpslag-
anefndar til menntamálaráðherra og
fleiri aðila en hann kennir fjölmiðla-
fræði innan sinnar fræðigreinar við Há-
skólann. Við gengum á fund Þorbjarn-
ar til að forvitnast um hvað hann er
einkum gagnrýninn á í sambandi við
frumvarpið. Hann sagði í upphafi:
- Ég vil taka það fram að útvarpslaga-
nefnd skilaði prýðisgóðu verki á ýmsan hátt
enda sátu í henni öndvegismenn. Hins veg-
ar koma fram í áliti hennar ýmsar þversagn-
ir sem ég er ekki viss um að nefndin hafi gert
sé fulla grein fyrir. Bæði eru settar fram
meginreglur sem eru svo brotnar í öðru orði
og öðrum getur orðið erfitt að koma í fram-
kvæmd.
Viðskiptaútvarp eða ekki?
Viltu útskýra það nánar?
- Ég get t.d. nefnt að skv. frumvarpinu er
ekki gert ráð fyrir a félög geti komið á við-
skiptasjónvarpi og formaður nefndarinnar
ítrekaði það margsinnis. Hins vegar er
reiknað með því að eina örugga tekjulind
slíkra stöðva verði auglýsingar. Og sjón-
varpsstöð sem rekin er með auglýsingum er
náttúrulega ekkert annað en viðskiptasjón-
varp. Hvers vegna ekki er reiknað með við-
skiptasjónvarpi er ekki rökstutt en ég geri
ráð fyrir því að það komi fram í 3. grein
frumvarpsins þar sem segir að útvarps-
stöðvar skuli stuðla að almennri menning-
arþróun og efla íslenska tungu. Þá segir
ennfremur orðrétt: „Útvarpsstöðvar, er
Undanþágur frekar en lög
til að byrja með, segir Þorbjörn Brodda-
son dósent um frjálsan útvarpsrekstur
Þorbjörn: Ymsar þversagnir eru í útvarpslagafrumvarpinu. Ljósm.: -eik.
leyfi fá til útvarps, skulu í öllu starfi sínu
halda í heiðri lýðræðislegar grundvallar-
reglur. Þeim ber aðvirða tjáníngarfrelsi og
stuðla að því að fram komi í dagskrá rök
fyrir mismunandi skoðunum í umdeildum
málum.“ Það er svo gert ráð fyrri því að
útvarpsréttarnefnd hafi eftirlit með því að
svæðaútvarp framfylgi þessum reglum. Svo
segir í frumvarpinu: „Þeir aðilar, einstak-
lingar, félög eða stofnanir, sem telja að út-
varpsstöð hafi ekki uppfyllt framangreind
skilyrði gagnvart þeim og synjar þeim um
að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í
dagskrá með hætti sem þeir vilja við una,
geta lagt málið fyrir útvarpsréttarnefnd.
Nefndin skal þá eins fljótt og við verður
komið fella úrskurð um kæruefnið og er sá
úrskurður bindandi fyrir málsaðila." Þarna
er þessi nefnd komin í dómarahlutverk,
meira að segja án áfrýjunarréttar, sem ég
held að hún geti engan veginn ráðið við.
Hvers vegna ekki?
- Ef frumvarpið yrði að lögum sprytti
vafalaust upp töluverður fjöldi lítilla einka-
stöðva sem sendi út í nokkra klukkutíma í
senn. Nefndin gæti ekki sinnt eftirliti með
stöðvunum nema í litlum mæli. Þar að auki
er hér komin viss þversögn vegna þes& að
þetta markmið er líka sett í sambandi við
lög um Ríkisútvarpið - vegna þess að það
hefur verið einokunarstöð. Nú er verið að
taka upp algjörlega nýja stefnu og þá tel ég
þetta vonlaust í framkvæmd og vafasamt út
frá almennu sjónarmiði. Þessar stöðvar
eiga að njóta frelsis - í orði kveðnu - en
jafnframt eru þeim settar strangar hömlur.
Það ætti þá eins að setja sömu skorður á
dagblöð. Ef þau eiga að virða tjáningar-
frelsi verða þau ávallt að ljá andstæðing-
num rými til svars. Segjum svo að
Tófuvinafélagið stofnaði útvarpsstöð og
bændasamtökin heimtuðu að fá inni í hvert
sinn sem tófur ber á góma í stöðinni. Það
gengi ekki. Sá sem liggur eitthvað mikið á
hjarta verður að stofna eigið blað eða eigin
útvarpsstöð. Hann hefur engan rétt á að
koma sjónarmiðum sínum á framfæri á ann-
an hátt. Ef menn vilja ekki breyta þessu í
sambandi við dagblöðin - sem kostaði
reyndar stjórnarskrárbreytingu - hvers
vegna þá að setja þetta inn í sambandi við
útvarpsrekstur.
Hver á að borga brúsann?
En hvernig á að reka slíkar stöðvar ef
ekki verða leyfðar auglýsingar?
- í fjórðu grein frumvarpsins stendur:
„Útvarpsstöðvar, er fengið hafa leyfi.til
þráðlausra útsendinga... skulu hafa leyfi til
að afla fjár til dagskrárgerðar með auglýs-
ingum.“ Þetta myndi hafa þær afleiðingar
að annaðhvort drægjust auglýsingar Ríkis-
útvarpsins og annarra fjölmiðla saman eða
heildarfjármagn til auglýsinga í þjóðfé-
laginu eykst. Og hver borgar brúsann ef það
síðara verður ofan á? Það mun almenning-
ur gera í formi hækkaðs vöruverðs. Það er
því spurning hvort við eigum að leyfa
auglýsingar í einkaútvarpsstöðvum eða
leita að öðrum leiðum. Ég tel að það eigi að
leita annarra leiða. Nú er hægt að lykla bæði
þráðarsendingar og þráðlausar sendingar
en slíkt lyklað kerfi þýðir einfaldlega það að
sjónvarpssending er brengluð og menn
þurfa að hafa tæki í fórum sínum til að færa
hana í rétt horf. Þetta er orðin þekkt tækni.
Ég tel að einfaldast sé að krefjast afnota-
gjalda af þessum stöðvum eins og Ríkisút-
varpinu og þannig séu þær reknar.
Með hvaða hætti?
- Ég hef bent á þá leið að hækka afnota-
gjald af útvarpi, sem allir greiða, en hækk-
unin renni ekki til Ríkisútvarpsins, heldur
til þeirrar einkastöðvar, sem notandinn
sjálfur kýs. Þetta tryggir þeim einkastöðv-
um, sem njóta vinsælda, fjármagn með lýð-
ræðislegum hætti og gefur fólki fullkomið
frelsi að velja sér stöð sem þeir vilja hlusta
á.
En er ekki erfitt að koma í veg fyrir alls
konar dulbúnar auglýsingar?
- Það getur orðið erfitt í framkvæmd og
sjálfsagt mun eitthvert dagskrárefni alltaf
liggja á mörkum fræðslu og auglýsingar.
Hvaða leiðir hafa verið farnar í öðrum
löndum?
- Það er með mjög mismunandi hætti. í
Bandaríkjunum hefur frá upphafi verið
ríkjandi hreint viðskiptaútvarp eða sjón-
varp. Bretar hafa undanfarin 30 ár smám
saman verið að víkja frá ríkiseinokun og þar
er nú korninn fjöldi einkastöðva sem reknar
eru með auglýsingum.
Á Norðurlöndum hefur verið ríkjandi al-
gjör ríkiseinokun á útvarpi ef frá er talin
önnur af tveimur sjónvarpsstöðvum í Finn-
landi. Nú eru að verða breytingar á. Norð-
menn og Danir eru með tilraunastarfsemi á
frjálsumútvarpsrekstriþar sem engar aug-
lýsingar eru leyfðar. Það eru mjög forvitni-
legar tilraunir. Danir settu einfaldlega
undanþáguheimild í útvarpslögin og eru að
prófa sig áfram með nákvæmu eftirliti, ætla
að læra af reynslunni. Margir einkaaðila
þar fá styrki til að gera tilraunir.
Svíar hafa hins vegar alls ekki slakað á
einkarétti sænska útvarpsins en þeir hafa
hins vegar ástundað stórfellda valddreif-
ingu innan kerfisins. Þeir eru búnir að
stofna sjálfstæðar stöðvar í hverju léni í
landinu sem fara misjafnar-leiðir. Sumar
þeirra njóta mikillar hylli og gegna merku
menningarhlutverki. Þarna er orðin mikil
gróska án þess að útvarpsrekstur sé settur í
hendur á mörgum einkaaðilum. Engar
auglýsingar eru leyfðar og þetta kerfi hefur
gefist svo vel að litlar raddir eru um
breytingar á því. Svo eru líka við lýði þar
svokallað grenndarútvarp. Ymis félaga-
samtök fá að senda út stutta stund á dag og
ná útsendingar þessar yfir lítið svæði. ís-
lendingafélögin í Svíþjóð hafa t.d. fengið
þennan rétt.
Best að fara
verlega í sakirnar
Og hvað telur þú svo heppilegasta form-
ið?
- Eins og sjá má er um margar leiðir að
velja, allt frá bandaríska útvarpinu, sem er
hreint viðskiptaútvarp, til hins sænska þar
sem er stórfelld valddreifing án auglýsinga.
Hvort tveggja gengur. Á Ítalíu virðist þró-
unin hins vegar hafa. farið úr böndunum.
Einkastöðvarnar þar eru smám saman að
grafa undan Ríkisútvarpinu sem stendur
höllum fæti. Nýjar stöðvar þar eru að koma
sér upp neti sem stendur í harðri samkeppni
við Ríkisútvarpið. Meðan Ríkisútvarpið
þar hafði einokun var því beitt á mjög óvæg-
in hátt svo að þetta er að nokkru leyti sjálf-
skaparvíti og að nokkru leyti stafar þetta af
því að ekki hefur verið farinn millivegur.
Það sem ég óttast í sambandi við ný útvarps-
lög er að Ríkisútvarpið fari illa út úr þeim
og þá tapa allir og viðhaldi lýðræðis er hætt.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur. Ríkisútvarpið hefur hingað til verið-
þótt deilt sé um efni þess - óumdeild stofn-
un. Þó að um alllangt skeið hafi verið uppi
raddir um að gera róttækar breytingar á því
hafa þær ekki fengið hljómgrunn hjá stjórn-
málamönnum. Jafnvel boðberar frjáls-
hyggju í hópi þeirra hafa ekki vilja draga úr
starfsemi Ríkisútvarpsins. Nú kemur fram
frumvarp sem menntamálaráðherra næst-
stærsta stjórnmálaflokksins lét semja og
ráðherra stærsta flokksins leggur fram. Það
eru því breyttir tímar. Því er eðlilegt að
spurt sé: Hverju erum við að sleppa og hvað
kemur í staðinn?
Hver er afstaða vinstri manna?
- Það er rétt að taka það fram að þó að
breytingar hafi fengið takmarkaðan hljóm-
grunn bæði á vinstri og hægri væng
stjórnmálanna þá hafa á báðum köntum
komið ákveðnar raddir um breytingar sl.
hálfan annan áratug. Erlendis hafa til dæm-
is komið fram menn sem eru langt til vinstri
og verið boðberar meiri háttar valdadreif-
ingar í ljósvakanum. Þar get ég nefnt mann
eins og Hans Magnus Enzenberger í Þýska-
landi. Ef vel tekst til getur það orðið til
mikillar upplyftingar og skemmtilegrar
breytingar í fjölmiðlaheimi þjóðarinnar.
Mitt mat er það að ekki sé tímabært að gera
umfangsmiklar lagabreytingar heldur byrja
á undanþágum frá einokuninni og síðan
verði sett löggjöf eftir 2-3 ára tímabil í kjöl-
far félagslegra, efnahagslegra og lagalegra
kannana á áhrifum breytinganna. Þetta tel
ég farsælast og það sem mest verkvit er í.
Við vitum lítið um þróun þessara mála þeg-
ar skriðan fer af stað. Þó að íslendingar telji
sig vera gáfaða þjóð finnst mér ólíklegt að
við getum fremur en aðrir séð fyrirfram
hvernig málin þróast. Við ættum því að taka
aðrar þjóðir til fyrirmyndar, fara varlega í
sakirnar og setja ekki heildarlöggjöf fyrr en
að loknu tilraunatímabili.
-GFr