Þjóðviljinn - 23.06.1984, Page 13
Fundað á Hressingarskálanum: Tryggvi, Böðvar, Úlfur og Baldur Hrafnkell. Ljósm.: Atli.
Myndlist, slcilurhús
og iðandi mannlíí
Heimildakvikmynd um Tryggva Ólafsson lísímdlara
tveggja vikna dagskrá. Víða um
London lásu kvenrithöfundar
upp úr verkum sínum. Kapp-
ræðufundir voru haldnir um
stöðu jafnréttisbaráttunnar,
hverju hún hafi áorkað, hvert
stefni og hvað megi betur fara.
Fundir voru haldnir með konum
frá Simbabwe, eyjunum í Karíba-
hafi, Ástralíu, S-Afríku, Indlandi
og svörtum konum frá Banda-
ríkjunum þar sem voru vandamál
kvenna sem ekki eiga aðeins
undir högg að sækja vegna kyn-
ferðis síns, heldur einnig kynþátt-
ar.
Lesbíur voru einkar skeleggar í
að kynna útgáfustarfsemi sína og
viðhorf. Héldu þær marga fundi
og fyrirlestra um alla London á
meðan á hátíðinni stóð, auk þess
sem þær höfðu marga sölubása á
bókamarkaði hátíðarinnar í Ju-
bilee Hall.
Má því segja að kynningin hafi
verið yfirgripsmikil og tekið tíllit
til sérþarfa hinna ýmsu kvenna-
hópa, án kynþátta- eða kynferð-
isfordóma. Allar þær konur sem
að hátíðinni stóðu eiga við sömu
vandamál að etja; erfiðleika í
sambandi við kynningu og útgáfu
á verkum sínum og annarra
kvenna. Þó eru fjölmiðlar stærsta
vandamálið, sem annaðhvort
hafa á snærum sínum karlmenn
til að fjalla um verk kvenna, eða
þá þegja verk kvenna í hel og má
varla á milli sjá hvort er verra.
ss
finnst í rauninni leikrit vera til að
horfa á en ekki til að lesa.
Til að fjármagna forlagið
keyptum við sjálfar prentvélar,
sem við höfum notað til að prenta
allskonar áróðurs- og dreifirit
fyrir hina og þessa, en það er svo
mikil vinna, að það endist aldrei
neinn í því og nú er ég orðin sú
eina hjá forlaginu sem kann að
prenta og treysti mér ekki til að
taka fleiri Iærlinga. Ég get alveg
eins farið og unnið í prentsmiðju
einhversstaðar annars staðar
fyrir gott kaup, og látið eitthvað
af því renna til útgáfunnar. Ann-
ars býst ég við að við lokum for-
laginu í lok júlí, því það er ekki
lengur fjárhagsgrundvöllur fyrir
rekstrinum.
Þetta skapar mikið vandamál, því
það eru til vel efnaðir aðilar sem
hafa fjármagn til að borga bóka-
forlögum fyrir að gefa bækur
sínar út og þar er ekkert verið að
velta fyrir sér gæðunum. Pening-
ar er það eina sem skiptir máli.
Sjáðu til, það er engin áhætta
fólgin í því að gefa út bók eftir
einhvern sem greiðir allan kostn-
aðinn sjálfur.
Okkar þjóðfélagsskipan er
þannig að fjármagnið er yfir-
höfuð í höndum karlmanna,
þannig að konur geta ekki greitt
fyrir útgáfu á sínum verkum og
eiga því hræðilega erfitt með að
koma þeim á framfæri. Það eru
ekki nema tíu ár síðan feminista-
hreyfingin tók til starfa í Grikk-
landi, en í dag er hún orðin gífur-
lega stór og á vegum feminista-
samtakanna eru gefin út blöð og
tímarit til að reyna að vekja kon-
ur til umhugsunar. Um tíma ráku
þau sameiginlega bókaforlag en
það fór á hausinn á fjórum til
fimm árum. Það forlag gaf út
fyrstu bækur Mariu Bolenakh og
Katerinu Blassara, sem eru stær-
stu nöfnin í grískum kvennabók-
menntum í dag og þegar stóru
forlögin sáu hversu vel verk
þeirra seldust, voru þau meir en
tilbúin til að gefa verk þeirra út
og kosta miklu fjármagni í að
auglýsa þau.
Það var einmitt það sem drap
kvennabókaforlagið. Loksins
þegar komu fram konur með
verk sem gátu fjármagnað það,
þá komu þeir sem peningana
höfðu og buðu þeim gull og
græna skóga og hver getur jú
staðist það? Það verða allir að
lifa.
ss
Sumarið 1985 mun líta dagsins
ljós heimildakvikmynd um
Tryggva Ólafsson myndlista-
mann. Höfundur myndarinnar er
Baldur Hrafnkell Jónsson kvik-
myndagerðarmaður, en ásamt
honum vinna að myndinni þeir
Böðvar Guðmundsson hljóð-
meistari og Úlfur Hjörvar, sem
sér um handritagerð og texta.
Kvikmyndin verður hálfrar
klukkustundar löng, tekin á 16
mm negatíva filmu í Eastman Co-
lour 7291, en það mun vera besta
fáanlega ræman á markaðinum.
Heimildamyndin um Tryggva
er gerð í samvinnu við íslenska
sjónvarpið, enda eru þeir Baldur
Hrafnkell og Böðvar Guðmunds-
son fastir starfsmenn hjá stofnun-
inni. Er samvinnan fyrst og
fremst fólgin í tækniaðstoð við
gerð myndarinnar, en einnig hef-
ur sjónvarpið tryggt sér sýning-
arrétt á henni. Áð öðru leyti er
hér um sjálfstætt verk að ræða.
Áætlaður kostnaður við gerð
heimildamyndarinnar nemur um
hálfri milljón króna samkvæmt
verðlagi í byrjun þessa árs. Hér er
því um meiri háttar kvikmynda-
verk að ræða.
Launalaus
sjálfboðavinna
Aðstandendur kvikmyndar-
innar voru staddir á Hressingar-
skálanum ásamt listamanninum,
Tryggva Ólafssyni, þegar undir-
ritaðan bar að garði. Var tekið til
við að spjalla um fyrirtækið undir
kaffibollum og virtust fjórmenn-
ingarnir hressir með árangurinn,
þótt enn liggi mikil vinna fram-
undan.
Ég snéri mér fyrst að Baldri
Hrafnkatli, en auic þess að vera
höfundur myndarinnar er hann
einnig framleiðandi, kvikmynd-
atökumaður og klippari. Baldur
er kunnur fyrir tökur sínar á fjöl-
mörgum kvikmyndum, bæði
leiknum myndum og heimilda-
myndum, en hann er lærður kvik-
myndagerðarmaður frá Þýska-
landi. Myndin um Tryggva er
ekki fyrsta heimildamynd hans
um myndlistarmann, því fyrir
skömmu gerði hann mynd um
Leif Breiðfjörð glerlistarmann
fyrir BBC. Hún hefur enn ekki
verið sýnd hér á landi.
- Ég var lengi búinn að ganga
með myndina um Tryggva í mag-
anum, þegar ég hitti hann í Kaup-
mannahöfn. Það var um það leyti
sem Flugleiðir voru að hefja
beint flug frá Höfn til Akureyrar.
Ég var einmitt að bíða eftir fyrstu
vélinni. Þetta hefur veríð fyrir
rúmu ári.
Tryggvi bætir við að kannski
megi þakka þessu áætlunarflugi
gerð myndarinnar.
- Sfðan var garfað í málunum
og Úlfur Hjörvar fenginn til að
vinna handrit og texta myndar-
innar. Þeir Tryggvi og Úlfur hafa
þekkst lengi. Þeir kynntust áður
en Tryggvi settist að í Danmörku,
en síðar lágu leiðir þeirra saman
þegar Úlfur bjó í Kaupmanna-
höfn. Úlfur er því vel kunnugur
starfi Tryggva. Hann hefur samið
handrit að heimildamyndum fyrir
danska sjónvarpið og verið
leiðsögumaður og ráðgjafi
franskra og danskra sjónvarps-
manna við kvikmyndagerð á ís-
landi. Það var sjálfgefið að leitað
væri samstarfs við hann.
Þriðji maðurinn sem starfar við
gerð myndarinnar, Böðvar Guð-
mundsson hljóðmeistari, sér um
hljóðupptöku og hljóðsetningu.
Hann hefur unnið að upptöku og
blöndun hljóðs fyrir íslenska
sjónvarpið og liggja eftir hann
ótal verkefni og fjölmargar sjón-
varpsmyndir. M.a. sá hann um
hljóð í kvikmyndinni „Skilaboð
til Söndru".
- Við vinnum allir launalaust
að þessu verkefni. Eina vonin um
laun er fólgin í sölu myndarinnar
erlendis. Það er möguleiki að
sjónvarp á Norðurlöndum kaupi
hana til sýninga og Hollendingar
ef til vill.
Fjárfrekt
fyrirtæki
- Við sóttum um styrk til Kvik-
myndasjóðs, en var hafnað. Það
var enginn áhugi á svona mynd og
okkur var ráðlagt að leita til sjón-
varpsins. Þeir sögðu að það væri
rétti miðillinn og bæri að sinna
svona verkefni. Sennilega verða
listamenn að vera komnir á graf-
arbakkann eða undir græna torfu
svo vert sé að gera um þá heim-
ildamynd.
- Ég er sennilega allt of ungur,
ekki nema á fimmtugsaldri, bætir
Tryggvi við og hlær.
- Sjónvarpið lagði fram tvö
hundruð þúsund og tryggði sér
sýningarrétt á myndinni um leið.
Forráðamenn þess tóku vel í sam-
starfið og þessi stuðningur hefur
bjargað miklu. Við höfum leitað
til fleiri aðilja og vonumst til að
ná niður kostnaði með hagsýni.
Það er reynt að halda öllum út-
gjöldum í lágmarki, en þrátt fyrir
allt vantar 100.000 krónur svo
endar nái saman. Okkur skortir
peninga fyrir sýningareintaki af
myndinni og nú erum við að
kanna möguleika á styrkjum úr
norrænum sjóðum. Þar eygjum
við von á því sem á vantar.
Þrátt fyrir þessa fjárhagsörð-
ugleika ríkti bersýnilega mikil
bjartsýni meðal fjórmenning-
anna og töldu þeir engan vafa á
því að myndin yrði tilbúin til sýn-
inga á tilsettum tíma næstkom-
andi vor.
Nýstárlegt
form
Tryggvi Ólafsson hefur verið
búsettur í Kaupmannahöfn rúma
tvo áratugi. Hann er fæddur á
Neskaupstað, stúdent frá M.R.
og eftir eins árs nám við
Myndlista- og handíðaskólann
sigldi hann árið 1961 til
Kaupmannahafnar og stundaði
þar nám við Listaháskólann
næstu sex ár. Hann hefur tekið
þátt í fjölmörgum samsýningum
víða um Evrópu og haldið einka-
sýningar í Danmörku og á ís-
landi. Auk þess hefur hann
myndskreytt opinberar bygging-
ar í báðum löndum. Sjálfur gerði
hann annálaða heimildakvik-
mynd um danska svartlistar-
manninn S.Hjort Nielsen, ásamt
kvikmyndaleikstjóranum Hans
Hendrik Jörgensen.
- Áhugi okkar á Tryggva bygg-
ist á sérstöðu hans sem lista-
manns, sagði Úlfur Hjörvar.
Hann er e.t.v. síðastur í langri
röð íslendinga sem dvelja við
myndlistarnám á Akademíinu í
Kaupmannahöfn og setjast þar
að. Samt sem áður er hann einn
af fulltrúum þeirrar byltingar-
kynslóðar sem kennd var við
SÚM og stíll hans skipar honum á
bekk með alþjóðlegum
listamönnum.
í kvikmyndinni verður lögð
áhersla á listferil Tryggva, list-
sköpun hans og stöðu í íslenskri
og evrópskri myndlist. Tryggvi
mun m.a. lýsa verkum sínum og
velja úr kvikmyndasöfnum, eða
til kvikmyndatöku, íslensk og er-
lend minni í myndum sínum.
Þeim verður síðan blandað sam-
an þannig að þau falli að og lýsi
myndhugsun listamannsins.
Kennarar Tryggva og ýmsir
starfsbræður, íslenskir og er-
lendir listfræðingar, munu einnig
leggja sitt af mörkum.
- Við ætlum okkur að gera ann-
að en gert hefur verið hingað til í
heimildakvikmyndum um ís-
lenska listamenn. Það verður ein-
ungis tæpt á bráðnauðsynlegustu
atriðum varðandi uppruna hans
og æviferil. Við reynum að
bregða upp lifandi mynd af hon-
um í sínu daglega umhverfi, Vest-
urbrú í Kaupmannahöfn, einkum
kringum Aðaljárnbrautarstöð-
ina, Halmtorvet með sláturhús-
um sínum, markaði, krám og ið-
andi mannlífi dag og nótt. En
fyrst og fremst verður þetta heim-
ildamynd um myndlistarmanninn
Tryggva, starf hans og verk.
Þetta verður þá ekkert í ætt við
„Maður er nefndur"?
- Nei, langt í frá. Því miður
hefur engin hefð verið til hér á
landi í gerð heimildamynda um
listamenn. Yfirleitt hafa allar
slíkar myndir verið byggðar á
langlokuviðtölum við aðra en
listamanninn sjálfan og lítið verið
kafað í hugarheim hans og starf. í
stað þess ætlum við að byggja
þessa mynd kringum Tryggva og
nota klippingar til að skerpa form
hennar og inntak þannig að hún
verði hröð og frískleg. Þannig
verður myndin í sjálfri sér
heimildaverk en ekki dauð ævi-
skrársetning. Þótt ferill Tryggva
á íslandi verði eitthvað rakinn er
kvikmyndin að mestum hluta
tekin í Danmörku. Segja má að
um 2/3 séu þaðan. Þriðjungurinn
sem eftir er, verður að mestu
byggður á verkum Tryggva í eigu
íslendinga. Þú sérð því að mynd-
in verður harla ólík þeim heim-
ildamyndum sem hingað til hafa
verið gerðar um íslenska mynd-
list.
HBR
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. Júní 1984