Þjóðviljinn - 17.03.1984, Side 28

Þjóðviljinn - 17.03.1984, Side 28
fl WÐVIUINN Helgin 17. - 18. mars 1984 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Samningar undirritaðir í Eyjum í gærkvöldi: Unglingataxta ekki fylgt 2% eftir 15 ára starf og 66 krónur í fatapeninga á viku í gaerkvöldi var skrifað undir samninga milli Verkalýðsfélagsins Snótar og Verkalýðsfélags Vestmannaeyja annars vegar og at- vinnurekenda í Eyjum með fyrir- vara um samþykki félagsfunda sem haldnir verða á sunnudaga. Yfir- vinnubann sem átti að hefjast kl. 5 í gær var frestað þar til ákvörðun félagsfunda liggur fyrir. Vinna hófst strax í gærkvöldi í frystihúsi Einars Sigurðssonar og Fiskimjöls- verksmiðjunni h.f. og vinna hefst almennt í fiskvinnslustöðvum í Vestmannaeyjum í dag. Ekki mun hafa náðst skriflegt samkomulag um að unglingataxt- inn svokallaði falli brott en munn- lega mun hafa verið gengið frá því í samningum aðila í Vestmamnaeyj- um að honum verði ekki beitt þar. Þá var samið um það að verka- fólk fengi kr. 66á viku í fatakostnað vegna vinnu sinnar. Mikilvægt ákvæði í sjávarplássi eins og Vestmannaeyjum í hinum nýju samningum er að eftir 15 ára starf hjá sama atvinnurekenda fær verkafólk 2% kauphækkun. Að öðru leyti en framansögðu munu samningar þeir sem náðust í Vestmannaeyjum í gærkvöldi vera í samræmi við meginatriði í heildarsamningi ASI og VSÍ. - ekh. Fiskvinnslufólk fær 66 kr. í fatapeninga skv. samningi sem gerður var í gærkvöldi. Nýja jafnréttisfrumvarpið: Jafnréttisráð ekki í ráðum segir Elín Flygenring, framkvœmdastjóri ráðsins ,Jafnréttisráð hefur ekki verið með í ráðum um þessar breytingar á frumvarpinu og ég frétti af því að nýtt frumvarp væri komið af tilvilj- un“, sagði Elín Pálsdóttir Flyenr- ing, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs í gær. Jafnréttisráð mun fjalla um nýja frumvarpið á fundi sínum n. k. miðvikudag og sagði Elín ekki ólík- legt að ráðið léti frá sér fara álykt- un vegna þess. „Ég get því aðeins sagt rnína skoðun á þessu frumvarpi", sagði Elín, sem var starfsmaður nefndar- innar sem samdi upphaflega frum- varpið. „Ég er sammála Vilborgu Harðardóttur um að þar er búið að taka út úr því næstum allt sem við vorum að reyna að breyta til þess að gera lögin virkari. Það eru allir sammála um að til þess að ná fram jafnrétti þurfi að bæta stöðu kvenna. Það er því skrítið að það skuli ekki mega taka það fram í lögunum.“ Elín sagði að nefndin sem samdi upphaflega frumvarpið hefði verið skipuð 9 fulltrúum hinna ýmsu kvennasamtaka, en þess hefði ver- ið gætt að þeir kæmu frá öllum stjórnmálaflokkum. „Nefndin lagði mikla áherslu á að ná samkomulagi um alla hluti og var ýmislegt tekið út úr frumvarpinu í þeim tilgangi“, sagði hún. „Við vorum sammála um að þetta væri það sem hægt væri að ganga lengst í breytingum með fullu samkomu- lagi allra flokka. Frumvarpið sem nú hefur verið lagt fram er stjórn- arfrumvarp og hlýtur því að byggja á pólitísku samkomulagi ríkis- stjórnarflokkanna tveggja“, sagði hún. -Á1 Elín P. Flygenring, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs. Mótmælafundur sjómanna og útgerðarmanna gegn kvótakerfinu í Sigtúni 9? Mæti ekki óboðinn“ segir Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ „Égmunekki mæta óboðinn. Þaðhefurekkert samband verið haft við mig“, sagði Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ í samtali við Þjóðvilj- ann í gær aðspurður hvort hann ætlaði að mæta á fund sem útvegsmenn og sjómenn hafa boðaðtilí ‘ 'iikl. 14. OOásunnu- Kristján Ragnarsson. Á fundinn er stefnt sjó- mönnum og útgerðarmönnum víðs vegar af landinu til að mót- mæla kvótafyrirkomulaginu, að sögn fundarboðenda telja þeir bæði samtök sjómanna og LIU hafa brugðist í þessum efn- , um og því séu þau samtök ekki / formlegir aðilar að fundinum. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við Þjóðviljann að hann liti svo á að sér hefði verið boð- ið á fundinn og hann ætlaði að reyna að koma því við. Kristján Ragnarsson sagði að samtök útgerðarmanna ætluðu að endurmeta sína afstöðu til kvótakerfisins í haust og því gæti hann ekki sagt á þessu stigi hvað hann vildi að gert yrði á næsta ári. „Það lá ljóst fyrir að margir útgerðarmenn voru óánægðir með þetta fyrirkomulag. Þetta gat aldrei orðið öllum til hæfis“, sagði Kristján. -eg Akureyri 254 skráðir atvinnu- lausir Um sl. mánaðamót voru 254 skráðir atvinnulausir á Akur- eyri. Þar af voru 143 karlar og 111 konur. í febrúar voru skráðir 4288 heilir atvinnuleysisdagar sem svarar til þess að 204 hafi ver- ið atvinnulausir allan mánuð- inn. Þá voru í mánuðinum gefin út 562 atvinnuleysisbótavott- orð með samtals 4321 heilum bótadögum. -lg Borgarstjórn: Tvær tillögur AB sam- þykktar Á borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag gerðust þau tíð- indi að tvær tillögur sem borg- arfulltrúar Alþýðubandalags- ins fluttu, voru samþykktar samhljóða. Hvorug tillagnanna hefur bein fjárútlát í för með sér á þessu stigi, önnur fjallar um aukafjárveitingu til að kaupa bækur í nýtt útibú Borgarbók- asafns í Gerðubergi og hin um athugun á hagkvæmni þess að leggja hita í götur og gang- stéttir í borginni, aðallega í gamla bænum. -ÁI i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.