Þjóðviljinn - 23.06.1984, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 23.06.1984, Qupperneq 11
Það sem borðað er Sóað við neyslu Sóað við matseld Sóað við dreifingu Skemmist í geymslu Eyðijeggst við framleiðslu Ónýttir möguleikar Þannig lítur brauðhleifur heimsbúskaparins út. Sóun matvæla, ekki skortui Mat er vissulega misskipt í heiminum! En hungrið stafar meira afsóun en ónógri framleiðslu. Það er mikill skortur á mat- vælum í heiminum, en svo þyrfti ekki að vera. Sænskir sérfræðingar hjá fyrirtæk- inu Tetra Pak, sem íslend- ingar kannast við, ganga svo langt að halda því fram, að þau matvæli sem íbúar heimsins neyta séu aðeins tíundi hluti af því sem verið gæti. Hittglatastbæði meðan matjurtirspretta, í dreifingu og í geymslu og þessi mikla sóun á sér stað jafnt meðal ríkra þjóðasem fátækra. Henda miklu Til dæmis kaupa menn í Vestur-Evrópu aö meðaltali mat sem inniheldur 3000 hitaeiningar á dag, en þeir neyta aðeins 2200- 2300 hitaeininga. Afganginum, einkum brauði, ávöxtum og grænmeti, er hent, vegna þess að fólk hefur keypt um þarfir fram. Hér er um að ræða 25% sóun. Enn verri eru Bandaríkjamenn sem henda 35% af þeim mat sem þeir hafa keypt - og eru þeir þó betur settir með kæligeymslur heima og annarsstaðar en nokkur þjóð önnur. Þróunarlöndin sóa einnig hin- um dýrmætu matvælum sínum í stórum stíl. Þar veldur skortur á góðum geymslum, skortur á mat- vælaiðnaði og flutningaerfið- leikar miklum usla. Enn meira fer í súginn þegar sveitafólk flytur til borganna, það kann einatt ekki nógu vel með mat að fara í nýju umhverfi. Birgðir skemmast Síðan gerist það um öll lönd að stækkun borga og iðnvæðing breyta sjálfsbjargarlöndum og héruðum í samfélög þar sem örfá- ir framleiða allan þann mat sem fólk þarfnast til að lifa. í háþró- uðu iðnríki eins og Svíþjóð eru til dæmis ekki nema um fjórir af hundraði sem vinna við matvæla- framleiðslu beinlínis. En þetta þýðir líka, að meðan fj árlægðin - bæði talin í dögum og kílómetrum - milli framleiðand- ans og neytandans lengist, reynir meira á það, að löndin komi sér upp miklum matvælabirgðum, sem síðan dreifast eftir flóknu flutninganeti. Þetta ástand skapar hagstæðar aðstæður fyrir keppinauta mannsins meðal meindýra - rottur, mýs, fuglar ýmsir og skorkvikindi, eiga sér gullöld og gleðitíð í misjafnlega vernduðum matvæladyngjum heims. Bandarískar rannsóknir sýna, að 25-30% matvælaframleiðsl- unnar fari í súginn fyrir sakir slæmrar geymslu einnar saman. Og þetta tap er meira í þróunar- löndum en í þróuðum löndum. Til dæmis er talið að í Vestur- Afríku glatist um það bil 34% af öllum maís í geymslu einni saman og alls nemur tapið á þessari komtegund einni um 60% frá uppskem til sölustaða. Indland missir 8-25% af hveitiframleiðslu sinni með svipuðum hætti. Öll lönd Fátt er algengara en að lesa í sovéskum blöðum ádrepur um illa meðferð á matvælum. Einnig þar em vondar geymslur, skortur á kælibúnaði og illa virkt flutn- ingakerfi ein helsta ástæðan fyrir mikilli sóun matvæla - verður því drjúgur munur á uppskemtölum og raunverulegri neyslu. Menn gætu svo haldið að ein- mitt í þessum efnum slyppu Bandaríkjamenn vel, vegna þess hve góð húsakynm peir eiga, kæligeymslur og öflugan mat- vælaiðnað. Það er þó ekki rétt. Talið er að fyrir hvert tonn af matvælum sem neytt er í því landi fari hálft tonn í súginn. Og um 5-10% af þeirri sóun verður í geymslunum einum saman. Lítil mjólkurbú Upplýsingar þessar, sem eru í sjálfu sér fréttnæmar, em að mestu fengnar úr tímaritinu Swe- den Now. Greinin er að öðru leyti frásögn af sænskum matvæla- hring, Alfa-Laval (Tetra-Pak fellur undir hann), en samsteypa þessi rekur útibú í 35 löndum. Hún telur sér það til gildis í sam- bandi við það vandamál sem að ofan var lýst, að fyrirtækið er að koma upp í þróunarlöndum smáum mjólkurbúum. Þau eiga hvert um sig að geta á degi hverj- um breytt um 1000 lítrum af mjólk í ost, jógúrt, súrmjólk eða aðra vöru, og mundi þá minna af mjólk fara til spillis við þær að- stæður sem víða eru í þróunar- löndum. Út af fyrir sig ágæt hug- mynd og í anda kenninga Schum- achers um að tækni og fram- leiðsluaðferðir beri að laga að möguleikum á hverjum stað. ÁB tók saman Laugardagur 23. júní 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Kasparov. Ég á ekki minni möguleika Kasparov er bjartsýnn á aö hann standist Karpov heimsmeistara snúning í væntanlegu einvígi þessara tveggja sovésku meistara um heimsmeistaratitilinn í skák. „En viö Karpovtöpum báðir afar sjaldan", segir hann í viö- tali sem hér er birtur hluti af, enþaðerfrá APN. - Eftir fímm mánuði eigið þér fyrir höndum að tefla við Anatolí Karpov, heimsmeistara. Hvað teljið þér um taflmennsku hans; hversu langt haldið þér að einvíg- ið verði? - Karpov er búinn að vera heimsmeistari um níu ára skeið, og það er staðreynd út af fyrir sig. Hann er búinn að vera sterkasti skákmaður heimsins um langt skeið. Karpov er meistari og hver meistari er tímabil í skákinni. Ég vil ekki sýnast fullur sjálfs- trausts, en ég tel, að möguleikar mínir í fyrirhuguðu einvígi séu ekki minni. - Hversu lengi stendur einvíg- ið? Það er erfitt að segja fyrir um það: bæði ég og Karpov töpum afar sjaldan. Ég hugsa að það verði tefldar um 28 skákir í ein- víginu. -1 hvaða mótum gerið þér ráð fyrir að taka þátt á þeim mánuð- um sem eftir eru til einvígisins? - Það er 90% öruggt að ég mun ekki taka þátt í neinu móti. Ein- vígið milli „Heimslandsliðsins og sovéska landsliðsins" verður undantekning ef af því verður. Þetta er prógrammið. Hvað mót varðar, tel ég, að þau komi að engu gagni í undirbúningi fyrir einvígið um heimsmeistaratitil- inn. - Hversu mikla áherslu ieggið þér á líkamlegan undirbúning og hvers konar þjálfun kjósið þér helst? - Líkamlegur undirbúningur er nú í mínum augum allsherjarund- irbúningur. Einkum þegar lang- varandi einvígi stendur fyrir dyr- um. Mér virðist besta þjálfunin vera fólgin í hlaupi. Ég legg einn- ig mikla stund á sund á sumrin. - Hvers virði eru yður þjálfar- arnir og mamma, sem alltaf er við hliðina á yður? - Skákmót eru frábrugðin öðr- um mótum að því leyti, að þau standa lengi. Einvígi mitt og Smyslovs stóð í mánuð. Af þeim mánuði sátum við alls 55 klukku- stundir við skákborðið, þe. að- eins meira en tvo sólarhringa. Hinum dögunum 28 eyddum við með fólki, sem auðvitað sinnir einnig skákinni, sem tók þátt í þessu með okkur. Ég er ham- ingjusamur vegna þess að við hhð mér er ætíð maneskja, sem tekur á sig mikinn hluta af áhyggjum mínum og erfiði. Það er mamma mín. Stuðningur hennar er mér mikils virði á erfiðum mínútum. Góðir þjálfarar eru mikils virði. Ég byrja að tefla skák og veit að það er allt í lagi með undir- búninginn. Það er geysilega mik- ils virði. Það hefur verið þannig í þeim einvígum, sem ég hef teflt í og haft yfirburði að þeir eru til- komnir vegna samvinnu minnar og þjálfara minna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.