Þjóðviljinn - 23.06.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.06.1984, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS- BLAÐ MENNING HEIMURINN STIGAHLÍÐ — LÓÐ Vorum aö fá í sölu eina af þessum glæsilegu lóöum viö Stigahlíö. Lóöin er á einum besta staö. Upplýsingar gefur: Húsafell FASTEKiNASALA t«ngAoA]v*9> »15 ___________________ ____A&slst&nn Pviursson (66 BergurGuónasan hdl Braskið Ein fasteignasalan í Reykjavík, Húsafell, birti í gær í Morgun- blaðinu auglýsingu um að hún hefði fengið í sölu eina af lóðun- um við Stigahlíð sem auglýstar voru til sölu hæstbjóðendum í maí skv. ákvörðun borgarráðs. Lóð- arhafar voru kynntir fyrir borg- arstjórnarfundi í fyrrakvöld og strax daginn eftir er ein þessara byrjað! lóða komin í almenna sölu. Samkvæmt upplýsingum fast- eignasölunnar er leitað tilboða í lóðina, en þessar lóðir kostuðu að meðaltali 1.7 milljónir. Hér mun um að ræða mann, sem bauð í tvær lóðir og gat síðan ekki gert upp hug sinn um hvora lóðina hann vildi og tók því báðar. Og nú er önnur þeirra semsé komin í sölu - handa hæstbjóðanda. Það hefur því gerst, sem margir uggðu um þegar fréttir af útboði lóð- anna að farið yrði að braska með þær að úthlutun lokinni. Athygli vekur, að einhver dæmi munu vera um það, að hjón hafa hlotið tvær lóðir í uppboðinu og þá hvort undir sínu nafni. Samhygð Nýr flokkur Samhygðarfólk hefur rœtt viðfulltrúa stjórnmálaflokkanna og kynnt þeim hugmyndir sínar umflokksstofnun á næstu vikum Helstu forvígismenn Samhygðar hafa undanfarna daga og vikur átt fjölmarga fundi með ýmsum forystumönnum hinna ýmsu stjórnmálaflokka og verka- lýðshreyfingar og reifað hug- myndir um stofnun nýs stjórnmálaflokks, - flokks mannsins sem þeir kalla. „Það má búast við því mjög fljótlega að heyrist í okkur um Vísitölur Mikil hækkun Framfærsluvísitalan hækkaði um 2.33% frá maíbyrjun til júníbyrjunar sl. 1% stafar af verðhækkun búvöru vegna lækk- unar á niðurgreiðslum og hækk- unar á grundvallarverði land- búnaðarvara. Hálft % stafar af hækkun á verði lyfja og læknis- þjónustu og hækkun á ýmsum vöru- og þjónustuliðum veldur 0.8% hækkun framfærsluvísi- tölunnar í maímánuði. Hagstofa íslands hefur einnig reiknað út byggingavísitölu sem gilda mun á tímabilinu júlí-sept- ember. Hækkun frá síðasta tíma- bili er 3.7%. flokksstofnun. Þá er ég ekki að tala í mánuðum, heldur mjög fljótlega", segir Júlíus K. Vald- imarsson einn forvígismanna Samhygðar og framkvæmdastjóri Vinnumálasambands Samvinnu- félaganna í viðtali sem birt er í Sunnudagsblaði Þjóðviljans. Júlíus er m.a. spurður hvernig það komi heim og saman að hann sem félagsmaður í Samhygð lýsi yfir andstöðu sinni við efnahags- aðgerðir ríkisstjórnarinnar og kaupskerðinguna, á sama tíma og hann situr í sæti atvinnurek- andans í samningum. Hann vísar í svari sínu við þess- ari spurningu til dæmisögu um spámanninn Múhamed sem svar- aði fyrir hönd samstarfsmanns síns sem var jafnframt ráðgjafi illræmds kaupsýslumanns, að „betra væri að hafa einn rétttrú- aðan meðal heiðingjanna heldur en engan“. Segir Júlíus jafnframt að oft á tíðum geti jákvæðir aðilar komið góðu til leiðar og það væri ábyggiiega engum til gagns að all- ir slíkir færu úr störfum sínum, heldur reyndu að gera mennska þá starfsemi sem þeir vinna að. - '8 Hreyknir velðlmenn í Dalvíkurhöfn. Sá með stönglna heltlr Arnar Sveinbjörnsson og félaginn Gunnar Gunnars- son. Ekkl amalegt að veiða þennan fallega sjóbirtlng i höfninnl. Ljósm.: Atli. Kjarvalsstaðadeilan Pólitískri aðför mótmælt Stjórnir samtakamyndlistarmanna segja Einar Hákonarson hafa gripið til ómerkilegra hlekkinga sem stórskaða félagsstarf og málstað myndlistarmanna Stjórnir Félags íslenskra mynd- listarmanna og Sambands ísl. myndlistarmanna hafa mótmælt þeirri aðför gegn iistamönnum sem meirihluti sjálfstæðismanna í stjórn Kjarvalsstaða hefur staðið fyrir undir forystu Einars Há- konarsonar. Segir í ályktun FIM að Einar Hákonarson hafi gripið „til ómerkilegra blekkinga, sem stórskaða félagsstarf og málstað myndlistarmanna, í því skyni að auka völd sín og annarra þeirra stjórnmálamanna, sem munu verða í forsvari fyrir stjórn Kjar- valsstaða í framtíðinni.“ Stjórn og fulltrúaráð SÍM harma þá breytingu sem orðið hefur á stjórnun Kjarvalsstaða, þar sem áhrif listamanna eru nú stórum minni en áður, og pólit- ískan málflutning einkum í garð stjórnar FÍM. „Hin nýja reglu- gerð vekur ugg um pólitíska mis- beitingu í framtíðinni", segir í ál- yktuninni. í frétt frá stjóm Félags ís- lenskra myndlistarmanna segir að Kjarvalsstaðadeilan snúist um það að ný reglugerð rýri hlut listamanna frá því sem áður var, og auki áhrif stjórnmálamanna sem hafi verið nóg fyrir. „Aðal- hvatamaður þessarar aðfarar gegn listamönnum er Einar Há- konarson listamálari, pólitískt kjörinn formaður stjórnar Kjar- valsstaða. Þessi deila hefur lengst af verið fullkomlega málefnaleg, þar til í umræðum í borgarstjórn 5. júní sl. er reglugerðin var borin upp og samþykkt, að Einar Há- konarson ber stjórn FÍM á brýn pólitískan tilgang og pólitískar hvatir „með yfirvarp listarinnar að skjóli“. Af þessu tilefni lýsir stjórn FÍM því yfir að flokkspólit- ísk sjónarmið hafa aldrei ráðið eða haft minnstu áhrif á stöðu hennar eða stefnumið. Þá segir að með þessum ummælum hafi Einar vikið sér undan málefna- legri umræðu um hagsmunamál my ndlistarmanna. - ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.