Þjóðviljinn - 17.03.1984, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 17.03.1984, Qupperneq 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17. - 18. mars 1984 dægurmál - Hvers á Dr. Jekyll að gjalda? Nú er spurningin: er Mr. Hyde af Fram- sóknarættum... kannski frá Seglbúðum í Landbroti...? Að meika sig og það Boy George er afkvæmi dá- lítið kátbroslegrar tískukyn- slóðar sem tilfinningalega týnd og eirðarlaus leitar eftir samþykki yfirborðsmennsk- unnar. Tjáning hennar sprettur ekki af einlægri þörf heldur falskri nauðsyn til upphafn- ingar fátæklegs sjálfs. Upp- sprettur andans eru skrauf- þurrar og síendurtekning á sér stað, bull er það sem blífur. Listræn túlkun á sér stað frammi fyrir spegli, þ.e.a.s. stórkostlegar uppgötvanir og möguleikar um gervi koma í ljós. Nálit sjálfsímyndin íklæðist stórkostlegu litaskrúði og fengitíminn getur hafist. Út- litið svermir fyrir öllu sem borgar sig, er allt, þ.e. ef meiningin er að meika það. Já, Strákur hefur gengið í gegnum ótrúlega þrekraun og lífsreynslu. Lítið bara á þessar myndir, dýpt persónuleikans leynir sér ekki. Sérstaklega er nunnan hjartnæm... Því miður eigum við ekki myndir af nærfatnaði hennar eða sokkum, en hver veit nema við fáum að berja drenginn augum ef við biðjum aðstandendur Listahátíðar heitt og innilega. Ekkert múður, við viljum Strákinn á Listahátíð. Hann félli eins og flís við rass inní myndina, holdi klædd yfirborðsmennskan sjálf. $ - Dýrið í dag. Stúdíógaldrakarlinn og templarinn Trevor Horn Bretinn Trevor Horn er einn eftirsóttasti upptökustjóri í rokk- bransanum og nú um stundir kvað t.d. eiga allan heiður af hversu kröftuglega lagið Owner of a lonely heart með gömlu gaurunum á Yes hljómar, en Trevor Horn stjórnaði upptöku á nýjustu breiðskífu Yes, 90125. Ein og hálf miljón eintaka seldust af þeirri plötu fyrstu þrjár vikurnar frá því að hún kom út og var salan þá enn vaxandi. Má segja að Yes hafi verið vakin upp úr dauðadái með 90125 því að þeim hafði gengið illa að halda uppi fornri frægð og gæðum í nokkurn tíma þar til hún kom út. Upphaf ferils Trevors Horn í rokkmúsík er líkur margra stráka á, hans aldri (rúmlega þrítugur). Hann dáði The Beatles og söng- konuna Dionne Warwick, og byrj- aði snemma að syngja og spila í eigin hljómsveitum með vinum sín- um, auk þess sem hann spilaði Bob Dylan lög eftir pöntun viðstaddra á hinum ýmsu pöbbum og klúbbum í Leichester. Þetta músikbrölt hafði sín áhrif á skólagönguna og hann hætti loks í menntaskóla og gerðist bassaleikari að atvinnu, spilaði t.d. með ýmsum djassgrúppum og í stú- díóum. Þegar hann var 22 ára var hann í hljómleikaferð meö Gary Glitter og hljómsveit og gerðist drukkinn vel í Manchester. Honum tókst að fá lögregluna til að slást við sig og því fylleríi lauk með helgi í steinin- um og uppsagnarbréfi frá Glitter- bandinu. Trevor Horn hefur verið templari æ síðan. Næsta skrefið var að Trevor byggði sér lítið stúdíó frá grunni og gekk rekstur þess í heila sex mán- uði. Betra fyrir framtíðina reyndist rómantík milli hans og s'öngkon- unnar Tinu Charles, sem með tíð og tíma leiddi til þess að hann stjórnaði hljómsveit hennar og hélt því starfi þótt hún giftist öðrum. í hljómsveitinni byrjaði samstarf hans og hljómborðsleikarans Ge- offs Downes og þeir stofnuðu hljómsveitina Buggles þegar þeir hættu að spila með Tinu. Þá má eiginlega segja að heimurinn hafi fyrst fengið að heyra frá Trevor Horn, því að lag Buggles, Video killed the radio star varð geysivin- sælt og er enda líklega eitt af snjall- ari lögum dægurtónlistar, engin ómerkileg dægurfluga. Buggles lifði þó ekki lengi og þeir félagar Geoff og Trevor voru fengnir til að ganga til liðs við Yes, sem kraftlítil þótti orðin. Ekki lík- aði þeim vistin þar og Geoff Down- es gekk í Asia en Trevor fór að dunda í stúdíóvinnu. Og Yes lagði upp laupana. Dag nokkur fékk Trevor heim- sókn, popphljómsveitin Dollar kom og bað hann að stjórn plötu- upptökum hljómsveitarinnar. Þar með fór skriðan af stað. Þeir gerðu það gott með hitt-lögum eins og Poison arrow og The look of love. Malcolm McLaren var næsti við- skiptavinur með Duck rock, og Buffalo Gals. Loks voru það Yes, sem fremst eru nefndir. Nú er Trevor í Ameríku að stjórna upptöku á næstu plötu fyrir Foreigner. „Upptökustjórum finnst gaman að spreyta sig á ólík- um verkefnum. Þess vegna freistuðu Foreigner mín, af því að enginn hefði heldur haldið að ég færi að vinna með þeim“, segir hann um þetta verkefni sitt. (A þýddi lauslcga úr Musician).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.